Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1986, Side 16
16
DV. FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1986
Spurningin
Gefur þú blóm á konu-
daginn?
Stefán Magnússon nemi: Nei, það hef
ég aldrei gert. En ég held að það sé
slatti sem gerir það.
Magnús Hinriksson vélskólanemi:
Sennilega mun ég gera það, já. Ég
hugsa að það geri mjög margir.
Hjalti Vésteinsson nemi: Já, sjálfsagt
geri ég það. Ég hef vanist því að
gefin séu blóm. Það verður að halda
konunum góðum, það verður eitt-
hvað að gera.
Friðrik Pétursson fulltrúi: Oft geri
ég það, já. Hvort ég muni alltaf eftir
konudeginum? Já, yfirleitt er það nú
og eins og ég segi: gef oftast blóm.
Gunnlaugur Helgason dagskrárgerð-
armaður: Nei, ég mundi ekki einu
sinni eftir að það væri konudagur á
næstunni. Ég á líka enga konu og
mamma mín er úti svo ég hef enga
til að gefa.
Hjalti Sigurðsson lyfjafræðingur: Já,
ætli ég geri það ekki úr því þú minnir
mig á það. Annars mundi ég ekkert
eftir því að þessi dagur væri að koma.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Hvað er
til ráða?
Hafsteinn Guðmundsson skrifar:
Ég skrifa þetta vegna greinar í
Morgunblaðinu 11. 2. 1986, Drög af
húsnæðislánum.
Ég fagna auknum lánveitingum
fyrir byggjendur, þær eru allt of
lágar. Það er fyrir flesta ekki málið
hver á eignina, heldur fær fólk að
búa í því húsnæði sem það hefur með
dugnaði og elju komið sér upp, það
eru einnig ómæld verðmæti fyrir
þjóðarbúið. Eða hvað er þjóðfélag?
Er það að rífa niður þjóðfélagsþegn-
ana þangað til ekkert þrífst hér? Er
nema von að fólk spyrji. Fjöldinn af
heimilum hefur rústast og íjöldi fólks
fyrirfer sér, allt vegna íjárhagsörð-
ugleika og framtíðin lendir á villi-
götum (börnin). Vextir eru stjarn-
háir, óraunhæfir við alla fjármynd-
un, í einu orði okur. I gamla daga
var notuð svipa á þrælana en nú
skuldir.
Ef þjóðfélag sér ekki þjóðfélags-
þegnum fyrir nauðþurftum stendur
það ekki undir nafni. Nauðþurftir
eru húsnæði í köldu landi. Þó má
ekki neita því að þetta hefur þó
lagast síðan heimatilbúin verðbólga
fór lækkandi en betur má ef duga
skal. Vextir og verðbólga gengur að
hverju fyrirtæki, og ég tala ekki um,
húsbyggjendum dauðum. Hverjum
ætla þeir þá að lána?
12% vextir og 9% verðbólga eru
spor í rétta átt. En það er furðulegt
að jafnþýðingarmikil stofnun og
Húsnæðisstofnun ríkisins hefur eng-
an tekjustofn, þetta er til skammar.
Hún þarf að greiða lífeyrissjóðunum
skuldabréfakaupin aftur, nú 40% af
ráðstöfunarfé þeirra, mætti vera
.Nauðþurftir eru húsnæði í köldu landi,
50%, það verður að leyfa þeim að
hafa eitthvað. Tekjustofn Húsnæðis-
stofnunar ætti að vera þannig:
1. 10% af öllu byggingarefni, sama
hvaða nafni nefnist, til að gera
íbúð tilbúna.
2. 2% af öllum íbúðum, sem byggð-
ar eru til endursölu, eða seldar
innan árs frá lánshæfu húsnæði.
3. Útborgun lána ætti alls ekki
að dragast lengur en í 6 mánuði
frá lánshæfu húsnæði, þannig að
vextir éti það ekki upp.
4. Endurgreiðsla ætti að fara fram
með opinberum gjöldum. Lántak-
andi ætti með skattseðlinum að
fá tilkynningu um jafnar mánað-
argreiðslur, sem fólk gæti greitt
ásamt sköttum. Þetta mundi
stórminnka vanskil og fækka
nauðungarsölum. Þetta ætti ekki
að vera vandamál í tölvuvæddu
þjóðfélagi.
rétt
Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn
skrifar:
Hinn 13. febrúar 1986 birtist les-
endabréf í DV sem Jón Ólafsson
skrifar og ber yfirskriftina „Fyrstur
á slysstað“. Jón óskar eftir svörum
við nokkrum spurningum varðandi
slys er varð á gatnamótum Suður-
landsbrautar og Kringlumýrarbraut-
ar aðfaranótt 2. febrúar þar sem
lögreglubifreið var aðili að: Skal nú
atburðarás rakin samkvæmt segul-
bandsupptöku af fjarskiptum er fram
fóru þetta varðandi: Kl. 05.15 var
tilkynnt frá Bæjarleiðum um um-
ferðarslys á gatnamótum Miklu-
brautar og Grensásvegar og talið að
sjúkrabifreið þyrfti. Lögreglubifreið-
ir, sem voru á Laugavegi og Skúla-
götu, fóru þegar á vettvang og sjú-
krabifreið var send á staðinn: Kl.
