Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1986, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1986, Page 3
DV. FÖSTUDAGUR14. FEBRÚAR1986. 3 Frettir Fréttir Fréttir Fréttir Skeiðvöllurinn í Víðidal var ekki til kappreiða í gær eins og sjá má. Þarna varalltaðþvíhægtaðsundríða. DV-myndirKAE. ÖLDUROT A SKEWVEUI Skeiðvöllurinn í Víðidal var ekki til útreiða í gær. Eftir ofvöxtinn, sem hljóp í Elliðaárnar í fyrrinótt með viðeigandinn flóðum sem grófu í sundur götur og færðu flest úr lagi, hvarflaði víst ekki að neinum að halda þar kappreiðar næstu dagana. Nema ef væri í sundréið. Eða eins og einn hestamaðurinn orðaði það í gær: „Ég hélt d tímabili að Skjóni minn þyrfti kút.“ Það varð þó ekki úr. Hesthúsin í Víðidalnum stóðu af sér strauminn og er leið á gærdaginn sjatnaði í ánni og allt stefndi í eðlilegt horf. Hrossin stóðu stillt á básum sínum á meðan bæjarstarfsmenn unnu að lagfæringum á umhverfinu, vinnu- vélar á kafi í vatni og ísdrönglar við hlöðugafla. Töluvert verk verður að gera við vegaskemmdir í Víðidalnum en brýr stóðu af sér strauminn líkt og þær hafa gert í öllum fyrri flóðum. Skeið- völlurinn ætti að vera orðinn þurr um hvítasunnuna þegar Fáksmenn hleypa hestum sínum í kapp. Það er ekki enn farið að keppa í sundreið. Bjarni Felixson. íþróttaþátturinn gjörbreytist með reglugerð Sverris Hermannssonar. Bjarni Felixson ívanda vegna reglugerðar Sverris: Bannað að sýna erlendaríþróttir með sama hætti Enska knattspyrnan, sú sem ekki er sýnd beint, bandaríski körfu- boltinn og erlent golf eru meðal þess efnis sem ekki má lengur sýna í íþróttaþáttum sjónvarpsins með sama hætti og verið hefur í gegnum árin. Er það vegna nýútkominnar reglugerðar Svems Hermannsson- ar menntamálaráðherra. Bjarni Felixson, íþróttafrétta- maður sjónvarps, gerir ráð fyrir að þetta efni muni að mestu leggjast af í sjónvarpinu. I reglugerð Sverris segir: „Efni á erlendu máli, sem sýnt er í sjónvarpi, ska! jafnan fylgja íslenskt tal eða neðanmálstexti á íslensku, eftir þvi sem við á hverju sinni. Það skal þó ekki eiga við, þegar i hlut eiga erlendir söngtext- ar eða þegar dreift er viðstöðulaust um gervihnött og móttökustöð fréttum eða dagskrárefni, er sýnir atburði, sem gerast í sömu andrá. I síðastgreindu tilviki skal að jafh- aði fylgja kynning eða endursögn þular. „Ég mun ræða við Markús Örn útvarpsstjóra um þetta,“ sagði Bjarni Felixson. „Enska knattspyrnan leggst af nema beinar útsendingar ef þetta á að gilda. Það þýðir ekkert að vera að tala ofan í svona. Það er alveg gefið mál. Það er bara eyðilegging á efni. Bandaríski körfuboltinn fer sömu leið ef þetta stendur. Það þýðir ekkert að vera að kjafta í kapp við tvo eða þrjá þuli. Golfið hverfur einnig að mestu leyti. Ég fæ send prógrömm með blön- duðu hljóði. Éf það á að reyna að ná þulunum út og ég að tala inn á hverfa hróp áhorfenda með. Öll stemmning myndi hverfa um leið. Það þýðir ekkert að texta svona. Það er út í hött. Svona lýsingar eru aðallega upptalning á nöfnum. Þulir lýsa því hver sé með boltann," sagði Bjarni Felixson. -KMU Ráshliðin eru vön að standa á þurru með frýsandi veðhlaupahesta sem bíða þess eins að hliðin opnist. I gær runnu Elliðaárnar þar í gegn. Sakamálamynd Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum. Sagan hefst í Beverly Hills árið 1973. Hope Masters, 32 ára fráskilin 3 barna móðir, verður ástfangin af hinum auðuga Richard Morgan. Á sama tíma er lögregla að nafni Swalswell að leita uppi geðveikan strokufanga, Dr. Jordan Williams, sem læst vera fréttaritari. Williams kemur til búgarðsins þar sem Hope og Richard eyða helginni, þar drepur hann Richard og nauðgar Hcjpe en það er aðeins byrjunin á undarlegri sögu. Aðalhlutverk: Cheryl Ladd - Sam Elliot Alexis Smith - Fritz Weaver Granville Van Dusen Executive Produecers Malcolm Stuart og Mace Neufeld Produced by Richard L. O’Connor Directed by Delbert Mann ERGVIKsf vill mirina á „A death in California“, 1. og 2. hluta, sem fæst á flestum videoleigum. Myndin hefur fengið frábæra dóma hérlendis. Bergvík sf., videodeild, s. 79966.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.