Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1986, Síða 32
32
DV. FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1986
Guumundur Halldórsson, fv. útsölu-
stjóri, lést 13. febrúar sl. Hann fæd-
dist í Reykjavík 9. ágúst árið 1900.
Foreldrar hans voru Andrea Katrín
Guðmundsdóttir og Halldór Högna-
son. Guðmundur réðst ungur til
starfa við Áfengisverslun rikisins og
var þar mjög lengi útsölustjóri eða
allt til ársins 1969. Hann kvæntist
Agústu Jóhannesdóttur, en hún lést
árið 1981. Þau hjónin ættleiddu tvö
börn. Útför Guðmundar verður gerð
frá Háteigskirkju í dag kl. 15.
Útför Gunnlaugs Halldórssonar arki-
tekts verður gerð frá Bessastaða-
kirkju föstudaginn 21. febrúar nk.
kl. 13.30.
Óskar S. Jónsson, Njálsgötu 49,
verður jarðsunginn frá Nýju kapell-
unni 'í Fossvogi föstudaginn 21. fe-
brúarkl. 15.
Steinunn Lára Jónsdóttir, fædd 12.7
1900 í Vatnsfjarðarseli, Reykjafjarð-
arhreppi, N-lsafjarðarsýslu, lést 20.2
1986. Hún verður jarðsungin frá
Kálfholtskirkju föstudaginn 21.2 kl.
14.
Ingibjörg Kjartansdóttir, Grenimel
15, lést í Borgarspítalanum 18. febrú-
ar.
Eggert Eggertsson frá Hellissandi,
Maríubakka 6, Reykjavík, lést 18.
febrúar í Borgarspítalanum.
Jóhann Ólason, Hjarðarholti, andað-
ist í sjúkrahúsi Húsavíkur miðviku-
daginn 19. febrúar.
Minningarathöfn um Guðlaugu Pét-
ursdóttur frá Ingjaldshóli, Vestur-
vallagötu 1, Reykjavík, verður í
Dómkirkjunni föstudaginn 21. febrú-
ar kl. 10.30. Útförin fer fram frá
Hellnakirkju, Snæfellsnesi, laugar-
daginn 22. febrúar kl. 14. Bílferð
verður frá BSÍ kl. 8.00.
Ingunn Ólafsdóttir, Álfaskeiði 14,
verður jarðsungin frá Fossvogskap-
ellu föstudaginn 21. febrúar kl. 10.30.
Gústaf Línberg Kristjánsson múrara-
meistari, Kópavogsbraut 73, verður
jarðsunginn frá Kópavogskirkju
föstudaginn 21. febrúarkl. 15.
Aki Gíslason bókasafnsfræðingur
verður jarðsunginn frá Dómkirkj-
unni föstudaginn 21. febrúar kl.
13.30.
Ýmislegt
Kirkjufélag Digranesprestakalls
heldur aðalfund sinn í kvöld,
fimmtudag, kl. 20.30 í safnaðarheim-
ilinu. Að loknum aðalfundarstörfum
mun Salbjörg Óskarsdóttir sýna lit-
skyggnur frá ferðum sínum erlendis.
Kaffiveitingar.
Aðalfundur Kattavinafélags ís-
lands
verður haldinn að Hallveigarstöðum
sunnudaginn 2. mars og hefst kl. 14.
Félagsvist Húnvetningaféiags-
ins
verður spiluð laugardaginn 22. fe-
brúar kl. 14 í félagsheimilinu Skeif-
unni 17. Allt spilafólk velkomið
meðan húsrúm leyfir. Kaffiveitingar.
Frjalst ohaö dagblaö
PANTANIR
SÍMI13010
V/SA
HARGREIÐSLUSTOFAN
KLAPPARSTÍG 29.
HVERFI
AFGREKJSLA
Þverhohi 11 - Sími 27022
Bræðraborgarstíg - Holtsgötu
Skipasund Hæðargarð
Hólmgarð Álfhelma 26-74
Nauðungaruppboð
á bifreiðunum L-798 Scout 1972 og L-1790, Opel Kadett árg. 1977, Pött-
inger sláttujDeytara, Zerowatt þvottavél og Pioneer hljómflutningstækjum fer
fram að kröfu lögmannanna Tómasar Þorvaldssonar, Gísla B. Garðarssonar
og Sigríðar Thorlacius við lögreglustöðina á Hvolsvelli fimmtudaginn 27.
febrúar 1986 og hefst kl. 14.00.
