Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1986, Blaðsíða 6
6
DV. FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1986
Viðskipti Viðskipti
Peningamarkadurinn
Innlán meö sérkjörum
Alþýöubankinn: Stjörnureikningar eru
fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn-
stœður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir
verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn-
stœður með 6 mánaöa fyrirvara, 75 áfa og
eldri með 3ja raánaða fyrirvara. Reikningam-
ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum.
Þriggja stjömu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með
9% nafnvöxtum.
Lifeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá
lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn-
stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn-
vextir eru 29% og ársávöxtun 29%.
Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir
27% en 2% bætast við eftir hveija þrjá mánuði
án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu er 33,5% á fyrsta ári.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sér-
vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 36%
nafnvöxtum og 36% ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð-
tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri
úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðrétt-
ingu.
18 mánaða reikningur er með innstæðu
bundna í 18 mánuði á 39% nafnvöxtum og
42,8% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða
verðtryggðs reiknings reynist hún betri.
Iönaöarbankinn: Bónusreikningar eru
annaðhvort með 28% nafnvöxtum og 30%
ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5%
vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvem mánuð.
Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging
auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka
má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án
þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir
30.06. og 31.12.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með
36% nafnvöxtum og 39,2% ársávöxtun eða
ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings
reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast
1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu.
100 ára afmælisreikningur er verðtryggð-
ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25%
og breytast ekki á meðan reikningurinn verð-
ur í gildi.
Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur
hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg,
fyrst 22%, eftir 2 mánuði 25%, 3 mánuði 27%,
4 mánuði 29%, 5 mánuði 31%, og eftir 6
mánuði 37%. Frá 11.02.1986 verða vextir eftir
12 mánuði 38% og eftir 18 mánuði 39%. Sé
ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggð-
um reikningum gildir hún um hávaxtareikn-
inginn.
18 og 24 mánaöa reikningar eru bundnir
og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti.
Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort
hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í
bankanum, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mán-
aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt-
um sé hún betri. Samanburður er gerður
mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé
tekið út af reikningnum gilda almennir spari-
sjóðsvextir, 22%, þann mánuð.
Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er
óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er
óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu
sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár-
reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun
annaðhvort 34,8% eða eins og á verðtryggðum
6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum.
Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari-
sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna
innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur
verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax
hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila
ársfjórðung.
Sparisjóðir: Trompreikningur er verð-
tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga
með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn
3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun
með svokölluðum trompvöxtum, 32%, með
34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn-
stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp-
vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt
á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn-
an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan
eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari-
sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega.
Spariskírteini
Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í
Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð-
um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum.
Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og
100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem
eru 50 þúsund að nafnverði.
Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með
þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög-
urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur,
vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól
við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14
ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun
er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni
og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert.
Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð-
stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára.
Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til-
tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku
marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%.
Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í
einu lagi við innlausn.
Almenn verðbréf
Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá
verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með
veði undir 60% af brunabótamati fasteign-
anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð-
tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau
eru seld með afföllum og ársávöxtun er al-
mennt 12-18% umfram verðtryggingu.
Húsnæðislán
Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis-
ins, F-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til
einstaklinga 720 þúsundum króna, 2-4 manna
fjölskyldna 916 þúsundum, 5 manna og fleiri
1.073 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik-
um) 1.237 þúsundum. Lánin eru til 31 árs.
Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema
.á 4. ársfjórðungi 1985: Til kaupa í fyrsta sinn
er hámark 348 þúsund krónur til einstaklings,
annars mest 139-174 þúsund. 24 manna fjöl-
skylda fær mest 442 þúsund til fyrstu kaupa,
annars mest 177-221 þúsund. 5 manna fjöl-
skylda eða stærri fær mest 518 þúsundir til
fyrstu kaupa, annars mest 207-259 þúsund.
Lánstími er 21 ár.
Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns-
kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum.
Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól,
aðeins vextir og verðbætur.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóðurákveðursjóðfélögum lánsrétt, lánsupp-
hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns-
rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða
aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin
stig. Lán eru á bilinu 150-700 þúsund eftir
sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð-
tryggð og með 5-8% vöxtum. Lánstími er 15-35
ár.
Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur.
Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli
sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir
í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir
og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til
vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri
en nafnvextimir.
Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á
22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok
tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig
22%.
Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22%
nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6
mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur.
Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6
mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím-
ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23,2%.
Dráttarvextir
Dráttarvextir eru 3,75% á mánuði eða 45%.
á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því
0,125%.
Visitölur
Lánskjaravísitala í febrúar 1986 er 1396
stig en var 1364 stig í janúar. Miðað er við
grunninn 100 í júní 1979.
Byggingarvísitala á 1. ársfjórðungi 1986
er 250 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3699
stig á grunni 100 frá 1975.
VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%)
11.-20.02198».
INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUIVI
sjAsérusta
II l! lililllillii
INNLÁN óverðtryggð
SPARISJÚÐSBÆKUR úbundin innstnöa 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0
SPARIREIKNINGAR 3ja mén. uppsögn 25.0 26.6 25.0 25.0 23.0 23.0 25.0 23.0 25.0 25.0
6 mán. uppsögn 31.0 33.4 30.0 28.0 26.5 30.0 29.0 31.0 28.0
12mán.uppsögn 32.0 34.6 32,0 31.0 33.3
SPARNAÐUR- LANSRETTUR Sp.r.í 3 5 min. 25.0 23.0 23.0 23.0 23.0 25.0 25.0
Sp. Gmán. ogm. 29.0 26.0 28.0 29.0 28.0
INNlANSSKfRTEINI Til 6 mánaða 28.0 30.0 28.0 28.0
TÉKKAREIKNINGAR Avisanaraikningar 17.0 17.0 8.0 8.0 10,0 10.0 8.0 10.0 10.0
Hlauparaikningar 10.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10.0
INNLÁN verðtryggð SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 2.0 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0
6 mán.uppsögn 3.5 3.5 3.5 3.0 3.5 3.5 3.0 3.5 3.0
INNLAN gengistryggð GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarlkjadollarar 8.0 8.0 7.5 7.0 7.5 7.5 7.5 7.5 8.0
Sterlingspund 11.5 11.5 12.0 11.0 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5
Vestur-þýsk mörk 5.0 4.5 4.0 4.0 4.5 4.5 4.5 5.0 4.5
Danskar krónur 10.0 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0
útlAn úverðtryggð ALMENNIR VlXLAR (forvaxtir) 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30,0 30.0
VIÐSKIPTAVlXLAR (forvextir) 34,02) kg« 34.0 kge 32.5 kge kge kge 34.0
ALMENN SKULDABRÉF 32.03) 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0
VIÐSKIPTASKULDABRÉF 35.02) kge 35.0 kge 33.5 kge kge kge 35.0
HLAUPAREIKNINGAR yfirdrAttur 31.5 31.5 31,5 31.5 31,5 31.5 31,5 31,5 31.5
ÚTLAN VERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF Að 21 /2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0
Lengri en 2 1/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0
útlAntilframlebsuj sjAneðanmAlsi)
1) Lán til innanlandsframleiðelu eru á 28,5% vöxtum. Vegna útflutnings, í SDR 10%,
í Bandaríkjadollurum 9,75%, í sterlingspundum 14,25%, í vestur-þýskum mörkum 6,25%.
2) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðékiptaskuldabréíum er miðað við sérstakt kaup-
gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum í
Hafiiarfirði, Kópavogi, Keflavík, Sparisjóði Reykjavíkur og Sparisj. vélstj.
3) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, bæði á verðtryggð og
óverðtryggð lán, nema í Alþýðubankanum og Verslunarbankanum.
Utflutningsskólanum
sýndur mikill áhugi
„Kennsla í útflutningsverslun og
markaðssókn verður stöðugt brýnni
þar sem æ fleiri fyrirtæki eiga nú í
vaxandi samkeppni jafnt innanlands
sem erlendis. Meginhvatinn að stofn-
un þessa skóla er sú mikla og já-
kvæða umræða sem nú á sér stað um
útflutnings-og markaðsmál og að
stöðugt fleiri fyrirtæki hér á landi
leita fyrir sér á þessu sviði,“ sagði
Jens Pétur Hjaltested, skólastjóri
hins nýstofnaða Útflutnings- og
markaðsskóla Islands.
Stjórnunarfélag Islands og Út-
flutningsmiðstöð iðnaðarins hafa
stofnað þennan skóla, sem mun bjóða
fram skipulegt nám og námskeiða-
hald á sviði útflutnings-og markaðs-
mála, auk þess sem skólinn mun
standa fyrir kynningu á einstökum
markaðssvæðum og útflutnings-
möguleikum.
Starfsemi skólans hefst um miðjan
mars með 10 mánaða námi sem eink-
um er ætlað þeim sem þegar fást við
markaðsmál og útflutning í hinum
ýmsu fyrirtækjum í landinu og geta
tengt námið daglegum verkefnum
sínum. Þótt skólinn standi í 10
mánuði þurfa nemendur aðeins að
vera 9 daga frá vinnu. Mest byggist
námið á heimavinnu.
Tíu mánaða námskeiðið kostar um
90 þúsund krónur með námsgögnum.
Athygli skal vakin á því að oft á
tíðum borga atvinnurekendur þenn-
an kostnað eða hluta af honum.
„Skólanum hefur verið sýndur mikill
áhugi og hafa fjölmargir skráð sig á
námskeið skólans," sagði Jens Pétur
Hjaltested.
-KB
Helsti útflutningur Is lendinga, frosinn fiskur. Nú geta menn sest á skólabekk og lært hvernig standa á að útflutningi
og markaðsmálum.
