Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1986, Blaðsíða 7
DV. FÖSTUDAGUR 31. JANtJAR 1986.
29
ÍÞRÓTTIR-ÍÞRÓTTIR
• Kristján Arason sést hér reyna
markskot í landsleik við V-Þjóð-
veija sem fram fór á Akureyri.
Kristján verður í eldlínunni með
félögum sínum á Flugleiðamótinu
um helgina.
- íslenska landsliðið leikur við Pólverja, Frakka og Bandaríkjamenn á aiþjóðlegu
handboltamóti í Laugardalshöll. - Heil umferð í úrvalsdeildinni í körfu.
Handbolti
Flugleiðamótið í handknattleik er án
efa hápunkturinn í islensku iþrótta-
lífi um helgina. Mótið er haldið í til-
efni af 200 ára afmæli Reykjavíkur-
borgar en fyrst og fremst hugsað sem
æfingamót handboltalandsliðsins
fyrir heimsmeistarakeppnina sem
hefst eftir mánuð. Til mótsins koma
landslið Frakka, Pólveija og Banda-
rikjamanna.
Opnunarleikur mótsins, sem hefst
í kvöld, verður leikur Pólveija og
Bandaríkjanna en annnars er dag-
skráin þannig:
Föstudagur
19.30 Pólland-Bandaríkin
21.00 Ísland-Frakkland
Laugardagur
16.30 Frakkland-Pólland
18.00 Ísland-Bandaríkin
Sunnudagur
16.30 Bandaríkin-Frakkland
18.00 Ísland-Pólland
Liðin verða öll með sína bestu leik-
menn á mótinu. íslendingar eru þó
óneitanlega sigurstranglegastir á
heimavelli sínum en ekki má gleyma
að Pólverjar báru sigurorð af land-
anum fyrir skömmu á Baltic Cup.
Þá hefur íslenska landsliðinu alltaf
gengið illa gegn Pólverjum eins og
úrslit fyrri landsleikja bera vitni.
Nítján töp gegn fimm sigrum og níu
ár eru liðin síðan Island sigraði
Pólverja síðast. Bogdan Kowalczyk,
þjálfari íslenska liðsins, er pólskur
og hann hristir eflaust einhver brögð
fram úr erminni"gegn löndum sínum.
Nákvæmlega eitt ár er síðan Island
lék síðast landsleik gegn Frökkum.
Sá leikur var leikinn í Frakklandi
og tapaðist, 19-16. Liðið féll niður í
b-flokki í fyrra og mun því leika í
c-keppninni í næsta mánuði. Liðið
er nokkuð ungt en hefur náð þokka-
legum árangri á æfingamótum und-
anfarið.
Bandaríkjamenn ættu varla að
reynast íslendingum mikil hindrun
þrátt fyrir að miklar framfarir hafi
orðið í íþróttinni hjá þeim á undan-
förnum árum. Síðasti leikur liðanna
við Bandaríkjamenn vannst mjög
naumlega. Hann var háður í Kefla-
vík árið 1983 og honum lyktaði með
22-21 sigri íslands.
Markmið íslenska landsliðsins er
að sjálfsögðu sigur í þessu móti en
hafa verður hugfast að mót þetta
hefur mjög litla þýðingu miðað við
heimsmeistarakeppnina sem íslend-
ingar hafa æft markvisst að á undan-
förnum mánuðum.
Körfubolti
Þrír leikir fara fram í úrvalsdeild-
inni í körfubolta um helgina.
KR-ingar fá tækifæri til að hefna
bikartapsins fyrir UMFN er liðin
mætast í úrvalsdeildinni í kvöld
klukkan 20 í Njarðvík.
Á morgun fer fram einn leikur. ÍR
og Haukar mætast í Seljaskólanum
klukkan 14 og á sunnudagskvöld
leika Valur og ÍBK á sama stað
klukkan 20.
s>
>e
►V3>'
GULL!
\Eiríkur Hauksson vermir nokk-
ur sæti vinsældalista hlust-
enda rásar 2 með lögunum
Gaggó Vest og Gull. En hvaða
gull er þetta sem öll þjóðin
syngur um þessa dagana? Við
segjum frá því. . . og Eiriki i
leiðinni.
RETT
eða rangt? Úti í heimi er fólk farið
að slást út af villunum í Trivial
Pursuit og víða hefur hitnað í kolun-
um á íslenskum heimilum út af þvi
sama. Leo Munro, sem kennir
bandarískum táningum á Keflavík-
urflugvelli allt um ísland, hefur
þegar fundið 60 villur í íslensku
útgáfunni.
er nýbúinn að fá
bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs.
DV ræddi við hann
á heimaslóðum - í
Færeyjum.
SVANGUR
er Sigmar núna,
enda byrjaður að
sælkerast í helgar-
blaðinu eftir langan
og strangan kúr.