Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1986, Blaðsíða 6
28 DV. FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR1986. Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús Leikfélag Akureyrar Um helgina sýnir Leikfélag Akureyrar Silfurúnglið eftir Lax- ness, á föstudags- og laugardags- kvöld kl. 20.30 og Jólaævintýri verður sýnt á sunnudag kl. 16. Um helgina byrja leikhúsferðir Flug- leiða til Akureyrar, ódýrar ferðir með flugi, gistingu, leikhúsferðum og möguleika á skíðaferðum í Hlíð- arfjall. Síðasta sýningarhelgi á Fúsa froskagleypi Um þessa helgi verða síðustu sýningar á bamaleikritinu Fúsi froskagleypir eftir danska rithöf- undinn Ole Lund Kirkegaard. Leikfélag Hafnarfjarðar hefur undanfama mánuði sýnt þetta leikrit í Bæjarbíói í Hafharfirði við góða aðsókn. Vegna mjög mikilla anna leikara og aðstandenda sýn- ingarinnar verður ekki unnt að sýna leikritið oftar en sem hér segir: föstudaginn 31. jan. kl. 17.30, laugardaginn 1. febr. kl. 14.00, sunnudaginn 2. febr. kl. 14.00 og síðasta sýning verður þriðjudaginn 4. febr. kl. 17.30. Sex í sama rúmi Land mínsföður Sexið I kvöld (föstudagskvöld) er breski gamanleikurinn Sex í sama rúmi sýndur hjá Leikfélaginu og er það jafnframt síðasta sýning verksins i Iðnó. Vegna mikillar aðsóknar verður leikritið nú flutt í Austur- bæjarbíó og sýnt þar á miðnætur- sýningum um helgar. Land mínsföður Á laugardags- og sunnudags- kvöld er hinn vinsæli stríðsára- söngleikur Kjartans Ragnarsson- ar, Land míns föður, á fjölunum. Sýningar eru nú orðnar 72 og hefur verið uppselt á þær allar og þegar er uppselt á svo til allar helgarsýn- ingar í febrúar. Rétt er að benda fólki á forsölu aðgöngumiða, en hún er í síma 13191 alla virka daga á skrifstofutíma en sýnt er öll kvöld nema mánudagskvöld. Kjallaraleikhúsið Reykjavíkursögur Ástu í leikgerð Helgu Bachmann verða sýndar áfram um helgina. 62. sýning er á Alþýðuleikhúsið firum- sýnir „Tom og Viv“ Alþýðuleikhúsið heldur upp á 10 ára afmæli sitt með sýningu leik- ritsins „Tom og Viv“ eftir Michael Hastings í þýðingu Sverris Hólm- arssonar. Leikstjóri er Inga Bjamason en aðalhlutverk eru í höndum Sigurjónu Sverrisdóttur og Viðars Eggertssonar. Aðrir leik- arar eru: Amór Benónýsson, Margrét Ákadóttir, María Sigurð- ardóttir og Sverrir Hólmarsson. Leikmynd og býninga gerði Guð- rún Erla Geirsdóttir, lýsingu ann- aðist Ámi Baldvinsson og tónlist við verkið samdi Leifur Þórarins- son. Tónlistin er flutt af Kolbeini Bjarnasyni flautuleikara. Leikritið er byggt á sannsöguleg- um atburðum og fjallar um storma- samt hjónaband ljóðskáldsins T.S. Elliot og konu hans Vivian Haigh- wood. Sýningar eru í austursal Kjar- valsstaða og er 2. sýning laugar- daginn 1. febrúar kl. 16.00,3. sýning sunnudaginn 2. febrúar kl. 16.00 en 4. sýning mánudaginn 4. febrúar kl. 20.30. Miðapantanir eru í síma 26131 frá kl. 15-19 daglega. föstudagskvöld, 63. sýning er á laugardag kl. 17.00 og 64. sýning er á sunnudag kl. 17.00. Aðgöngu- miðasala fer fram að Vesturgötu 3, sími 19560. Sýningar Þjóðleikhússins um helgina: Upphitun, eftir Birgi Engilberts. Frumsýning. Þjóðleikhúsið frumsýnir nýtt ís- lenskt leikrit í kvöld (föstudags- kvöld). Verkið heitir Upphitun og er eftir Birgi Engilberts. