Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1986, Blaðsíða 30
42
DV. FÖSTUDAGUR14. FEBRÚAR1986.
®*TFV>*
SMELLUR VIKUNNAR
BELOUIS SOME-
IMAGINATION (EMI)
Það þarf ekkert sérstakt
hugmyndaflug til að falla
fyrir þessu lagi; hér er allt á
hreinu; góð melódía,
skemmtilegur taktur, góður
söngur og seiðandi saxi.
Gógó-stelpurnar eru líka á
sínum stað. Hvað vilja menn
meira?
AÐRAR GOÐAR
TALK TALK - LIFE’S
WHAT YOU MAKEIT (EMI)
Þetta er soldið sérstakt lag,
ekki beint hugljúft en festist
samt án vandræða. Einföld
laglína, áberandi trommur.
Einfalt og gott. Ég hef ein-
faldan smekk - vel aðeins
það besta, sagði maðurinn.
Gott.
JAMES BROWN - LIVING IN
AMERICA (SCOTTI BROT-
HERS)
Allt er sextugum stætt;
gamli soul- og fönkkóngur-
inn James Brown hefur engu
gleymt, gólar hér í kapp við
saxann á meðan Rocky lem-
ur Rússann eins og harðfisk.
Ekta smellur, sérstaklega
þar sem verið er að sýna
Rocky.
AÐRAR LAKARI
THE DAMNED - ELOUISE
(MGA)
Gömlu pönkaramir eru enn
við ágæta heilsu; kraftmikið
lag eins og við var að búast.
Tólftomman dáldið ruglings-
leg, sjötomman eflaust betri.
Líklega spennandi.
ROBERT TEPPER-
NO EASYWAYOUT
(SCOTTI BROTHERS)
Meira Rocky. Tepper fyrr-
verandi og jafhvel núverandi
guðspjallarokkari. Dúndur
iðnaðarrokk með ágætri
melódíu, ósköp gelt.
STEPHAN DUFFY-
ILOVE YOU (10 RECORDS)
Rásarvinurinn Stephan
Duffy ansi ólíkur sjálfum
sér; hugljúfu lögin henta
honum betur, vonlaus smell-
ur.
LITTLE STEVEN -
OUT OF DARKNESS (EMI)
Stebbi litli, þótt þú spilir á
gítar með honum Brúsa
þarftu ekki að herma allt
eftir honum. Hann getui
sungið en þú ekki. Aftur á
byrj unarreitinn.
-SþS-
|sTEVIENICKS-nOCKALimE| ^MIRELLE MATHIEU-LA DEMOISELLE LORLÉANsJj
HvorkifugI
né fískur
Ekki veit ég fyrir víst hvort hljóm-
sveitin Fleetwood Mac er endanlega
öll, meðlimirnir eru að sönnu vinn-
andi hver í sínu horni. Þessi vinnu-
brögð hafa reyndar viðgengist innan
hljómsveitarinnar áður svo þess
vegna er ekki loku fyrir það skotið
að við eigum enn eftir að heyra meira
frá þeirri ágætu hljómsveit Fleet-
wood Mac.
• A meðan verðum við að láta okkur
nægja prívatplötur liðsmanna en
síðasta viðbótin í það safn kom út
nú fyrir skemmstu; sólóplata Stevie
Nicks, Rock A Little.
A þessari plötu eru tólf lög, velflest
eftir söngkonuna sjálfa. Hljóðfæra-
leikarar eru margir þekktustu ses-
sionmenn Bandaríkjanna og má
nefna þá Kenny Edwards, Danny
Kortchmar, Bob Glaub, Mike Land-
au, Waddy Wachtel, Greg Phillinga-
nes og Russ Kunkel í því sambandi.
Allt er þetta gott og blessað fólk
enda hvergi snurða á vinnu þess á
plötunni. Hins vegar vantar það sem
við á að éta, það er að segja fram-
bærilegar tónsmíðar.
