Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Qupperneq 8
8 DV. FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR1986. ífflönd Lfflönd Útlönd Ifflönd * Það stendur lítið eftir af sumarbústaðnum í Walenstadt í Austur-Sviss er varð fyrir öflugu snjóflóði þar i gær. Enginn lét Iífið eða slasaðist í snjóflóðinu enda er bústaðurinn aðeins notaður sem sumardvalarstaður. Nixon lausaf sjúkra- húsinu Nixon, fyrrum forseti Bandaríkj- anna, var útskrifaður frá sjúkrahúsi á Miami í gær eftir að hafa verið lagður inn til rannsóknar á mánu- daginn vegna veirusjúkdóms og vökvataps. Nixon, sem nú er 73 ára gamall, var til meðferðar á sjúkra- húsi er sérhæfir sig í meðferð hjarta- sjúklinga. Nixon var á heimleið úr vetrarfríi á Bahamaeyjum er hann kenndi sér lasleika og var lagður inn. Sund- menn varað- ir við Suður- Afríku Ástralska sundráðið hótaði því í morgun að setja keppnisbann í a!lt að tvö ár á hvern þann ástralskan sundmann er tekur þátt í móti í Suður-Afríku. David Browne, framkvæmdastjóri ástralska sundsambandsins, sagði að ákvörðun ráðsins kæmi í kjölfar óstaðfestra frétta þess efnið að ástr- alskir sundmenn hefðu tekið þátt í mótum í Suður-Afríku að undan- förnu. Bill Hayden, utanríkisráðherra Ástralíu, sagði í gærkvöldi að það væri yfirlýst stefna stjórnarinnar að reyna að draga sem allra mest úr öllum samskiptum við Suður-Afríku, þar með talið á íþróttasviðinu. Jarðarbúum fjölgaði um 85 miHjónir á síðasta ári. . Reuters símamynd ^*****^. Palestínumaður leitar að persónulegum eigum sínum eftir að ísraelskar herþotur lögðu heimili hans í rúst í loftárás í gær. Einn maður féll og fjórir særðust alvarlega í loftárárum ísraelsmanna. Loftárásir á Ubanon Fyrsta loftárás ísraelsmanna á skæruliðastöðvar Palestínuaraba í Líbanon og dráp tveggja ísraelskra dáta á landamærum Jórdaníu ber vitni ókyrrðinni á landamærum ísra- elsmanna þar sem friður hefur ríkt um nokkra hríð. í loftárásinni var sagt að flugvélarnar hefðu hæft byggingar Abu Musa-skæruliða, Abu Abba og síðast skæruliðahóps sem lýtur forystu Ahmed Jibril. ! I Líbanon segja menn að einn maður hafi látið lífíð og fjórir særst í loftárásunum sem Israelar segja vera í hefndarskyni fyrir árásir yfir landamæri Líbanons inn í Galileu. Samtímis þeim laumaðist tvítugur jórdanskur dáti yfir ána Jórdan og skaut á ísraelskan varðflokk. Felldi hann tvo og særði aðra tvo áður en hann var sjálfur drepinn. Þótt í orði kveðnu ríki stríð milli Israels og Jórdaníu á meðan Israelar skila ekki vesturbakka Jórdanár, hefur allt verið átakalaust á Ianda- mærunum. OKKUR FJÖLGAÐI UM 85 MILUÓNIR ARIÐ 1985 Mannkymnu fjolgaði um 85 millj- árið 1970 í 1,7 prósent á síðasta ári ónir á síðasta ári og er nú 4,9 millj- hafi enn orðið aukning á heildar- arðar samkvæmt frétt er stofnun í fjölda jarðarbúa. Bandaríkjunum er rannsakar fólks- Segir stofnunin að búist sé við að fjölda ogfólksfjölgun gafútí gær. jarðarbúar verði komnir yfir fimm I fréttatilkynningunni segir enn- milljarða markið á næsta ári og fyrir fremur að þrátt fyrir að fæð’ingar- aldamót megi búast við að þeir verði hlutfall hafi lækkað frá 2 prósentnm „-a.,;,. s(,x miHjarðar. MUSEVENILOFAR KOSNINGUM Yoweri Museveni, fyrrum skæru- liðaleiðtogi i Uganda og nýeiðsvar- inn forseti landsins, hefur iofað því að halda almennar þingkosningar við fyrsta tækifæri. Engin dagsetning hefur enn verið nefnd. Loforðið um kosningarnar gaf Museveni eftir að hafa verið svarinn inn sem forseti landsins fyrir framan yfir eitt hundrað þúsund manns í miðborg Kampala í gær. Museveni lofaði ennfremur að við- halda reglum stjórnarskrárinnar, koma á lýðræði í landinu, sameina íbúana og einbeita sér í baráttunni fyrir framför þjóðarinnar í menntun- ar- og velferðarmálum. „Þeir er fylgst hafa með atburða- rás síðustu vikna skyldu ekki halda að nú hafi aðeins verið skipt um stjórnarherra hér. Þeir verða að gera sér grein fyrir því að hér er um að ræða grundvallarbreytingu á högum og stjórn þessa lands,“ sagði Muse- veni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.