Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1986, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1986, Page 17
DV. FIMMTUDAGUR 20. FEBRUAR1986 17 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur .HvalQörð talar um sérstœðan húmor íslendinga vegna vopnaburðar lögreglupilta, þar sem gert var viðeigandi Hinn ameríski ránhvalur Stórir strákar í vesturbæ skrifa: Já, ég skrifa fyrir hönd stórra stráka úr vesturbænum vegna at- hugasemda Jóhanns Ö. Hvalf]örð við bréfi strákanna fyrr í mánuð- inum, vegna uppákomu varnar- máladeildar á Keflavíkurflugvelli, vegna einhverra hryðjuverka úti í heimi. Jóhann Ó. Hvalfjörð talar um sérstæðan húmor Islendinga vegna vopnaburðar lögreglupilta, þar sem gert var viðeigandi grín að vopnaskakinu. Það er greinilegt að sá sem kallar sig Jóhann Ö. Hvalfjörð fyllir þann flokk sem látið hefur hinn ameriska ránhval kokgleypa sig með hálfgerðum heilaþvotti í formi frétta ríkisfjöl- miðlanna, þar sem allar fréttir koma frá amerískum og enskum fréttastofum (sem þar að auki eru að mestu í eigu gyðinga), auk minnimáttarkenndar gagnvart amerískri múgsefjun og gervi- mennsku. Hann kvartar yfir gálga- húmor íslenskrar alþýðu gegn valdahroka og andlegum farsótt- um. En sem betur fer gera flestir íslendingar sér grein fyrir múgsefj- un af þessu tagi. Og hæðast að slíkum uppákomum sem á Kefla- víkurflugvelli. Vegna Jóhanns ein- staklega vonum við að hið amer- íska náhveli spýti honum út úr sér hið fyrsta, svo að hann geti tekið sinnaskiptum og vonandi fundið sitt rétta íslendingseðli aftur. í eigin barm! Ungur framsóknarmaður skrifar: Ég hripa niður þessar línur í ergelsi yfir allri þeirri gagnrýni sem Stein- grímur Hermannsson fær yfir sig í sambandi við Þróunarfélagið, þar á meðal frá varaformanni Sjálfstæðis- flokksins, á meðan sjálfstæðismenn koma sínum manni annars staðar að. Þar á ég við stöðuveitingu nýs vall- arstjóra. Þetta finnst mér vera hræsni hjá sjálfstæðismönnum, að þeim detti ekki í hug að líta í eigin barm áður en þeir gagnrýna aðra. Það er ekki mikið mál fyrir „litla barnið hans Davíðs“ að koma manni.að, á meðan maður, sem er búinn að vinna þarna í mörg ár sem verkstjóri, og er í raun hæfasti maðurinn í starfið, er settur til hliðar því að hann passaði ekki inn í kramið hjá íhaldinu. Hugsið málið, dæmið ykkur áður en þið dæmið aðra. Takk fyrir lesturinn. Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:.... 91-31815/686915 AKUREYRI:........96-21715/23515 BORGARNES:..............93-7618 BLÖNDUÓS:..........95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR:......95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:..........96-71489 HÚSAVÍK:.........96-41940/41594 EGILSSTAÐIR:............97-1550 VOPNAFJÖRÐUR:......97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: .......97-8303

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.