Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1986, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1986, Síða 16
16 DV. FÖSTUDAGUR14. FEBRÚAR1986. Þorbjörg Gísladóttir, vinnur í Breið- holtsskóla: Ég get ekki dæmt um það en kennarar eiga absolut að fá hærra kaup. Ég vona að þessar aðgerðir hafi áhrif. Anna Hermannsdóttir nemi: Jú, jú, þær eiga rétt á sér. Ég held að kaupið hjá þeim megi alveg hækka aðeins en í fyrsta lagi þarf að leiðrétta þessi fimmprósent. Soffia Guðjónsdóttir ellilifeyrisþegi: Er ekki verið að leysa þetta? Kenn- arar verða að íylgja öðrum stéttum óg fá laun samkvæmt menntun. Ég er ekki á móti því að þeir fái laun sambærileg við BHM og BSRB. Agnes Benediktsdóttir nemi: Ég veit ekki hversu alvarlegt það er þó þeir leggi niður vinnu en mér finnst að þeir ættu að fá hærra kaup. var ekki hneyksli Sjónvarpsáhorfandi skrifar: Ekki finnst mér mikið að Stuð- menn skuli fá 350 þúsund fyrir ballið á gamlárskvöld. Fólki finnst það mikið að fá þá peninga fyrir að spila i aðeins tvo klukkutíma. Það gleym- ir að hugsa út í undirbúninginn. Hljómsveit skreppur ekki inn í sjón- varpssal og leikur fyrir dansi. Fyrir svona dansleik hlýtur að vera ógur- legur undirbúningur. Þó að hljóm- sveitin hafi ekki samið lögin sérstak- lega fyrir dansleikinn þurfti hún samt að æfa lögin og margt fleira kemur líka inn í dæmið. Ég vil líka benda Dagfara á að Stuðmenn eru 7 en ekki 5 og því fær hver 50 þúsund en ekki 70. Það munar um 20 þúsund. „Fyrir svona dansleik hlýtur að vera ógurlegur undirbúningur.“ Einn við skjáinn kennir þessum dansleik um það að beinu útsending- amar frá Englandi séu að hætta. Annað eins mátti nú missa sig. Hvað er svona merkilegt við enskan fót- bolta? Ekki neitt! Ég vil bara þakka Hrafni og kolleg- um fyrir það að sjónvarpið sé nú loks að verða almennilegt. Ég vil líka svara þessum íslendingi sem skrifar um íslenskan texta. Hann segir orð- rétt: „íslenskir „menningarvitar" eru enn á ferð, mestmegnis kommún- istar og gamlir einangrunarsinnar og nýir í bland.“ Ertu, íslendingur, að gefa í skyn að kommúnistar ráði einhverju um þetta efni? Eftir því sem ég best veit ráða frjálslyndir þessu þjóðfélagi og þú skalt ekki alhæfa neitt um það sem þú ert ekki klár á. Óþarfa áhyggjur af útvarpinu „Ég get fullvissað hann um að rekstur Ríkisútvarpsins árið 1985 var í góðu jafnvægi.“ Markús Örn Antonsson skrifar: Bréfritari sem kallar sig „Fyrrver- andi fiskimann“ skrifar í DV sl. þriðjudag og stendur sýnilega í þeim misskilningi að bygging útvarps- hússins nýja hafi verið fjármögnuð með framlögum úr ríkissjóði og stofnunin hafi farið fram á meira af slíku á fjárlögum 1986. Því er til að svara að ekki hefur runnið ein einasta króna úr ríkis- sjóði til þessarar byggingar og engar óskir hafa verið fram settar um slík framlög. Samkvæmt lögum renna 10% af brúttótekjum Ríkisútvarps- ins í framkvæmdasjóð, sem fjár- magnar byggingu útvarpshúss. Til þessa hefur ekkert lán verið tekið til byggingarinnar. Hún er hins vegar komin á það stig nú, að æskilegt og hagkvæmt þykir að stefha að flutn- ingi útvarpsins í nýja húsið um næstu áramót. Með því yrði losuð 2 1/2 hæð í húsi stofnana sjávarútvegs- ins við Skúlagötu en þar hefur út- varpið verið til húsa í leiguhúsnæði í nærri 30 ár. Stefnt er -að flutningi sjónvarpsins ári síðar og þá um leið sölu á húsi þess við Laugaveg. Ríkisútvarpið hefur farið fram á heimild til að taka lán svo að unnt yrði að ná þessum markmiðum. Framkvæmdasjóðurinn myndi end- urgreiða lánin á nokkrum næstu árum. Um fjárveitingu úr ríkissjóði hefur aldrei verið rætt. „Fyrrverandi fiskimaður” hefur nokkrar áhyggjur af rekstrarafkomu Ríkisútvarpsins. Ég get fullvissað hann um að rekstur Ríkisútvarpsins árið 1985 var í góðu jafnvægi. