Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1986, Blaðsíða 8
8 DV. FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1986 Utlönd Utlönd Utlönd Útlönd Yfir200í stofufangelsi Lögregla Suður-Kóreu setti yfir 200 forystumenn stjómar- andstöðunnar I stofufangelsi til þess að hindra þá í að sœkja mikilvægan fund hins nýja kór- anska lýðræðisflokks. Til fund- arins var boðað til þess að fylgja eftir kröfum um endurbætur á kosningalögunum. Meðal þeirra, sem verða að halda kjrrru fyrir heima hjá sér, er formaður flokksins, Yi Min-U, sem hafiiað hefur tilboði stjóm- arflokksins að ræða leiðir til úrbóta í kosningatilhögun innan sala þingsins. Hann segist ekki fella sig við að það eigi að dragast þar til 1989. SkæruráSriLanka Vitað er um að minnsta kosti 45 sem látið hafa lífið í skærum á Sri Lanka síðasta sólahringinn, en allt öryggiseftirlit hefur verið hert í Colombo þar sem lögreglan telur sig hafa hindrað áætlun aðskilnaðarsinna tamíla um uppsetningu bílasprengja hingað og þangað í borginni. Meðal hinna föllnu eru þrjú böm en alls 32 borgarar og 4 hermenn. Junius Jayewardene forseti mun ávarpa þingið þegar það kemur saman að nýju síðar í dag og mun þar gera grein fyrir áætlun stjómarinnar til þess að draga úr lcynþáttavandamálum á eyjimni. Fyrstir med fréttirnar Þverholti 11 Fréttciskotiö, símiimsemaldrei sefur 68-78-58 Stórbruni ígamla bæjarhluta Osló Björg Eva Erlendsdóttir, fréttarit- ari DV í Osló: Stórbruni varð í miðborg Osló í gær, aðeins hundrað metra frá norska Stórþingshúsinu. Eldurinn varð laus um fimmleytið í gærmorgun í húsi númer átta við Stórþingsgötu. Slökkvilið kom strax á vettvang en þrátt fyrir mikinn mannafla tókst ekki að halda eldinum í skefjum. Tvær stórar byggingar gereyðilögð- ust og fleiri skemmdust töluvert. I öðru húsinu er eyðilagðist í eldin- um voru til húsa 15 fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. Enginn var í byggingunum er eld- urinn kom upp en einn slökkviliðs- maður slasaðist nokkuð vegna stein- hruns. Ekkert er enn vitað um orsök brunans en tjónið nemur líklega milli 50 og 80 miljónum norskra króna. Aðstæður voru erfiðar fyrir slökkviliðið á vettvangi. Frostið var mikið, yfir 20 stig og brunaslöngurn- ar gaddfreðnar í bílunum. Síðar um daginn er sprautað var á rústirnar mynduðust stórar ísblokkir og svell á svæðinu og auðvitað voru slökkviliðsmenn alhrímaðir af úðan- Brunabíll undir steinvegg Stærsta vandamálið var að húsin hrundu smám saman og því var erfitt að komast nógu nálægt til að slökkva eldinn. Einn af útveggjum byggingarinnar við Stórþingsgötu númer átta hrundi ofan á nýjasta brunabílinn í flota Oslóarslökkviliðsins og jafnaði hann við jörðu. Uppúr hádeginu var slökkviliðið öiuggt um að eldurinn myndi ekki breiðast meira út. Svæðið í kringum brunan var afgirt og þúsundir manna komu of seint til vinnu, en Stórþingsgatan er ein af aðalumferðaræðum miðbæjarins. Byggingarnar er brunnu voru gömul og virðuleg hús og nú verða byggð ný í staðinn. Þeir sem geta