Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1986, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1986, Qupperneq 2
2 DV. FÖSTUDAGUR14. FEBRÚAR1986. Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Larsen ferseintaðsofa á kvöldin en teflir af öryggi Spennan var mikil í loftinu á 3. umferð Reykjavíkurmótsins sem lauk í gær. Stemmning var um ís- lensku skákmennina, enda ekki að ástæðulausu. Benedikt Jónasson átti stjörnuleik og vann Finnann Yrjölá sem varði heiður Norður- landanna á Visa-skákmótinu um síðustu helgi. Ásgeir Þór Árnason gerði jafntefli við meistara Hol- lendinga, van der Sterren. Ásgeir hefur sýnt sínar betri hliðar á þessu móti, vann t.d. meistarann Kogan frá Bandaríkjunum í 1. umferð. Lengi var tvísýnt um skák Jóns L. Árnasonar og stórmeistarans De Firmians, skákin fór í bið, Jón hafði hins vegar mun verra tafl og sigur De Firmians í sjónmáli. Það gerir De Firmian efstan á mótinu með 3 vinninga. Skák Guðmundar Sigurjónsson- ar og Cuft Hansens fór í bið, Guðmundur hafði verra tafl og Hansen trónir með De Firmian í efsta sæti á mótinu. Aðeins einn Islendingur er með efstu mönnum á mótinu, Jóhann Hjartarson Miles vann Karklings með glæsi- brag í gær. Larsen og Tal unnu á sinn venjulega hátt. Björgvin Jónsson kemur á óvart Björgvin Jónsson, ungur skák- maður, almenningi ókunnur en þekktur innan skákheimsins hér, sonur Jóns Böðvarssonar, fyrrum skólastjóra Fjölbrautaskólans á Suðurnesjum, hefur vakið feikna athygli á mótinu. Hann byrjaði vel, gerði jafntefli við stórmeista- rann Alburt frá Bandaríkjunum í fyrstu umferð, vann síðan Finnann Yrjölá í 2. umferð og í gær gerð hann jafntefli við sjálfan Geller öllum til undrunar. Hin ungi Þröstur Árnason, skák- meistari Reykjavíkur 1986, tapaði fyrir þessum indónesíska Adianto, sem birtist óvænt óskráður í mótið og byrjaði á því að vinna stiga- hæsta mann mótsins, Bretann Miles. Þar kom og að sök mikil virðing Þrastar fyrir þessum reynda skákmanni því Þröstur hafði betur lengi vel. „Larsen skýrði skákina sína rogginn" Er líða tók á 3. umferð hóf Larsen að skýra skák sína og Ligtemik, sem Larsen vann. „Larsen var skemmtilegur en óttalega öruggur með sig er hann skýrði frá því mest á hótelinu, fara seint að sofa á kvöldin og vakna seint á morgn- ana, lesa og stúdera. „Ég lifi rólegu lífi í Argentínu, þar sem ég bý, Mörg kunn andlit saust a Reykjavíkurskákmótinu í gær. 3. umferð var spennandi, oft þurfti að velta skákunum vel fyrir sér og hvíslast á um stöðurnar. Hér eru þeir Tómas Árnason seðlabankastjóri og Ragnar Halld- órsson forstjóri íslenska álfélagsins og fylgjast grannt með. DV-mynd KAE hvemig hann hefði unnið,“ sögðu menn. „Þessi skák var skólabókardæmi um skák þar sem andstæðingurinn hefur betra, veit ekki hvernig hann á að nýta sér það, leikur af sér og tapar,“ sagði Larsen við DV í gær. Hann var hress, sagðist halda sig skákin krefst aga,“ sagði Larsen sem hefur verið á kafi í skákinnni frá 6 ára aldri. Gestalistinn Margmenni var í gær eins og venjulega á Reykjavíkurskákmót- um. Ólafur Guðnason blaðamaður leit við, Kristján Benediktsson, fulltrúi Framsókarflokksins í borg- arstjórn, Árni Grétar Finnsson hæstaréttarlögmaður, Sigurður Jónsson símvirki, Egill Valgeirs- son rakari, Birgir Ólafsson hjá Flugleiðum, Haraldur Svein- björnsson verkamaður, Guðni Ein- arsson sjómaður, Hans Guðmunds- son byggingameistari, Magnús V. Pétursson heildsali og knatt- spyrnudómari, Sigurður Már Jóns- son blaðamaður, Gísli Magnússon sagnfræðingur, Páll Jónsson í Pól- aris, Olgeir Bergþórsson Framari, Sigurkarl Stefánsson dósent, Árni Njálsson íþróttamaóur, Arnar Bjamason, fjármálastjóri hjá Úrv- ali, Ólafur Júlíusson tæknifræð- ingur og Guðmundur Magnússon, fræðslustjóri Austurlands. -KB REYKJAVÍKUR- SKÁKMÓTIÐ 3. UMFERÐ Hvítt Svart 1. P. Nikoiic-Jóh. Hjartars. 