Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Blaðsíða 11
DV. FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR1986. 11 Viðtalið Auður Styrkársdóttir, ritstjóri Þjóðlífs. DV-mynd KAE Les ekki sjúkrahúsa- ástarsögur —segir Auður Styrkársdóttir, ritstjóri Þjóðlífs „Ritgerðin mín fjallaði um hugtak- ið stéttarvitund í ritum Karls Marx,“ segir Auður Styrkársdóttir, stjórn- málafræðingur og ritstjóri. Auður er nýráðin ritstjóri tímaritsins Þjóðlífs. Það er tilefni þess að hún er tekin tali. „Ég lauk BA prófi í stjórnmálafræð- um frá Háskóla íslands árið 1977 og MA prófi í sömu grein frá háskólan- um í Sussex í Bretlandi árið 1980,“ segir hún. Þá skrifaði hún um Karl Marx. En áður en til þess kom að hún lyki við ritsmíðina um Marx eignaðist hún tvíbura. Það var í september 1979. „Að eignast tvíburana var það skemmtilegasta sem ég hafði lent í en það erfiðasta,“ segir Auður tvi- buramamma. Halldór og Kári, tví- burarnir, eru dugnaðarstrákar og elskulegir að sögn mömmunnar. Eiginmaður Auðar er Svanur Kristj- ánsson, dósent við Háskóla íslands. Blaðamaður í fjögur ár „Ég annaðist ungana þar til ég fór að vinna á Þjóðviljanum sem blaða- maður. Ég hætti þar haustið 1984 og var um tíma heima að sinna rann- sóknum. í maí á síðasta ári byrjaði ég að vinna á tímaritinu Mannlífi sem fulltrúi ritstjóra. Þar hætti ég íyrr í þessum mánuði," segir ritstjór- inn nýbakaði. „Jú, það var talað um að ég hæfi störf á nýju blaði með Herdísi Þor- geirsdóttur, fyrrverandi ritstjóra Mannlífs. En það blað var ekki komið af stað og mér bauðst rit- stjórastarfið á Þjóðlífi," svarar Auð- ur spumingum um nýafstaðnar stöðubreytingar. Ekkerttilframbúðar „Nýja starfið leggst vel í mig, þetta er heillandi verkefni og samstarfs- fólkið allt með eindæmum gott. Ég veit nú ekki hvort þetta verður fram- tíðarstarfið en ég verð þama eins lengi og ég og aðrir hafa gaman af. Ég held nú að í blaðaheimi'num sé ekkert til frambúðar," svarar hún áfram. Fyrsta tölublað Þjóðlífs kom út í desember sl. „Næsta blað kemur 1. mars og það verður dúndurgott. Efni blaðsins er mjög fjölbreytt." Nánar vill ritstjórinn ekki fara út í efni næsta tölublaðs „en forsíðan kemur á óvart“. Um félagsmálaáhuga segir Auður: „Ég hef lítið getað sinnt félagsmál- um því ég hef verið á kafi í námi og heimilisstörfum. En helstu áhugamál mín eru stjórnmál og bókmenntir. Ég er eiginlega alæta á bækur en ég les þó ekki sjúkrahúsaástarsögur." ÞG Fyrsti útsölubíllinn afhentur Bjarni Ólafsson sölustjóri afhentir útsölu á Fiat Uno bílum. Áætlað er fyrsta Uno bílinn af 50 sem seldust að 1500-2000 manns hafi komið á upp á Fiatútsölunni. staðinn. 50 Uno bifreiðar seldust á íyrstu fjórum tímunum og seldust Að sögn Bjama Ólafssonar, sölu- þær þar með upp og er langur biðlisti stjóra nýja Fiat-umboðsins í Skeif- eftir Uno bílunum. Sömuleiðis seldist unni 8, var örtröð á nvafstaðinni Fiat Argenta upp. Eigvuna - fyrirliggi311^1 allar gerf &ofulvúsgagxva Ath. sérstaklega nýju skermaveggina, hannaðaaf Sturlu Má Jónssyni FHI. Sérverslun i skrifstofuhúsgögn A. GUÐMUNDSSONh/f Skemmuvegi 4, Kópavogi, sími 73100. lOgerðir aför- bylgjuofnum. Verð við allra hæfi. Frá kr. 13.990,- stgr. Úrvalið af ofnum er hvergi meira og verðið gerist ekki betra Kjör sem þú sleppir ekki: 5-000,“ kr. útborgun á ódýrustu ofnunum og eftirstöðvar á 6 mán. Láttu ekki þessi kjör fara fram hjá þér. EINAR FARESTVEIT & CO. HF BERGSTADASTRATI I0A - SlMI 16995 Toshibaþjónusta sem þér býðst ekki annars staðar. * íslenskar leiðbemingéir fylgja ásamt uppskrift. * Stór matreiðslubók fylgir. * Matreiðslukvöldnámskeiðið fyrir bæði hjónin fylgir án endurgjalds. * TOSHIBA uppskriftaklubburinn stendur þér opinn með spennandi uppskriftum. * Símaþjónusta hússtjómarkennara er þér til reiðu. SETTU TRAUST ÞITT Á T0SHIBA JANUARKJÖR TOSHIBA Örbyl0uofninn sem gefur þér arð. Þú sparar 60-70% af rafmagnsnotkun við matreiðsluna, notar miklu minna hráefni, maturinn rýmar minna. - Þú sparar geysilegan tíma við matreiðsluna og TOSHIBA örbylgjuofninn tryggir þér jafnan og góðan árangur. Það er þetta sem setur TOSHIBA skör framar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.