Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 4
48 DV. LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986 Fyrstu gáfubörnin komin úr bankanum „Gemmér nammi,“ segir Doron Blake, þriggja ára, og mamma hans veit strax hvað hann vill. Hún hneppir frá sér skyrtunni og gefur honum. Móðir hans, Afton Blake, er með doktorspróf úr háskóla. Greindar- vísitala hennar er 130 en meðalmað- urinn hefur vísitöluna 100. Faðir hans er „myndarlegur, ljóshærður vísindaprófessor sem hefur unnið til verðlauna fyrir flutning á sígildri tónlist.“ Meira veit enginn um hann. Doron er fyrsta bamið sem til er orðið með sæði úr Nóbelssæðis- bankanum svokallaða sem stofnaður var fyrir nokkrum ámm við mikil mótmæli. Doron er sonur vísindaprófessors með mikla reikningsgáfu og tónlistarhæfi- leika. Þó Doron sé þriggja ára hæfir greind hans betur fjögurra ára barni. Hann stundar ekki barnababl nema þegar hann langar í móðurmjólkina. Þrátt fyrir Nóbelssæðisbankann er ekki búið að útkljá deilumálið um hver áhrif erfðaeiginleikarnir hafa á afkvæmin. Þó sýnir könnun sem sálfræðingurinn Lewis Terman hóf árið 1921 og hefur haldið áfram síðan að börn gáfaðra foreldra verða yfir- leitt gáfuð en ekki jafngáfuð. Þeir sem standá að Nóbelssæðis- bankanum vonast til að bæta gáfna- far almennt þó í litlum mæli sé. Með bankanum telja þeir sig vera að hvetja hina gáfuðu til barneigna og Stjamfræðistöð Hálfri öld áður en ísland var numið, árið 829, fengu Bagdadbúar sína fyrstu stjörnurannsóknarstöð. Það var kalífmn al-Mamun sem lét reisa hana. Demants- gerðarmaður Yukio Saito er demantsgerðarmað- ur. Með því að skjóta örbylgjugeisl- um á sérstaka efnablöndu (CH4 og H2) fær hann örlitla demantsfilmu. En hann verður seint ríkur á því. Stærstu demantarnir verða litlu stærri en svona þrjár blóðfrumur. Kanínuungar Kanínuungar eru nær algerlega hjálparlausir, utan það að þeir eru mjög duglegur við að sjúga mjólk það hljóti að auka meðaltalsgreind- ina. Fyrir afkvæmi svona sæðisbanka er þó viss hætta fólgin í faðerninu. Viðbúið er að miklar kröfur verði gerðar til þeirra og þær kröfur er eflaust erfitt að standast. Einn þeirra sem höfðu mikinn áhuga á tilraunum til kynbóta, George Bernhard Shaw, vissi líka hver voru takmörk þeirra. Sagan segir að undurfögur kona hafi skrif- að honum og gefið í skyn að líkami sinn og gáfur hans gætu saman skapað hið fullkomna afkvæmi. „En hvað,“ skrifaði Shaw til baka, „ef bamið erfir líkama minn og gáfur þínar?“ úr spenum móður sinnar. Hún kemur til þeirra aðeins einu sinni ó dag, í um þrjár til fjórar mínútur hvert sinn. A þeim tíma ná þeir að sjúga til sín alla þá mjólk sem þeir þarfnast þann sólarhring. Aðsjóðavatn Vatn sýður venjulega við 100 gróður á Celcius. En við Dauðahafið, 395 metrum neðan við sjávarmál, þarf það 101 gráðu til að sjóða. Á Mount Everest, í 8.840 metra hæð, þarf það hins vegar ekki nema 71 gráðu. Gæludýr Nú er búið að finna upp hið full- komna gæludýr. Þetta er sætur katt- arhnoðri, vélköttur, sem kemur til eiganda síns þegar á hann er kallað og malar þegar honum er strokið. Biblían Umsjón: ÞórirGuðmundsson SMAAUGLYSINGAR DV MARKADSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan. í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaðstorginu, en um hvaö er samið er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn ný- komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir..,27022 Við birtum... Þaó ber árangur! Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11. ER SMÁAUGLÝSINGABLADID Oplð: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 laugardaga, 9.00—14.00 sunnudaga, 18.00—22.00 B Frjálst.óháð dagblað Verið er að lesa biblíuna inn á spólu fyrir blinda, á ensku. Það eru 150 leikarar sem lesa. Lesturinn á allri biblíunni tekur 87 og hálfan tíma. Hljóðmyndir skaðlausar Meðal ófrískra kvenna hafa hljóð- myndir af fóstri í móðurkviði orðið æ vinsælli. Með aðstoð ómskanna mó sjá óskýra mynd af lifandi ófæddu barninu. Það hefur þó raskað ró sumra þeirra að blöð hafa undanfarið vitnað í hinar ýmsu kannanir sem eiga að sýna að svona ómskannar geti skaðað fóstrið. Evrópsk nefnd, sem kannaði málið, komst að því að ekkert væri hæft í þessu. Nefndin fór yfir allar kannan- ir sem hún komst yfir, fró Evrópu og Ameríku. Hún hefur nú lýst yfir því að allar vísindalegar kannanir sýni að ómskannar séu algerlega meinlausir fóstri. Plastrettur á tímum reykingabanna Nú geta reykingamenn haldið í fíkn sína hvað sem líður öllum bönn- um um reykingar á vinnustöðum. Þeir þurfa bara að kaupa sígarett- umar frá Advanced Tobacco fyrir- tækinu í Texas. Þær eru úr plasti, en innihalda nikotín sem reykingamaðurinn sýg- ur að sér. Þó er orðin markleysa að tala um reykingar því enginn reykur fæst úr þessum plastrettum. Sígarettumar frá Texas innihalda hins vegar jafnmikið nikotín og fimm von ’ ■ 1' '"o r cícrarettur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.