Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1986, Síða 31
DV. FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1986
31
Sandkorn Sandkorn
- /V '■■■. WmN
Markúsartorg
Feneyingar hafa löngum
verið stoltir af sínu Mark-
úsartorgi. Þar er enda
mikið mannlíf og ennþá
meira fuglalíf. Á torginu
því arna er nefnilega allt
vaðandi í dúfum sem mann-
fólkið hefur gaman af að
gleðja með brauðmolum og
öðru ætilegu sem til fellur.
En það geta fleiri verið
góðir með sig en Feneying-
ar.
í innigarðinum í nýja
útvarpshúsinu í Reykjavík
er hugguleg tjörn. I fram-
tíðinni er fyrirhugað að í
hana streymi sitrandi vatn.
I kringum tjörnina er
rúmgott torg. Það hefur
þegar verið skírt Markús-
artorg eftir okkar ágæta
útvarpsstjóra. Engum sög-
um fer hins vegar af fugla-
lífi á Markúsartorginu ís-
lenska.
Viðbygging
Vitið þið hvað nýja við-
byggingin við Hótel Sögu
er kölluð?
Auðvitað framhaldssaga.
Innheimta
lendinga-
gjalda
Eftirfarandi símtal átti
sér stað á Borgarspítalan-
umnýlega:
„Þetta er hjá flugmála-
stjóra, við erum að inn-
heimta lendingagjöld af
þyrluflugvellinum. Þau
hafa ekki verið greidd."
„Hva, ég kannast ekkert
við það,“ svaraði Jóhannes
Pálmason, framkvæmda-
stjóri Borgarspítalans. „Eg
hef aldrei heyrt neitt um
þetta.“
„Jú, þið skuldið 800 þús-
und krónur í lendinga-
gjöld,“ sagði röddin í sím-
anum ákveðin.
„Það kemur ekki til mála
að við greiðum það!“ sagði
framkvæmdastjórinn og
var nú orðinn æstur.
„Jú, þið verðið að greiða
þetta, - og svo eru komnir
dráttarvextir á þessi
gjöld...“
„Dráttarvextir!" æpti
framkvæmdastjórinn. „Ég
hef nú bara aldrei heyrt
annað eins.“
Það skal tekið fram að
ofangreint samtal átti sér
stað á eins konar „candid
camera“, sem var liður í
skemmtiatriðum á árshá-
tíð Borgarspítalans. Það
voru starfsmenn röntgen-
deildarinnar sem sáu um
grinið. Tekin voru upp
símtöl við ýmsa á spítalan-
um og þeim síðan varpað
út yfir árshátíðargestina. Á
meðan var ásjóna viðkom-
andi sýnd á stórum skermi.
Vakti þetta sérstaka kátínu
meðal árshátíðargesta, - og
fórnarlömbin tóku þessu
sérstaklega vel.
Högni hrekk-
vísí?
Það er með ólíkindum
hvað fólki getur dottið í
hug, þegar það ætlar að
skrá ný fyrirtæki í firma-
skrá. í Lögbirtingi rákumst
við á tilkynningu um einka-
fyrirtæki undir nafninu
„Kaldur köttur.“
Viðfangsefni þessa nýja
firma verður ekki innflutn-
ingur á kattamat eins og
einhver gæti haldið, heldur
verslun og rekstur hús-
eigna ásamt lánastarfsemi.
Vafalaust eiga einhveijir
eftir að eiga viðskipti við
köttinn kalda.
Deilt um inn-
flutning
Eins og DV greindi ræki-
lega frá í vikunni varð
mikið uppistand á Eskifirði
á mánudaginn vegna
þriggja breskra stúlkna
sem komu til landsins með
Óskari Halldórssyni RE-
157. Höfðu einhveijir illan
bifur á stúlkunum og töldu
þær stunda einkarekstur
sér til framfæris. Aðrir
kváðust vera meðmæltir
innflutningi sem þessum.
Gerðu einhveijir bæjarbúa
það að tillögu sinni að
lúðrasveit yrði á hafnar-
bakkanum þegar skipið
legðist að. Það hefði líka
verið nær að veita stúlkun-
um slíkar móttökur því þær
hafa verið meðhöndlaðar
eins og erlendir þjóðhöfð-
ingjar frá því þær komu til
landsins.