Ef frá eru talin örfá lög á plötunni
er hún meðalmennskugripur frá
byrjun til enda. Þau lög sem standa
eitthvað upp úr eru að mínu mati I
Can’t Wait, Sister Honey og Talk
To Me. Það síðastnefnda náði fyrir
nokkru alla leið í fjórða sæti banda-
ríska vinsældalistans og verður það
að teljast gott þótt vafalaust hafi það
selst þó nokkuð bara út á nafn Stevie
Nicks.
Söngur Stevie Nicks eða öllu held-
ur rödd hennar hefur verið mikil-
vægt vörumerki bæði fyrir hana
prívat og fyrir Fleetwood Mac. Og
þessi hrjúfa rödd er enn á sínum stað,
aðeins hásari ef eitthvað er, en ansi
hreint sjarmerandi á köflum.
Ég held að þær ættu að halda sig
við rólegri lög; Stevie Nicks og rödd-
in.
-SþS-
|ÝMSIR -14 COUNTRY H(Ts|
Bestu
Eins og nafhið gefúr til kynmmniheld-
ur 14 Counöy Hits sveitalög sem hafa
orðið vinsæl á undanfömum árum. Ekki
er þó hægt að flokka öll lögin undir
hefðbundna ameríska sveitatónlist eins
og við þekkjum hana. Þótt nokkur lög
falli undir þennan flokk þá em það
fleiri lög, sérstaklega þau þekktustu,
sem em ein&ldlega dægurlög flutt af
sveitatónlistarmönnum. Má nefha lögin
sem Dolly Parton flytur, 9 to 5 og I
Will Always Love You, sem bæði em
úr kvikmyndum sem Dolly hefúr leikið
í og greinilega ætluð stærri hlustenda-
hópi en aðdáendum sveitatónlistar.
Það em fleiri þekktir söngvarar sem
em á plötu þessari, má nefha Elvis
Presley heitinn, sem syngur Guitar
Man, Ronnie Milsap sem syngur hið
fallega lag (There’s) No Gettin’ Over
Me og Waylon Jennings, sem á tvö lög
á plötunni, sem em jafhframt best
„óþekktú* laganna. Svo em aðrir
söngvarar sem eingöngu em þekktir
meðal ' sveitatónlistarunnenda. Má
nefiia Sylviu og lag hennar Nobody, sem
margir ættu að kannast við, eina
þekkta, blakka sveitasöngvarann,
Charlie Pride og Jeny Reed, sem einnig
er þekktur kvikmyndaleikari.
14 Country er ágæt úttekt á tóniist
sem kannski nýtur ekki mikiHa vin-
sælda hér á landi, en ætti samt ekki að
skaða neinn er hefúr gaman af rólegri
en um leið léttri tónlist.
HK.
Frönsk rómantík
Það er óskaplega lítið flutt inn
til landsins af plötum frá meginl-
andi Evrópu. Það er því ekki nema
von að maður verði undrandi þegar
frönsk úrvalstónlist berst manni í
hendur. La Demoiselle d’Orléans
er ný plata með þekktustu núlif-
andi dægurlagasöngkonu Frakka,
Mirelle Mathieu, og satt best að
segja er platan góð tilbreyting frá
plötum með enskum textum sem
eru allsráðandi hér. Að sjálfsögðu
er enskan það tungumál sem ráð-
andi er á Vesturlöndum enda þró-
unin í dægurlagatónlist örari í
Englandi og Bandaríkjunum en
annars staðar. Samt er það nú svo
að franskan er heillandi tungumál
og þegar Mirelle Mathieu syngur
með sinni einstöku rödd þá lætur
maður hjá líða smávæmni sem
einkennir lögin í heild.
