Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1986, Side 13
DV. FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1986
13
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Neytendur
LIFLEG PAPRIKA
í síðustu viku kom einn lesandi
DV með græna papriku sem hann
hafði keypt í Víði, Mjóddinni. Mann-
inum þótti hún heldur lífleg fyrir
sinn smekk. Hann hafði keypt pa-
prikuna á laugardag og skorið af
henni bita og stungið svo inn í ísskáp
án þess að taka eftir nokkru óvenju-
legu. Með sunnudagsmáltíðinni. átti
svo að nota afganginn og sér heimil-
isfólkið sá til nokkurrar hrellingar
að eitthvað var á hreyfmgu í botnin-
um. Eins og sjá má á meðfylgjandi
mynd reyndist þetta vera lirfa í
góðum holdum, skærgræn og bústin.
Erling Ólafsson, skordýrafræðing-
ur hjá Náttúrufræðistofnun, sagði
að þetta væri erlend fiðrildalirfa en
Góð þjónusta í Vatnsvirkjanum
Sigþór hringdi:
„Mig langar til að koma á framfæri
þökkum fyrir góða þjónustu en oft
vill það vera svo að fólk er fljótt til
að kvarta yfir ófullnægjandi við-
skiptum, en getur þess ekki sem gott
er,“ sagði þessi lesandi DV.
Sigþór var nýbúinn að kaupa sér
uppþvottavél en vantaði á hana
krana til að geta tengt hana. Hann
fór í Vatnsvirkjann í Ármúlanum og
fékk þar það sem hann vantaði auk
greinargóðra leiðbeininga um hvern-
ig haga skyldi ásetningunni. „En
Soyabuff
— hollt og ódýrt
Soyabuff er holl og ódýr fæða sem
er tiltölulega nýkomin á markað
hérlendis. Buffið er selt í 80 gramma
sneiðum og kostar sneiðin aðeins
15,- til 16,- krónur út úr búð. Sneið-
arnar eru raspaðar, en egg og hveiti
notað sem bindiefni.
Soyabuff má teljást tilvalin fæða
fyrir þá sem eru í megrun, því 100
grömmin innihalda aðeins 160 hita-
einingar. Að öðru leyti er það ríkt
af næringarefnum, s.s. eggjahvítu,
trefjaefni, járni, fosfór, kalíum og
B-vítamíni. Engin rotvarnarefni eða
litarefni eru notuð í buffið og megnið
af fituinnihaldi þess samanstendur
af íjölómettuðum fitusýrum.
Það er matvælafyrirtækið Islensk
gæði sem framleiðir soyabuffið en
það hefur nú verið selt í verslunum
i nokkra mánuði. Hrisgrjón, soðnar
kartöflur, grænmeti, kotasæla og
ýmsar sósur fara vel með soyabuffinu
sem eflaust verður skemmtileg til-
breyting á heimilismatseðlinum.
-S.Konn.
Rétt utaná-
skrift
Allir þeir sem senda póst, hvort sem
eru pakkar eða bréf, vilja vera örugg-
ir um að sendingin komist til skila
og helst á sem stystum tíma. En ef
utanáskrift er ógreinileg, póstfang
ófullkomið eða rangt, torveldar það
alla flokkun og meðferð sendingar á
pósthúsum og tefur eða jafnvel verð-
ur til þess að sendingin kemst aldrei
til skila.
Það er því áríðandi að póstfang sé
nákvæmt og að númer pósthólf sé
tilgreint ef um það er að ræða. Ef
sending er ætluð í dreifbýli er nauð-
synlegt að geta hlutaðeigandi hrepps
en sýsluheiti er með öllu óþarft.
Póstnúmer er annar þáttur sem huga
verður að en þau hafa verið tekin
upp í mörgum löndum og til að koma
í veg fyrir missendingar vegna
áþekkra póstnúmera. Því hafa lönd
Evrópusambands pósts og síma
komið sér saman um að bæta ein-
kennisstöfum bifreiða hlutaðeigandi
lands fyrir framan póstnúmerið.
