Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1986, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1986, Page 15
DV. FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1986 15 Eitt rekur sig á Kjallari á fimmtudegi Augljóst er að mikillar óánægju gætir meðal lögreglumanna vegna kjaramála, og þarf raunar engan að undra. Ég hefi áður bent á það í þessum greinum að óþarft er að öfunda lögreglumenn af störfum þeirra. Þau eru bæði erfið og hættuleg, en kannski er það ekki aðalatriði málsins, miklu fremur hve niðurdrepandi það umhverfí er sem þeir daglega þurfa að hrær- ast í, þau mál sem þeir þurfa að hafa afskipti af. Það hlýtur beinlín- is að vera mannskemmandi fyrir ungt fólk að þurfa ávallt að fást við þær hörmungar sem sífellt stærri hluti þjóðfélagsins virðist kjósa að gera að daglegu lífi sínu, og bein þess unga fólks, sem sinnir löggæslustörfum, hljóta að vera misjafnlega sterk eins og annars fólks. Eftir nýjustu viðbrögðum lög- reglumanna að dæma telja þeir sig knúna til þess að beita aðferðum sem í augum borgara samrýmast tæplega skyldum þeirra til þess að vekja athygli á kjörum og að- búnaði. Ekki er gott að segja hvernig ríkisvaldið bregst við þessum tíð- indum, en hreinskilnislega skal viðurkennt að þar hlýtur að vera úr vöndu að ráða. Þótt lögreglu- menn láti það vera að gera nokkra alvöru úr þeim lítt duldu hótunum sem þeir hafa látið hafa eftir sér í fjölmiðlum þá getur enginn sagt neitt við því þótt þeir leiti sér betur launaðra starfa þar sem áhætta og álag eru minni. Við því getur eng- inn neitt gert og eftir situr þjóð- félag með skerta löggæslu á meðan yfir flæða eiturlyf og annar ófögn- uður af völdum meira og minna skipulagðra glæpasamtaka, og umferðin tekur sífellt stærri toll af fólki é öllum aldri. Skipulagsleysi? En ýmislegt fleira virðist að í löggæslumálum okkar en launa- kjör og starfsvettvangur löggæslu- manna. I skýrslu, sem fyrir nokkru var gerð af norskum ráðgjöfum og pótintátum í dómsmálaráðuneyti og löggæslu, er að finna ýmsar staðhæfingar um mikinn ólestur, „Það hlýtur beinlínis að vera mannskemmandi fyrir ungt fólk að þurfa ávallt að fást við þær hörmungar sem sífellt stærri hluti þjóðfélagsins virðist kjósa að gera að daglegu lífi sínu,...“ sem áreiðanlega hefur komið fleir- um á óvart en mér. Þar stendur meðal annars: „Eftir því sem við höfum komist næst með viðtölum er varla um nokkurt samstarf að ræða með rannsóknar- lögreglu ríkisins og lögreglustjóra- embættunum. Við höfum ekki heldur orðið varir við neitt sam- starf milli lögreglustjóraembætt- anna. Það lítið sem við höfum orðið varir við af samstarfi er með lægra settu fólki sem hefur haft um það frumkvæði. Ekki er heldur um neitt samstarf, sem vert er að nefna, innan lögreglunnar í Reykjavík milli umferðarlögreglu og al- mennrar lögreglu." Nú skal ég ekki um það dæma hvort hér er rétt frá skýrt, eða ástandið málað of dökkum litum, en ljótt er ef satt er og varla við þvi að búast að vel takist til við framkvæmd löggæslu. Hins vegar læðist að manni sá grunur þegar betur ,er skoðuð skýrslan góða að þeir sem hana hafa gert séu litlir siðbótarmenn segir til að mynda