Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1986, Blaðsíða 4
4
DV. FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1986
Stjómmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál
FÉLAGSMÁLARÁÐ
HERRA Á BEINNILÍNU Á
RITSTJÓRN DV í KVÖLD
Hringið í síma 27022
milli klukkan 19.30 og 21
Alexander Stefánsson félags-
málaraðherra verður á beinni línu
á ritsjóm DV í kvöld.Lesendur DV
geta hringt í síma 27022 milli
klukkan 19.30 og 21 (hálf átta til
níu) í kvöld fimmtudagskvöld og
lagt spurningar fyrir félagsmála-
ráðherra.
Húsnæðismálin eru sá mála-
flokkur sem heitast hefur brunnið
á ráðherranum að undanförnu.
Ymis önnur mál heyra undir fé-
lagsmálaráðherra. Má þar nefna
sveitastjórnarmálin en frumvarp
um þau hefur verið til meðferðar
hjá stjórnarflokkunum um all
langt skeið.Þá heyra atvinnumál
einnig undir félagsmálaráðherra
svo helstu málaflokkar séu nefndir.
Lesendur em beðnir a'ð hafa
spurningar sínar stuttar og hnit-
miðaðar og gera ekki ráð fyrir að
koma að nema einni spurningu
hver. Svör verða síðan birt í DV á
morgun eftir því sem kostur er.
-óm
Með Jón
Helgason
spriklandi
ífanginu
Frá Halldóri Kristjánssyni, frétta-
ritara DV á Skógum:
Sá fátíði atburður átti sér stað á
bænum Raufarfelli í Rangárvalla-
sýslu að kálfur fæddist sjö vikum
fyrir tímann. Þrátt fyrir það lifir
hann góðu lífí og heilsast vel.
Kálfurinn vó ekki nema 10,5 kíló .
Vegna smæðar kálfsins nýfædda
revndist ekki erfitt að finna honum
nafn. Hann þykir nefnilega af svip-
aðri stærðargráðu og mjólkurkvót-
inn sem landbúnaðarráðherra út-
deildi bændum nýlega. Þess vegna
var kálfurinn þegar í stað nefndur
Jón Helgasaon
Með Jón Helgason í fanginu. Eins og sjá má er hann ekki miklu stærri en angórakötturinn á heimilinu. Það er heima-
sætan Rósa Olafsdóttir sem heldur á kálfmum en Kristín Halldórsdóttir er með köttinn í fanginu. Hinar stúlkurnar
á myndinni eru Gyða Vestmann, Katrín Ólafsdóttir og Hjördís Þorsteinsdóttir. DV-mynd Halldór
Framsókn
byggir
ofaná
Hús Framsóknarflokksins að
Rauðarárstíg 18 verður stækkað á
næstunni um eina hæð. Það er nú
þrjár hæðir og kjallari. Byggingar-
nefnd borgarinnar samþykkti um-
sókn flokksins með þrem atkvæðum
gegn tveim, en einn nefndarmanna
sat hjá. Mótatkvæðunum fylgdu
mótmæli vegna skerðingar á birtu í
íbúðum við Grettisgötu.
Við afgreiðslu málsins lá fyrir, að
íbúar hússins að Grettisgötu 98
höfðu mótmælt stækkun á Rauðarár-
stíg 18 formlega. Vegna stækkunar-
innar þarf Framsóknarflokkurinn að
greiða borginni rúmlega 400 þúsund
krónur fyrir 10 bílastæði. Á Rauðar-
árstíg 18 er nú meðal annars Hótel
Hof. HERB
Gengiðfrálista
sjáHstæðismanna
íReykjavík:
Albert
hafnaði
28. sætinu
„Þeir spurðu mig hvort ég vildi 28.
sætið og ég neitaði því,“ sagði Albert
Guðmundsson iðnaðarráðherra og
fyrrum borgarfulltrúi í samtali við
D V.
í fyrrakvöld samþykkti Fulltrúa-
ráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
einróma framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins til borgarstjórnarkosning-
anna 31. maí næstkomandi. Úrslit
prófkjörs voru bindandi i 8 efstu
sætin og þar situr Davíð Oddson
efstur. í 30. sæti er Geir Hallgrímsson
fyrrum utanríkisráðherra og í 29.
sæti Markús Örn Antonsson út-
varpsstjóri. Albert Guðmundssyni
var boðið 28. sætið, hann neitaði og
féll það því í skaut Ingibjargar J.
Rafnar lögfræðings. -EIR
I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari
Dagpeningamir hjá Denna
Óskaplega voru fréttamennirnir
dónalegir við forsætisráðherra í
sjónvarpsþættinum í fyrrakvöld.
