Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1986, Síða 11
DV. FÖSTUDAGUR14. FEBRÚAR1986.
11
Viðtaiið Viðtalið Viðtalið
„Ritvélin og
reykurinn ímynd
blaðamannsins”
„Ég lá í flensu einn góðan miðviku-
dag þegar hringt var og ég beðinn
að vera þriðji maðurinn í þættinum
Á líðandi stundu. Þetta kom mér
mjög á óvart en ég sló til. Maður
er búinn að skrifa ótal pistla um
sjónvarpsdagskrána, gagnrýnt
hana og fjallað um hvað hefði mátt
fara betur. Ég gat ekki hafnað
þessu. Daginn eftir var ég byrjað-
ur,“ sagði hin 25 ára gamli Sig-
mundur Ernir Rúnarsson sem
verið hefur blaðamaður um langa
hríð og er nú orðinn ein af aðal-
stjörnunum í sjónvarpinu.
Sigmundur Ernir er fæddur á
Akureyri og er stúdent frá Mennta-
skólanum þar i bæ. Sigmundur
fæddist með blaðamanninn í blóð-
inu, hóf ungur að fikta við skriftir.
Tvær ljóðabækur hafa komið út
eftir hann, sú fyrri 1980 og heitir
Kringumstæður en sú síðari 1983
og nefnist Óstaðfest ljóð.
„Á við 30 ára kúrs að starfa
við Helgarblað DV
Vorið 1981 réð hann sig á gamla
Vísi. Er Vísir og Dagblaðið samein-
uðust varð hann blaðamaður hjá
DV. „Ég var með Helgarblað DV í
a.m.k. tvö ár. Það var æðisleg
vinna, á við 30 ára kúrs í blaða-
mennsku en árin á helgarblaðinu
gerðu mig að þeim blaðamanni sem
égerídag.“
Haustið 1984 hóf Sigmundur störf
á Helgarpóstinum sem er allt önnur
Ella að sögn Sigmundar.„Þar er
meira kommúnulíf á ritstjórninni
og meira svigrúm fyrir einstaka
blaðamenn.
f blaðamennsku fær maður hug-
mynd, kemur henni strax á blað,
hendir því til útlitsteiknaranna og
þar með er málið búið. í sjónvarp-
inu fær maður líka hugmynd en
framkvæmdin getur ekki orðið fyrr
en nokkrum dögum seinna. Það
þarf að panta allt tæknilið með
fyrirvara. Svo loksins þegar fram-
kvæma á hugmyndina þá er maður
kannski orðinn afhuga henni.
Maður verður örugglega yfirveg-
aðri með svona vinnubrögðum."
Þyngdist um 10 kíló eftir
reykingastoppið
Þeir sem hafa séð Sigmund Erni
í sjónvarpinu geta varla haldið því
fram að hann sé feitur. „Samt hef
ég þyngst um 10 kíló eftir að ég
gifti mig í ágúst og hætti að reykja.
Ég gaf nefnilega konunni minni í
morgungjöf loforð um það að ég
skyldi hætta að reykja. Maður
getur ekki tekið gjöf til baka, svo
ég stend mig í stykkinu."
Sigmundur er giftur Báru Aðal-
steinsdóttur þroskaþjálfa og eiga
þau 1 ár gamla dóttur, Eydísi Eddu.
Sigmundur gerði fleira á síðasta
ári en gifta sig, hann keypti sér hús
við Hallveigarstíg og hyggst gera
það upp í sínum stíl.
Er kvikmyndafrik
Aðaláhugamál Sigmundar fyrir
utan kvikmyndir eru skriftir.
Uppáhaldsstellingin hans var að
sitja fyrir framan ritvélina með
iðandi reykinn upp úr öskubakk-
anum og svo hulinn reykjarmekki
að ekki sást nema móta fyrir útlín-
um á líkama hans.
„Ég er búinn að vera ómögulegur
maður síðan ég hætti að reykja,
blaðamannsímyndin horfin. En ég
hef komið mér upp öðrum kæk, sem
er að núa saman höndunum í gríð
ogerg.
