Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 10
54 DV. LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986 Táknar eyðni endalok frjálsra ásta? Margir hafa velt þessari spumingu fyrir sér að undanfömu en svörin hafa ekki öll verið á einn veg. Ein af ástæðunum hefur verið sú að margir þeirra, sem leitað hafa svarsins, hafa ekki haft nægi- lega þekkingu enda liggur enn ekki fyrir nóg um þennan ógnvekjandi sjúkdóm til þess að hægt sé að gefa svar sem geti verið fólki leiðbein- ing um hvernig það skuli haga ástalífí sínu utan hjónabands. Vanþekking og hræðsla Vanþekkingin hefur að sjálf- sögðu leitt til mikillar hræðslu og ljóst er að hún hefur haft mikil áhrif á fólk víða um lönd. Sumir telja hræðsluna of mikla en það er skiljanlegt að hún skuli vera mikil því að eins og oft hefur verið bent á þá hræðist fólk fyrst og fremst það sem ekki verður skýrt nægi- lega. Þeir sem lengst ganga í að reyna að halda í frjálsar ástir án mikilla hamla (og rétt er að orða það þannig því að frjálsar ástir eru ekki það sem þær vom fyrir til- komu eyðni) halda því margir fram að mesta vandamálið við eyðni sé hræðslan við sjúkdóminn og annað í röðinni sé vanþekkingin. „Þér er næstum alveg óhætt ef...“ Þessir baráttumenn fyrir frjáls- um ástum án mikilla hamla hafa látið frá sér fara setningar eins og þessa: „Þér er næstum alveg óhætt ef þú ert karlmaður, ekki kyn- hverfur, sprautar þig ekki með eiturlyfjum og ert ekki með gleði- konum.“ Ekki eru þó allir sammála slíkri fullyrðingu eins og síðar verður vikið að. Það er þó ljóst að jafnvel baráttumenn frjálsra ásta hafa orðið að viðurkenna að þær verða ekki lengur stundaðar eins og fyrr án áhættu og í framhaldi af því er augljóst að þar til og ef hægt verður að gefa fullkomnar leiðbeiningar (sem ólíklegt má þó tefjast) eða lækning finnst við sjúkdómnum þá eru frjálsar ástir síðustu áratuga úr sögunni. Frjálsar ástir verða þó enn til en þótt ekki sé hægt að gera skýra grein fyrir breytingunni þá er hægt að gera sér nokkra grein fyrir áhættunni með því að kynna sér sumt af því sem komið hefur fram við rannsóknir á eyðni og eyðnisjúklingum. Nokkur atriði Vísindamenn halda því fram að veiran berist fyrst og fremst milli fólks með blóði eða sæði. Þó hefur komið í ljós að böm geta fengið hann með móðurmjólkinni. Flestir þeirra, sem ekki eru kyn- hverfir og fengið hafa eyðni, hafa smitast við notkun óhreinna sprautunála er þeir hafa neytt eiturlyfja, við blóðgjafir eða við Endalok fijálsræðis? samfarir við gleðikonur og sérstak- lega er þeim hætt sem hafa samfarir við gleðikonur sem neyta eitur- lyfja. Notkun smokka veitir vöm en hafa ber þó í huga að þeir geta rifnað. Sumar tegundir em sterkan en aðrar. Nokkrar leiðbeiningar Karlmenn ættu að forðast sam- farir við konur, sem em með mönn- um sem em með kynhverfum karl- mönnum, eða mönnum sem sprauta sig með eiturlyfjum. Þá er konum ráðlagt að vera ekki með mönnum sem em með gleði- konum eða öðmm mönnum eða sprauta sig með eiturlyfjum. Þá em smokkar ekki síður vöm fyrir konur en karla. Þetta em þó ekki nema fá atriði og ýmsar fleiri leiðbeiningar hafa komið fram. Þannig hafði Dr. He- len Kaplan, sem starfar við kynlífs- rannsóknir við Comellháskóla í New York, þetta vð konur að segja fyrir nokkm: „Hafðu í huga, ef þú ert ógift, að þú getur ekki lengur sofið hjá þegar þig langar til. Bíddu með að vera með manni þar til þú hefur kynnst honum. Þú verður að þekkja hann. Komstu að því hvort hann hefur verið með karlmönnuir eða sprautað sig með eiturlyfjum undanfarin átta ár.“ Ráðleggingar af þessu tagi hafa orðið tilefni gagnrýni á þá sem þær hafa gefið því að sumum þykja þær of einstrengingslegar og ekki í samræmi við áhættuna eins og hún sé. Þá bijóti hún gegn þvi frjáls- ræði sem hafi einkennt ástalíf fólks á öllum aldri undanfama áratugi og um sé að ræða ábendingar til fólks um að taka skref aftur í tím- ann. Hvað var kynlífsbyltingin? I framhaldi af þessu hafa ýmsir reynt að gera sér grein fyrir því hvað kynlífsbyltingin, sem svo hefur verið nefnd, var. Einn af þeim sem skrifa í Playboy, Arthur Kretchmer, hefur þetta um hana að segja: „Kynlífsbyltingin miðaði að því að færa fólki skilning á kynlífi og að taka frá því hræðsl- una. Menn áttu að geta fengið útrás fyrir kynþarfir sínar án ótta við gagnrýni. Konur áttu að geta gert ástarþarfir sínar að vemleika án þess að vera nefndar hórur.