Þeir byrjuðu þáttinn á því að spyrja
Steingrím að því hvaða skýringar
hann hefði á miklum kostnaði við
utanlandsreisur ráðherra og emb-
ættismanna á síðasta ári. Rétt eins
og þeim kæmi það við. Það var
eðlilegt að Denna sárnaði þessi
dónaskapur. Ekki veit hann betur
en að kollegar hans i útlöndum
ferðist villt og galið um allar trissur
án þess að almenningur sé að
skipta sér af því. Schliiter Danaráð-
herra fór með fimmtíu manna föru-
neyti til Austurlanda í fyrra og
ætlar aftur. Islendingar eru sjálf-
stæð þjóð og það kostar sitt að vera
sjálfstæður. Steingrímur getur
ekki verið sjálfstæður nema hann
geti ferðast á vegum ríkisins og
sannað fyrir umheiminum að
landið sé sjálfstætt.
Fréttamennirnir spurðu Stein-
grim hvað hann hefði verið að gera.
Hvílík og önnur eins frekja! Denni
fór til ísrael og Jórdaníu til að flytja
fyrirlestur um verðbólguþjóðfélag-
ið, Þangað var hann boðinn. Það
boð kostaði þrjú hundruð þúsund
krónur. Átti hann kannski ekki að
þiggja þetta góða boð? Steingrímur
upplýsti að gestgjafarnir hefðu
borgað ferðalagið aðra leiðina.
Gaman hefði verið að fá það upplýst
nánar hvora leiðina þeir greiddu.
Vildu þeir fá hann eða vildu þeir
kannski losna við hann? Við þessu
fékkst ekkert svar. Það var galli á
þættinum.
Fréttamennirnir gagnrýndu að
Steingrímur hefði komið við í
Madrid til að sækja fund framsókn-
arflokkanna í Evrópu. Þetta fannst
Denna skrítin krítik. Hann vissi
ekki betur en að allir fyrirrennarar
hans í öllum flokkum hefðu haft
það fyrir sið að láta ríkissjóð borga
fyrir sig fargjald og uppihald á
bræðraflokkasamkundum út í
heimi. Og úr því að aðrir hafa
misnotað aðstöðu sína með þessum
hætti, hvers vegna má hann ekki
gera það líka? Ef hinir svindla, af
hveiju má ég þá ekki svindla?
Þegar fréttamennirnir fóru að
færa sig upp á skaftið benti Denni
á mjög athyglisverða staðreynd.
Hann fór á ólympíuleikana í Los
Angeles, tók sér frí í leiðinni og
rukkaði ríkið ekki nema um helm-
inginn af dagpeningunum. Ekki var
annað að heyra en ráðherrann
stæði í þeirri trú að hann hefði
þannig sparað ríkissjóði heilmikinn
............ ----------- líMBIÍ
pening. Og fyrir það eigum við að
vera þakklát. Það er greinilega ekki
a hveijum degi sem ráðherrum
dettur sú fórnarlund í hug að taka
sér frí i útlöndum án þess að láta
ríkið borga.
Síðast en ekki síst fór Steingrím-
ur á íjörtíu ára afmæli Sameinuðu
þjóðanna. Hann minntist raunar
«8rtm>É».rfiHi»...
ekki á það að eiginkonan fór með
og sótti aðra ráðstefnu í leiðinni
sem var auðvitað miklu merkilegra
og sannaði miklu betur en allt
annað hvað Island er sjálfstætt
land. Imyndið ykkur ef kona for-
sætisráðherrans hefði ekki farið á
þessa ráðstefnu. Alveg er maður
viss um að íslendingar hefðu um-
svifalaust misst sjálfstæði sitt.
Að því er varðar ferðir annarra
ráðherra og farareyri þeirra vissi
Steingrímur ekki mikið og taldi
greinilega að sjálfstæðinu væri ekki
hætta búin þótt þeir sæjust ekki á
erlendri grund. Eins og hann sjálf-
ur.
Það stóð nokkuð í Páli fréttmanni
hvernig hægt væri að bjóða i boðs-
ferðir, hvað þá að þiggja boðsferðir,
þegar gesturinn þyrfti að borga.
Þetta stafar af því að Páll þekkir
ekki diplómatíska gestrisni. Hún er
samkvæmt upplýsingum forsætis-
ráðherra fólgin í því að gestirnir
borga fyrir sig. Oftast báðar leiðir
nema þegar Steingrímur er boðinn.
Þá er borguð önnur leiðin sem ber
vott um helmingi meiri gestrisni.
Já, forsætisráðherra verður að
ferðast til að sanna að hann sé
sjálfstæður. Hann verður að þiggja
boð, sem íslenska ríkið greiðir, til
að sanna að Island sé sjálfstætt.
Það fer í taugarnar á Denna þegar
fréttamenn eru að fetta fingur út í
utanferðir sem eru liður í sjálfstæð-
isbaráttuni. Sérstaklega þegar
hann getur sýnt fram á hreinan
sparnað með því að rukka ekki inn
dagpeninga þegar hann er í fríi. Það
gerirenginnnemaDenni. Dagfari