Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1986, Blaðsíða 8
30
DV. FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986.
Myndbönd - Myndbönd - Myndbönd - Myndbönd - Myndbönd
Danny Rose þurfti ekki að hylja andlit sitt fyrir ágengum blaðaljósmyndurum.
Umboðsmaður allra tíma
★★★
Broadway Danny Rose
Leikstjóri: Woody Allen
Aöalhlutverk: Mia Farrow, Woody Allen,
Nick Apolo Forte
Það hefur mikið vatn runnið til
sjávar síðan Woody Allen braust
til frægðar með fyrstu mynd sinni,
Take the money and run.
I kjölfarið fylgdu myndir sem
sóru sig mjög í ætt við eðli höfund-
arins. Öfgarnar voru allsráðandi
og margir héldu því fram að geð-
heilsu Allens væri stórlega ábóta-
vant.
En með myndinni Annie Hall
(1977) sannaði Allen hæfileika sína
sem kvikmyndagerðarmaður og
hlaut hún ekki færri en fem
óskarsverðlaun. í Annie Hall og
myndinni Manhattan, sem Allen
gerði tveim árum síðar, var leik-
konan Diane Keaton í aðalhlut-
verki. 1 Midsummer nights sex
comedy, sem Allen gerði 1983, hafði
hann aftur á móti fengið til liðs við
sig Miu Farrow. Hún leikur líka
aðalhlutverkið í nýjustu mynd
Allens, The purple rose of Cairo,
og einnig kemur hún fram í mynd-
inni, sem hér er til umfjöllunar,
Broadway Danny Rose.
Þessa mynd gerði Allen fyrir
tveim árum og var hún sýnd í
Regboganum ekki alls fyrir löngu.
Hér segir frá allsérstæðum um-
boðsmanni, Danny Rose að nafni.
Danny hefur á sínum snærum
skemmtikrafta sem enginn annar
vill hafa á mála hjá sér. Og ef svo
heppilega vill til að einhver af þeim
nær að slá í gegn snýr sá hinn sami
samstundis við honum baki.
Broadway Danny Rose er fyrst
og fremst gamanmynd um margt
en dálítið frábrugðin fyrri myndum
Allens. Húmorinn er fágaðri en
áður og sagan sjálf fer aldrei úr
böndum.
En þrátt fyrir létt yfirbragð er
alvara undir niðri. Danny Rose er
ímynd þess fólks sem allir troða á.
Hann er saklaus, góður og alltaf
tilbúinn að rétta öðrum hjálpar-
hönd. En í samkeppni skemmtana-
bransans eru slíkir kostir veikleik-
ar og það fær Danny að reyna.
Myndin sjálf svíkur aftur á móti
engan.
-ÞJV
Astarsaga frá Norður-írlandi
★★★
Cal
Leikstjóri: Pat O’Connor.
Aöalhlutverk: John Lynch, Helen Mirren.
Eins og Broadway Danny Rose
(sjá annars staðar á síðunni) er
ekki ýkja langt síðan að Cal var
sýnd hér í bíói. Hún er gerð 1984
og framleiðandi hennar er David
nokkur Puttnam, einn helsti
frammámaður breskrar kvik-
myndagerðar um þessar mundir.
Myndin gerist á Norður-írlandi
og segir frá tæplega tvítugum
dreng, Cal að nafni. Hann er ka-
þólskur og er í slagtogi við IRA.
Atvik haga því svo að Cal verður
ástfanginn af Marcellu, ekkju
bresks lögreglumanns sem Cal átti
þátt í að ráða af dögum.
Myndin sýnir vel það ástand sem
ríkir á Norður-írlandi. Hatur og
ótti einkennir samskipti fólks og
engin lausn á málum virðist í sjón-
máli. Cal er fómarlamb aðstæðna.
Það eitt að hann er kaþólskur
leggur honum þá skyldu á herðar
að berjast fyrir málstað sem hann
trúir ekki á.
Samband hans við ekkjuna
Marcellu er mjög dramatískt en að
þau skyldu verða elskendur er
dálítið úr samhengi (ástarformúl-
an, sundur-saman-sundur).
Það sem einkennir Cal (myndina)
öðru fremur er góður leikur. Leik-
konan Helen Mirren sló í gegn í
þessari mynd, eftir 15 ára leikferil,
og hlaut gullpálmann í Cannes
fyrir frammistöðuna. John Lynch
leikur Cal. Hann stendur sig ekki
síður vel og dregur eftirminnilega
fram í dagsljósið angist og örvænt-
ingu persónunnar.
Tónlist Dire Straits forsprakk-
ans, Mark Knopfler, er framúr-
skarandi eins og við var að búast
og fellur vel að sögunni. Þetta er
átakanleg saga og aðstæður fólks
á Norður-írlandi hafa lítið breyst.
Því miður. -ÞJV
Svertingja-
vestri
Ðuck and the Preacher
Leikstjóri: Sldney Poitier
Aðalhlutverk: Sidney Poitier,
Harry Belafonte
Myndin Buck and the Preacher
er ekki eins og hver annar vestri.
í henni er hetjan ekki hvítur maður
heldur negri. Sidney Poitier á lang-
an og erfiðan leikferil að baki. 1
langan tíma var hann eini negrinn
í kvikmyndaborginni Hollywood
og átti ekki sjö dagana sæla.