Mjög mikilvægt er að geta
sendanda, nafns og heimilisfangs, því
á hverju ári lendir íjöldi póstsend-
inga í vanskilum vegna þess að ut-
anáskrift er ófullkomin og láðst hef-
ur að tilgreina nafn og póstfang
sendanda. Réttur staður er annað
hvort efst á bakhlið eða í efra horn
vinstra megin á framhlið sendingar.
Með þessu eru starfsmönnum póst-
þjónustunnar auðvelduð erfið flokk-
unarstörf og sendendur og viðtak-
endur öruggari með hraða og örugga
þjónustu. -S.Konn.
vegna þess að ég er hálfgerður klaufi
í þessum málum braut ég kranann
og fór því aftur í verslunina til að
kaupa nýjan. Ég talaði aftur við
verslunarstjórann og sagði honum
mínar farir ekki sléttar. Mér til
mikillar undrunar bauðst hann til
að láta mig hafa nýjan krana, auk
þess sem hann lánaði mér verkfæri
og endurtók ráðleggingar sínar og
leiðbeiningar. Þetta gerði hann allt
mér að kostnaðarlausu en kraninn
hafði kostað um 600 krónur.
Ég vil meina að svona þjónustu fái
maður ekki nema einu sinni á
ævinni,“ sagði Sigþór að lokum.
-S.Konn.
sagðist ekki geta sagt nánar til um
tegundina. „Ég hef aldrei séð svona
í papriku áður en ég get ekki ímyn-
dað mér að þetta sé hættulegt þótt
það sé vissulega ekki geðslegt í
matvælum. Ég ætla að reyna að
halda í henni lífinu og sjá hvort ég
fæ ekki fallegt fiðrildi út eftir nokkr-
ar vikur."
Hörður Jónasson hjá Víði í Mjódd-
inni sagði að þetta væri hlutur sem
þeir gætu ekki gert neitt við. „Við
seljum þetta ekki viljandi, enda getur
enginn séð að nokkuð sé athugavert
við útlit paprikunnar. Við getum
einungis endurgreitt manninum og
er það ekki nema sjálfsagt,“ sagði
Hörður að lokum.
Það er nokkuð algengt að Náttúru-
fræðistofnun fái svipuð mál til grein-
ingar þótt algengara sé að skordýr
eða önnur óæskileg aðskotadýr finn-
ist í mjölvöru en grænmeti.
-S.Konn.
Á myndinni sést paprikan og fiðrilda-
lirfan sem við bestu heilsu hafði
nærstáfræjunum Mynd: PK
KAPALSTÖÐVAR. FJÖLMIÐLAFYRIRTÆKI. MYNDBANDA- OG KVIKMYNDAVER. ATHUGIÐ.
MYNDAVELAR
BV-110.600
PR0FESSI0NAL VIDE0
bbl Æ *
jftSt
3x' c
lampar/Prisma. Minnsta 3"íámpa
vél i héimi. Fyrir kapiilsjónvarp 09
smærri stúdió.
KY-320,3x!/j'' PLUMBICON lamp-
ar.Fyrir myndbandaver og auglýs-
ingastofur.
KY-950.3xVj" LOC PLUMBICON
lampar. Fyrir myndbandaver og
sjónvarpsstarfsemi. ENG/EFP.
PR 4800. Feröa HI-BAND tæki.
PR-8800. Stúdíó HI-BAND tæki.
Klippitötva. RM-86 fyrir HI-BAND
og VHS (BR-8600)
Myndblandarar. KIVI 2000/1200
Fyrir HI - B AN D og VH S.
Hljóðblandarnr, Mi 2000/1200. ;
Fyiir HI-BANDog VHS.
BR-8600 VHS atvinnuklippitæjo.
FM DUB afritun og innklipp.
BR-7000. Hi-Fi fjölfjöldunartæki.
BP-5000. Afspilari. 3 endurtekn-
ingarrtioguleikar. Tímastillir.
8R-1600. Feróaupptökutæki.
Passar við BY-110 með sleða. 2,4
kg.
Faco hf. er umboðsaðili JVC atvinnumyndbandstækja á ísiandi. innnutningur er milliliðataus og
koma beint frá verksmiðjum JVC i Japan. Bjóðum mjög hagstætt veró og
Gerum tilboð í einstök tæki og myndbandskerfi.
JVC Húsinu, Laugavegi 89
SÍMAR 27840 & 13008.