Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1986, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1986, Page 19
DV. FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1986 19 íslenskir fjallamenn hugsa til framtíðar: LEIÐANGURISLENDINGA TIL KÍNA OG HIMALAYAFJALLA Félagar í íslenska alpaklúbbnum hugsa hátt, eins og vera ber, þar sem áhugamál þeirra er fjallaklif- ur. En ekki er nóg með það að þeir hugsi hátt, heldur hugsa þeir til framtíðarinnar. Hópur félaga í klúbbnum hefur fengið leyfi Kín- verska íjallamannasambandsins til að klífa tvö fjöll í Sínkíang í Vest- ur-Kína og í Tíbet. Ráðgert er að sex manna leiðangur haldi til Kína snemma sumars á næsta ári. Þar á að glíma við rúmlega 7500 metra háan fjallgarð skammt frá Pamír- fjöllum. Síðari leiðangur fjalla- mannanna leggur síðan af stað vorið 1990. Takmark hans er eitt hæsta fjall jarðar, Sisapangma. Tæpur mánuður er ætlaður til fjallgöngunnar á fjallgarðinn við Pamírfjöll á næsta ári. Megin- markmið Islendinganna verður að klífa tindinn Kongur Tiupe sem er 7595 metra hár. Vitað er um þrjá leiðangra sem klifið hafa þennan tind. Hinn fyrsti var kfnversk- rússneskur, árið 1959. Samhliða fjallgöngunni munu leiðangurs- menn safna myndefni og upplýs- ingum um þessar fáséðu slóðir í augum V esturlandabúa. Fjallið Sisapangma, sem síðari leiðangurinn ætlar að reyna við árið 1990, er fjórtánda hæsta fjall jarðar. Það er rétt norðvestan við Everest-fjall, hæsta fjall jarðar. Fjallið er 8046 metra hátt. Það var fyrst klifið árið 1961. Leiðangurs- mennirnir íslensku hafa einnig leyfi til að gera kvikmynd um land og þjóð í Tíbet. Kostnaðurinn við fyrri leiðang- urinn er rúm ein milljón króna. íslensku fjallageiturnar hafa þegar greitt skráningargjöldin sem eru um sextíu þúsund krónur. I ráði er að safna fé til fararinnar með fulltingi einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Fjórir einstaklingar eru í forsvari fyrir fjallamennina, þeir Ari Trausti Guðmundsson, Árni Árnason, Hermann Valsson og Höskuldur Gylfason. Þeir skír- skota til þess í söfnun sinni að í þessum ferðum séu einstök tæki- færi til að efla almenningsíþróttina fjallgöngu og fræða íslendinga- um leið um framandi siði, þjóðir og lönd. Þess má geta að íslenskir fjalla- menn hafa þegar klifið háfjöll í Alaska, Argentínu, Perú og nú síðast Diran í Pakistan, en það fjall er 7280 metrar að hæð. -JH Forsvarsmenn fjallamannanna, Hermann Valsson, Árni Árnason, Hö skuldur Gylfason og Ari Trausti Guðmundsson. DV-mynd GVA Á þessu korti má sjá hvar fjöllin tvö eru sem íslendingarnir ætla að reyna við á næstu árum. Kongur Tiupe í vesturhluta Kína, í grennd við Sovétrík- in og Sisapangma, í Tíbet, rétt við fjallið Everest, hið hæsta á jörðinni. Tindurinn Kongur Tiupe sem ætlunin er að klífa á næsta ári. Hann er 7595 metra hár. Félagsmálastjóri Laustertil umsóknarstarf félagsmálastjóra hjá Hafnar- fjarðarbæ. Um er að ræða tímabundna ráðningu.'Laun skv. samningi við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar. Nánari upplýsingar um starfið veitir bæjarritari og félagsmálastjóri. Umsóknir um starfið, er greini aldur, menntun og fyrri störf, skal senda skrifstofu minni að Strandgötu 6, Hafnarfirði, fyrir 4. mars nk. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. símar 681722 og 38125 j Nýjar myndir í hverri viku! IMftNSKUft n nmHcxtmx. Myndbandaleiga J.B. Nóatúni 17, sími 23670. Opið alla daga kl. 14.00-23.00. THE DOUBLE TROUBLE Allar vinsælustu myndirnar á markaðnum í dag fást hjá okkur. Erum með Falcon Crest. Nýr þáttur vikulega. Tilboðsverð á þáttum 1-96.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.