Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1986, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1986, Side 36
68*78*58 Hafir þú ábendingu eða vitn- eskju nm frétt - hringdn þá í sima 687858. Fyrir hvert firéttaskot, sem birtist eða ■ er notað í DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta firéttaskotið í hverri vikn greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafiileyndar er gætt. Við tökum við firéttaskotum allan sólarhringinn. FOSTUDAGUR 14. FEBRUAR 1986 INNBR0TAALDAINOTTI REYKJAVIK 00 K0PAV0GI Faraldur innbrota gekk yfir höf- uðborgarsvœðið í nótt. Þegar síð- ast fréttist hafði lögreglan verið kölluð til að rannsaka þrettán til- vik í Reykjavík og þrjú í Kópavogi þar sem rúður höfðu verið brotnar og óboðnir gestir farið inn. „Það hlýtur að hafa verið gengi á ferðinni,“ sagði varðstjóri á lög- regluvarðstofunni i Reykjavík í samtali við DV. í sumum tilvikum voru aðeins skemmdir unnar en í öðrum var einhverju fémætu stolið. Þegar blaðið fór í prentun hafði lögreglan haft hendur í hári eins manns en aðrir skemmdarvargar höfðu ekki náðst. Tvívegis varð vart við ferðir þjóf- anna. I rakarástofunni við Star- mýri var tilkynnt um innbrot fyrri- part nætur en þeir sem voru þar á ferð sluppu. Auk þess vissi lögreglan til þess að brotist hafði verið inn hjá Brauði h/f, í Póstmiðstöðina við Eiðistorg, Tommaborgara, hús við kirkjugarðana í Fossvogi, Biskups- stofu, verkfræðistofu við Skúlatún, nýbyggingu í nýja miðbænum, lager hjá Nesco á Hverfisgötu og bíl við Krummahóla. Þá voru brotnar rúður hjá Karnabæ, í húsi við Rauðarárstíg og í hárgreiðslu- stofu við Grettisgötu. í Kópavogi var brotist inn í Heil- sugæslustöðina, Borgarbúðina og Blómahöllina. Skemmdir eru enn að mestu ókannaðar en rannsókn- arlögreglan vinnur að rannsók þessara mála. -GK Samningar: Næstu dagarráða úrslitum „Það ætti að ráðast um eða upp úr helginni hvort tekst að semja á þessum viðræðugrundvelli. Ef ekki þá er ljóst að stokka verður allt upp og taka þetta öðrum tökum,“ sagði Björn Björnsson, hagfræðingur VSÍ, í viðtali við DV í morgun. Eftir samningafund í gær var ákveðið að efnahagsnefndin kæmi saman klukkan 10 í morgun. Björn sagði að atvinnurekendur væru til- búnir að ræða málin á töluvert öðr- •um grundvelli og hefðu enn ekki lokað neinum leiðum. ASÍ hefði ekki enn sett fram kröfugerð í tölum en viðræður þeirra byggðust á því hvernig hægt væri að ná upp kaup- mætti síðasta árs og síðan að auka kaupmáttinn. „Staðan er orðin mjög þröng og það er ljóst að samningar verða að takast fljótlega. Staða fiskvinnslunar hefur sett okkur stólinn fyrir dyrnar og fiskverðshækkunin, sem ákveðin var í gær, hefur ekki létt á stöðunni," sagði Þórarinn Þórarinsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri VSÍ. Allmörg verkalýsfélög hafa boðað fundi nú um helgina þar sem verður aflað verkfallsheimilda. -APH siá einnig bls. 40 RAUSTIR MENN 25050 SETlDIBiLJISTOÐin LOKI Þetta hefur örugglega verið' eitthvert framsóknarljós! Jón náði jafntefli Ásdís, Njáll og Bryndís taka upp afmælispakka, þriggja ára og ákaflega samrýnd. Þegar pappírinn hafði verið tekinn utan af komu í ljós vettlingar og sokkar. DV-mynd S.