Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1986, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1986, Blaðsíða 1
Ef þú vilt dansa Ártún, Vagnhöfða 11, Reykjavík, sími 685090 Gömlu dansarnir ó föstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveitin Drekar leikur fyrir dansi. Broadway, Álfabakka 8, Reykjavík, sími 77500 „Söngbók Gunnars Þórðarsonar" í kvöld og annað kvöld. Hin frábœra tónlist Gunnars rifjuð upp og flutt af fjolda frábærra tónlistarmanna. Auk þess koma fram þekktustu hljómsveitir Gunnars í gegnum tíð- ina, s.s. Hljómar, Trúbrot, Ðe lónlí blú bojs, Þú og Ég og fleiri. Glæsibær við/ Alfheima, Reykjavik, simi 685660 Hljómsveitin Kýprus leikur fyrir dansi í kvöld og annað kvöld. Ölver opið alla daga vikunnar. Hótel Borg, Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440 Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. Gömlu dansamir undir stjórn Jóns Sigurðssonar á sunnudags- kvöld. Hótel Esja, Skálafell, Suðurlandsbraut 2, Reykjavik, sími 82200 Dansleikir á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Tískusýning öll fimmtudagskvöld. Hótel Saga, v/Hagatorg, Reykjavík, simi 20221 Einkasamkvæmi í Súlnasal í kvöld. Mimisbar er opinn en þar eru þeir Andri Bachmann og Kristjón Óskarsson við hljóðfærin og halda uppi fjöri. Astrabar og Grillið eru sömuleiðis opin til 0.30. Á laugar- dagskvöld verður hinn óborganlegi Laddi á ferð með „gemsana" sína en hljómsveit Magnúsar Kjartans slær taktinn og leikur fyrir dansi til kl. 03. Dúett Andra og Kristjáns verður á Mímisbar og Reynir Jónasson verður á sínum stað í Grillinu bæði kvöldin. Á Mímisbar er opið til kl. 03 en í Grillinu er opið til kl. 0.30. Hollywood, Ármúla 5, Reykjavík, sími 81585 Diskótek föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Klúbburinn, Borgartúni 32, Reykjavik, simi 35355 Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. Leikhúskjallarinn, v/Hverfisgötu, Reykjavik, sími 19636 Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. Naust, Vesturgötu 6-8, Reykjavík, sími 17759 í kvöld og annað kvöld verður Þorra- hátíð í Naustinu. Helgi, Hermann Ingi og Jónas Þórir flytja þorralög með góðri aðstoð gesta. Hljómsveit Jónasar Þóris leikur fyrir dansi. Á sunnudagskvöldið verður þorramat- ur í sérflokki. Dúó Naustsins leikur létta tónlist. Kreml, við/Austurvöll, Reykjavik, sími 11630 Opið föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Sigtún, v/Suðurlandsbraut, Reykjavik, sími 685733 Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. Uppi og Niðri, Laugavegi 116, Reykjavik, sími 10312 Opið alla helgina, Bobby Harrison, Pálmi og Gústi spila uppi. Big Foot með fullt af nýjum plötum. Ypsilon, Smiðjuvegi 14 D, Kópavogi, sími 72177 Djelly-systur sjá um fjörið um helg- ina. AKUREYRI H-100 Diskótek á öllum hæðum hússins föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld. Sjallinn Fjörið í Sjallanum fostudags- og laugardagskvöld. Soul-söngkonan Debbie Shazp skemmtír í Ypsilon Debbie Sharp heitir ein efhilegasta soul-söngkonan í Bretlandi í dag. Debbie Sharp er 26 ára blökkusöng- kona, alin upp í Bandaríkjunum þar sem hún hefur verið í kirkjukór fiá bamsaldri eins og svo margir af fremstu soul- og discosöngvurum heimsins í dag. Debbie Sharp ákvað að feta í