Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1986, Síða 10
10
DV. FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1986
Utlönd
Utlönd
Utlönd
Útlönd
:
SÖGULEGT FLOKKSÞING
Á meðan Sovétmenn bíða flokks-
þingsins horfa þeir um öxl yfir
síðasta ár, sem hefur verið með
meiri mannaskiptum í fylkingar-
brjósti Kremlverja en nokkurt eitt
ár síðan Stalín leið.
Brottvikning Viktors Grishin úr
stjómmálaráðinu, sem menn höfðu
raunar strax í desember séð fyrir,
þegar hann var látinn víkja úr
formennsku Moskvu-deildar
kommúnistaflokksins, undirstrik-
ar að Gorbatsjov virðist ekki eira
íyrr en hann hefur komið öruggum
fylgismönnum sínum sem víðast
fyrir og ýtt hinum burt, sem áður
voru helstu þröskuldar þess að
hann tæki sæti Tsémenkos.
Þrír ráðamenn farnir
Tveir aðrir úr fremstu röð ráða-
manna í Kreml voru áður farnir.
Annar var Nikolai Tikhonov, fyrr-
um forsætisráðherra, sem tilheyrði
Gorbatsjov og félagar hafa lofað landslýðnum umbótum, en enn sem
komið er hefur herferð þeirra gegn spillingu, sóun og dugleysi ekki skilað
markverðum árangri og efndir ýmissa loforða Iáta á sér standa.
öldungahópnum. Hinn var úr hópi
yngri mannanna í valdaklíkunni,
eins og Gorbatsjov sjálfur. Nefni-
lega Grigory Romanov, sem hafði
veitt Gorbatsjov óþægilega keppni
um leiðtogasætið. - Minni athygli
hafa vakið önnur mannaskipti,
eins og t. d. að núna hverfur um
leið og Grishin úr ritaraembætti
miðstjómar Konstantín V. Rusa-
kov, sem var 76 ára orðinn. Þar sem
menn hafa verið settir í staðinn
hafa ávallt komið fylginautar Gor-
batsjovs.
Greinilegar breytingar
Enda ber diplómötufn, flokks-
mönnum og venjulegum borgurum
saman um að það hafi orðið stór-
breytingar á tíðaranda og forystu-
liði síðan Mikhail Gorbatsjov tók
við aðalritaraembættinu af Kon-
stantín Tsérnenko í mars í fyrra,
fyrir tæpu ári. Um hitt eru menn
ekki jafn sammála hversu ágengt
Gorbatsjov hefur orðið við að blása
meiri framtakssemi í efnahagslífið,
draga úr sóun, bæta lífskjör og
vekja upp nýjan eldmóð fyrir
kommúnistahugsj ónunum.
„Þetta er ekki bara í nösunum á
mönnum," sagði einn af embættis-
möhnum flokksins við fréttamann
Reuters á dögunum. „Fólki þykir
orðið nóg um, og þessir ungu valda-
menn vita hvar skórinn kreppir."
En andófsmaðurinn Roy
Medvedev sagnfræðingur er ekki
sömu trúar: „Að vísu streyma
umbótafyrirmælin ofan frá æðstu
þrepum í Kreml sem fyrr niður
allan stigann. En það er úr þeim
allur þróttur þegar komið er neðst
niður. Fólki stendur hjartanlega á
sama.“
Sögulegtflokksþing
Síðan Gorbatsjov og hans sveinar
komust til áhrifa hafa þeir keppst
við klukkuna til þess að búa sig
undir 27. flokksþingið, sem hefst
næsta -þriðjudag. Þau eru haldin
fimmta hvert ár, en þetta flokks-
þing þykir líklegt til þess að verða
eitt það sögulegasta síðan á
Krúsjov-tímanum fyrir 25 árum,
þegar skurðgoðinu Stalín var velt
af átrúnaðarstallinum.
