Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1986, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1986, Side 10
10 DV. FÖSTUDAGUR14. FEBRÚAR1986. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Haiti og voodoo Duvalier-ættin var ekki sú eina, sem réð ríkjum á Haiti. Voodoo- andar „nöðrunnar og regnbogans", kukl, sem rekja má allt til þess að fyrstu blökkuþrælar höfðu við- komu á Haiti á leið frá hinni svörtu álfu til vesturheims, er veldi sem jafnan hefur þurft að reikna fast- lega með á Haiti. Því gerði einmitt Francois „Papa Doc“ Duvalier, fyrrum einvaldur á Haiti, sér fulla grein fyrir. Hann sótti sér því nokkurn stuðning til þess samfélagshlutans sem kennd- ur er við voodoo-kuklið. - Sonur hans, Jean-Claude „Baby Doc“ Duvalier, hafði aldrei lag á að færa sér þau ítök föðursins í nyt. Papa Doc dró úr áhrifum múlattanna Eða svo segir einn örfárra sér- fræðinga í leyndarmálum voodoo- kuklsins, maður að nafni Wade Davis, þjóðgrasafræðingur frá Harvard-skóla. Hann segist hafa mætt augliti til auglitis zombie-um, hinum frægu dauðadágenglum sem flestar draugasögur á Haiti snúast um. Davis hefur skrifað bók um athuganir sínar á þessu galdrak- ukli Haitimanna. Bókin, sem ber titilinn „Naðran og regnboginn", kom út nokkrum vikum áður en mótmælaaldan reið yfír Haiti og „Baby Doc“ Duvalier forseti „til lífstíðar“ neyddist til að flýja land. - Þar sem bókin er meir frásögn af athugun á þjóðháttum og þjóðmenningu heldur en könn- un á stjórnmálaástandi, þá hefur bókarhöfundur sniðgengið stjórn- arhættina og harðstjórn Duvaliers. Wade Davis er meðal þeirra sem fréttamenn hafa tekið tali í kjölfar umbrotanna á Haiti í leit að skýr- ingum á umrótinu. Hann segir að „Papa Doc“, sem í reyndinni var læknir, hafi - þegar hann tók við völdum 1957 eftir Paul Magloire hershöfðingja - reynt að draga úr valdaáhrifum múlattanna á eynni og hafi mjög stigið í vænginn við frammámanneskjur í voodoo- menningunni. Þótt „Papa Doc“ hafi síðasta valdaár sitt keppst við að treysta grunninn fyrir valda- töku sonarins og séð til þess að hann yrði einnig gerður að „forseta til lífstíðar", þá hafði nítján ára Kuml úr fjöldagröf sem fundist hefur utan við Port-au-Prince og er talin hafa verið leynigrafreitur Tonton Macoute (draugamannanna), hinnar ægilegu leyniiögreglu sem Duvalierarnir byggðu valdatök sín á. unglingurinn ekki ítök föðurins meðal hins frumstæða íbúahluta. Þar á ofan styggði hann ýmsa af bakherjum „Papa Doc“ með því að kvænast múlattastúlku, Michele að nafni. „I ýmsu tilliti var það hjónaband tákn fyrir sættir milli múlattanna og hinnar nýrri valdaklíku Duvali- ers. En um leið voru fólgin í því svik við fyrri samfélagsskiptingu,“ segir Davis. „Eftir það má segja, að hvert árið í valdatíð „Baby Docs“ hafi verið keyptur frestur.“ Hitti zombia í eigin persónu Fyrra grúsk Wade Davis hefur teymt hann til Amazon í Suður- Ameríku og Andesfjalla. Sömuleið- is skógaróbyggðirnar í Norður- Kanada. Ekkert af því gat samt búið hann undir verkefnið, sem hann tók sér fyrir hendur fyrir nokkrum árum. Nefnilega að rannsaka hvað hæft væri í frásögn- um af því að læknar á Haiti hefðu fundið tvo ósvikna zombía. Mannfræðingar og Davis nota orðið „voudoun" yfir andakuklið og taka það fram yfir „voodoo", eftir að Hollywood hefur klæmst á því í gegnum árin með í huga vaxbrúður gegnumstungnar prjón- um. Davis kallar þetta hin „litríku trúarbrögð Haiti