Buck and the Preacher er merki-
leg fyrir þær sakir að hún er fyrsta
myndin sem Poitier leikstýrði. Það
þýddi að hann gat ráðið meiru um
gang mála en áður, bæði hvað
varðaði handrit og ekki síst ráðn-
ingu leikara. Og Poitier ákvað að
gera vestra þar sem svartir og
málefhi þeirra væru umfjöllunar-
efnið.
Sjálfur leikur hann hetjuna,
Buck, sem aðstoðar þræla við að
nema land. En hvíti maðurinn er
ekkert á því að sleppa negrunum
af bómullarökrunum og gerir út
bófaflokk til að stöðva ferð þeirra.
Buck reynir að vernda kynbræður
sína og nýtur við það aðstoðar
prédikara nokkurs, sem Bahama-
söngvarinn Harry Belafonte leik-
ur.
Þessi frumraun Poitiers er langt
frá því að vera gallalaus. Sagan er
æði slitrótt og ekki næg stígandi í
spennunni. Harry Belafonte er
heldur ekki sannfærandi í öðru
aðalhlutverkinu. En myndin mark-
ar tímamót að því leyti að hér fékk
svertingi alla stjórn í hendur. Og í
þessu tilviki eru það hvítir sem eru
vondu mennimir.
-ÞJV
Oþjóðalýðnum
útrýmt
The one man jury.
Leikstjóri: Charles Martin.
Aöalhlutverk: Jack Palance,
Christopher Mitchum, Pamela Shoop.
„Ég vil aðeins fá fimm mínútur
með þeim seka. Síðan má rétturinn
fá það sem eftir er af honum.“
Svo mælir lögregluforinginn Jim
Wade í myndinni The one man
jury. Framangreind yfirlýsing svo
og heiti myndarinnar gefa glögga
mynd af siðferði persónunnar.
Wade á í höggi við alls konar
óþjóðalýð, nauðgara og mafíósa. I
hans augum er slíkt hyski rétt-
dræpt hvar og hvenær sem er.
Það er athyglisvert að í upphafi
myndarinnar hafa aðalpersónum-
ar, Wade og vinkona hans, Wendy,
mjög ólíkar skoðanir á hvernig
skuli meðhöndla glæpalýðinn.
Wade vill vitaskuld aflífa misindis-
mennina á staðnum en Wendy álít-
ur að samfélagið eigi að beita sér
fyrir að hindra glæpi áður en þeir
eru framdir.
Ég hugði því að handritshöfund-
urinn og leikstjórinn, Charles
Martin, ætlaði sér að sýna fram á
að ofbeldi leysti engan vanda. En
mér skjátlaðist. Það kom í ljós að
Martin var á sama máli og Wade!
Best að freta hyskið niður um leið
og tækifæri gefst. í lokin er Wendy
látin draga úr pússi sínu sjálfvirka
skammbyssu og skjóta aðalmafí-
ósann beint á milli augnanna.
Síðan sigla skötuhjúin burt með
blóðrautt sólarlag í baksýn.
Þetta er alveg makalaus hug-
myndafræði og ekki í fyrsta skipti
sem slíkum kenningum er hampað
í bandarískum bíómyndum. Mynd-
ir Charles Bronson eru gott dæmi
um það. Hér er það aftur á móti
naglinn Jack Palance sem leikur
vörð laganna. Hann er harðjaxl af
eldri kynslóðinni og hefur aðallega
leikið heldur vafasamar persónur í
gegnum árin. Kappinn er gamall
boxari og slík reynsla er hreint
ómetanleg í svona hlutverkum.
Leikhæfileikar hans er nokkuð sem
leikstjórinn áðuniefhdi, C. Martin,
hefur örugglega ekki sett fyrir sig.
Hér dugar líkamlegt atgervi.
-ÞJV
DV-LISTINN DV-LISTINN BANDARÍKIN BANDARÍKIN
(SÖLULISTI): (TÓNLISTARMYNDBÖND):
MYNDIR ÞÆTTIR 1(1) Beverly hilts cop 1(1) The virgin tour- Madonna
1(3) Amadeus 1(2) TilIffstíðar 2(2) Jane Fonda’s 2(3) Motown 25-Ýmsir
2(1) Beverly hills cop 2(1) Kane and Able new workout 3(4) Princeandthe
3 (-) Rambo 3 (-) Siam 3(4) The best of revolution live
4(2) Ghostbusters 4(3) Silentreach John Belushi 4 ( 2 ) No jacket required
5 (-) Mask 5(7) Mannaveiðarinn 4(3) Pinocchio 5 (13) Arena-Ðuran Duran
6(6) Intothenight 6 (-) Dempseyand 5(5) The wizard of Oz 6(8) Thevideo-Wham!
7(5) Neverendingstory Makepeace 6(8) Jane Fonda’s workout 7(5) TheBeatleslive
8(4) Hrafninnflýgur 7 (-) Hitler 7(9) Qone with the wind 8(6) Madonna
9(9) The breakfast club 8 ((4) 1915 8(6) Ghostbusters 9(7) Private dancer tour- Tina Turner
10 (-) Themeanseason 9(6) Widows2 9 (16) MlamiVice 10 (17) White city-Pete
10(5) Jamaica inn 10 (13) Gremlins Townshend
Amadeus er kominn í þriðja
sæti DV-listans.