Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986 47 Trúlega kemur seint að því að ís- lenskur þorramatur slái í gegn í Frakklandi. En maður á víst aldrei að segja aldrei. Mikluverra enhér! Frú Thelma Hawkins, sem býr í smábæ einum í Nebraska í Banda- ríkjum N-Ameríku, fékk um daginn póstkort frá vinum sínum sem búa í sama bæ. Á kortinu stóð að þau (vin- irnir) hefðu eignast barn. Ástæða þess að Breiðsíðunefndin sér ástæðu til að skýra frá þessu á prenti er sú að barnið, sem tilkynnt var um á kortinu, er nú 51 árs. Enginn hjá póstþjónustunni í þess- um bæ í Nebraska hefur getað skýrt hvernig á því stendur að kortið var 51 ár á leiðinni á milli húsa. Há unglingslaun Þegar Friðrik. krónprins Dana, verður 18 ára þann 26. maí næstkom- andi á hann að fá 4,6 milljónir kr. í árslaun. Paul Schlúter, forsætisráð- herra Dana, hefur lagt svo til í frum- varpi. En daginn sem Friðrik flytur að heiman og þarf að fara að borga leiguna sjálfur þá hækka þessi laun upp í 7 milljónir. En það er dýrt að búa miðsvæðis í Köben. Ætli hann fái nema tveggja herbergja íbúð fyrir árslaunin? Nema hann geti fengið einhvern til að skipta við sig - skipta á sví- tunni sem hann hefur nú í höllinni og lítilli einstaklingsibúð í bænum. Kínversk snjólist Fjórir Kínverjar unnu fyrstu verð- laun á alþjóðlegu snjólistahátíðinni í Grindelwald í Sviss. Kínverjarnir bjuggu til konu sem sat á hækjum sér í snjónum með friðardúfu í höndunum. Vestur-Þjóðverjar fengu önnur verðlaun fyrir að gera líkan af meg- inlöndunum fimm í snjóinn. Itölum hafði dottið í hug að gera skúlptúr af deyjandi fiðrildi í snjóinn - og fengu þriðju verðlaun. Breiðsíðunefndin er þeirrar skoð- unar að þessi snjólist hljóti að vera eitthvað fyrir okkur íslendinga að huga að. Frægar dósir seldar Richard Stanley, sonarsonur Hen- rys með sama eftirnafn, ætlar að selja gjafirnar sem afi hans hlaut úr hendi bresku konungsfjölskyldunnar eftir að hann fann Livingstone í frum- skóginum og mælti hin fleygu orð: „Doktor Livingstone, geri ég ráð fyrir.“ Gylltar neftóbaksdósir settar dem- öntum, vindlakassi úr silfri og ótal medalíur verða meðal þess sem bjóða áupp. Ameríkanar geta áreiðanlega keypt dótið, sagði Richard, - þeir eiga nóg af peningum og betri að- gang að bönkum en aðrir menn. Breytingar til batnaðar Nú eru alþingismennirnir okkar aftur farnir að slást við verðbólg- una með sínu lagi í stað þess að taka upp þær aðferðir sem Egill á Borg notaði forðum daga, en hann drap alltaf fleiri en einn mann í einu ef hann fór að stunda mann- dráp á annað borð. Ef ríkisstjórnin sem nú situr hefði verið uppi á dögum landnáms- manna hefði hún hins vegar sjálf- sagt drepið menn í áföngum og talið fólki trú um að þegar til lengri tíma væri litið væri það besta að- ferðin í þessum efnum. Einnig munu þingmenn, ef að vanda lætur, semja nokkur lög sem hægt verður að dæma menn eftir þegar þar að kemur en munu á hinn bóginn ekki vera gjaldgeng í júróvisjónkeppnina enda engin þörf á því þar sem dómnefnd hefur nú þegar fengið mörg hundruð lög frá fólki úti í bæ sem má ekki láta nafns síns getið nema í sérstöku umslagi. - Er ekki