Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1986, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1986, Qupperneq 18
18 DV. FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1986 Menning Menning Menning Afturhvarf til náttúrunnar Talsverðar breytingar virðast hafa orðið á kínverskri myndlist frá því 1977 er sýning á kínverskri nútímalist var fyrst haldin að Kjarvalsstöðum. Þá virtust kín- verskir myndlistarmenn leggja allt kapp á að lofa og prísa verkafólk og vinnuvélar, sem til lengdar var fremur þreytandi fyrir.vestrænan áhorfanda. Nú er öldin önnur, ef marka má fjölbreytta sýningu frá Shanxi-fylki í Xian, sem opnuð var að Kjarvals- stöðum um síðustu helgi. Ekki örlar á traktorum og ef einhvers staðar sést í jarðýtu eða vörubíl þá er það eins og fyrir tilviljun. Gott dæmi er verk eftir Miao Zhougan af stíflugerð upp til fjalla. Skógurinn, skýin og hrikaleg fjöll- in eru meginatriði myndarinnar, yfirgnæfa byggingar og vélar í forgrunni vinstra megin. Áður hefði náttúrufegurðin fallið í skuggann af brosmildum vélstjór- um við jarðrask. Aherslubreytingar gera einnig vart við sig í mannamyndum Kín- verja. Fyrrum drógu þjóðhollir listamenn þeirra upp myndir af hinum kínverska alþýðumanni sem félagsveru, í hópvinnu, á sellufund- um, í bardögum við auðvaldsbullur o.s.frv. Nú leyfist mönnum að skyggnast inn í einkalíf alþýðunn- Myndlist AÐALSTEINN INGÓLFSSON Mynd eftir Luo Ming. ar, við sjáum undurfallegar svip- myndir af börnum að leik, móður með komabarn á brjósti, matseld, o.fl. Hin síkvika lína En þótt nýjum herrum fylgi ný yiðfangsefni eru kínverskir lista- menn samir við sig þegar til kast- anna kemur. Dráttlistin bregst þeim hvergi, hvort sem viðfangsef- nið er úr ríki manna eða náttú- runnar. Hin þjála, síkvika lína er alls staðar, afslöppuð og frjálsleg eða hárfín og spennt. Eftir línunum dansa litatónar, aldrei hvellir, ævinlegasamstilltir. Eins og segir í sýningarskrá, er nákvæm eftirlíking sjaldnast loka- takmark kínverskra listamanna af gamla skólanum. Og þrátt fyrir ýmis nútímaleg viðfangsefni, eru allir listamennirnir á þessari sýn- ingu bundnir hefðinni, þeir nota ævagamla tækni og virða fom lögmál kínverskrar myndlistar. Það sem augað segir Þeir mála til dæmis alltaf á langa renninga, sem bryddaðir eru með silki, en þeir voru upprunalega notaðir til tímabundinna skreyt- inga, á tyllidögum og við gesta- komur. Eftir notkun voru þeir svo vafðir saman og settir í geymslu. Þetta er eiginlega betra fyrirkomulag en hið vestræna, þar sem listaverk eru látin hanga uppi árum saman á sama stað. Um þessa sýningu að Kjarvals- stÖðum get ég ekki sagt meira en margur annar þar sem margt í kínverskri myndlistarhefð er mér framandi. En mitt vestræna auga naut þess sérstaklega að sjá fínleg- ar smámyndir eftir Fang Jizhong, skáldskap Luo Ming um ljós og skugga upp til kínverskra fjalla og raunsæjar mannamyndir Wang Yozheng. Steinþór Sigurðsson hefur komið sýningunni mjög snyrtilega fyrir í vestursalnum að Kjarvalsstöðum. Óhætt er að mæla með þessari kínversku myndlist