05.18 tilkynnti lögreglumaður sem
var á leið á slysstað að hann hefði
Bjarki svarar Jóni Ólafssyni hvort það sé traustvekjandi að eiga líf sitt undir „svona mönnum“.
lent í árekstri á gatnamótum Suður-
landsbrautar og Kringlumýrarbraut-
ar og óskaði eftir lögreglu og sjúkra-
liði á vettvang. A sama tíma var til-
kynnt um slysið frá tveimur leigubif-
reiðastöðvum. Lögreglubifreið fór
þegar á vettvang en sjúkrabifreiðin
var þá farin í slysið á Miklubraut.
Samkvæmt upplýsingum Slökkvi-
liðsins senda þeir- sjúkrabifreið kl.
05.20 á slysstað á Suðurlandsbraut -
Kringlumýrarbraut og aðra kl. 05.26
á sama stað og flutti hvor bíll einn
mann á slysadeild.
Ástæða þess að Jón Ólafsson telur
að lögreglumenn í lögreglubifreið-
inni sem lenti í slysinu hafi farið af
vettvangi er sú að aðeins einn lög-
reglumaður var í bifreiðinni óein-
kennisklæddur og var á leið að sækja
lögreglumann sem koma átti á vakt
kl. 06.00 en þá eru vaktaskipti.
Sjúkrabifreiðar var óskað af lög-
reglu kl. 05.18 en slökkviliðið sendir
fyrri bifreiðina kl. 05.20 en hina síð-
ari kl. 05.26 eins og áður greinir.
Varðandi síðustu spurningu bréfrit-
ara um hvort traustvekjandi sé að
eiga líf sitt undir „svona mönnum“
vona ég að svarið felist í þeim stað-
reyndum sem hafa verið raktar hér.
Að lokum vil ég þakka bréfritara
áhuga hans á að bæta það sem hann
telur miður fara og vona að hann
hafi fengið fullnægjandi svör við
spurningum sínum.
Hámark svívirðunnar
Hver er ákærður í mjólkurþjófnaðinum? spyr BJG í Garðabæ.
BJG, Garðabæ, skrifar:
Enn eitt fjármálahneykslið, og
ekki af betra taginu, hefir skotið
upp kolli hjá þessari fjármála-villi-
þjóð. Nokkur hópur kaupmanna lét
sig hafa það að kaupa stolnar
mjólkurvörur til þess að græða
svolítið meira. Mórallinn, sem fram
kemur í þessu, er svo forkastanleg-
ur að gera verður kröfu til þess að
nöfn þessara verslana verði um-
svifalaust hirt, svo fólk geti séð
hvar það á ekki að versla. Þessi
nafnleynd, sem hér tíðkast, er svo
hrikaleg og skaðleg að jafnvel
glæpamenn blómstra í skjóli henn-
ar.
Tökum fíkniefnaglæpamennina
sem dæmi. Ung og saklaus stúlka
komst í kunningsskap við ungan
mann sem hana grunaði alls ekki
að væri viðriðinn þennan glæpa-
flokk. Hún gat illa snúið við þegar
henni varð ljóst hver þarna var á
ferð. Hefði makleg nafnbirting
verið leyfð á sínum tima hefði þessi
unga stúlka aldrei lent í þessu
ævintýri. Þetta er dæmalaust logn-
molluréttarfar, linkind og aum-
ingjaskapur hins opinbera sem
heldur hlífðarhendi yfir glæpam-
önum. Fjármálamisferli er orðið
svo hrikalegt hér á íslandi að nú
verður að gera átak í því að koma
í veg fyrir þessa óhugnanlegu
glæpi. Það- verður að birta nöfn
manna og fyrirtækja umsvifalaust
sem ákærð hafa verið fyrir svínarí
í viðskiptum. Að bíða eftir dómi er
hrlægilegt, sá dómur kemur venju-
lega þegar önnur kynslóð er tekin
við og viðkomandi orðinn elliær
eða dauður. Hver er ákærður í
mjólkurþjófnaðinum? Þetta verð-
um við að fá ópinbert á stundinni,
takk.