Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1986, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1986, Qupperneq 21
DV. FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1986 21 Iþróttir Iþróttir Iþróttir • í gær afhenti Þórður Þorkelsson hjá Afreksmannasjóði ISÍ landsliðsmönnunum átta sem leika hér heima og í Sviss 35 þúsund krónur hverjum. Á myndinni tekur Guðmundur Guðmundsson við sínum hlut en hinirfylgjast með. DV-mynd GVA. Átta landsliðsmenn fengu 35 þúsund krónur í gœr úthlutaði Afreksmannasjóð- ur ISÍ 280 þúsundum króna til þeirra átta landsliðsmanna sem leika hér á landi og fara sem leikmenn með ís- lenska landsliðinu á HM í Sviss. Hver leikmaður fékk 35 þúsund krónur og er þetta vilji til að styrkja þá leik- menn íslenska liðsins sem lagt hafa á sig ómælda vinnu við undirbúning íslenska landsliðsins fyrir HM. Réttmæti þessarar úthlutunar vefst íyrir mönnum og ýmsir aðilar sem blaðið ræddi við í gær vildu meina að þeir leikmenn sem leika hér heima en komust ekki í lokahópinn hefðu einnig átt að fá úthlutun. Einnig voru þeir sem héldu því fram að þeir leikmenn sem leika erlendis hefðu átt að fá peninga fyrir þann tima sem þeir hafa verið viðloðandi undir- búning íslenska liðsins. -SK Ellert hættir eftir —Ellert Vigf ússon ætlar að snúa sér að veiðum á grásleppu, sel og þorski og flytjast til Stykkishólms. „ Auðvitað verður erfitt að hætta/’ segir Ellert „Það er rétt að ég hef ákveðið að hætta alveg í handknattleiknum eftir heimsmeistarakeppnina í Sviss. Ég flyt þá búferlum til Stykkishólms og ætla að hella mér út í útgerð," sagði landsliðsmarkvörðurinn Ellert Vig- fússon í samtali við DV í gærkvöldi. „Ég spila í byrjun mai með lög- regluliðinu á Norðurlandamóti lög- reglumanna og það verða mínir síð- ustu leikir. Auðvitað verður erfitt að hætta en það er ekki um annað FÁ100 ÞÓS. FYR IR SIGUR Á HM Ef íslenska liðið verður heims- meistari í handknattleik í Sviss fær hver leikmaður liðsins 100 þúsund krónur frá Handknattleikssamband- Sjónvarpskóngurinn borgar Portsmouth Hinn nýi eigandi ítalska stórliðsins AC Milano, sjónvarpskóngurinn Sil- vio Berlusconi, skýrði forráðamönn- um Portsmouth frá því í gær að hann mundi senda enska félaginu nú í vikunni fjórar milljónir króna (150 milljónir líra) upp í skuldina vegna kaupa á Mark Hateley, miðherja enska landsliðsins. Þessi upphæð féll í gjalddaga í desember. Þá fullvissaði nýi eigandinn Portsmouth mennina um að næstu greiðslur yrðu greiddar á gjalddaga. AC Milano keypti Hate- UMFNsigraði Þau leiðu mistök áttu sér stað á íþróttasíðunni í gær að sagt var að ÍBK hefði unnið UMFN í leik liðanna í 1. deild í kvennakörfu um síðustu helgi en hið rétta er að það var Njarð- vík sem sigraði, 42-37. ley á uni 60 milljónir króna sumarið 1984. Silvio Berlusconi tók við stjórninni hjá AC Milano í gær rétt eftir að borgararéttur í Milano hafði lagt blessum sína á tilboð Berlusconi í félagið. Hann tryggði sér 51% hlutabréfa í félaginu og greiddi fyrir þau sex milljarða líra -135 milljónir íslenskar. Fyrir kaupin hafði félagið ítalska rambað á barmi gjaldþrots en nýi eigandinn, sem rekur stærstu sjónvarpsstöð Ítalíu, mun nú greiða úr fjórmálaflækjum þess. Af Hateley er það að frétta að hálskirtlarnir verða teknir úr honum nú á föstudag og er reiknað með að hann geti ekki leikið næstu vikurn- ar. Missir meðal annars af landsleik Englands í ísrael í næstu viku af þeim ástæðum. hsím inu. Leikmenn íslenska liðsins fá einnig 100 þúsund krónur hver ef ís- lenska liðið hreppir annað eða þriðja sætið. Auðvitað er það hámark bjartsýn- innar að ætla íslenska liðinu verð- launasæti í heimsmeistarakeppninni í Sviss og því engar líkur á að til þess komi að HSÍ þurfi að punga út tæpum tveimur milljónum í „verð- launafé“ landsliðsmönnum okkar til handa að keppninni lokinní. En þar með er ekki öll sagan sögð. Leik- ■nnenn íslenska liðsins fá nefnilega 50 þúsund krónur hver ef íslenska liðið hafnar í 4., 5., 6. eða 7. sæti. Vissulega