Laxinn lækkar í verði
Hér hefur verið stiklað á stóru
og eingöngu teknar aðaltegundir
sem helst eru afgerandi fyrir ver-
tíðaraflann. Sleppt er uppbótum á
kassafísk og verði á undirmálsfíski,
svo og uppbótum á línufisk. Sleppt
er uppbótum úr verðjöfnunarsjóði,
einnig er sleppt öðrum ákvæðum
um stærðarmælingu o.s.frv. Upp-
sagnarákvæði eru: Heimilt er að
segja upp verðinu ef launahækkan-
ir verða meiri en 5% á vertíðar-
tímabilinu, þó ekki fyrr en 15. mars
1986. Hér er aðeins getið um skipta-
verð til sjómanna en ekki það verð
sem útgerðin fær fyrir sinn hlut.
Hull:
Frá 11. til 18. febrúar var selt
nokkuð af fiski frá íslandi. Fiskur-
inn var afar misjafn að gæðúm. 1.
flokks fiskur var á góðu verði.
Verð á 1. fi. þorski var kr. 70 fyrir
kíló og ýsa, sem var 1. fl., seldist á
kr. 72 kílóið. Mikið af fiskinum var
lélegt að gæðum og komst verð á
þorski í kr. 38 kílóið og verð á ýsu
var að meðaltali kr. 58 kílóið. Verð
á öðrum tegundum fór eftir gæðum
fisksins, fyrir góðan fisk fékkst
sæmilegt verð. Vanda þarf meðferð
þess fisks sern sendur er á markað
erlendis.
Hamborg:
Vikuna frá 11. til 18. febrúar
hefur verð á þorski, karfa, ufsa og
grálúðu staðið nokkuð vel. Verð á
laxi hefur aftur á móti lækkað
mikið, hefur smálax t.d. lækkað
allt að kr. 50 fyrir kg að undan-
förnu og ekki telja menn að sjáist
batavon fyrst um sinn.
Madrid:
Verð á fiski hefur farið lækkandi
að undanförnu. Talið er að það sé
aðallega í janúar og febrúar, en þá
er verðið yfirleitt fremur lágt, en
lagast venjulega þegar febrúar er
liðinn. Þorskur var á 109 kr. kg,
er það um 25% lægra verð en það
var þegar þorskur stóð í sem bestu
verði. Nokkrar tegundir hafa hald-
ið sæmilegu verði og er það helst
flatfiskur, en fyrirannan sjávarafla
fæst ekki eins gott verð. Lax hefur
fallið mikið í verði og er nú á um
30 til 50 kr. lægra verði en var fyrir
jól. Þorskhrogn eru nú á kr. 141
kg, (sólkoli) þykkvalúra var á kr.
188 og sandhverfa á kr. 68.
London: Biliinggate.
Nokkrir erfiðleikar hafa verið
moð sölu fisks að undanförnu og
hefur verðið verið nokkru lægra
Fiskmarkaðirnir
INGOLFUR
STEFÁNSSON
en það var fyrripart janúar. Kemur
þar inn í að sterlingspundið hefur
lækkað nokkuð í verði, sérstaklega
kemur þetta niður á verðinu á laxi,
sem hefur lækkað þar eins og á
öðrum mörkuðum. Verð á rækju
fór þó í kr. 474 kg í pd. pakkningum.
Hausaður þorskur fór á kr. 115, en
það verð hefur oft verið fyrir þorsk
meðhaus.
París:
Verð á markaðnum hjá Rungis
hefur lækkað að undanförnu um
56 kr. kílóið. Annað fiskverð hefur
einnig verið lægra en það hefur
verið að undanförnu. Verð á þorski
var í síðustu viku kr. 97, en verið
allt að kr. 150 þegar það hefur verið
best.
Selafæia:
Fundið hefur verið upp hljóð-
bylgjutæki sem sendir frá sér hljóð
sem styggir selinn. Hér er um lítið
tæki að ræða, hljóðið hefur haldið
selnum frá eldisgirðingum þar sem
því hefur verið komið fyrir.
Ingólfur Stefánsson
Fiskverðið
Nýtt fiskverð frá 1. febrúar 1986.
Þorskur kr. kg.
1. flokkur, 20 fiskar í 100 kg 16,62
Frádráttur fyrir hvern fisk fram yfir 0,0831
Ýsaslægðmeðhaus 17,04
Fjöldi fiska í 100 kg 50 fiskar eða færri.
Frádráttur fyrir hvern fisk fram yfir 50 kr. 0,0954
Ufsi, 80 cm og stærri, til 28. febrúar kr. 8,84
Ufsi að 80 cm, 1. fl kr. 6,03
Langa og blálanga, 1.11., slægð með haus kr. 10,05
Steinbítur slægður með haus, 1. fl kr. 10,88
Karfi, 1000 g og stærri, hæfur til frystingar kr. 7,60
Lúða, 1. fl., l/2til3kg
Lúða, 1. fl„ lOkgogyfir kr. 40,09
Grálúða, 1. fi., 1 kgogstærri kr. 9,00
Skötuselur, halar hæfir til frystingar kr. 27,08
Hrogn, 1. fl kr. 26,23
Viðskipti Viðskipti