Á flokksþinginu mun Gorbatsjov
auðvitað gera grein fyrir stöðu
þjóðmálanna og setja ný framtíðar-
mörk að stefna að. En afar líklega
mun hann gera úttekt á Sovétríkj-
unum undir stjórn Leonids
Umsjón:
Guðmundur Pétursson
Bresnevs, sem andaðist 1982, og sú
umsögn gæti orðið sá dómurinn á
Bresnevstímanum sem sovéskir
sagnritarar mundu festa á sovésk
spjöld sögunnar. - En tónninn að
undanförnu hefur verið sá að
Bresnev og félögum hefur verið í æ
ríkari mæli kennt um spillingu,
sóun og annað sem miður hefur
þótt fara.
Hreinsunin mælist vel fyrir
Einn meginnþráðurinn stjórn-
sýslu Gorbatsjovs og félaga hefur
legið í hreinsunum á eldri embætt-
ismönnum, mútuþægum eða dug-
litlum og vanhæfum. Þúsundir
slíkra hafa verið látnir víkja úr
opinberum embættum eða trúnað-
arstörfum fyrir flokksdeildir
byggðarlaga sinna. Þessi hreinsun
virðist hafa mælst vel fyrir meðal
þorra alþýðunnar. Óánægðir við-
skiptamenn heyrast nú hafa orð á
að kalla yfir óþjálan afgreiðslu-
mann eða hrokafullan kerfiskurf
slíka hreinsunarherferð, ef þeir fái
ekki betri afgreiðslu.
Þessu hefur jafnframt fylgt um-
ræða og gagnrýni, birt i flokksmál-
gögnunum, en fyrir slíku hafa ekki
verið nein fordæmi. Hefur sú íjöl-
miðlaumfjöllun orðið til þess að
hrekja úr embætti gallagripi.
Raunar hefur umfjöllunin tekið til
málefna sem áður voru bannhelg.
Af því tagi var lesendabréfið, sem
birtist fyrir skemmstu í Pravda, þar
sem gagnrýnd voru sérgæði hinna
útvöldu, eins og sérveitingastaðir,
sérverslanir, sérsjúkrahús og
fleira, þar sem annaðhvort var
boðið upp á betra vöruúrval, betri
þjónustu, hagkvæmara verð eða
eitthvað, sem réttum og sléttum
borgurum stóð ekki jafnt til boða.
Efndirnar dragast
Þó segja ófáir diplómatar og
Moskvubúar að þessar háværu
yfirlýsingar um meiri vinnusemi
og heiðarleika í starfi risti ekki
dýpra en svo að enn marki ekki
mjög á daglegu lífi Sovétborgara
tilkoma Gorbatsjovs og félaga. Og
sú herförin, sem mest hefur borið
á, nefnilega gegn áfengisneyslunni,
virðist fremur hafa mælst illa fyrir.
- Allir eru að vísu sammála um að
taka hart á ölvun á almannafæri
og hinum sem svíkjast um vinnu
til þess að drekka. En lokun á
öldurhúsum og áfengisútsölum
hefur gert mönnum erfitt um vik
að verða sér úti um tilfallandi
vodkafiösku eða borðvín.
Ennþá bólar lítið á efndum lof-
orða um að bæta vörugæði og
vöruúrval neysluvarnings, sem
stenst engan samjöfnuð við Vest-
urlönd. Raunar hafði Bresnev gefið
sams konar fyrirheit á miðjum
síðasta áratug, en efndirnar létu
einnig á sér standa hjá honum.
„EKKERT LÍF ÁN BJÓRSINS”
segja þyrstir Japanir
Mikil umskipti eiga sér nú stað
á drykkjuvenjum Japana. Svo virð-
ist sem „hvítu byltingunni" svo-
nefndu sé nú um það bil að ljúka,
en með henni er átt við vinsældir
vodkadrykkja ýmiss konar á Jap-
ansmarkaðí. Virðist sem japanskir
áfengisneytendur hafi í bili fengið
sig fullsadda af heimabrugguðu
vodka að nafni Shochu, sem löng-
um hefur átt vinsældum að fagna,
sérstaklega á meðal alþýðustétta.