þjóðahátta“. - í eldra viðtali, sem birtist þegar bók hans kom út, lýsti Davis ferðum sínum um Haiti þvert og endilangt í fjögur ár, heimsóknum sínum til „Hounfour" (voodoo-hofanna), þar sem Haitibúar dönsuðu fyrir and- ana, haldnir öndum sjálfir. Upp- hafspunktur hans var ævi, dauði og seinni ævi manns sem hét Cla- irvius Narcisse, að því er Davis segir sjálfur frá. Árið 1962 undirritaði bandarísk- ur læknir við sjúkrahús eitt á Haiti dánarvottorð Narcisse þessa, sem var blökkumaður. En átján árum síðar var gengið fram á gamla manninn þar sem hann viðutan ráfaði um dreifbýlið. Narcisse kunni frá því að segja að hann hefði verið særður upp úr gröf sinni, barinn og sljóvgaður með lyfjum og þrælkaður. Ör, sem hann bar á kinninni, sagðist hann hafa fengið af einum líkkistunaglanum. James Bond-eitur á Haiti Erindi Davis í „framlínu dauð- ans“, eins og hann kallaði það, var að komast yfir og sundurgreina f U / Faðir og sonur þegar allt lék i lyndi enda hafði faðirinn, „Papa Doc“ lag á að halda góðum samböndum við voodoo-menningu Haiti og hélt fyrri valdastétt, múlöttunum, í skefjum. - „Baby Doc“ braut af sér þegar hann kvæntist Michele, múlattastúlku. zombía-eitur. Það sóttist honunm lygilega létt og tók aðeins fáar vikur. - Sumt af því samsulli var svo sem nógu alvanaleg efni og auðfinnanleg í hverjum grafreit. Annað voru froskar, ormar og hita- beltisplöntur. En lykilefnið, sem fannst við efnagreiningar á rann- sóknarstofum, kom úr hinum ban- eitraða blöðrufiski eða blásturs- físki. Blöðrufiskur er ekki óþekkt eit- ur. Höfundur James Bond gerði það heiminum kunnugt þegar hann kom 007 milli heims og helju af einum dropa þessa eiturs sem roðið hafði verið á lítið hnífsblað. - Vitað er að Japanir kunna að tiireiða biöðrufiskinn svo að þeir geti notið hans sem hnossgætis. Elia væri hætt við slysum. „í Japan er fórnarlamb blöðru- fiskseitrunar einfalt slysatilvik," segir Davis. „Á Haiti var fórnar- iambið kallað zombie. Mig langaði að vita hvers vegna.“ Hann komst að raun um að blöðrufiskeitrun var oft banvæn. En í einhverjum tilvikum var það bara svo að hún „virtist" banvæn. Eitrunin veldur lömun og hægir svo á efnaskiptum líkamans að fómardýrið virðist tæknilega séð steindautt. Vann sér traust særingar- meistaranna Svo virðist sem Narcisse hafi orðið fyrir eitrun. Hann veiktist og „dó“. Var hann jarðsettur lif- andi en síðan vakinn upp úr gröf sinni með voodoo-kukli, á honum lumbrað rækilega og honum byriað lyf úr jurt sem á Haiti er kölluð „gúrka zombianna“. - Kuklathöfn- inni lauk með því að Narcisse var rúinn því sem kalla mætti sjálf- stæðan eigin vilja. Með því að vinna sér traust „ho- ungan“ og „bokor", sem eru voudo- un-prestar og særingameistarar, þá leyfðist Davis að vera viðstaddur ýmsar leyniathafnir þeirra. Af þeim skildist honum að innan „voudo- un“ væri ekkert tilviljunum háð, engin slys. - „Bokor" deilir ekki út eitri af handahófi. Þegar einhver er gerður að zombia þá er það útdeiling refsingar, rétt eins og dauðarefsingin í annarri siðmenn- ingu, og kemur því aðeins til fram- kvæmdar að voodoo-söfnuðurinn hafi lagt yfir það blessun sína. Narcisse hafði dregist inn í fjöl- skyiduværingar, landaerjur og hafði í augum særingarmeistar- anna verðskuldað zombia-örlög sín. - „Víst er það ófagurt," segir Davis. „En það er dauðarefsingin einnig." Forsetakosningar í Portugal á sunnudag: AMARAL^SoaREs? Frá vinstri: Mario