orðrétt: „Víða um lönd hefur mikil miðstýring lögreglu gefist illa. Án þes að rekja það nánar til hvers hún hefur ieitt, skal þess getið, að nú er mikið gert að þvi að endurvekja „grenndar- lögreglu" og með góðum árangri." Vafalaust er þetta satt og rétt, enda má segja að þetta sé í fullu sam- ræmi við mannlega skynsemi. En þegar til úrbótanna kemur kárnar gamanið. Spekingarnir komast nefnilega að því (væntan- lega til þess að draga úr miðstýr- ingu!) að leggja beri lögregluna í Hafnarfirði og Kópavogi undir Reykjavíkurlögregluna. Þegar rætt er um stöðvarstjóra í einstökum lögreglustöðvum er far- ið um það fjálglegum orðum að nauðsynlegt sé að stöðvarstjóri og samstarfsmenn hans séu staðkunn- ugir og lögreglan leggi áherslu á gott samstarf við íbúana. Samt leggur nefndin til að öllum lög- reglustöðvum á höfuðborgarsvæð- inu verði lokað að næturlagi nema aðalstöðinni við Hverfisgötu og MAGNÚS BJARNFREÐSSON þegar öllu er á botninn hvolft, því þegar til úrbótanna kemur stang- ast ýmislegt illilega á. í skýrslunni þaðan verði allri starfseminni miðstýrt, þar á meðal öllum lög- reglubílum á svæðinu. Þegar myrk- ur er skollið á og mest hætta á ýmiss konar ofbeldisafbrotum og mikil hætta einnig á alvarlegum umferðarslysum skiptir staðkunn- áttan allt í einu engu máli, heldur gildir allt í einu sparnaðarsjónar- miðið eitt. Öryggi borgaranna virð- ist ekki aðalatriði, heldur að fá klapp á kollinn fyrir að hafa gert „ráðdeildartillögur". Hörð andstaða Sem von er hafa ýmsir snúist hart til varnar vegna þessarar miðstýringaráætlunar. Vitað er að ýmsir frammámenn í ríkisapparat- inu telja höfuðborgina nafla al- heimsins og geta ekki hugsað sér neitt skelfilegra en að þurfa að fara út fyrir hana einhverra erinda. Hafa þeir verið drjúgir við að soga vald úr nágrannabyggðunum til borgarinnar eins og t.d. Hafnfirð- ingar hafa fengið að reyna í tolla- málum. Nú á að taka stjórn lög- reglunnar af þeim og einnig Kópa- vogsbúum og flytja allt til Reykja- vikur, svo unnt sé að loka lögreglu- stöðvunum á nóttunni og spara nokkrar utanferðir ráðamanna árlega í löggæslu. Skyldi skýrslan annars ekkki hafa kostað eitthvað? En h'klega er þessi skýrsla dæmi- gerð fyrir ástandið í dóms- og lög- gæslumálum okkar eins og það hefur verið árum og áratugum saman. Þegar ofbeldi, eiturlyfja- glæpir og auðgunarbrot þekja síð- ur dagblaða árið um kring eru úrræðin í því fólgin að loka lög- reglustöðvum að næturlagi og þegar ljóst er að miðstýring hefur gefist illa erlendis er talið nauðsyn- legt að auka hana hérlendis. Ég las skýrsluna í þeirri von að sjá eitthvað um að efla þyrfti lög- gæslu eða bæta aðstöðu lögreglu- manna. En það er lítið um slíkt, heldur á það bent kurteislega að lögreglumenn séu óþarflega margir miðað við hin Norðurlöndin. Kannski ríkisvaldið standi bara á bak við uppsagnir lögreglumanna og menn andi léttar við það ef löggæsla lognast smám saman út Magnús Bjarnfreðsson. Athugasemd við skammdegisumræðu Það er að sjálfsögðu ekki að ástæðulausu að íslendingum hætt- ir nokkuð við geðvonsku i skamm- deginu. 