Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1986, Side 32
32
DV. LAUGARDAGUR 25. JANÚAR1986.
Tilkynningar
Fjáröflunardeild kirkjufélags
Digranesprestakalls
heldur félagsvist í safnaðarheimilinu
við Bjamhólastíg i dag, laugardag,
kl.: 4.30.
Félagsvist
Húnvetningafélagsins
verður spiluð laugardaginn 25. jan-
úar 1986 kl. 14 í Skeifunni 17. Allir
velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Kvenfélag Óháöa safnaðarins
verður með kaffisölu í Kirkjubæ eftir
messu sunnudaginn 26. janúar til
ágóða fyrir Bjargarsjóð. Einleikur á
gítar og almennur söngur.
LFiKFfiLAG
REYKIAVlKUR
SÍM116620
LAND
MÍNSFÖÐUR
FORSALA
SÍMI: 13191
73. sýn. laugard. 1. febr., upp-
selt.
74. sýn. sunnud. 2. febr. Fáir
miðartil.
75. sýn.þriðjud. 4. febr.
76. sýn.miðvikud.5.febr.
77. sýn. fimmtud. 6. febr.
78. sýn. föstud. 7. febr. Fáir
miðartil.
79. sýn. laugard. 8. febr., upp-
selt.
80. sýn. sunnud. 9. febr Fáir
miðartil.
81. sýn. þriöjud. 11. febr.
82. sýn. miðvikud. 12. febr.
83. sýn. fimmtud. 13. febr.
84. sýn. föstud. 14. febr. Fáir
miðartil.
85. sýn. laugard. 15. febr. Fáir
miðartil.
86. sýn.sunnud. 16. febr.
87. sýn. miðvikud. 19. febr.
88. sýn.fimmtud.20. febr.
89. sýn. föstud. 21. febr.
90. sýn. laugard. 22. febr.
91. sýn. sunnud. 23. febr.
92. sýn. fimmtud. 27. febr.
93. sýn.föstud.28. febr.
94. sýn. laugard. 1. mars.
95. sýn. sunnud. 2. mars.
Allar sýningar í Iðnó hefjast
kl. 20.30.
<Bj<B
Málverkasýning Sigfúsar Hall-
dórssonar á Kjarvalsstöðum
Allar myndimar eru úr Reykjavík.
Þetta er 7. einkasýning Sigfúsar.
Myndirnar eru 150 að tölu, mestur
hlutinn vatnslitir en einnig olíulitir,
pastellitir og blýantur. Myndirnar
eru unnar frá árinu 1982 og fram á
þetta ár. Sýningin er sölusýning.
Sigfús hefur áður haldið sýningar
víðs vegar um landið, tekið þátt í
samsýningum hér og erlendis. Sýn-
ingin verður opnuð í dag kl. 14 og
verður opin daglega frá kl. 14-22 og
lýkur 10. febrúar. Nýr lagaflokkur
„Austurstræti" við ljóð Jónasar
Guðmundssonar verður frumfluttur
við opnun sýningarinnar og ef til vil
aftur síðar. Áður en sýningunni
lýkur. Um kvöldið kl. 21 koma í
heimsókn þau Elín Sigurvinsdóttir
og Friðbjörn Jónsson og flytja þau
lög eftir Sigfús með hans aðstoð. Þau
koma einnig á sunnudaginn, 26. jan.,
kl. 16 og kl. 21. Einhver músíkuppá-
koma verður á hverju kvöldi meðan
sýningin stendur.
Ólöf Bergsdóttir við búðarborðið í snyrtistofunni.
Snyrtistofa
í rá Kristjáni Einarssyni, fréttaritara
DV á Selfossi:
Ólöf Bergsdóttir opnaði nýlega
snyrtistofu á Selfossi. Ólöf er inn-
fæddur Selfossbúi og hefur hún
undanfarin ár verið með starfsemi
sína í forstofuherberginu heima hjá
sér. Nú hefur hún fært út kvíamar
og flutt í rúmgott húsnæði úti í bæ.
Snyrtistofa Ólafar, Grænuvöllum
4, býður upp á alla almenna þjón-
ustu, andlitsböð, húðhreinsun, litun,
pökkun, förðun, fóta- og handameð-
ferð. Einnig er ólöf með sérstaka
vaxmeðferð fyrir andlit og fætur.
Sagði hún að fólk úr Reykjavík kæmi
austur til að fá þessa meðferð.
