Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1986, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1986, Page 14
14 DV. FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1986 % Frjálst,óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111, SiMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111 Prentun: ÁRVAKUR HF.-Askriftarverðámánuði450kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Bændur létu blekkjast Bændur hafa loksins áttað sig á, að þeir hafa undan- farin ár og áratugi ranglega verið hvattir til að færa út kvíarnar í hefðbundnum landbúnaði kúa og kinda. Þeir segja, að Framleiðsluráðið, Stéttarsambandið, Búnaðarfélagið og ráðuneytið hafi blekkt sig. Raunar er hlutur þessara stofnána enn verri. Þær hafa í tvo áratugi hamast gegn hinum fáu, sem hafa bent á, að draga þyrfti saman seglin í hefðbundnum greinum landbúnaðarins. Þessir fáu hafa verið kallaðir hatursmenn bænda og öðrum illum nöfnum. Nú standa ráðamenn landbúnaðarins frammi fyrir reiðum bændum á fjöldafundum og þurfa að útskýra, að ekki sé lengur unnt að selja hefðbundnar búvörur með sama hætti og áður. Þeir þurfa að viðurkenna, að stjórn þeirra og stjórnsemi hefur brugðizt. Bændur eru að sjálfsögðu ekki sízt reiðir því að fá fyrirmæli um 12-14% samdrátt á framleiðsluárinu, þegar það er hálfnað. Þessi seinagangur í útgáfu reglugerðar um niðurskurð landbúnaðar er skýrt dæmi um, að stofn- anir landbúnaðarins hafa ekki tök á að stjórna. Bændur krefjast lengri aðlögunartíma. Krafan er eðlileg, því að margir þeirra sjá fram á að vera búnir með kvótann löngu fyrir lok framleiðsluársins. Hins vegar er ekki sjáanlegt, að hægt sé að fá peninga að láni til að kosta óseljanlega aðlögunarframleiðslu. Svo má ekki gleyma, að samdráttarþörfm er alls ekki ný frétt. Um hana hefur verið íjallað í fjölmiðlum og víðar í tvo áratugi. Allan þann tíma hefur hún verið betur rökstudd heldur en fullyrðingar ráðamanna land- búnaðarins um hið gagnstæða, - raunar óhrekjanleg. Þar á ofan hafa í tæplega ár verið til lög, sem beinlín- is hlutu að leiða til niðurstöðunnar, sem nú vekur reiði. Lögin voru sett í fyrravor, til þess að bændur vissu, hvaða kvóta þeir hefðu, og þyrftu ekki að sæta verð- skerðingu við hvert einasta lokauppgjör. Þá þegar var hrunin geta hins opinbera til að halda uppi óseljanlegri framleiðslu. Ríkið hafði ekki efni á meiri niðurgreiðslum og útflutningsuppbótum og var byrjað að múta bændum til að draga saman seglin. Ekki þurfti mikla framsýni til að gizka á framhaldið. Margir bændur og sumir þingmenn heimta nú meiri niðurgreiðslur til að stækka hinn tilbúna markað fyrir afurðir hins hefðbundna landbúnaðar. Á máli hinna óraunsæju heitir þetta að sýna vilja til að horfast í augu við vandamálin. En peningar eru engir til. Ólíkt hafast að svína-, eggja- og kjúklingabændur, þegar þeir geta ekki selt alla framleiðsluna. Þeir koma á fót útsölu til að losna við fjallið, svo sem fólk hefur tekið eftir að undanförnu. Þeir leysa sín mál án þess að væla í stíl hins hefðbundna landbúnaðar. Kúa- og kindabændur ársins 1986 súpa nú seyðið af því að hafa trúað og treyst fáránlegum lygum og rugli forustumanna landbúnaðarins á undanförnum árum. Þeir eru fangar trúarsetninga, sem enn í dag stuðla að greiðslum til að hvetja þá til að fjárfesta og framleiða. Afleiðing ofstjórnar stofnana landbúnaðarins er, að framleiðsla óseljanlegra afurða hefur haldið áfram að aukast allt fram á þennan dag. Afleiðingin er, að um síðustu áramót höfðu smjörfjöllin og ostafjöllin enn hækkað, þrátt fyrir miklar gjafir til útlanda. Vandinn er samt meiri en sá, sem nú er grátinn. Neyzlan heldur áfram að minnka og samanburður neytenda við heimsmarkaðsverð verður sífellt ágengari. Jónas,Kristianá&íSSv „Þessi ríkisstjórn var ekki kosin til að gera launasamninga." Hvað er á móti nýjungum? Þessa dagana fjalla þingmenn um lög um verðbréfasölur og lög um nafnskráningu skuldabréfa. Það virðist vera almennur vilji á þingi fyrir því að setja ströng lög um verðbréfasölur og nafnskráningu skuldabréfa. Skýringin á þessum mikla vilja er sú að þingmenn sem og almenningur óttast um öryggi einstaklinga sem róa á þessi mið til að fá lán til húsnæðisöflunar og annarra fjárfestinga eða kaupa verðbréf til að ávaxta sparifé sitt. Það virðist líka vera von manna að nafnskráning skuldabréfa valdi skattalegum jöfnuði milli þeirra sem greiða vexti og þeirra sem fá vexti. Sérstaklega líta menn til þess hluta vaxtanna sem greiddur er með afföllum. Enginn spyr sig „hvers vegna leitar venjulegt launafólk á þennan lánamarkað?" Hér er á ferðinni skólabókar- dæmi íslenskrar stjórnvisku: „Hvers vegna að einfalda þá hluti sem hægt er að gera flókna?