'Oft bitnar þetta á ráðherrum og öðrum ráðamönnum þjóðarinnar sem þá og þá eru að bjástra við að lagfæra það sem úrskeiðis fer. Ekki ósjaldan er ráðist á Seðlabankann og einstaka sinnum er Fasteigna- mati ríkisins sýndur sá heiður að fá að vera með í þessari skammdeg- isumræðu. Fyrir ekki alllöngu birtist í DV smáádrepa þar sem því var m.a. haldið fram að sú vinna, sem lið- lega þrjátíu manna starfslið hjá FMR vinnur nú, hafi áður verið framkvæmd af Hannesi Pálssyni einum með stúlku sér til aðstoðar. Gæti skaðað Flestir brosa nú sjálfsagt að svona skrifum og hugsa sem svo, nú, maðurinn er elliær og ekki mark á takandi. Þó finnst mér á þessum vettvangi rétt að vekja athygli lesenda DV á þessum áróðri sem vissulega gæti skaðað Fast- eignamatið. Sú skipulagsbreyting, sem gerð var með nýjum lögum frá 1976, var í því fólgin að fasteigna- GUTTORMUR SIGURBJÖRNSSON FORSTJÓRI FASTEIGNAMATS RÍKISINS tmer matsnefndirnar, sem störfuðu í hverju lögsagnarumdæmi og í áttu sæti alls um 130 manns, voru lagðar niður. Millimatsmannakerfið, sem starfaði milli aðalmata, var skipað tveim mönnum í hverju sveitarfé- lagi eða alls 446 manns í 223 sveit- arfélögum. Ef reiknað er á verðlagi 1985 þá greiddi ríkissjóður fyrir þetta út- hald rúmar 35 milljónir króna árið 1970. Þegar Fasteignamat ríkisins var sett á laggirnar með áðurnefndri lagabreytingu þá tók það við öllum þessum störfum og hefur nú á að skipa 33 starfsmönnum. Kostnaður við þann rekstur varð rúmar 32 milljónir króna á árinu 1985, sam- kvæmt upplýsingum frá ríkisbók- haldi. Staða og störf Hannesar Pálsson- ar koma ekki beint inn í þetta dæmi. Hann var starfsmaður fjár- málaráðuneytisins, starfsheitið var stjórnarráðsfulltrúi og átti að hafa eftirlit með þessum málaflokki af hendi ráðuneytisins. Þessi staða ----------------------------------- heitir í dag deildarstjqri og undir hann heyra málefni Fasteignamats ríkisins en það er ein þeirra stofn- ana sem heyra beint undir fjár- málaráðuneytið. Svona þvættingur, eins og þessi DV-skrif, er að sjálfsögðu ekki svaraverður. Þau eru til þess eins fallin að rýra álit hugsandi fólks á nútíma fjölmiðlun. Þó verða menn að taka visst tillit til þess að allur rógur um menn og málefni síast eitthvað inn í fólk og þvi meira sem hann er oftar endurtekinn. Ein hæð „Höllin“, sem DV-höfundurinn talar um að geymi skrifstofur Fasteignamatsins í Reykjavík, er ein hæð fyrir ofan Sendibílastöðina í Borgartúni. Þetta húsnæði var orðið of lítið fyrir endurskoðunar- skrifstofu sem starfaði þar um árabil og var því keypt af fjúrmála- ráðuneytinu fyrir Fasteignamatið. Jónas frá Hriflu sagði einhvern tíma að merkur maður hefði logið í blýhólk. DV lætur sér ekki nægja að láta þennan róg um Fasteigna- mat ríkisins í blýhó’k heldur er honum dreift til tugþúsunda kaup- enda blaðsins. Þó blaðið beri ekki lagaleg ábyrgð á skrifum sem birt eru undir nafni þá verður það að teljast sið- ferðileg skylda fjölmiðla að leggja dóm á það efni sem dreift er. Með þökk fyrir birtinguna. Guttormur Sigurbjörnsson. a „Þó verða menn að taka visst tillit til ^ þess að allur rógur um menn og mál- efni síast eitthvað inn í fólk og því meira sem hann er oftar endurtekinn.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.