Og svo var það hass-
hundurinn. Hann hafði
verið keyrður úr Reykjavík
til að þefa í skipinu. Þegar
hann kom um borð fór
hann sem logi um akur í
nokkrar mínútur. En þá
vildi ekki betur til en svo
að hann velti um dollu með
rauðri málningu. Þar með
var frekari leit úr sögunni
því þefskyn hundsins var í
núlli og hann þar að auki
útsniffaður eftir málning-
una. Svo mun seppi hafa
verið orðinn ruglaður að
hann sveif á gamlan teppis-
bút sem hafði legið um
árabil á Eskifjarðarbryggj-
unni, beit hann og klóraði
eins og hann hefði að
geyma tíu tonn af hassi.
Þar með þótti öruggara að
færa hvutta af vettvangi.
Umsjón: Jóhanna S. Sig-
þórsdóttir.
Menning Menning Menning
Freyvangur: Kviksandur
Eg er dópisti
Kviksandur (A Hateful of Rain).
Sýningarstaöur: Freyvangur (um 16 km
frá Akureyri).
Leikstjóri: Þráinn Karlsson.
Höfundur: Michael V. Gazzo.
Þýðandi: Ásgeir Hjartarson.
Lýsing: Halldór Sigurgeirsson.
Hönnun leikmyndar: Þr'áinn Karlsson.
Aðalhlutverk: Leifur Guðmundsson, Stef-
án Guölaugsson, Anna Ringsted og
Jóhann Jóhannsson.
Frumsýnt 14. febrúar.
Leikritið Kviksandur er að mínu
mati góð skemmtun þótt á stundum
sé það svolítið langdregið. Leikur er
ágætur. Sá sem leikur best er Jóhann
Jóhannsson. Þetta er ákaflega
dramatískt leikrit, alvarlegs eðlis,
en kímnin er aldrei langt undan. Það
á tvímælalaust erindi til allra. Það
er um eiturlyf og hvernig þau eyði-
leggja einstaklinga, fjölskyldubönd
og - sjálft lífið.
Kviksandur var fyrst sýndur i
Lyceum leikhúsinu í New York 9.
nóvember 1955. Það er því búið að
vera í 30 ár á fjölunum og þolir árin
vel; boðskapurinn stenst tímans tönn
og rúmlega það. Dópið er miklu
meira vandamál nú en fyrir þrjátíu
árum.
Leikurinn gerist í gamalli íbúð í
suðausturhluta New York. Leik-
myndin er sú sama allan tímann -
íbúðin - ekki farið út fyrir hússins
dyr. í íbúðinni búa ungu hjónin,
Jonni Pope (Stefán Guðlaugsson) og
Celia Pope (Anna Ringsted). Bróðir-
inn, Pole Pope (Jóhann Jóhannsson),
er þriðja hjólið, leigir hjá þeim.
Leikritið hefst á því að pabbi þeirra
Pope-bræðra, Jón gamli Pope, er
kominn til stórborgarinnar. Hann
hefur ekki séð synina í áraraðir og
er í heimsókn hjá Jonna og Celiu.
Erindið til New York er að fá 2500
dollara hjá syni sínum, Pole Pope.
Þrátt fyrir að Jón gamli Pope (Leif-
ur Guðmundsson) leiti til Polo um
peninga er það Jonni sem er í uppá-
haldi. Gamli maðurinn gerir mikið
upp á milli bræðranna og hefur alltaf
gert. En hann grípur í tómt hjá Polo,
engir 2500 dollarar. Hvar eru þeir?
Það er Jonni sem er dópistinn -
hættur í skóla, rekinn úr vinnu,
eiginkonan ófrísk og hjónabandið í
rúst. Hann þarf tvær tuttugu dollara
spýtingar i handlegginn á dag, hon-
um er fjár vant og dópsalinn
„Mamma“ er engin góðgerðarstofn-
un.
Leikararnir, sem allir eru áhuga-
leikarar í Leikfélagi Öngulsstaða-
hrepps, komast ágætlega frá hlut-
verkum sínu, þó misjafnlega, eins og
gengur. Jóhann Jóhannsson fannst
mér bestur. Þar réð mestu augnaráð,
handahreyfingar og raddbeiting.