A La Demoiselle d’Orléans, sem
hefur undirtitilinn Made In Fran-
ce, eru tíu lög sem eru flest nokkuð
róleg, þó má segja að tvö til þrjú
lög séu léttrokkuð. Því miður eru
lögin nokkuð keimlík þótt höfund-
arnir séu margir. Ekki hefur Mat-
hieu samið neitt sjálf heldur lætur
aðra um lagagerðina. Rödd Mirelle
Mathieu er mjög góð og er unun
að hlusta á hana. Ef það er einhver
söngkona sem má líkja henni við
þá er það Barbra Streisand. Þegar
Mathieu tekur sig til og keyrir upp
röddina hljómar hún ótrúlega líkt
Streisand. Aftur á móti er það
tungumálið sem skilur þær að.
Lögin eru eins og áður sagði
nokkuð keimlík þegar á heildina
er litið. Rólegustu lögin eru
kannski ívið þung og er erfitt að
melta í einu svo stóran skammt af
miklum tilfinningahita. Persónu-
lega finnst mér Mathieu best þegar
léttir aðeins á tilfinningaþungan-
um og hún steypir sér í létta dægur-
tónlist. Lög eins og Tout simple-
ment une femme og La star des
annes trente eru gott dæmi um það.
Þegar Mirelle Mathieu kom fyrst
fram á sjónarsviðið voru margir
sem sögðu að þar væri kominn
arftaki Edith Piaff og loðir sú
samlíking enn við hana. Hvað sem
því líður er Mirelle Mathieu í dag
örugglega ein besta söngkona í
Evrópu og er La Demoiselle d
Órléans fengur öllum þeim er hafa
gaman af franskri rómantík.
HK
jGRACE JONES - SLAVE TO THE RYTHM|
Margt skrafað en
minna sungið
Ætli það láti ekki nærri að Grace
Jones sé flottasta skvísan í heimi. Jú,
ég myndi segja það, ef ekki sú allra
flottasta. En nú er hún víst gengin
út og orðin kasólétt. Þau eru alveg
óviðjafnanlegt par, hún og Fargo; ég
bara get ekki lýst þeim með orðum.
Vonandi verða þau alltaf jafnvöðva-
stælt og hamingjusöm saman. Það
verður sko enginn smákroppur,
barnið þeirra! Ætli Grace haldi allt-
af áfram að gefa út plötur? Og Fargo
að slást við Sylvester Stallone sem
hann hefur ekkert i að gera? Eða
ætli þau dragi sig kannski í hlé,
kaupi sér sveitabæ í Ölpunum og
fari að rækta hænsni?
Það getur allt gerst og gagnslaust
að spyrja mig hvemig fer. En það er
margt skrafað á nýju plötunni henn-
ar Grace og þeir sem em forvitnir
ættu að leggjast undir nálina. Heyra
hvað konan hefur að segja um ömmu
sína og aðra nákomna ættingja. Það
er líka mjög spennandi að heyra
hvað öðrum finnst um Grace. Sumum
finnst nefhilega ýmislegt dálítið
skrýtið. I fyrsta skiptið sem ég hitti
hana þá bara hélt ég....ég hefði ekki
getað trúað því að hún væri svona
venjuleg að tala við.
Þessi plata er alveg meiri háttar
afhjúpun. Og lagið á henni er þræl-
gott, mjög mikill stíll yfir því, sjar-
merandi og tígulegt. Ég hefði gjam-
an viljað hafa fleiri lög en konan
verður náttúrlega að fá að tala, hún
hefur frá svo mörgu að segja. Að
maður tali nú ekki um hvað margir
hafa margt um hana að segja.
Þetta er sem sagt dálítið öðravísi
plata en plötur yfirleitt, spuming,
eins og áður segir, hvort Grace muni
halda áfram á sömu braut og segja
okkur fleiri skemmtilegar sögur af
sjálfri sér. Eða ætlar hún kannski
að taka sér penna í hönd og senda
frá sér magnaða uppvaxtarsögu fyrir
næstu jól? Mér er nokkuð sama, ég
myndi öragglega kaupa mér hvort
heldur væri bók eða plata. Þykir
býsna gaman að sögunum hennar
Jones. Já, og ég má ekki gleyma að
minnast aftur á síendurtekið lagið
Slave to the Rythm. Þetta er mjög
gott lag og það sem heitir á slettu:
töff. En það hefði óneitanlega verið
gaman að hafa fleiri lög á plötunni.
