Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Blaðsíða 19
DV. FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR1986.
19
Hafliði Hallgrímsson, sellóleikari og tónskáld.
sá sem mest virtist leggja sig og best
eftir nýrri íslenskri tónlist. Aldrei
þessu vant héldu kórar utan af landi
lítt til höfuðborgarinnar til tónleika-
halds og var það miður. Þykist ég
þó vita að þeir hafi eitthvað bitastætt
haft að flytja höfuðstaðarbúum af
söngskrám sínum.
Nær daglegur viðburður
Eitt er það fyrirtæki sem ekki má
hjá líða að minnast á. íslenskir org-
anistar tóku sér fyrir hendur á
Bach-ári að leika öll orgelverk meist-
ara Bachs. Ekki luku þeir verkinu á
árinu og víst hlaut árangur að verða
misjafn þegar svo margir voru til
kallaðir, en tiltækið allrar athygli
vert engu að síður.
Eins og sjá má hefur aðeins verið
tæpt á því helsta sem í tónlistarlífinu
gerðist á ári tónlistarinnar og sem
endranær helst um það getið sem í
höfuðborginni og hennar næsta
nágrenni gerðist. Það út-af fyrir sig
er ærið, að magni til að minnsta
kosti. Ef aðeins eru taldir opinberir
tónleikar, frumsýningar og loka-
prófstónleikar, þ.e. einleikaraprófs-
tónleikar nemenda, nær talan rétt
tæpum tveimur hundruðum. Væru
hins vegar skólatónleikar með taldir
(sem víst eru opinberir á sinn hátt)
og allar endurtekningar óperusýn-
inga þá lætur nærri að tónlistarvið-
burð beri upp á hvem dag ársins og
takmarkast þá talningin við höfuð-
borgina og hennar næsta nágrenni.
Vaxtarbroddurinn
Einn er sá vaxtarbroddur á sviði
tónlistarinnar sem ekki má gleymast
í yfirliti af þessu tagi en það er hljóm-
plötuútgáfan. Ár tónlistarinnar
reyndist einstakt uppgangsár hljóm-
plötuframleiðslunnar. Ber það hæst
útgáfu Islenskrar tónverkamiðstöðv-
ar á fjórum plötum með nútímatón-
list og plötu Hamrahlíðarkórsins
með tónlist Atla Heimis Sveinssonar.
Bach-plata ársins hafði þó komið út
áður en árið gekk í garð en ég stenst
ekki mátið að nefna plötu Helgu
Ingólfsdóttur með frönsku forleikj-
unum og ítalska konsertinum í sömu
andrá og hinar gæðaplöturnar frá
þessu frjóa tónlistarinnar ári.
- EM
á síðustu tónleikum íslensku hljóm-
sveitarinnar á liðnu ári að ekki þarf
það að vera neitt náttúrulögmál að
í tónlistarmálum sé landsbyggðin
þiggjandi og höfuðborgin veitandi.
A sviði kammertónlistar urðu ein-
stakir tónleikar að vonum flestir.
Einkum voru það hljóðfæraleikarar
sem létu að sér kveða á þessum vett-
vangi. Bæði er að fyrrnefnd félög til
stuðnings tónlistarmálefnum standa
gjarnan fyrir kammertónleikum og
svo eru músikantar enn viljugir að
hóa saman smáhópum til flutnings á
verkum sem þeir bera fyrir brjósti.
Eins eru fastir hópar sem standa fyrir
kammertónleikum, svo sem
Kammersveit Reykjavíkur, Musica
Antiqua og fleiri.
Orkunni eytt á óperusviðinu
Söngvarar voru ekki eins virkir
einir sér og hljóðfæraleikararnir.
Vera má að orka þeirra hafi farið í
svo stórum skömmtum á sviðum
óperuhúsanna að lítt hafi verið af-
gangs til einstaklingsframtaksins.
Þó var langt því frá að nein ládeyða
ríkti á því sviði. En kórstarf var líka
með miklum blóma. Fóru þar i farar-
broddi þeir sömu og undanfarin ár.
Stóru kórarnir, Pólýfón og Fílharm-
ónía, sungu af krafti og beindist
meginþungi starfs þeirra að því að
færa upp stærri kórverk með Sin-
fóníuhljómsveitinni. Af öðrum kór-
um voru það að venju Kór Lang-
holtskirkju og Hamrahlíðarkórinn
sem í fararbroddi fóru ásamt nýlið-
anum í hópnum, Mótettukór Hall-
grímskirkju, en Háskólakórinn var
ALTERNATORAR
STARTARAR
NÝIR OG VERKSMIÐJUENDURBYGGÐIR í
USA-bíla og vinnuvélar, t.d. Chevrolet Nova, Blazer,
Malibu, Oldsmobile dísil, Ford Bronco, Fairmont,
Maverick, Dodge Dart, Aspen, Ramcharger, Wag-
oneer, Cherokee, Hornet, AMC, Willys.
Einnig ívinnuvélar: Caterpillar, GM o.fl.
Möguleiki að taka þann gamla upp í nýjan.
Einnig mikið af varahlutum í alternatora og startara.
Mjög hagstætt verð. Póstsendum.
BÍLARAF HF.
Borgartúni 19. Sími 24700.
myndarlega að tónleikahaldi. Má í
þessum flokki nefna Listvinafélag
Hallgrímskirkju, Konsertklúbbinn,
hið nýstofnaða Tónlistarfélag
Kristskirkju og Kammermúsík-
klúbbinn en hann er reyndar löngu
orðinn einn af hornsteinum tónlist-
arlífsins í höfuðborginni.
Samtök um byggingu tónlistarhúss
náðu þeim merka áfanga að fá lóð
undir húsið og bjóða til norrænnar
samkeppni um hönnun þess.
Ekkert náttúrulögmál
Því miður er hér óhjákvæmilega
helst fjallað um tónlistarlíf höfuð-
borgarinnar, en þess sáum við dæmi
Jóhann Sebastían Bach.
Menning
Menning
Menning
Menning
Menning