Bjórframleiðendur líta björtum
augum til breyttra neysluvenja auk
framleiðenda og innflytjenda á
viskíi sem vonast til að fá sinn hlut
af væntanlegum ágóða.
Japanskir viskíframleiðendur
töpuðu þriðjungi af markaði sínum
fyrir nokkrum árum er Shochu sló
í gegn og náði tíu prósent af öllum
japanska áfengismarkaðnum.
Skoskt viski framleitt í Japan
Forráðamenn brugghúss í nánd
við Tokýo, sem hefur til þessa lagað
Shochu, eru um þessar mundir að
breyta um hráefni og vélakost og
ætla að hefja framleiðslu á viskíi.
Reyndar á viskíið að vera skoskt,
hráefni öll innflutt frá Skotlandi,
en bruggunin verður í Japan.
Shochu hefur löngum þótt val-
kostur hinna efiiaminni í Japan á
meðan hinir betur stæðari hafaJ
getað leyft sér að dreypa á Sake,
hrísgrjónavíni eða jafnvel innflutt-
um eðalvínum frá Evrópu.
Shochu er glært og lyktarlítið,
að mestu búið til úr kartöflum og
byggi. Áður en drykkurinn varð
vinsæll í Japan þótti hann hálfgert
glundur, ódýrt sull sem varla væri
öðrum bjóðandi en námsmönnum
og útigangsfólki.
Verðið var lágt vegna þess að
Shochu var talið lágstéttardrykkur
og ekki lagður á það hár fram-
leiðsluskattur. Á sama tíma og
neytandinn borgaði tæpar 500
krónur íslenskar í skatt fyrir
Umsjón:
Hames Heimisson
lítraflösku af úrvals viskíi og um
50 krónur í skatt fyrir lítra af
góðum innlendum bjór, þurfti neyt-
andinn aðeins að borga tæpar 20
krónur í skatt fyrir sama magn af
bestu tegundinni af Shochu.
Slóígegn1984
Shochuframleiðendur hófu mikla
söluherferð á sjöunda áratugnum
en slógu ekki í gegn fyrr en 1984
er vodkakokkteilar urðu vinsælir
að nýju.
Kokkteilabyltingin kom Shochu
efst á vinsældalistann.
„Almenningur komst að því að
hann fann mun meira á sér af
Shochu fyrir helmingi minni pen-
ing,“ segir einn gamall námsmaður
er aldrei segist hafa kunnað að
drekka annað en Shochu.
„Shochu breytti samkvæmislífi
mínu, á því er enginn vafi,“ segir
ung kona af erlendum uppruna í
Tokýo, „þegar fólk fer út að
skemmta sér drekka allir bjór, mér
finnst bjór vondur og drakk því
Shochu í staðinn, nú loksins gat
ég farið að skemmta mér.“
Lífið er ekkert án bjórs
En nú virðist Shochu-byltingin
vera að líða undir lok, salan
minnkar jafnt og þétt og bjórinn
eykur hlutdeild sína.
Bjórframleiðendur geta kannski
þakkað löngu og heitu japönsku
sumri fyrir aukna hlutdeild sína á
markaðnum á ný. Síðasta sumar
drukku Japamr yfir 1,7 milljarða
lítra af bjór, er jafngildir 32 stórum
flöskum af bjór fyrir hvem hinna
63 milljóna íbúa Japan á lögaldri.
„Bjórinn er hluti af sumrinu hér
í Japan, það er ekkert sumar án
bjórþambs. Okkur líður bara ekki
vel ef við erum ekki einhvers staðar
á bak við könnu af bjór,“ segir
Tókýobúi einn og kýldi bjórvömb-
ina.
Japanska verslunarráðið spáir
því að bjór nái aftur undirtökunum
á japanska áfengismarkaðnum á
þessu ári.
Shochu-vodkabyltingin virðist
úti um sinn.
Nú virðist sem vodkaæðið sé úti í Japan og þarlendir farnir að svolgra
bjórinn aftur eftir nokkurt hlé. „Ekkert líf án bjórsins," segja svo inn-
fæddir.