í guðanna bænum, hugsið þið
málið vel áður en þið kaupið þessa
plötu: Sumir gætu orðið ægilega
spældir. En ég fékk hana ókeypis og
læt mér vel líka. Bíð spenntur eftir
að heyra frá Grace Jones aftur. Hún
er bölvað kvikindi að vera bara með
eitt. lag á boðstólum, eitt lag og
r.okkra takta. Þetta gengur nefni-
lega allt út á taktinn. Slave to the
Rythm. Huh uh... huh uh... huh!
Svona er platan. - JSÞ
POPP-
SMÆLKI
Sæl nú! . . . Þeir voru ekki
mjög til fyrirmyndar fyrir
breskt popp á dögunum, liðs-
menn Fine Young Cannibals.
Þeir voru þátttakendur ásamt
Matt Bianco, Jennifer Rush
og fleirum i söngvakeppni í
Frakklandi sem var send beint
út. Þegar tilkynnt var að Matt
Bianco hefði unnið keppnina
sté söngvari hljómsveitarinn-
ar, Mark Reilly, upp á sviðið
til að taka við verðlaununum.
Og þar sem hann var að veita
þeim viðtöku kom Andy Cox,
gitarleikari FineYoung
Cannibals, gerði sér lítið fyrir
og sturtaði úr tveimur jógúrt-
dósum yfir aumingja Mark
Reilly. Hann brást við af hörku
og sparkaði duglega í Cox og
siðan hófust miklar ryskingar.
Þær voru auðvitað stöðvaðar
hið snarasta enda stóð yfir
bein útsending eins og áður
sagði. .. Það er ekki tekið
út með sældinni að verða
frægur og því hafa norsku
guttarnir i A-Ha fengið að
kynnast að undanförnu. Hér á
dögunum þurftu þ^ir á lög-
regluaðstoð að halda til að
komast úr klóm óðra aðdá-
enda í London, aðallega
stúikna, ungra að árum ...
íslandsvinurinn Stephan A.J.
Duffy er nú aftur kominn á
kreik með nýju ári og hefur
sent frá sér glænýja smáskífu
með lagi sem heitir þvi fagra
nafni I Love You .. . Gamla
ELO er risin upp frá dauðum
og eins og góðri hljómsveit
sæmir ætlar hún að hefja nýja
ferilinn á góögerðartónleik-
um .. . Um síðustu helgi fór
fram með pomp og pragt í
Lundúnum afhending verð-
launa breska tónlistariðnað-
arins fyrir árið 1985. Besti
rokktónlistarmaður ársins var
kjörinn Bruce nokkur
Springsteen en Phil Collins
var talinn fremstur meðal
breskra rokkara. Plata hans,
No Jacket Required, var enn-
fremur valin besta plata sið-
asta árs. Dire Straits hlaut
titilinn besta rokkhljómsveit
ársins og smáskifa hennar,
Money For Nothing, var valin
besta smáskifa ársins ásamt
smáskifu Tears For Fears,
Everybody Wants To Rule The
World ... Eftir rúman mánuð
verðurfrumsýnd í Lundúnum
kvikmynd sem beðið er með
mikilli eftirvæntingu. Myndin
heitir Absolute Beginners og
meðal leikara eru David
Bowie, Patsy Kensit, Ray
Davis, Lionel Blairog James
Fox. Tónlistin í inyndinni er
eftir David Bowie, Ray Davis,
Sade, Paul Weller og fleiri. ..
það var ekki fleira.
-SþS-
\