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri. sem almenningur hefúr stundað lengi. Einnig langar mig til að benda „Gambra" á það að til dæmis göngu- túrar eru hollir og slæmt getur það verið heilsu fólks að hreyfa sig ekki neitt og hanga þess í stað of mikið yfir útvarpi, sjónvarpi og blöðum. Alfir vita nema „Gambri" að íslend- ingar hafa náð frábærum árangri á alþjóðavettvangi í handknattleik. Ann- ars væri landslið okkar ekki á leið í keppni þeirra bestu í þessari vinsælu íþróttagrein. AUt Lundareykjadalskjaft- aeði um endalaus töp landsliðs okkar, sem „Gambri" ætti að vera stoltur af, er því hið argasta raus. Þeir eru sem betur fer fair antisportisf> amir sem eftir eru í þessu landi og vonandi tekst með támanum að útrýma þeim alveg. Þó myndu íþróttaunnendur eflaust sakna lesendabréfa eins og þess sem „Gambri" lét fiá sér um daginn. Það er skondið að sjá þessi ritverk þeirra og sjaldgæfari eru þau orðin en heiðarlegar kosningar á Filippseyjum. íslendingar eru sem betur fer mikil íþróttaþjóð og yerða það örugglega um ókomnar aldir. íþróttir eru með vinsæl- asta efhi sem útvarp, sjónvarp og dag- blöð ffytja sínu fólki og minnihlutahóp- ur sá sem „Gambri“ tilheyrir verður að ballið Aramóta- Hvað finnst þér um þær að- gerðir kennara að leggja nið- ur kennslu? Ótækt raus í Gambra Brynjólfur Óskarsson, heimavinn- andi að hugsa um blómin: Þeir eru ekki hátt launaðir og ég stend með þeim. Þeir eiga skilið að fá hærri laun og ég held að þetta ýti undir. Brynjar Kristjánsson nemi: Mér finnst ekkert um þær en þeir mega fá aðeins hærri laun. Stefan Kristjánsson skrifar: Ég vil endifega hvetja sem flesta til að berja augum eitt skrítnasta lesenda- bréf sem birst hefur í lesendadálkum dagblaðanna um langt skeið. Umrætt bréf birtist í lesendadálki DV þann 12. febrúar sl. og er skrifað undir dulnefiúnu „Gambri" enda ekki fiuða að nokkur maður þori að skrifa slíkt bull undir fúllu nafiú. í umræddu bréfi, sem í fljótu bragði virðist vera skrifað af fúllorðinni kven- rembu, staglast „Gambri“ á því að hann fai bara engan frið fyrir endalausu íþróttarausi í fjölmiðlum. Sýknt og heil- agt sé dagskrá ríkisfjölmiðlanna rofin með „þessum aumkunarverðu skrípal- átum fúllorðinna karlmanna," segir,,- Gambri". „Gambri“ veit greinifega ekki að það eru þúsundir kvenna um allt land og eflaust tugþúsundir sem daglega stunda íþróttír. Og minna má á að á annað hundrað þúsund Islendingar stunda íþróttir af einhverju tagi. Ekki virðist „Gambri" heldur gera sér grein fyrir því að auðvelt er að velja sér annað efhi í fjölmiðlum en íþróttir, til dæmis í út- varpinu, sérstaklega eftír að rásum fjölgaði. Svo er mikið til af góðum myndböndum og bíóferðir er nokkuð „íslendingar eru sem betur fer mikil iþróttaþjóð og verða það örugglega um ókomn- araldir.“ gera svo vel að sætta sig við þá stað- felum og leyfðu forvitnum lesendum DV reynd. Að lokum, „Gambri“: Komdu úr að vita hver þú ert Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Spurningin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.