“ Enginn vafi er á því að hræðslan við gagnrýni og ljót nöfn hefur minnkað á undanfömum áratugum á Vesturlöndum en nú er ljóst að í stað þeirrar hræðslu er komin önnur og það er hún sem mótar nú afstöðu fólks til fijálsra ásta í rík- um mæli. Þessi hræðsla er hins vegar af öðrum toga spunnin en sú sem kynlífsbyltingin átti að útrýma. Henni verður ekki útrýmt með frjálsræði í ástum heldur með lyfj- um, leiðbeiningum (sem erfitt eða ómögulegt kann að vera að gefa) eða hugarfarsbreytingu; og það er einmitt vegna hennar sem ráðs við eyðni að menn hafa skipst nokkuð í hópa í umræðunni um þennan vágest. Meira um kynlífsbyltinguna Skýrgreiningin á kynlífsbylting- unni hér að framan hefur ekki hlotið viðurkenningu allra. Margir eru þeirrar skoðunar að byltingin hafi ekki uppfyllt nægilega vel fyrirheitin sem forsprakkar hennar gáfu, það er að losa um hömlur einstaklinga og gefa þeim þannig tækifæri til að eiga eðlilegri sam- skipti við hitt kynið. Þá hafi komið í ljós neikvæðar hliðar svo sem aukið framhjáhald, ótímabær reynsla unglinga af kynlífi sem hafi meðal annars haft truflandi áhrif á tilfinningalíf sumra þeirra og svo hafi sprottið upp iðnaður sem byggt hafi á klámi og sé í sumum löndum orðinn að verulegu vandamáli. Er í því sambandi vísað til útgáfu fjölda tímarita sem sum eru talin sýna of mikið af „nöktum sannleika“ og skilja of lítið eftir „handa hugmyndafiuginu" en önnur eru sögð leggja meigná- herslu á óæskilegar hliðar kynlífs- ins. Flestir, sem reyna að forðast öfgana, munu þó sammála um að meira frelsis í samskiptum kynj- anna var þörf en eins og venjulega vill margt fara öðruvísi en telja má æskilegt þegar fólk með ólík viðhorf og jafnvel öfgakennd fer að túlka nýfengið frelsi eða frelsi í mótun. Tímamót Það verður því að telja að eyðni hafi valdið tímamótum. Lítill vafi leikur á því að hræðslan, sem grip- ið hefur um sig, er ekki í samræmi við hlutfall þeirra sem sjúkdóminn fá en það á sér þó eðlilegar skýring- ar því að enginn getur fullyrt við félaga sinn að hann geti ekki sýkst af eyðni. Þess vegna segja margir við sjálfa sig: „Ég veit að það er óliklegt að ég fái sjúkdóminn en hvað ef ég skyldi nú fá hann?“ Það er engin lækning til við eyðni, eins og fram hefur komið, og því er ekki að undra þótt rauns- ætt fólk, sem er annt um sjálft sig og aðra, íhugi á hvern hátt það geti breytt lífi sínu í samræmi við þessa staðreynd. Við þvi verður af augljósum ástæðum ekki gefið neitt svar en þó er ljóst að sjúkdómurinn á eftir að hafa veruleg áhrif þar til lækn- isráð kann að fmnast við honum. Þannig hefur þeim farið fækkandi sem leita til vændiskvenna, margir velja sér nú næturfélaga með meiri varkámi en áður og aðrir tak- marka kynmök sín við þrengri hóp eða jafnvel aðeins einn einstakling. Allt fer þetta þó eftir viðhorfum hvers og eins; sumir gera of mikið úr hættunni en aðrir of lítið. Áhættuhóparnir Hér að framan hefur að mestu verið fjallað um venjulegt fólk sem er hvorki kynhverft né háð eitur- lyfjum. Þessir tveir hópar eru sér- stakir áhættuhópar eins og vel hefur komið fram í umfjöllun um eyðni og því er ljóst að þeir sem vilja forðast sýkingu ættu að vara sig sérstaklega á þessum tveimur hættum. Sérfræðingar halda því fram að eitt af því sem valdið hefur sýkingu eiturlyfjasjúklinga sé óhreinar sprautur en á það má einnig benda að vera má að eitur- lyfin brjóti smám saman niður hluta varnarkerfis líkamans og geri þannig einstaklinginn varnar- lausan gegn eyðni ef veiran berst inn í líkama hans. Um kynhverfa er það meðal annars að segja að ástarleikir þeirra eru stundaðir á annan hátt en manns og konu og hafa sérfræðingar bent á að það auki í vissum tilvikum sýkingar- hættuna verulega enda sum líffær- in, sem þar koma við sögu, ekki kynfæri. Til eru að sjálfsögðu aðrir áhættuhópar eins og meðal annars er ljóst af því sem sagt hefur verið og má þar nefna fólk sem sefur hjá einum í dag og öðrum á morgun og menn sem venja komur sínar til vændiskvenna. Þeir sem vilja forð- ast eyðni þrengja því hópinn sem þeir velja félaga sína úr og gæta þess eftir föngum við ástundun frjálsra ásta að þeir séu ekki í áhættuhópunum. Mörg önnur ráð hafa ekki komið fram til handa þeim sem stunda kynlíf utan hjóna- bands, hvað svo sem verða kann þar til lækning finnst við þessum nýja sjúkdómi. ÁSGtóksaman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.