1/2-1/2 2. V. Salov-R. Byrne 1/2-1/2 3. N. De Firmian-Jón L. Árnason bið 4. C. Hansen-Guðm. Sigurjónss. bið 5. T. Welin-W. Browne 1/2-1/2 6. M. A. Quinteros-Y. Seirawan 1/2-1/2 7. M. Tal-J. P. Fedorowicz 1-0 8. G. Ligternik-B. Larsen 0-1 9. J. Benjamin-H. Schiissler 1/2-1/2 10. Helgi Ólafss.-S. Kudrin _ 1/2-1/2 11. M. Wilder-A. Lein 1/2-1/2 12. F. Gheorghiu-J. W. Donaldss. 1-0 13. Björgv. Jónss.-E. Geller 1/2-1/2 14. V. Zaltsman-L. Alburt 1-0 15. A. Miles-A. Karklins 1-0 16. H. Jung-L. Christiansen 0-1 17. A. Pyhálá-M. Dlugy 1/25-1/2 18. Bragi Halld.-Marg. Péturss. 0-1 19. Karl Burger-S. Reshevsky 1/2-1/2 20. B. Kogan-Ólafur Kristjánss. 1-0 21. Ásg. Þ. Árnas.-P.v.d. Sterren 1/2-1/2 22. Hannes H. Stef.-Karl Þorsteins 0-1 23. C. Hoi-Jóhannes Ágústss. 1-0 24. Þröstur Árnas.-U. Adianto 0-1 25. Benedikt Jónass.-J. Yijola 1-0 26. Sævar Bjamas.-Dan Hansen 1-0 27. Tómas Björnss.-J. Kristiansen 0-1 28. L. A. Remlinger-Halld. Einarss. bið 29. Þorst. Þorsteinss.-Karl Dehmelt 1-0 30. Jón G. Viðarss.-Davíð Ólafss. 0-1 31. Róbert Harðars.-E. Schiller 1-0 32. Kristj. Guðm.-Ásk. örn Káras. 1-0 33. Haukur Angant.-Lár. Jóhanness. 1-0 34. Hilmar Karlss.-Þröstur Þórh. 0-1 35. J. Herz-Árni Árm. Árnas. bið 36. Har.Haraldss.-Guðm. Halldórss. 0-1 37. Leifur Jósteinss.-Guöm. Gíslas. 1-0 Bent Larsen kominn á skriö í landskeppni Norðurlanda og Bandaríkjanna á dögunum tapaði Bent Larsen síðustu skákinni og þar með náðu Bandaríkjamenn að jafna metin. Þegar Larsen tapar einni skák vilja stundum fleiri fara sömu leið. Það er eins og hann verði kærulaus og tefli allt of djarft í næstu skákum á eftir. Svo virðist hins vegar sem hann hafi verið fljótur að jafna sig eftir tapið í landskeppninni. Á Reykjavíkur- skákmótinu vann hann fallegan sigur í gær og nú er hann kominn áskrið. Andstæðingur hans var hollenski alþjóðameistarinn Gert Ligterink. Hann var með hvítt en byrjunar- frumkvæði hans koðnaði niður og Larsen náði undirtökunum. Smám saman þrengdi hann að hvftu stöð- unni og er við komum til leiks var Ligterink að enda við að hörfa með drottningu sína frá b3 til a2. Drottningin hvíta er augljóslega illa klemmd í hominu og nú not- Skák JÓN L. ÁRNASON færir Larsen sér fjarveru hennar og hinna hvítu mannanna frá kóngsvængnum. 22. -Hxf3! 23. gxf3 Rh5 24. Re3 Eftir 24. Bcl til að valda g5 og f4 væri 24. -Rd4 sterkt svar. Hvítur nær ekki að verjast atlögunni. 24. -Rf4 25. Khl Rd3 26. Hfl Df6 27. Kg2 Dg5+ 28. Khl Dh5 29. Rg4 Dh3 30. Hgl Dxf3+ 31. Hg2 h5! Hringekju drottningarinnar er lokið og nú kemur peðið til hjálpar. 32. Re3 Rxf2+ 33. Kgl Rh3+ og síðan 34.