bannað að senda svona mörg lög í júróvisjónkeppnina? segi ég við poppsérfræðing heimil- isins. Sérfræðingurinn segir mér að keppnin heiti ekki júróvisjón, sem sé útlenska, hann hafi lesið það i blaði um daginn að nú sé búið að snara þessu á íslensku og heiti keppnin evróvisjón. - En verður keppnin ekki dálítið löng ef við sendum til dæmis tvö hundruð lög? spyr ég popparann. - Það á að senda eitt lag, segir hann og finnst greinilega fávíslega spurt. Bara eitt? En ef það er nú ekki vinningslagið? spyr ég og þykist hafa nokkuð til míns máls. - Væri ekki vissara að senda svo sem eins og tíu úr því að nóg er til af lögum á annað borð? - Besta lagið verður auðvitað valið, segir sérfræðingurinn og slít- ur samtalinu löngu áður en ég hef fengið svar við helmingnum af þeim spurningum sem mér liggur á hjarta um þetta mál Breytingar Þótt ég sé ekki alveg klár á regl- unum varðandi evróvisjónkeppn- ina er ég hrifinn af þessu framtaki sjónvarpsins og raunar fleiru sem hefur verið gert á þeim bæ frá áramótum. Til dæmis er mér sagt að nú snúi þulirnir sér að myndavélinni með aðferð sem var fundin upp i Amer- íku og telja sérfróðir menn í þess- um efnum að ameríska aðferðin taki þeirri íslensku fram í öllum greinum. Og ekki má gleyma áramótadans- leiknum í sjónvarpssal sem varð öllum til ánægju á mínu heimili. Konan mín sagði að hann væri alveg milljón og eins og komið hefur í ljós hafði hún hér um bil rétt fyrir sér. En eitt get ég ekki fyrirgefið sjónvarpinu og það er að skilja aumingja JR eftir í eldhafinu, ólg- andi, logandi því að ef viskídrykkja hans í þáttunum er ekki bara plat hlýtur hann að vera með eldfimari mönnum. Og úr því að ég er farinn að tala um sjónvarpið get ég ekki látið hjá líða að koma á framfæri þökkum til þess frá konunni minni fyrir að leggja niður beinar útsendingar frá ensku knattspymunni. Hún segir að það sé mikil guðs- blessun að þurfa ekki að hlusta á hana lengur því að ef eitthvað geti gert sig vitlausa á annað borð séu það skrækirnir í aðdáendum lið- anna. - Hvernig í ósköpunum farið þið eiginlega að því að borfa á þessa vitleysu? var hún vön að segja BENEDIKT AXELSSON klukkan fjórtán fjörutíu og fimm á laugardögum með hneykslun í rómnum. ' - Það er enginn vandi, svaraði ég þá. - Maður sest bara í stól og snýr honum í áttina að sjónvarpinu og Aður en ég komst lengra í útskýr- ingunum á hvernig farið væri að því að horfa á ensku knattspyrn- una í beinni útsendingu var konan mín venjulega komin fram í eldhús og farin að sinna heimilisstörfun- um. Og það brást ekki að hún stillti árás tvö eins hátt og hægt var því að hún vissi að ég þoli ekki einu sinni þá tónlist sem spiluð er þar þótt það sé slökkt á útvarpinu. Þannig náði hún að hefna sín á ensku knattspymunni en verður jafnframt að bíta í það súra epli að sitja uppi msð mig eins og ég er. Kveðja Ben. Áx. MéR Fitfr/ST B£5T AÐ ' " Le"<ii A err;R. Sparðatmingur Um jólin leit dagsins ljós í fyrsta sinn á íslandi algerlega ný týpa af óþolandi fólki. Það er fólk, sem er algerlega ósigrandi í Trivial Pursu- it, hinum vinsæla leik sem auðvitað ætti að heita Sparðatíningur á ís- lensku. Það