Mikið mæddi á þeim Stefáni og
Önnu, ungu hjónunum. Þau skila
sínu; helst að mér þætti raddbeiting-
in í slakara lagi, ef nefna á eitthvað
sem betur mætti fara. Þau virtust
eiga í vandræðum með tóninn þegar
þau rifust. „Heyrðu, farðu nú ekki
að æpa,“ segir Jonni Pope við Celiu.
En er það ekki einmitt það sem þarf
að gera þegar fólk rífst hressilega.
Lýsing er í höndum Halldórs Sigur-
geirssonar. Eitthvert óöryggi var á
ljósunum í upphafi frumsýningar-
innar. Náðist ekki rétta ljósið til að
lýsa á sviðið. Þess í stað var salurinn
lýstur upp. Það gerðist þrisvar og
það fór um salinn. Svona tilheyrir
bara frumsýningum, er það ekki?
Leikstjóri Kviksands er Þráinn
Karlsson, margreyndur leikari hjá
Leikfélagi Akureyrar. Honum hefur
tekist vel upp með leikhópinn og
fékk hann verðskuldað lófaklapp í
lokin.
„Ég er dópisti." „Hver spýtti í þig
í gærkvöldi?" „Greyið mitt, þegiðu!
Þetta er bara að verða kækur hjá
þér.“ „Engill í dulargervi." „Mamma
er engin góðgerðarstofnun." - Allt
eru þetta setningar sem þið heyrið í
Freyvangsleikhúsinu þetta árið.
Jón G. Hauksson.
„Elskan, það er engin önnur kona, það er morfín. Anna Ringsted og
Stefán Guðlaugsson í hlutverkum ungu hjónanna í Kviksandi.
DV-mynd: JGH
DANSKA
SMURBRAUÐIÐ
Auðbrekku 32,
Löngubrekku
megin.
Hjá okkur fáið þið ekta
danskt smurbrauð,
einnig kaffisnittur og
kokkteilsnittur.
Uppl. og pantanir i sima
45633.
Opið frá kl. 10-20 alla daga.
ATH. Sendum heim ef -óskað er.
Brunamálastofnun
ríkisins
auglýsir starf eftirlitsmanns eldvarna hjá
stofnuninni.
Nauðsynlegt erað umsækjandi hafi reynslu og þekk-
ingu í byggingarfræði og eldvörnum.
Umsóknir skulu berast brunamálastjóra ríkisins,
Laugavegi 59,101 Reykjavík, eigi síðar en 5. mars nk.
BRUNAMÁLASTJÓRI
Þeir sem vildu fá aðstoð við
hönnun á Árfellssinnréttingum
og handriðum
Hönnuðurá
Árfellsskilrúmum
verður á næstunni
á Egilsstöðum
og nágrenni
vinsamlegast hafi sam-
band í sima 84630 eða
28600.
IIBVGGINGAVÖRPRI
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR1986
- Sól
fýrirtælön I
Deildin leitaði
rtengdra atvinnu-
r«g tilnefndu þeir að
þau fyrirtœki, sem
frábær. 11 fyxir-
fengu flestar tilnefningar
' verður fjöldi fyrirtækja
F nef ndur i þessu sambandi.^
11, sem bezt komu útJ
Iru: Smjörlíki — Sól hf., Hampiðjan
fhf., Eimskipafélag íslands hf.,
I Hilda hf., Hagkaup hf., Hekla hf.,
IBM á tslandi, B.M. Vallá hf, Mjólk-
i ursamsalan, Plastprent hf. og Iðn-^
^aðarbankinn hf. Samkvæmt upplý:
um viðskiptadeildar Háskóla
í víða fram hjá mönnum £
b^ti! nein frábærtad0Hci á
ÍslanM^Hft^n^J^jKÍRnerkingu.
frekar mættnanuimgóð fyrirtæki.
Meðal þeirra raka, sem þátttakend-
Rétt er að benda á, að 13
bílstjórar frá okkur eru í fullu
starfi hjá þessum fyrirmyndar
fyrirtækjum. Auk þess sem
önnur nota bíla frá okkur,
hluta úr degi.
Þeir annast „skutl" í banka og
toll, sölu á vöru úr bílum,
útkeyrslu í verslanir og heim-
keyrslu úr vöruafgreiðslum.
ssnDiBiLHSTOÐin ir/