-Dxe3 leiðir til taps. 32. Rh6+ Kf8 33. Kgl gxh6 34. Bc3 Rf4 - Og Ligterink gafst upp. Glæsisigur Benedikts Flugeldasýningin í kjallaranum heldur áfram. í gær var Benedikt Jónasson þar í aðalhlutverki en hann tefldi við finnska alþjóða- meistarann Yrjöla, sem vann Lombardy okkar í landskeppninni. Þeir tefldu ærslafengið afbrigði af Sikileyjarvöm, sem kennt er við sovéska stórmeistarann Polugajev- sky. Benedikt fór í smiðju til Frið- riks Ólafssonar og fómaði manni eins og Friðrik gerði á Reykjavík- urskákmótinu 1978 - gegn sjálfum Polugajevsky. Skákin varð geysi- lega flókin en lokaþátt hennar tefldi Benedikt snilldarlega. Hvítt: Benedikt Jónasson Svart: Jouni Yrjölá Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 RflB 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 b5 8. e5 dxe5 9. fxe5 Dc7 10. De2 Rfd7 11. 0-0-0 Bb7 12. Rxe6!? fxe6 13. Dg4 Dxe5 14. Bd3 Be7 15. Bxe7 Kxe7 16. Hhel h517. Db4 + Dc518. Dh4 + g5 Sennilega er 18. -Rf6 betra en þannig lék Polugajevsky gegn Friðrik. 19. Dh3 Hh6 20. Be4 Rc6 Alla þessa leiki má finna í bókum. Enski stórmeistarinn og stærð- fræðidoktorinn John Nunn segir að staðan sé óljós en kannski skipt- ir hann um skoðun eftir þessa skák. 21. Bd5! Rd8 22. Bxb7 Rxb7 23. Df3 Ha7 24. Re4 De5 25. Kbl Df4 abcdefgh 26. Dc3! Hg6 Hótunin var 27. Dg7 + og vinnur. 27. Hfl! Db8 Riddarinn er friðhelgur. Ef 27. -Dxe4, þá 28. HÍ7 + ! Kxf7 29. Hxd7 + og síðan 30. Dc8 mát. 28. Hxd7+! Kxd7 29. Hf7+ Ke8 30. Dh8+ - Og Finninn gafst upp, því að eftir 30. -Kxf7 31. Dxb8 tapar hann hróknum á a7 og meira fellur seinna. Hressileg skák í 19. aldar stíl! JLÁ. „Egkom þar hvergi nærri” — segirJónas Jónasson um útvarpsstjóra- bústaöinn í Skjaldarvík „Fjármálastjóra Ríkisútvarps- ins var fullkunnugt um kostnað við endurbætur á húsnæðinu. Þessar framkvæmdir voru ekki í mínum höndum, heldur sá Hauk- ur Haraldsson, tæknifræðingur á Akureyri, um þau mál. Ég kom þar ekki nærri,“ sagði Jónas Jónasson útvarpsstjóri á Akur- eyri í samtali við DV. Eins og greint var frá í fréttum DV í gær þá hefur kostnaður við endurbætur á bústað úrvarps- stjórans í Skjaldarvík á Akureyri farið fyrir brjóstið á yfirmönnum Ríkisútvarpsins. Upphafleg kostnaðaráætlun, sem nam rúm- um tveim milljónum króna, rauk upp í fjórar milljónir þegar upp varstaðið. „Það er rétt, það var teikni- stofa Hauks Haraldssonar á Akureyri sem sá um gerð kostn- aðaráætlunar og framkvæmd verksins. En mér er kunnugt um að Haukur hafði fullt samráð við Jónas um val allra innréttinga,“ sagði Hörður Vilhjálmsson, fjár- málastjóri Ríkisútvarpsins. „Það leyndist ýmis kostnaður í verk- inu þegar farið var að athuga þetta gamla hús sem byggt var 1952 ef ég man rétt. Sérstaklega á það við um íbúð í kjallara sem ætluð er dagskrárgerðarfólki sem kemur norður til að vinna. Hörður Vilhjálmsson, fjár- málastjóri Ríkisútvarpsins, tók það fram að Jónas ætti sjálfur allt innbú sem værí í útvarps- stjóraíbúðinni, það hefði hann flutt með sér að sunnan. -EIR Kennarar tilGhana AFS eru alþjóðleg samtök sem einkum hafa fengist við nem- endaskipti milli landa. Hin síðari ár hefur verið lögð aukin áhersla á kennaraskipti. 1 ár er 21 kennari í Ghana á vegum AFS. Frá Islandi eru þau Bima Stefnisdóttir og Þorsteinn Þorvarðarson. AFS á íslandi hefur auglýst eftir 2 kennurum til starfa í Ghana næsta skólaár. -VJ Benánn sem sigurvegarinn í Sprengisandskeppninni í sumar hlýtur. Benzi verölaun t frásögn í blaðinu á mánudag- inn af spumingakeppni, sem efnt verður til á veitingastaðnum Sprengisandi í sumar, var rang- lega sagt frá aðalvinningnum. Sá er ekki hvítur Bentley, eins og sagði' í fréttinni, heldur hvítur Benz. Þar er um að ræða eftirlík- ingu af Benz sportbíl árgerð 1929, og er andvirðið talið um ein millj- ón króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.