Æ., Djúpavogi. Það óvænta gerðist seint í gær- kveldi að Jón L. gerði jafntefli við De Firmian. Skákin fór í bið í gær og menn voru næstum vissir um að Jón. L. mundi tapa, hann hafði verri stöðu. En Jón lét ekki deigan síga, hélt sér stíft við skákina og marði jafnteflið. Guðmundur Sigurjónsson tapaði hins vegar fyrir Curt Hansen sem er þess vegna orðinn efstur á mótinu með 3 vinninga. Jóhann Hjartarson og Jón L. Árnason eru næstir með 2 1/2 vinning ásamt nokkrum öðrum. Aðrar biðskákir fóru þannig að Árni Árnason tapaði fyrir Herzog, Remlinger vann Halldór G. Einars- son, Kogan vann Ólaf Kristjánsson, Davíð Ólafsson vann Jón G. Viðars- son. Skák Gellers og Wilders fór aftur í bið, leikirnir í þeirri skák eru orðnir yfir tvö hundruð. -KB s já bls. 2 Þríburarnir á Djúpavogi þriggja ára: Sú næstelsta stjórnar Grænt Ijós í Garðsárdal Það var mikið um dýrðir heima hjá Ásdísi, Njáli og Bryndísi á Djúpavogi í síðustu viku. Þá héldu þau upp á þriggja ára afmælið sitt, öll í einu, enda þríburar. „Þetta gengur eins og í sögu með þríburana, mér finnst þetta vera orðinn eðlilegasti hlutur í heimi að vera með þau þrjú svona á sama aldri,“ sagði þríburamóðirinn, Guðmunda Brynjólfsdóttir, þegar gestirnir voru farnir heim úr af- mælisveislunni og þríburarnir sofnaðir með súkkulaðikökurnar í maganum. „Annars geta þau stundum verið eins og Bakkabræð- ur, þegar eitt þeirra tekur upp á einhverju fylgja hin á eftir í blindni. Þau eru ákaflega sam- rýnd.“ Nú eftir þriggja ára jarðvist er það Bryndís sem tekið hefur foryst- una og stjórnar hópnum. Hún er þó ekki nema næstelst, Njáll fæd- dist fyrstur, svo Bryndís og Áslaúg rak lestina. Við bíðum spennt eftir næsta afmæli; þá hafa valdahlutföllin ef til vill eitthvað raskast. -EIR Frá Jóni G. Haukssyni á Akureyri: „Ég stóð við eldhúsgluggann minn og var að horfa á fjöllin þegar ég sá allt í einu grænt ljós skjótast þvert yfir dalinn. Þetta minnti helst á flug- eld á ferð,“ sagði Ragna Björnsdóttir, húsfreyja á Ytri-Hóli í Öngulsstaða- hreppi. „Sennilega hefur þetta verið ljósbrot en ég þorði ekki annað en láta vita, taldi það vissara." Hjálparsveitir könnuðu ástandið í Garðsárdal í gær, í framhaldi af ábendingum húsfreyjunnar á Ytri- Hóli, en urðu einskis vísari. -EIR Hagstofan f lytur Borg nesing austur á f irði Ungum Borgnesingi, Páli Aðal- steini Svanssyni, brá heldur en ekki í brún er honum var tilkynnt að hann byggi ekki lengur á Bor- garnesi heldur væri fluttur til Seyðisfjarðar og byggi nú á Tún- götu 21 þar í bæ. Það kom þinggjaldskrafa frá sýslumannsembættinu í Borgar- nesi á Pál þar sem hann var skráð- ur á þetta heimilsfang á Seyðisfirði. Strákurinn, sem er 18 ára, vinnur hjá Loftorku í Borgarnesi og þang- að kom krafan. Birna Konráðs- dóttir, sem þar vinnur, hringdi í Pál og spurði hvort hann hefði flutt lögheimili sitt á Túngötu 21 á Seyðisfirði. Páll kannaðist ekkert við það, sagðist aldrei til Seyðis- fjarðar hafa komið og alltaf búið hjá foreldrum sínum í Borgarnesi. Birna hóf að kanna málið.„Ég skildi ekkert í þessu, Túngata er ekki til í Borgamesi og ég hélt að strákurinn byggi í Borgarvík 5 hér í Borgarnesi," sagði Birna. Komst hún að því að Páli Aðalsteini hefði verið ruglað saman á Hagstofunni við Pál Rúnar nokkurn sem hafðist við í Reykjavík, var á báti frá Seyðisfirði og hafði flutt lögheimili sitt þangað. Birna gerði eðlilega athugasemdir við þetta en þeir á hagstofunni stóðu fastir á sínu, tölvan hafði skráð þetta svona. Birna lét sig ekki, enda þessi Páll Rúnar allt annar maður og miklu eldri en Páll Aðalsteinn. Þegar hún var búin að þrælast í þessu máli rnn nokkurt skeið gaf hagstofan sig loksins. Ruglingurinn var m.a. fólginn í því að Páll Rúnar og Páll Aðalsteinn fæddust á sama degi ársins þó nokkur ár skildu þá að. Ruglingurinn var leiðréttur. -KB 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.