Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1986, Blaðsíða 12
12
' DV. FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1986
o EIGIÐ
I I FYRIRTÆKI?
Iðntæknistofnun Islands gengst fyrir grunnnámskeiði
um stofnun og rekstur minni fyrirtækja dagana 25. til
26. febrúar 1986.
Ef þú hefur áhuga á að hefja eigin atvinnurekstur eða
þarft að bæta núverandi rekstur fáðu frekari upplýsing-
ar og láttu skrá þig í síma 687000.
Athugið, takmarkaður þátttakendafjöldi.
Staða forstjóra
Iðntæknistofnunar íslands er hér með auglýst laus til
umsóknar.
Starfið verður veitt frá og með 1. júní nk. til næstu
fjögurra ára, sbr. lög nr. 41 /1978 um Iðntæknistofnun
íslands.
Umsóknir sendist í iðnaðarráðuneytið fyrir 10. mars
nk.
17. febrúar 1986.
Iðnaðarráðuneytið.
Auglýsing
um styrki og lán til þýðinga á
erlendum bókmenntum
Samkvæmt lögum nr. 35/1981 og reglugerð nr.
638/1982 um þýðingarsjóð, er hlutverk sjóðsins að
lána útgefendum eða styrkja þá til útgáfu vandaðra
erlendra bókmennta á íslensku máli. Greiðslur skulu
útgefendur nota til þýðingarlauna.
Skilyrði fyrir styrkveitingu skulu einkum vera þessi:
1. Verkið sé þýtt úr frummáli, ef þess er kostur.
2. Upplag sé að jafnaði eigi minna en 1000 eintök.
3. Gerð og frágangur verka fullnægi almennum
gæðakröfum.
4. Eðlileg dreifing sé tryggð.
5. Útgáfudagur sé ákveðinn.
Fjárveiting til þýðingarsjóðs í fjárlögum 1986 nemur
2.664.000 krónum.
Eyðublöð undir umsóknir um framlag úr sjóðnum
fást í menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101
Reykjavík, og skulu umsóknir hafa borist ráðuneytinu
fyrir 15. mars nk.
Reykjavík, 14. febrúar 1986.
Stjórn þýðingarsjóðs.
KOSNING UM ÁFENGISÚT-
SÖLU
í HAFNARFIRÐI
laugardaginn 22. febrúar 1986
Kosning hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 20.00. Kosið
verður í Lækjarskóla og Víðistaðaskóla. Kjósendur
skiptast á kjörstaði og í kjördeildir eftir heimilis-
fangi miðað við 1. desember 1985 sem hér greinir:
Lækjarskóli: (íbúar sunnan Reykjavíkurvegar).
1. kjördeild: Álfaskeið-Brattakinn og óstaðsettir
íbúar.
2. kjördeild: Brekkugata-Hringbraut.
3. kjördeild: Hvaleyrarbraut-Mjósund.
4. kjördeild: Móabarð-Suðurbraut.
5. kjördeild: Suðurgata-Öldutún og óstaðsett hús.
Víðistaðaskóli: (íbúar við Reykjavíkurveg og norð-
an hans og vestan).
6. kjördeil: Blómvangur-Hjallabraut 1-17.
7. kjördeild: Hjallabraut 19-96- Miðvangur.
8. kjördeild: Norðurvangur-Þrúðvangur og óstað-
sett hús.
Kjörstjórn hefuraðsetur í kennarastofu Lækjarskóla.
Utankjörstaðakosning verður virka daga nema laugar-
daga frá kl. 9.30 til 16.00 á bæjarskrifstofunum,
Strandgötu 6,2. hæð.
Kjörstjórn Hafnarfjarðar:
Sveinn Þórðarson (oddviti),
Gísli Jónsson, Jón Ó. Bjarnason.
Neytendur Neytendur Neytendu
Gæðaeftir-
lit með gos-
drykkja-
framleiðslu
Á myndinni sjást flöskur sem teknar hafa verið úr umfcrð vegna ýmiss
konar galla og rusls sem fast er í þeim.
Gæðaprófanir og eftirlit með
matvælaframleiðslu hefur sífellt
aukist nú undanfarin ár. Af þessu
tilefni fór DV í heimsókn til þeirra
aðila sem framleiða gosdrykki hér
á landi til að kanna það eftirlit sem
er með framleiðslunni.
Ýmiss konar ákvæði eru til um
það aðhald sem verður að vera á
gosdrykkjaframleiðslunni, annars
vegar frá stjómvöldum og hins
vegar er um að ræða alþjóðlega
staðla sem Coca Cola, Pepsi og
Seven Up setja.