fótspor Billy Oceans og hljómsveita eins og The Cool Notes, Loose Ends o.fl. Nú nýverið kom út plata með henni í Englandi og á meginlandi Evrópu. „íiapped by Love“ heitir lagið hennar sem nú þegar er orðið eitt af vinsælustu danslögum í Englandi og í hinum svokölluðu Beneluxlöndum. Debbie Sharp mun skemmta gestum skemmtistaðarins Ypsilon dagana 31.1. ‘86 til 10.2. ‘86 að báðum dögunum meðtöldum. Ypsilon vili einnig vekja athygli á því að Debbie Sharp er önnur í röðinni af vonandi mörgum erlend- um skemmtikröftum í ár, sem sagt barabyrjunin. Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar spilar í Súlnasal Hótel Sögu um helgina. Mildð að gezast á Hótel Sögu Það verða margir sem gefa tóninn á Hótel Sögu um helgina. Fyrstan til sögunnar skal nefiia Magnús Kjarb ansson og hljómsveit hans í Súlna- salnum. Magnús er maður með magn- aðan feril að baki, um það vitna hljómsveitir eins og Júdas, Trúbrot og Brunaliðið. Nú ræður Magnús ríkjum í Súlnasalnum og hefúr gefið þar tóninn á almennum dansleikjum jafiit sem árshátíðum. Á hæðinni fyrir neðan Súlnasalinn, nánar tiltekið á Mímisbar, er það André Bachmann sem gefur tóninn. André er trymbill, sögulegur og takt- viss með afbrigðum, og það er félagi hans í dúettinum einnig. Mímisbar er eirrn af fáum börum landsins þar sem gestir geta ekki stiilt sig um að taka sporið og komast upp með það. f Átthagasalnum, þar sem árshátíð- imar, þorrablótin og átthagafélögin blómstra, er það Grétar Órvarsson og hljómsveit hans sem eru hinn eini og sanni tóngjafi. Grétar stjómar senni- lega þekktustu, óþekktustu hljómsveit landsins, en kærir sig kollóttan. Ánægðir Átthagasalar-gestir em hansverðlaun. Á efetu hæðinni, þar sem útsýni er hvað fegurst í Reykjavík, nánar tiitek: ið í Grillinu, er það harmóníku- og hljómborðsleikarinn Reynir Jónasson sem sér um rómantíska tónlist. Reynir á það til að rölta milli borða með nikkuna í fanginu, enda margsannað að slíkt bætir meltinguna. Reynir lofar tónaflóði í ábæti en léttri klassík í forrétt Aðalréttir að eigin vah. í Naustmu um helqina Um helgina býður veitingahúsið Naust gestum sínum upp á fjöl- breytta skemmtun. í kvöld, föstudag, og annað kvöld, laugardag, verður skemmtidagskrá í anda þorrans í umsjón Helga, Hermanns Inga og Jónasar Þóris. Þau Hrönn Geirlaugsdóttir og Jónas Þórir, Dúó Naustsins, leika á fiðlu og píanó fyrir matargesti. Hljómsveit Jónasar Þóris leikur síðan fyrir dansi fram eftir nóttu og erhúsið opið til kl. 3. Á sunnudagskvöld leikur Dúó Naustsins ljúfa tónlist fyrir gesti staðarins. Leikhúsgestir ættu nú að geta heimsótt Þijá Frakka því að opnunartíma hefur veriðbreyttaðþörfumþeirra. Leikhúsmatur á Þrem Frökkum Veitingastaðurinn Þrír Frakkar er prýðilega staðsettur fyrir þá sem ætla í leikhús borgarinnar. Staðurinn, sem er á Baldursgötu 14, hefúr ákveðið að breyta opnunartíma sínum yfir vetrar- mánuðina til þess að koma til móts við þá fjölmörgu leikhúsgesti sem hafa þurft frá að hverfa hingað til. Frá og með 1. febrúar verður eldhúsið opnað kl. 18.00 og hægt veiður að fa sér kvöldverð til kl. 23.00. Hins vegar verður lokað í kaffitímanum til 1. maí en þá breytist opnunartíminn á ný. Borðapantanir eru teknar í síma 23939 frákl. 13.00. -SMJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.