Á stofunni em til sölu snyrtivörur
frá Finnlandi „Lumene" bæði fyrir
konur og karla. Sagði Ólöf að þessar
snyrtivörur hentuðu vel hér á landi
vegna þess veðurfars sem væri hér.
Stofan er opin frá kl. 10.00-18.30 alla
virka daga.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á Melgerði 11, þingl. eign Árna Sigurðssonar, fer fram
eftir kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., Hafsteins Sigurðssonar hrl.,
Guðjóns Jónssonar hdl. og Garðars Garðarssonar hdl. á eigninni sjálfri
mánudaginn 27. janúar 1986 kl. 11.15.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Nauðungaruppboð á lausafé
Eftir kröfu Útvegsbanka Islands verður mölunar- og hörpunarvélasam-
stæða, Unicompact 2 frá Baioni s.p.a. (framleiðslunúmer 12521), ásamt
öllum tilheyrandi fylgihlutum, þ.m.t. F-10 Deutch dísilraafstöð (fram-
leiðslunúmer 1413), mótor og generator, talið eign Valbergs sf„ Helenar
Guðrúnar Pálsdóttur og Jóns Hauks Ólafssonar og/eða framleiðanda,
selt á opinberu uppboði, sem fer fram föstudaginn 31. janúar 1986 kl.
14.00, við námu í landi Stóru-Fellsaxlar við Grundartangaveg, Skilmanna-
hreppi, Borgarfjarðarsýslu.
____________________Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Félag starfsfólks í veitingahús-
um
Félagsfundur verður haldinn á Hótel
Esju þriðjudaginn 28. janúar 1986
kl. 17. Fundarefni: 1. Undirbúningur
kjarasamninga. 2. Samstarfið í
verkalýðshreyfingunni. 3. Útgáfu-
mál og húsnæðiskaup FSV. 4. Önnur
mál. Sýnið samstöðu og mætið.
Kaffisala og kökubasar 6.
bekkjar Verslunarskólans
6. bekkur Verslunarskóla íslands
heldur kaffisölu og kökubasar í
húsnæði skólans að Ofanleiti 1,
sunnudaginn 26. janúar milli kl. 14
og 18. Gamlir verslingar og aðrir
velunnarar eru sérstaklega boðnir
velkomnir.
Tapað-Fundið
Skjalataska tapaðist
Fyrir tæpri viku hvarf ljósgul skjala-
taska, líklegast í vesturbænum.
Finnandi vinsamlegast hringi í síma
15535.
Páfagaukur tapaðist í Hlíðun-
um.
Ungur blár páfagaukur tapaðist frá
Eskihlíð 6 þann 21. janúar sl. Ef
einhver hefur orðið var við hann þá
vinsamlegast hringið í síma 10472
eftir kl. 20.
Monsi týndur úr Breiðholtinu
Sl.laugardag týndist frá heimili sínu,
írabakka 22 í Breiðholtinu, heimilis-
kötturinn Monsi. Hann er einlitur
fress, steingrár, ómerktur en gegnir
nafninu sínu. Fundarlaunum er
heitið. Þeir sem halda sig hafa séð
hann eða geta gefið upplýsingar um
hann eru beðnir um að hringja í sima
73744.
FatadeiM
SÍS hættir
— um 65 manns missa vinnuna
Frá Jóni G. Haukssyni, frétta-
manni DV á Akureyri.
Fatadeild Sambandsins á Akureyri,
áður Hekla, verður lögð niður í lok
apríl. Starfsfólk deildarinnar, 65
manns og mest saumakonur, fær
uppsagnarbréf sín innan skamms.
Mikið tap hefur verið á fatadeildinni,
milljón á mánuði. 12 milljóna kr. tap
á síðasta ári á sama tíma og sala nam
40 milljónum kr.
Það var Hjalti Pálsson, forstjóri
verslunardeildar Sambandsins, sem
greindi starfsmönnum fatadeildar-
innar frá þessu á fundi með þeim á
Akureyri í kvöld.
„Þetta ætlar að vera eftirminnileg-
ur bóndadagur hjá mér. Fyrst að
þurfa að segja fólkinu upp og síðan
fréttin um ákæruna,“ sagði Hjalti
við DV eftir fundinn.
Það var á miðjum fundinum með
starfsfólkinu sem Hjalti fékk sím-
hringingu. í símanum var honum
sagt frá ákæru ríkissaksóknara í
kaffibaunamálinu.
Um fimmtíu saumakonur vinna hjá
fatadeildinni. Flestar eru búnar að
vinna hjá Sambandinu í mörg ár.