Hjá Vifilfelli, sem framleiðir
Coke, er megináherslan lögð á
fyrirbyggjandi aðgerðir og eftirlit
til að finna hugsanlega galla í
drykkjunum áður en þeir fara út
til neytendanna. Davíð Guð-
mundsson verksmiðjustjóri sagði
að hægt væri að skipta eftirlitinu
upp í nokkra þætti. „í fyrsta lagi
er um daglegt eftirlit að ræða sem
felur í sér styrkleikamælingar í
blöndun, mælingu á sykurinni-
haldi, kolsým og þvottalegi í
flöskuþvottavél. Vikulega fram-
kvæmum við gerlamælingar á hrá-
efninu og fullunninni vöm, lage-
reftirlit og úttekt á hreingerningu
í vélasal. Mánaðarlega tökum við
sýnishom og sendum til höfuð-
stöðvanna í Belgíu þar sem þau
em rannsökuð og okkur veittar
einkunnir og umsagnir fyrir fram-
leiðsluna. Að lokum má nefna að
reglulega framkvæmum við víð-
tækari gerlamælingar og efnamæl-
ingará Hi-C.“
Davíð sagði að kröfur Coca Cola
væm mjög strangar og mikilvægt
væri að tryggja að viðskiptavinur-
inn gæti verið öruggur um að fá
alltaf sams konar vöm sem strangt
eftirlit væri haft með. „Við höfum
komið mjög vel út með þau sýnis-
horn sem við höfum sent út og
höfum fengið einkunnina 96 af 100
mögulegum."
Blöndun gosdrykkjarins fer fram
í lokuðum tönkum og blandan er
mæld á klukkutíma fresti. „Það
má segja að við séum með eftirlit
með eftirlitinu og ýmsar breytingar
eru á döfinni til að bæta aðstöðuna
enn frekar. Þetta gerir það að
verkum að möguleikarnir á að út
úr verksmiðjunni fari gölluð
flaska, eru 1 á móti 3.500.000,“
sagði Pétur Helgason, matvæla-
fræðingur Coke.
Hjá Sanitas er aðstaðan nokkuð
svipuð og sagði matvælafræðingur
verksmiðjunnar, Dóróthera Jó-
hannsdóttir, að útkoman úr gæða-
prófum hefði reynst mjög góð en
eftirlitið hjá Pepsi og Seven Up
krefst þess að sýnishorn séu send
mánaðarlega auk þess sem eftirlits-
menn koma hingað til lands á
hverju ári.
„Við fylgjumst með kolsýrunni,
Brixi eða sykurmagni og litnum. Á
sykurlausum drykkjum eru tekin
sýrupróf. Ég fer sjálf og athuga
allt á klukkutíma fresti og teknar
eru prufur úr áfyllingavélinni á
hájftíma fresti. Bakteríupróf eru
tekin vikulega auk þess sem náið
er fylgst með hreinlæti á gólfum
og vélum í verksmiðjunni."
En hvernig stendur á því að þrátt
fyrir hið fullkomna eftirlit sem
virðist vera á gosdrykkjafram-
leiðslu hérlendis, skuli alltaf koma
upp tilvik þar sem innihald er gall-
að eða jafnvel ótrúlegustu auka-
hlutir finnast i flöskunum?
Dóróthea svaraði því til að það
væri séríslenskt vandamál hve
mikið væri af ýmiss konar rusli í
þeim flöskum sem skilað væri inn.
„íslendingar virðast nota gosflösk-
ur sem öskubakka og sjálfsagðan
stað til að troða ýmiss konar rusli
ofan í. Hjá okkur sitja nokkrir
starfsmenn við svokallaða kíkju og
skoða allar flöskur sem koma úr
þvottavélinni. Ef eitthvað fer út þá
er um að ræða mannleg mistök sem
illt er að ráða við. Miðað við eftir-
litið hjá okkur þyrfti röð af slíkum
mistökum að eiga sér stað og því
mjögsjaldgæft."
Það eru margir þættir sem þarf
að huga að við gosdrykkjafram-
leiðslu, s.s. bragðefnamælingar,
kolsýrumælingar, liturinn verður
að vera réttur og gerlamælingar
verða að vera nákvæmar og tíðar.
Krafa viðskiptavinarins hlýtur
eðlilega að vera sú að geta verið
öruggur um að varan sem hann er
að kaupa sé prófuð og eftirlit sé
haft með því að ekkert sé í inni-
haldinu sem geti skaðað hann eða
skemmt innihaldið. Svo virðist sem
eftirlitið hérlendis fullnægi þessum
kröfum og framleiðendur séu vak-
andi fyrir því að tryggja öryggi
neytenda eins vel og kostur er.
Því miður getum við ekki upplýst
um eftirlitið hjá Ölgerðinni Agli
Skallagrímssyni því þeir sáu sér
ekki fært að taka þátt í könnun-
inni.
-S.Konn.
Pétur Helgason, matvælafræðingur Vífilfells, í rannsóknarstofu verk-
smiðjunnar. „í matvælaframleiðslu verður alltaf að hafa gæðamálin í
brennidepli.
Dóróthea Jóhannsdóttir, matvælafræðingur Sanitas, gerir daglegar kann-
anir á framleiðslunni.