var á jóladag sem fyrsti full- trúi þessarar undirtegundar íslend- inga hallaði sér aftur, lygndi aftur augunum og svaraði spurningunni um það hver hefði orðið fyrsti fs- landsmeistari í skautahlaupi árið 1906 á þá leið að þetta væri nú alltof létt. „Hins vegar hefði verið gaman að þessu hefðu þeir spurt hver varð þriðji," sagði maðurinn og brosti tilgerðarlega, meðan aðrir þeir sem sátu við borðið krepptu hnefana undir borðrönd- inni. Það var seinna sama dag sem miðaldra kona í vesturbænum rak upp dýrslegt siguröskur þegar hún lenti á villunni með þá Waldheim, U Thant, og Cuellar, og gat þannig hætt þátttöku í spili, sem hún var að tapa. Það kom manninum henn- ar ekkert á óvart að hún tæki því illa að tapa, en tengdasonur þeirra hjóna varð ótrúlega óttasleginn og feilaði á spurningunni sem hann fékk næst en það var spumingin um það hver hefði tekið ljósmynd- ina af Hillary á tindi Everest. Og tengdasyninum batnaði ekki taugaveiklunin þegar hann heyrði andstyggilegt tístið í tengdamúttu sem dró enn frekar athygli að sér með því að þykjast troða borð- dúknum upp í sig í vonlausri til- raun til að kæfa hláturinn. Það kom fljótlega í ljós að óþol- andi spilarar í Sparðatíningi skipt- ast í tvo hópa. Annars vegar eru þeir sem vita allt og finnst allar spurningamar of léttar. Hins vegar em þeir sem vita alltaf svarið við spurningum sem aðrir fá og iða þá á stólnum og bera sig aumlega en geta aldrei svarað þeim spuming- um sem þeir fá sjálfir. Mönnum kann sumum hverjum að finnast það óheiðarlegt og jafn- vel illa gert, en engu að síður er það staðreynd, að hinir minni máttar í Sparðatíningi, hafa gripið til sinna ráða til þess að bregða fæti fyrir ofurmennin óþolandi. f upphafi reyndu menn að gera það með því einfalda ráði að gefa þeim rangt fyrir þótt þeir svöruðu rétt. En þessi leið reyndist auðvitað ófær nema fyrir allra ósvífnustu menn. Það þarf t.d. óvenjulega kaldrifjaðan og ófyrirleitinn lyg- ara til þess að halda því fram statt og stöðugt að Per Álbin Hanson hafi verið forsætisráðherra Bret- Hyldýpið Olafur B. Guðnason lands, Frakklands, eða ftalíu, en aldrei Svíþjóðar. Ég horfði þó á mann nokkurn gera einmitt þetta. Þegar ofurmennið heimtaði að fá að sjá spjaldið át spyrjandinn sönn- unargagnið umsvifalaust og vísaði manninum úr keppni. Það rann fljótlega upp fyrir mönnum að betra væri að semja nýjar spurningar en að reyna að ljúga til um svörin. Einn ágætur maður hefur t.d. lengi mátað ofur- menni þau sem spilað hafa gegn honum, með því að spyrja hver sé meðalúrkoma í Timbúktú á árs- grundvelli (þegar hann er spurður hvort hann eigi við meðalársúr- komu, svarar hann ákveðinn og sterkur á svip að hann eigi við meðalúrkomu á ársgrundvelli.) Um daginn lá við að hann yrði mátaður þegar andstæðingur hans kastaði fram tölunni 21 mm á ári. Spyrjandinn sagði svarið rangt því meðalúrkoman væri reyndar 59 mmáári. - Nú þeir nota tölumar frá 1930-1960, hvernig á maður að vara sig á því? svaraði andstæðingurinn þá og var svekktur. Sjálfur nota ég gjama þessa spurningu: - Hvað hét faðir Gísla Súrssonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.