Fram kom á fundinum að hægt er
að útvega um 30 manns vinnu í
öðrum deildum Sambandsins á
Akureyri.
Rafmagnsbilanir
í Austur-Skaftaf ellssýslu:
„Mest ísing á
rafmagnslínum í
tuttugu ár”
„Þetta er allt að komast í land.
Skemmdir urðu meiri en við reikn-
uðum með. Hoffells- og Svínafells-
línan var illa farin og hefur verið
unnið við viðgerð á henni í dag.
Þessari viðgerð lýkur í fyrramál-
ið,“ sagði Erling Garðar Jónasson,
rafveitustjóri Austurlands, i viðtali
við DV í gær. Eins og hefur komið
fram fór rafmagn af mörgum bæjum
í Austur-Skaftafellssýslu í óveðr-
inu sem gekk þar yfir fyrr í vik-
unni.
„Þá hefur verið unnið á fullum
krafti við viðgerð á byggðalínunni.
Níu menn frá Landsvirkjun unnu
við þá viðgerð í nótt. Þeir settu upp
nýjar stæður fyrir línuna í Alman-
naskarði, en þar brotnuðu niður á
þriðja tug rafmagnsstaura.
Það var óvenjumikil ísing á
svæðinu -ein sú mesta í 20 ár. Isinn
á rafmagnsstaurum var allt að
10-15 cm í þvermál. Bændur að-
stoðuðu við að brjóta ísinn af
staurunum. Við vorum með átján
menn frá RARÍK. Liðsauki kom frá
Klaustri, Hvolsvelli og Egilsstöð-
um. Allt í allt voru því 3o manns
við vinnu. Þetta hefur verið erfitt
verk. Það eru um 100 km á milli
staða sem hafa verið rafmagnslaus-
ir. Aðstæður voru óvenjuslæmar
og færð erfið.
Það hefur allt verið gert til að
bændur fái rafinagn sem fyrst. ís-
lenski bóndinn er mjög háður raf-
magni. Fóðurrásir eru rafknúðar
og þá nota kúabændur mjaltavélar,
enda ógjörningur að handmjólka á
stórum kúabúum. Við vonum að
bændur hafi ekki orðið fyrir skaða
vegna rafmagnsleysisins," sagði
Erling Garðar.
Erling sagði að það hefði verið
flogið yfir allt línukerfið frá
Möðrudal á Fjöllum til Sigöldu í
gær. Engin ísing var á rafmagnslín-
um. Það kom í ljós að á fjórða tug
rafmagnsstaura hafði fallið á svæð-
inu og spennistöðvar höfðu farið
umkoll. -SOS
STJÓRN H)JU VILL
NÝJAN FORMANN
„Þessi útnefiiing mín er framhald
af vangaveltum manna undanfarin
tvö ár um að breyta til í stjóminni,"
sagði Guðmundur Þ. Jónsson, vara-
formaður Iðju, félags verksmiðju-
fólks í Reykjavík, í samtali við DV.
í vikunni samþykkti stjóm og trún-
aðarmannaráð Iðju samhljóða til-
lögu uppstillingamefndar félagsins
um nýja stjóm fyrir félagið. Er þar
mælt með Guðmundi Þ. sem for-
manni í stað Bjama Jakobssonar er
gegnt hefur starfinu í tíu ár.
- Er með þessu verið að lýsa yfir
vantrausti á Bjama?
„Það er alveg ljóst að tillögur eins
og þessi em ekki gerðar nema menn
vilji einhverjar breytingar,“ sagði
Guðmundur.
Hann sagði að á aðalfundi félags-
ins, sem haldinn verður í febrúar,
yrði stjómin kosin. Ef ekkert mót-
framboð kæmi yrði hann sjálfkjör-
inn, annars yrði kosið. Framboðs-
frestur til formanns rennur út 31.
janúar.
„Ég veit ekkert um það hvort eitt-
hvert mótframboð kemur. Hins vegar
kom mér ekki á óvart að ég skyldi
útnefndur til þessa starfs. Það var
búið að ræða það og ég geri mér
vonir um að ég verði sjálfkjörinn á
aðalfundinum," sagði Guðmundur
Þ. Jónsson.
Ekki náðist í Bjama Jakobsson.
KÞ
Flaggaðá
Húsavík
Togarinn Kolbeinsey sigldi inn á
Húsavíkurhöfn í gærmorgun. Margir
vom ánægðir að sjá „týnda soninn"
vera kominn heim á ný. Fánar vom
dregnir að húni. -SOS