einnig litlir möguleikar en þó smá- von. Svo gæti farið að 7. sætið á HM í Sviss gæfi sæti ú næstu ólympíu- leikum sem þýðir að ef svo ólíklega skyldi fara að íslenska liðið hafnaði í 7. sæti og Júgóslavar, núverandi ólympíumeistarar, í einu af sex efstu sætunum hefði íslenska liðið tryggt sér sæti á næstu ólympíuleikum í Kóreu. Ólympíumeistararnir fara sjálfkrafa á næstu ólympíuleika. Það skal tekið fram að ef íslenska liðið hafnar aftar en í 7. sæti fá leik- mennirnir engan bónus fyrir frammi- stöðuna. -SK. herjólfur • Tómas Pálsson, Eyjamaður, leikur með Selfyssingum i sumar. að ræða. Laun mín hjá lögreglunni voru mjög léleg og ég hef sagt upp. Ég ætla út í trilluútgerð með félögum mínum og munum við stunda veið- arnar á 5 tonna trillu við Breiða- fjarðareyjar en þar var ég í sveit í tíu sumur. Ég reikna með að við munum aðallega veiða grásleppu og lunda en einnig sel og þorsk. Það er alveg ólýsanleg tiifinning að stunda þessar veiðar og ég hlakka mikið til að byrja í þessu,“ sagði Ellert Vig- fússon í gærkvöldi. Byrjaði 24 ára og hættir þrí- tugur Ellert hefur leikið 8 landsleiki fyrir ísland en hann er 30 ára gamall. Hann var 24 ára þegar hann byrjaði að æfa mark- vörslu hjá Víkingi undir stjórn Bogdans. í vetur lék hann í marki Vals og því er þetta mikil blóðtaka fyrir Valsmenn en' Ell- ert átti stóran þátt í góðu gengi V alsmanna á íslandsmótinu. Séeftir handboltanum „Ég á örugglega eftir að sjá mikið eftir handboltanum og félögum mín- um þar. En laun mín hjá lögreglunni voru einfaldlega það léleg að mér var fyrirmunað að lifa af þeim. Það er aðalástæðan fyrir því að ég hætti eftir HM í Sviss,“ sagði Ellert enn- fremur og verður mikil eftirsjá að þessum skemmtilega markverði. -SK l:4taphjá körlunum íslenska karlalandsliðið i badmin- ton tapaði i gær fyrir því austurriska með einum vinningi gegn Qórum. Landsleikurinn var liður i heims- meistaramótinu i liðakeppni, Thom- as Cup. Tómastil Selfoss Frá Sveini Ármanni Sigurðssyni, fréttaritara DV á Selfossi: Tómas Pálsson, hinn snjalli framl- ínumaður Vestmannaeyinga, á und- anförnum árum hefiir tilkynnt fé- lagaskipti yfir í lið Selfoss er leikur í 2. deildinni næsta sumar. Ekki er að efa að koma Tómasar verður liðinu mikill stvrkur en liðið hefur einnig orðið sér úti um nýjan þjálfara. Það er Sigurður Halldórs- son en hann hefur væntanlega störf hjá félaginu í næstu viku. -fros ÍBK vann Selfoss — í gærkvöldi Frá Sveini Ármanni Sigurðssyni, fréttaritara DV á Selfossi: ÍBK vann Selfoss í leik liðanna í 3. deild handboltans á Selfossi í gærkvöldi, 14-13, eftir að staðan hafði verið 7-7 í hálfleik. Leikurinn einkenndist af mjög sterkum varnarleik og hálfbitlausum sóknarleik eins og markatalan sýnir. Steindór Gunnarsson varð marka- hæstur hjá Selfossi með fimm mörk og Sigurjón Bjarnason skoraði þrjú mörk. Hjá ÍBK skoruðu Freyr Sverrisson og Theodór Sigurðsson báðir fjögur mörk. -fros Sovétríkjunum — íkvennafíokknum íbadminton íslensku stúlkurnar töpuðu illa í fyrstu viöureign sinni í heimsmeist- arakeppni liða ibadminton sem hófst i Mulheim í Vestur-Þýskalandi í gær. Það var gegn Sovétríkjunum. Tap í öllum leikjunum fimm. ísland er í C-riðli í kvennakeppn- inni, Uber cup, og þar eru einnig Holland, Frakkland og Noregur, auk íslands og Sovétríkjanna. í gær sigr- aði Noregur Frakkland, 4-1. I karlakeppninni - Thomas cup - er ísland í B-riðli ásamt Svíþjóð, Austurríki, Frakklandi og Zambíu. I gær vann Danmörk Mauritius, 6-0, í A-riðli og Wales vann Finnland, 4-1, í D-riðli. Keppendur íslands í Mulheim eru Þórdís Edwald, Elísa- bet Þórðardóttir, Inga Kjartansdótt- ir og Kristín Kristjánsdóttir, allar TBR, Ása Pálsdóttir, Akranesi, Guðmundur Adolfsson, Árni Hall- grímsson, Þorsteinn Hængsson, Jó- hann Kjartansson, Broddi Kristjáns- son og Sigfús Ægir Árnason, allir TBR. Sá síðastnefndi er einnig farar- stjóri en landsliðsþjálfari er Helgi Magnússon. _hsím •• ■ ~ «- r, i sMSrawKÍ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.