Geðþekkasta kvikmynd af þeim
aragrúa mynda sem Sigmundur
hefur séð er danska myndin Zappa
eftir Nils Malmros. „Annars hef ég
-séð ótal góðra kvikmynda. Ég hef
yndi af þeim.“
Aðeins helmingurinn af blaðamannsímyndinni eftir, eða ritvélin. Sigmundur er hættur að reykja og nýr saman
höndunum af krafti í staðinn, 10 kílóum þyngri. DV-mynd KAE.
Vinnslusalurinn hefur verið endurnýjaður. Þar hefur m.a. verið komið fyrir
nýju tölvustýrðu vinnslukerfi. Myndin er frá vígsluathöfn sem haldin var við
það tækifæri.
Þorlákshöfn:
VINNA í MEITLINUM
í FULLAN GANG
Frá Einari Gíslasyni, fréttaritara DV
í Þorlákshöfn:
Vinna í frystihúsi Meitilsins í
Þorlákshöfh er nú komin í fullan
gang en hún hafði legið niðri um
alllangt skeið eða frá 20. desember
sl. Ástæðan var íyrst og fremst sú
að verið var að lagfæra báða togar-
ana, Jón Vídalín og Þorlák.
Að sögn Snorra Snorrasonar yfir-
verkstjóra drógust viðgerðir á skip-
unum fram úr áætlun en ráðgert
hafði verið að þeim lyki það fljótt
að vinna gæti hafist fljótlega upp úr
áramótum. Hún hófst þó ekki fyrr
en 4. febrúar sl.
Snorri sagði að nú væri allt komið
í fullan gang. Hefðu togararnir
komið með samtals 280 tonn úr fyrstu
veiðiferðinni. Einnig væri verið að
taka á móti fyrstu loðnunni en fyrir-
hugað væri að frysta eitthvert magn
í vetur.
Hjá Meitlinum starfa nú 280 manns
þegar allt er talið, bæði til sjós og
lands. Taldi Snorri ekki ganga veru-
lega illa að fá mannskap í fiskvinnsl-
una en verið væri að gera tilraun
með að sækja fólk í nágrannabyggð-
arlögin Selfoss og Hveragerði með
rútubíl á vegum fyrirtækisins. Hefði
það skilað misjöfnum árangri en
lofaði nú aftur á móti góðu því þáttt-
aka væri talsverð í byrjun vertíðar.
Snorri Snorrason yfirverkstjóri
DV-myndir Einar.
Væru bundnar vonir við að fólk af
Árborgarsvæðinu kæmi til með að
nýta sér þessa nýju þjónustu er
Meitillinn býður nú upp á og losni
þá jafnframt við það amstur að þurfa
að flytja inn erlent vinnuafl.
Flugumf erðarstjórar sáttir
Matthíasi Bjarnasyni samgöngu-
ráðherra og Birgi Guðjónssyni,
deildarstjóra hans, virðist hafa tekist
að höggva á hnút þann sem deila
flugumferðarstjóra við Pétur Einars-
son flugmálastjóra var komin í.
„Við erum búnir að fá þær leiðrétt-
ingar sem við töldum þörf á,“ sagði
Jón Árni Þórisson, stjórnarmaður í
félagi flugumferðarstjóra.
Flugumferðarstjórar koma saman
til félagsfundar á morgun, laugar-
dag.
„Ég vonast til að þetta verði sam-
þykkt á fundinum. Eftir er þó að
ganga frá smáformsatriðum,“ sagði
Jón Árni.
Samkvæmt samkomulaginu verða
vaktstjórastöður, sem flugmálastjóri
hafði ráðið í, auglýstar að nýju.
Ráðherra mun skipa í þær. Enn-
fremur hefur ráðherrann afturkallað
áminningarbréf.
„Það kemur enginn sigurvegari út
úr svona máli. Það tapa allir,“ sagði
Guðlaugur Kristinsson, formaður
samninganefndar flugumferðar-
stjóra: -KMU
. . WÉfc