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. Með vífið í lúkunum. Tvær sýningar á laugardagsk völd Leikritið Með vífið í lúkunum eftir Ray Cooney verður sýnt tvisvar sinnum á laugardagskvökd, fyrri sýningin kl. 20.00 og sú síðari kl. 23.00. Kardimommubærinn í 65. sinn. Kardimommubærinn eftir Thor- björn Egner verður sýndur kl. 14.00 á sunnudag og er það 65. sýningin á þessu sívinsæla bamaleikriti. Villihunang. Örfáar sýningar eftir. Nú fer hver að verða síðastur að sjá uppfærslu Þjóðleikhússins á Villihunangi, eftir Anton Tsjékhov og Michael Frayn. Næsta sýning verður á sunnudagskvöld og eru einungis örfáar sýningar eftir á þessum gamanleik um ástir og ótryggð. Háskólabíó ByltLng Kvikmyndahús- Kvikmyndahús Bíóhöllin Þá er komin myndin sem sjálfsagt margir hafa beðið eftir, nýjasta mynd dollaraprinsins Sylvester Stallone, Rocky IV. í þessari fjórðu kvikmynd um boxarann Rocky berst hann við rússneska boxvél, ef svo má kalla ofurmenni sem Rússar hafa framleitt eingöngu til að sigrast á besta hnefaleikamanni heims. Þeir sem hafa séð fyrri Rockymyndirnar vita vel við hverju má búast og verða sjálfsagt ekki fyrir vonbrigðum. Sylvester Stallone leikur að sjálf- sögðu Rocky og er einnig leikstjóri. Sá sem leikur andstæðing hans heitir Dolph Lundgren. Stjörnubíó Þær em ekki allar merkilegar kvikmyndirnar sem gerðar em um unglinga handa unglingum. Ein betri mynda af þeirri gerð er mynd sem Stjörnubíó hefur hafið sýning- ar á, nefnist hún Eldur St. Elmo’s (St. Elmo’s Fire). Fjallar hún um nokkra skólafélaga sem halda út í lífið. Þeir sem sáu hina vinsælu mynd Breakfast Club ættu að kannast við nokkur andlit. Tónabió í Tónabíói er endursýnd kvik- mynd eftir suður-afríska leikstjór- ann Jamie Uys, Undraheimur eyði- merkurinnar. Myndin fjallar um dýr og menn á gamansaman hátt. Austurbæjarbíó Nýsjálensk hasarmynd er aðal- mynd Austurbæjarbíós þessa dag- ana. Nefnist hún Æsileg eftirför (Sharker Run) og byggist myndin upp á æsileguym bílaleik. Aðal- hlutverkið leikur hin góðkunni bandaríski leikari Cliff Robertson. Spennumynd fyrir alla. Nýja bíó Löggulíf, nýjasta myndin um þá skemmtilegu félaga Þór og Danna, er hin besta skemmtun og besta myndin um félagana til þessa. 1 þetta skiptið ganga þeir í lögregl- una með afdrifaríkum afleiðingum fyrir lögregluna og nokkra íbúa Reykjavíkur. í Löggulífi geta fs- lenskir áhorfendur fengið að sjá fyrsta íslenska bílaeltingarleikinn sem tekinn er á götum Reykjavík- ur. Það ætti engum að leiðast yfir uppátækjum þeirra félaga. Bylting (Revolution) er alveg splunkuný stórmynd sem frumsýnd er hérlendis um leið og úti í hinum stóra heimi. Myndin fjallar um sjálfstæðisbaráttu Bandaríkjanna og segir frá manni sem þvælist fyrst óbeint inn í baráttuna en smitast af sjálfstæðisbaráttunni sem aðrir. Bylting er stórmynd í orðsins fyllstu merkingu, fjallar um örlaga- ríka atburði i heimssögunni. Nokkrir stórleikarar eru í mynd- inni, má nefna A1 Pacino, sem leik- ur aðalhlutverkið, Donald Sunder- land leikur andstæðing hans og aðalkvenhlutverkið leikur Nastas- sja Kinski. Leikstjóri er Hugh Hudson, sem á að baki tvær merki- legar myndir, Chariot of Fire og Tarsanmyndina, Greystoke -Lord of Apes. Ekki er hægt að segja að Bylting hafi hlotið náð hjá öllum gagnrýnendum erlendis. Sýnist sitt hverjum um gæði hennar, svo mun einnig sjálfsagt vera hér á landi. HK. Kvikmyndahús Laugarásbió Vísindatruflun (Weird Science) nefnist kvikmynd sem gerð er af John Huges sem hefur sérhæft sig i að gera myndir fyrir táninga. Innihaldslitlar myndir sem þó höfða til ungu kynslóðarinnar enda eru þessar myndir hraðar og fullar af uppákomum sem má hafa gaman af. Öllu merkilegri eru tvær aðrar myndir sem Laugarásbíó sýnir. Aftur til framtíðar (Back to Future) 'er gamanmynd í hæsta gæðaflokki og Gríma (Mask) er úrvalsmynd með dramatískum söguþræði. Regnboginn Það er af mörgu að taka í Regn- boganum þessa dagana þótt oft áður hafi úrvalið verið betra. Má nefna skoska mynd, Stigamenn (Restless Natives), gamanmynd um tvo náunga sem gerast ræningjar á þjóðvegiun Skotlands. Af öðrum myndum er helst að nefna frönsku myndina Bolero sem gerð