“ eða „vandamál verða best leyst með vandamálum". Hver á að lána hverjum? Verðbréfamarkaðir eru verslanir atvinnulífs og stórviðskipta. Einu viðskipti launafólks við verðbréfa- markaði eru - ef nokkur - kaup á öruggum verðbréfum í stað annars sparnaðar, og þá venjulega fyrir milligöngu banka. Ef einstakling- ur, launamaður, ætlar að kaupa íbúð, bíl eða búslóð fer hann í bankann sinn og fær lán þar á viðráðanlegum kjörum. Þannig er það reyndar ekki á íslandi en þannig ætti það að vera á íslandi og fyrir þessu eiga þingmenn að berjast. Hinum dæmigerða útjask- aða íslendingi á þönum milli tveggja starfa og sjö lánastofnana verður ekki hjálpað ýkja mikið með því að auka skriffínnsku hjá verðbréfasölum. Vörn gegn tilbúnum vanda Jafnvel þótt ríkisvaldið gæti drýgt eitthvað tekjur sínar með því að fá betri yfírsýn yfir hreyfingar á verðbréfamarkaði skilar það sér örugglega ekki í betri afkomu hins hlaupaþreytta launamanns. Nei, Alþingi er á villigötum þegar það víkst undan brennandi vanda með því að eyða tíma sínum í mál af Kjallarinn STEFAN BENEDIKTSSON 8. ÞINGMAÐUR REYKVÍKINGA skiptalausa? Hvar enda afskiptin ef ríkið tekur alltaf ábyrgð á öllum samningum? Þessi ríkisstjórn var ekki kosin til þess að gera launa- samninga. Til þess eru stjórnir aðila vinnumarkaðarins og þær voru ekki kosnar á þing. Þessi ríkisstjórn var reyndar ekki kosin til eins eða neins en hún lofaði að leysa efnahagsvandann. Launa- samningar eru ekki efnahagsvand- inn. Launasamningar eru gerðir á grunni efnahagslífsins og þar er vandinn, sem stjórnvöld ættu að leysa ef þau gætu. Eitt er víst að stjórnvöld geta aðeins skapað meiri vanda með gömlu afskipta- Hvers vegna ekki nýjar I Við þurfum ekki meiri a a ,,Trúa menn því að efnahagslíf okkar ^ geti versnað við minnkuð afskipti stjórnmálamanna? Er það ekki tilraunar- innar virði að kanna aðrar aðferðir.“ þessu tagi. - Þessi lög eru ætluð sem vörn í vanda, sem á ekki að vera fyrir hendi, en þau leysa vandann ekki - lögleiða hann frek- ar efnokkuð er. Gamlir flokkar, gamlar lausnir Nú hefur Qórflokkurinn reynt um tuttugu ára skeið sömu lausnir í stjórnun þessa lands. Fallið gengi, fryst gengi, sigið gengi. ívilnanir til launþega í samningum, ívilnanir til atvinnurekenda í samningum, vísitölulaun, vísitölulaus laun, engin laun. Mikil stjórnun efna- hagslífs, meiri stjórnun efnahags- lífs og nær alger stjórnun efna- hagslífs. Hver er árangurinn? Auknir erfiðleikar og sífellt fleiri lög til að afstýra stórslysum í því um- ferðaröngþveiti sem daglegt líf einstaklinga er orðið. Hvers vegna þessa afskiptasemi? Hvers vegna ekki að reyna eitt- hvað annað? Hver er áhættan? Hvers vegna ekki að láta samninga atvinnurekenda og launþega af- ....... semi heldur minni. Trúa menn því að efnahagslíf okkar geti versnað við minnkuð afskipti stjórnmála- manna? Er það ekki tilraunarinnar virði að kanna aðrar aðferðir? Hvers vegna ekki að reyna frjálsa samninga, frjálst fiskverð, frjálsar fiskveiðar, frjálsa gjaldeyrisversl- un, frjálst verð landbúnaðarafurða, frjálsan útflutning fisks og land- búnaðarafurða, enga tolla, virðis- aukaskatt, staðgreiðslu launa- skatts, einn skatt og eina álagspró- sentu? Auðvitað væri þetta tilraunar- innar virði, það vita menn, en hvers vegna er þessi tilraun þá ekki gerð? Vegna þess að íjórflokkurinn er lokaður í fangelsi gamallar hags- munavörslu. I fangelsi geta menn ekki hreyft sig nema innan múra fangelsisins. Frá kjarasamningaaf- skiptum til verðlagsafskipta og þaðan til lánaafskipta. Vilji menn ný vinnubrögð verða þeir að kjósa þá menn til þeirra verka sem ekki eru í fangelsi hagsmunagæslunnar, heldur frjálsir og óháðir. Stefán Benediktsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.