Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Blaðsíða 34
34 DV. FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR1986. Dægradvöl Dægradvöl Dægradvöl Dægradvöl Heilsað upp a dyrin í Sædýrasafninu Reksturinr „Rekstur safnsins hefur alltaf verið erfiður og verður það alltaf því þjóð- in er ekki stór. Hins vegar verður ekki kvartað undan áhuga fólks; hann hefur alltaf verið mikill. Það dugar bara ekki til,“ sagði Jón Kr. Gunnarsson, forstöðumaður Sæ- dýrasafnsins i Hafnarfírði, þegar DV ræddi við hann um reksturinn ó þessum eina vísi að dýragarði sem til erhérálandi. Sædýrasafnið er opið alla daga vikunnar frá kl. 10 til 19. Umsvifin eru þó lítil vetrarmánuðina meðan kaldast er í veðri. Aðalvertíðin er um hásumarið og einnig er mikið um að hópar frá skólum og barnaheimil- um komi haust og vor. Rekstursafns- ins verður þó að hafa sinn gang alla tíma ársins því dýrin þurfa sína umhirðu. Við safnið starfa nú tveir menn, forstöðumaðurinn Jón Kr. Gunnarsson og fóðurmeistarinn Þorleifur Geirsson. Síöan 1969 Sædýrasafnið var opnað í maí árið 1969 og hefurverið opið síðan ef frá er talið rúmt ár sem starfið lá niðri vegna rekstrarerfiðleika. Jón vildi fátt segja um ástæður þess að hann opnaði Sædýrasafnið.- „Þetta er eins og slæm inflúensa sem erfitt er að losna við,“ sagði hann og lét þá skýringu nægja. Upphaflega var fiskasafn stofninn í Sædýrasafninu. Það var á meðan það var eiginlegt sædýrasafn. En búnaðurinn við fiskabúrin gekk úr sér og eftir 11 ár reyndist óhjákvæmi- legt að hætta að sýna fiskana. „Það var ýmislegt frumbýlingslega gert Fóðurmeistarinn Þorleifur Geirsson og forstöðumaðurinn Jón Kr. Gunnarsson í húsi háhyrninganna sem eru meðal gersema safnsins. DV-myndir PK Ein af geitum safnsins stillti sér upp fyrir ljósmyndarann fyrir utan fjár- húsið þar sem hún og aðrar geitur eru í sambýli við nokkrar sauðkindur. Þær neituðu þó aðláta sjá sig. Meðal dýranna í Sædýrasafninu er ein kvikmyndastjarna. Þessi hrafn fékk góða dóma fyrir leik sinn í hlutverki nafna síns i Hrafninn flýgur. Þessi risaskel hefur fengið inni í safninu. Stærð hennar liggur ljós fyrir en þyngdin er á huldu. Þeir sem giska rétt á þyngd skeljarinnar fá að verðlaun fyrir ef heppnin er með. Þann 1. apríl verður skelin viktuð og jafnframt dregið úr réttum lausnum sem safnað er í kjörkassa Hafnfirðinga. hjá okkur í upphafi og er enn,“ sagði Jón Kr. „Við höfðum ekki bolmagn til að endurnýja fiskabúrin svo vel væri en það er enn draumurinn að vera með gott safn sædýra. Það ætti óvíða að vera auðveldara en hér á landi.“ Rólegtað vetri til Gestir safnsins koma aðallega frá Hafnarfirði og Reykjavík. Einnig er nokkuð um að hópar víðsvegar að af Suðvesturlandi leggi þangað leið sína. Þótt snjór væri yfir öllu og veður kuldalegt var samt von á krökkum af þremur barnaheimilum næstu daga og hópur ofan af Skaga boðaði komu sína á meðan við rædd- um við Jón. Fyrir utan sölu á aðgangi að safn- inu hefur það haft verulegar en nokkuð ótryggar tekjur af sölu há- hyrninga til erlendra safna og rann- sóknarstöðva. Nú hefur tekið fyrir Selirnir létu eins og þeir væru heima hjá sér í útitjörninni. Frændur þeirra synda lika um i sjónum spölkorn frá þeim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.