er af Claude Lelouch sem frægastur er fyrir að hafa gert verðlaunamynd- ina Maður og kona. í stærsta saln- um er hryllingsmyndin Ættargraf- reiturinn (Mausoleum). Hvað er á seyði um helgina — Hvað er á seyði um helgina — Hvað er á seyði um helgina — Hvað er á seyði um helgina — Sýningar Norræna húsið við/Hringbraut Þar stendur yfir sýningin „Tónlist á íslandi", þar sem rakin er saga tón- listar á Islandi. Þar getur að líta ýmislegt, sem tengist þeirri sögu, svo sem nótur, myndir, bækur handrit og margt fleira, auk ýmissa elstu hljóðfæra landsins. Á sýningunni hefur einnig verið komið fyrir hljóm- flutningstækjum, þar sem heyra má tóndæmi af mörgu tagi. Galleri íslensk list Vesturgötu 17 Þar stendur yfir sýning á málverkum og grafíkmyndum eftir Braga Ás- geirsson. Þetta er sölusýning og eru sýndar yfir 60 myndir sem Bragi hefur gert á ýmsum tímum. Sýningin er opin virka daga kl. 9-17 en lokuð um helgr -. Kjarvalsstaðir við Miklatún Þar stendur yfir sýning á listaverk- um ungs fólks. Eru þar sýnd málverk, teikningar, skúlptúr, lágmyndir, vefnaður og ljósmyndir. Myndbönd gerð af ungu fólki eru sýnd á gangin- um framan við Vestursalinn. Sýning- in er opin frá kl. 14-22. Mokka kaffi Skólavörðustig Helgi Örn Helgason sýnir teiknmgar og myndir. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 Safnið er opið á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum frá kl. 13.30-16. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 Þar stendur yfir sýning á vatnslita- myndum Kristínar Þorkelsdóttur. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18. Sýningin stendur til 12. febrúar. Ásmundarsafn við Sigtún Opnunartími safnsins er é þriðjudög- um, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum frá kl. 14—17. Ásmundarsalur við Freyjugötu Næsta sýning í Ásmundarsal hefst í febrúar. Árbæjarsafn Opið samkvæmt samkomulagi. Upp- lýsingar í síma 84412 kl. 8-9 mánu- daga til föstudaga. Listasafn Einars Jónssonar við/Njarðargötu er opið alla laugardaga og sunnu- daga frá kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla dagafrákl. 10-17. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning opin á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum frá kl. 14-16. Gallerí Grjót Skólavörðustíg Þessa dagana stendur yfir samsýning félagsmanna: Galleríið er opið virka daga frá kl. 12-18. Listasafn Háskóla íslands í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgangur að sýningunni er ókeypis. Listasafn íslands Þar stendur yfir sýning á öllum myndum Jóhannesar S. Kjarvals í eigu safnsins, 130 að tölu. Eru það olíumálverk, teikningar og vatns- litamyndir sem spanna allan listferil málarans. í tengslum við sýninguna hefur verið gefið út rit með ljósmynd- um af öllum listaverkunum, 116 svarthvítar og 12 í lit. Sýningin er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13.30-16.00 og á laugardögum og sunnudögum kl. 13.30-22.00. Nýlistasafnið við Vatnsstíg I kvöld kl. 20 opnar Grétar Reynisson sýningu á tæplega 200 myndum af ýmsum stærðum og gerðum: allt frá litlum myndum unnum með akrýl á pappír upp í stór olíumálverk á striga. Sýningin er opin frá kl. 14-20 úm helgar en kl. 16-20 virka daga. Hún stendur til 9. febrúar. Þjóðminjasafnið Með silfurbjarta nál nefnist sýning er stendur yfir í Bogasal Þjóðminja- safnsins. Þetta eru handverk ís- lenskra hannyrðakvenna og eru verkin frá miðöldum fram til síðustu aldamóta. Sýningin er opin frá kl 13.30-16. Menningarmiðstöðin við Gerðuberg Sýning á verkum í eigu Reykjavíkur- borgar eftir konur. Til sýnis eru verk eftir núlifandi listakonur t.d. mál- verk, vefnaður, grafík og fleira.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.