glaðst yfir því eru þingmennirnir, þá hefur sárlega vantað bílastæði í mörg ár og nú rætist trúlega úr þeim vandamálum þegar nýju húsin rísa. Gífurleg flóð i nord-vestur USA Mikið úrfelli hefur gengið yfir hluta Norður-Kalifomíu og hluta Nevadafylkið í Bandaríkjunum síðustu daga. Yfirvöld hafa orðið að flytja þúsundir íbúa á brott í vissum héruðum vegna flóða í ám og vötn- um. Rússa- og Napaámar norðan við San Fransisco hafa verið í miklum vexti og víða flætt yfir bakka sína. Hundruð húsa og fyrirtækja á bökkum Napafljóts eru enn undir vatni en í morgun virtist sem flóðið færi rénandi. Yfirvöld telja að níu manns að minnsta kosti hafi látið lífið í flóð- unum og eignatjón er gífurlegt. Yfir 2000 heimili hafa mikið skemmst og 14 hús hafa hrunið vegna flóðanna. Veðurfræðingar hafa spáð áfram- haldandi rigningum á flóðasvæð- inu fram yfir helgi. NORDMENN ALA FROSKA TIL ÁTU Björg Eva Erlendsdóttir, fréttarit- ari DV í Osló: Froskaeldi er atvinnugrein sem lítt hefur verið stunduð fram til þessa. Ekki væri vanþörf að bæta þar úr því eftirsóttustu froskategundunum fer mjög fækkandi vegna ofveiða. Froskar eru étnir víða um heim. Ekki. þó heilu froskaskrokkarnir heldur einungis froskalærin sjálf er þykja kóngamatur. Ofveiðar á froski í löndum eins og Bangla Desh, Indónesíu og Indlandi hafa það í för með sér að ýmsum tegundum skordýra hefur fiölgað óhóflega. Froskamir höfðu áður haldið þeim í skefjum. Þrátt fyrir þetta er aragrúa froska slátrað til að anna eftirspuminni. Norski prófessorinn Harald Skjer- vold telur eðlilegustu lausnina á þessu máli þá að hefja froskaeldi. Frosakeldi ekkert nýtt Reiknar prófessorinn með því að hægt sé að rækta frosk i Noregi í þar til gerðum froskaeldisstöðvum. Kjörhitastig frosksins er 21 gráða á celsíus og við það hitastig er hann orðinn kynþroska eftir eitt ár. Norskur froskur er ekki kynþroska fyrr en við fimm ára aldur, enda býr hann við erfiðari aðstæður. Froskaeldi er engin ný hugmynd. í Brasilíu hafa verið ræktaðir froskar alveg frá árinu 1935. Það hefur gengið vel og er helsta ástæða velgengninnar sú að auðvelt hefur verið að finna hentuga fæðu handa froskunum. Froskurinn er ekki matvandur og étur nánast allt er hann kemst yfir. Matseðillinn inniheldur allt frá minnstu mýflugum upp í mýs, slöngu- og fuglsunga. ÁFRAM ÍSLAND HAPPDRÆTTI HSl Heildarverðmæti vinninga 7,4 milljónir BÍLAR I DREGNIR UT ANNAÐ KVÖLD 15 BÍLAR HAPPDRÆTTI HANDKNATTLEIKSSAMBANDS ISLANDS MIÐI Nr. MIÐAVERD KR 150.00 Útgefnir miðar: 290 000 Upplysingar um vmmnga i sima 11750 ÁFRAM ÍSLAND 15 BÍLAR SKATTFRJALSIR VINNINGAR: 15BÍLAR 5 SUZUKI FOX413 High Roof Kr. 490 þut. hver' 1 0 FORD ESCORT LASER Kr 375 þu». hver B ■ar-.-r cregi'ir ut 21 FEBRUAR 40 FERÐAVINNINGAR sí Kr. 30 þus. hver -Samvinnuferðir-Landsýn 2: Te-i • c-íqra- -1 10. JANÚAH 20 Ferð.r ö-efinar 0i 7. PESSI MIDI GILDIR i HVERT SINN SEM DREGID ER EFTIR AD HANN ER GREIDDUR r HEILDARVERÐMÆTI FEBRÚar VINNINGA KR. 7,4milljóni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.