Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1986, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1986, Blaðsíða 32
44 DV. FÖSTUDAGUR14. FEBRÚAR1986. Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Þarna syngja þeir Lárus Loftsson og Alli Rúts fyrir Ellert B. Schram, líklega nýjustu gluntana. Þrír Fjölnismenn, Þórir Jensen, Svanur Þór Vilhjálmsson og Brynjar Franzson, fá sér bita. Fjölnismaðurinn Wolfgang Stross með gesti sínum, Stefáni Edelstein, og öðrum gestum við kjötkatlana. „Batinn er að mmnsta kosti þessi.“ Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra var aðalræðumaður á villibráðarkvöldinu og talaði mest um fingurmein og fótamein. Ágúst Einarsson, einnig gestur, til vinstri. Sigurður E. Guðmundsson, gestur, reiðubúinn til viðskipta við þessa léttklæddu drós. Hún seldi mönn- um happdrættismiða og seldi vel. Villibráð úr öllum landshomum, happdrætti, málverkauppboð og tilheyrandi grín og gaman: allt var þetta ómælt á villibráðarkvöldi Lionsklúbbsins Fjöln- is í Súlnasal Hótel Sögu. Þar voru 50 klúbblimir mættir með á fjórða hundr- að gesta, alla karlkyns. Ljónaklúbbar eru ennþá einkynja. Það er villibráðin sem er helsta aðdráttarafl á þessu kvöldi, auk félagsskap- arins að sjálfsögðu. Þama vom hreindýrasteikur, hvalur, alls konar fuglar og þar á meðal súla úr Eldey. Með þessu vom dmkkin erlend eðalvín, enda vínrækt ekki hafin hér við norðurheimskautið. Allt þetta tilstand er svo auðvitað út af því að Fjölnismenn em að safna fé til þess að styðja þjóðþrifamál. Núna em þeir að skenkja Hrafnistu þrjú sérbúin sjúkrarúm, styðja baráttu gegn fíkniefnum, kosta búnað í sérkennslu- stofu Heymleysingjaskólans, auk þess að hlúa að Víðinesi, hæli Bláa bandsins, en það hefur verið fast verkefni Fjölnis í áraraðir. Baldur Óskarsson var gestaveislu- stjóri og gerði hvort tveggja að tala og syngja og spila síðan sjálfur undir í helstu hljómkviðunum. VJJTT VlLLii bráð og VILLT gieði }

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.