Soares, fyrrum forsætisráðherra og gamalkunnur leiðtogi sósíalista, og Freitas Do Amaral, frambjóðandi hægrimanna í forsetakosningunum á sunnudag. Báðir ætla frambjóðendurnir að berjast fyrir auknu jafnvægi í þjóðarbúskap Portúgal á kjörtímabili sínu, en þá greinir á um leiðirnar. Portúgalir ganga að kjörborðinu á sunnu- dag og kjósa sér forseta, fyrsta forseta lands- ins sem kosinn er úr röðum almennra borgara í 60 ár. Forkosningar fóru fram í lok janúar síðast- liðinn um hvaða tvo frambjóðendur skyldi kjósa á sunnudag. Hægrimaðurinn Diogo Freitas Do Amaral og gamalkunnur leiðtogi sósíalista, Mario Soares, sigruðu í forkosn- ingunum með nokkrum yfirburðum, unnu auðvelda sigra á tveim róttækum frambjóð- endum vinstrimanna. Afnám kreppu og stjórnmálaóvissu Amaral og Soares boða báðir aukið j afnvægi og minnkandi sveiflur í þjóðarbúskap Portú- gala á næstu árum í kosningaboðskap sínum en þá greinir á um leiðimar. Báðir frambjóðendur eru sammála um mikilvægi þess fyrir Portúgal að ná sér upp úr lægð efnahagskreppu og stjómmálaóvissu er einkennt hefur daglegt líf í landinu í þau tólf ár sem liðin em frá því lýðræði var endur- reist árið 1974. Forseti Portúgal hefur takmarkað valdsvið samkvæmt stjómarskránni en getur þó haft töluverð áhrif. Fyrsti óbreytti borgarinn forseti í 60 ár Forsetinn getur meðal annars leyst upp þingið ef hann telur stofnanir lýðræðis í hættu og hann hefur vald til að tefja af- greiðslu umdeildra lagafrumvarpa. Innganga Portúgal í Efnahagsbandalagið í byrjun janúar og sú staðreynd að væntanleg- ur forseti verður úr röðum óbreyttrá borgara í fyrsta sinn í 60 ár er túlkað af frambjóðend- um sem teikn um að Portúgal sé að öðlast sess sem alvöru lýðræðisríki á meðal ríkja Vestur-Evrópu eftir óvissutíð margra áratuga herforingj astj ómar. „Draumur okkar allra um nútímalegra og evrópskara Portúgal er innan seilingar. Það er orðið tímabært," sagði Amaral sigri hrós- andi eftir að hafa fengið flest atkvæði i for- kosningunum. „Byltingin 25. apríl 1974 færði okkur lýð- ræði og frið en hins vegar ekki nóga hagsæld, við viljum meira að bíta og brenna.... eftir þessar kosningar verður ekkert hið sama,“ segir Soares, leiðtogi sósíalista og forsætis- ráðherra í þrem af sextán ríkisstjórnum er myndaðar hafa verið í Portúgal frá því lýð- ræði var endurreist. Líkur á tvísýnum kosningum Frambjóðendumir eru sammála um hvaða vandamál það em sem hrjá Portúgal hvað mest, en það er fátt annað sem sameinar þá. Soares kveðst í kosningabaráttu sinni vera fulltrúi fyrir lýðræðissinnaða jafnaðar- og vinstrimenn sem verið hafa í sókn í Portúgal frá 1974. Amaral er aftur á móti studdur af hægri sinnuðum flokki kristilegra demókrata og sterkum öflum innan flokks sósíaldemókrata er nú fer með völd í Portúgal. Amaral fékk yfir 46 prósent atkvæða í fyrstu umferð kosninganna á meðan Soares fékk aðeins 25 prósent. Amaral tókst aftur á móti ekki að fá þau 50 prósent atkvæða er tilskilin voru til að ná kosningu strax. Auðveldur sigur Amaral í fyrstu umferð byggðist fyrst og fremst á klofningi vinstri aflanna, er dreifðu sér á þrjá frambjóðendur, meðan hægri menn fylktu sér um einn. Nú hafa kommúnistar og aðrar fylkingar vinstri- manna ákveðið að styðja Soares í kosningun- um á sunnudag og því allar líkur á að mjótt verði á mununum. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Hannes Heimisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.