við alla þá sem taka mark á því sem augað segir. En þeir verða að hafa hraðan á, því henni’ lýkur þann 23. febrúar nk. -ai Mynd eftir Wang Yozheng. Fyrirliggjandi í birgðastöð PLOTUR (ALM93) Sæ- og seltuþolnar. Hálfhart efni í þykktum frá 0.8 mm -10 mm. Plötustærðir 1250 mm x 2500 mm. SINDRA STALHR Borgartúni 31 sími 27222 Ekki getur hjá því farið að þeir sem fylgjast með þróun í alþjóðafjármál- um hafi fylgst gjörla með Ronald Reagan, forseta Bandaríkjanna, og stefhu hans sem kölluð hefur verið „reaganismi". Þeim sem eitthvað vita um „sögu- lega hagþróun" hefir litist heldur illa á þá stefhu og hefur hún verið harðlega gagnrýnd af einstökum mönnum innan Bandaríkjanna og utan, en án árangurs hingað til, því að þessi „hirðstjóri bandarískrar ómenningar" hefur óvanalega mikla „persónutöfra" og gott lag á að blekkja eigin þjóð og jaihvel aðrar líka. Greinarritari hefir aldrei látið blekkjast af þeirri pólitísku „nagla- súpu“ sem Reagan og aðrir reagan- istar hafa haldið fram í hinni al- þjóðlegu fjölmiðlun og ætla ég að taka fyrir helstu þætti fjármálaþró- unar í USA. Kjallarinn BJARNI HANNESSON FRÁ UNDIRFELLI Setið í súpunni Hagræn naglasúpa 1. Hagstjóm Reagans hefur auk- ið ríkisskuldir USA um tæpa 1000 milljarða dollara. 2. Fjárlagahalli hefur verið ævin- týralega hár, um 200 milljarðar $ á ári hin síðustu ár. 3. Hemaðarútgjöld USA hafa verið samanlagt síðustu 5 ár um 1050 milljarðar $ og hafa verið fjármögnuð að 9/10 hlut- um með lánum. 4. Þrátt fyrir Gramm og Rud- man neyðarlögin er líklegt að um sífellt aukna skuldamynd- un verði að ræða, að óbreyttri stefnu, og mun þá hinu efna- hagslega Ikarusar-flugi reag- anista fljótt Ijúka. 5. Hagvöxtur er hörmulega lítUl miðað við allt það lánsfjár- magn sem „dælt“ er út í efna- hagslífið í gegnum hergagna- iðnaðinn. 6. Margfeldisáhrif þessa gífur- lega fjármagns í þjóðlifinu em hörmulega lítil sbr. atriði 6 í meðfylgjandi línuriti. 7. Ofinetinn gjaldmiðill hefur „einangrað“ iðnað USA þann- ig að raunverulegir vaxtar- möguleikar til frambúðar eru mjög takmarkaðir. 8. Hin svokallaða endurreisn efnahagslifs í USA er í raun algerlega fjármögnuð með lánum og árangur hörmulegur miðað við „kostnað". Endalok stórveldis? Miklar líkur eru á að hagstjóm Reagans valdi endalokum þess valds er USA hafði frá 1945-80 víðast um heim. Þessi fullyrðing byggist á þeirri staðreynd að hagstjóm o.fl. í USA hefur valdið alvarlegri röskun á heimsmarkaði og á fjármálamörk- uðum að því marki að þetta ríki mun aldrei ná aftur fyrri stöðu og að líkum mun það einangrast bæði hag- og stjómmálalega og verða annars flokks ríki nema gjörbreytt verði um stefnu. Atriði 6 í línuriti skýrir þróun iðnframleiðslu í USA. 7 sýnir vægi dollarans miðað við helstu gjald- miðla. 8 sýnir árlega hækkun ríkis- skulda USA. Að öðm leyti er vísað í tölusettar málsgreinar og samsvar- andi tölur á línuriti til nánari at- hugunar. Bjami Hannesson. n gtfL. ríkisskulc!a og herút- (-•;) <:< 1 duir; I 980/1985 . m !|L Hækkun v 1980

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.