_____________Sýslumaðurinn í Rangárvallasýslu.
I gærkvöldi___________I gærkvöldi
Kristín Anna Sverrisdóttir sjúkraliði:
Vil ekki giápa mikið á sjónvarp
Ég reyni yfirleitt að horfa á fréttir
en það tekst alls ekki alltaf að ná
þeim öllum. Mér líkar nýja fyrir-
komulagið mjög vel, þetta er
skemmtifega upp byggt. Eftir frétt-
ir í gær var dagskrárliður um Elvis,
sem ég sat ekki föst yfir, enda
hvorki Elvis-aðdáandi né svona
átrúnaðargoðsdýrkandi yfir höfuð.
Það fór um mig að sjá hvað hægt
er að trúa á einn mann.
Þátturinn Á líðandi stund stend-
ur alltaf fyrir sínu og verður sífellt
betri og betri eftir því sem fólkið
verður öruggara.
Nú, Hótel er ágætis afþreying
sem ágætt er að horfa á en maður
getur líka alveg sleppt þeim þætti
án söknuðar. Þetta er ekkert síðri
þáttur en Dallas sem ég horfði
reyndar sjaldan á.
Ég heyrði ekki svo mikið sem
bofs i útvarpinu í gær og hlusta
yfirleitt lítið á það. Þó finnst mér
voða notalegt á fimmtudagskvöld-
mjög að hlusta á leikritíð eða rás
tvö sem er með mjög góða daskrá
á þeim kvöldum. Sjónvarpið fer
batnandi, sérstaklega hvað ýmsa
skemmtidagskrá varðar og það er
eiginlega miður því maður vill hafa
meiri tíma fyrir sjálfan sig. Að því
leyti var kannski ekki svo slæmt
að hafa sjónvarpið lélegt. Annars
hefur sjónvarpsáhugi minnkað á
mínu heimili, það er bara slökkt
ef ekki er eitthvað sem vekur
áhuga. Ég er á móti því að öll
kvöldstundin sem fjölskyldan hefur
saman fari í sjónvarpsgláp. En við
horfum alltaf á fréttir, allavega
maðurinn minn.
Fimmtudagstónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar íslands
Fimmtudaginn 20. febrúar kl. 20.30 í
Háskólabíói stjórnar Klauspeter
Seibel flut.ningi á sinfóníu nr. 1 eftir
Beethoven og Carmina Burana eftir
Carl Orff. Klauspeter Seibel hefur
Afmæli
verið tíður gestur Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar. Einsöngvarar í Carm-
ina Burana eru Sigríður Gröndal,
sópran, en hún var fulltrúi íslands á
Singer of the world samkeppninni í
Cardiff 1983 og stundar nú fram-
haldsnám í Hollandi, Júlíus Vífill
Ingvarsson, tenór, og Kristinn Sig-
mundsson, bariton, sem báðir eru
landskunnir fyrir söng sinn, bæði á
óperusviði og sjálfstæðum tónleik-
um. Kórhlutverkið er flutt af kór
íslensku óperunnar, sem vakti mikla
hrifningu í flutningi á Requiem eftir
Verdi fyrr í vetur. Kórstjóri er sá
sami og þá, Peter Locke frá Bret-
landi. Einnig tekur þátt í flutningn-
um barnakór íslensku óperunnar.
Þetta er í þriðja skiptið sem verk
Carl Orffs, Carmina Burana, er flutt
hér á landi. Það var dr. Robert A.
Ottósson sem frumflutti verkið með
söngsveitinni Fílharmóníu í Þjóð-
leikhúsinu árið 1960 og síðan var það
flutt undir stjórn Karsten Andersen
árið 1975.
Musica Antica í Naustinu i kvöld
Dúó Naustsins, þau Hrönn Geir-
laugsdóttir og Jónas Þórir, leika ljúf
lög fyrir matargesti í kvöld síðan
leikur Musica Ántica nokkur mið-
aldalög í tilefni tónleika Sinfóníu-
hljómsveitarinnar. Miðaldasnarl eft-
ir hljómleika S.í.
95 ára verður á morgun, föstudaginn
21. febrúar, Kristín Sigurðardóttir frá
Snæbjarnarstöðum í Fnjóskadal,
Furugerði 1 hér í bænum. Hún ætlar
að taka á móti gestum á heimili sínu
á afmæhsdaginn eftir kl. 19.30.
90 ára afmæli á í dag, 20. febrúar,
Skemmtikvöld á Hótel Hvols-
velli
Skemmtanalíf á Suðurlandi hefur
ekki verið mjög fjölbreytt fram til
þessa ef undan eru skilin hin lands-
frægu sveitaböll. Nú er hins vegar
von á aukinni fjölbreytni því eigend-
ur Hótel Hvolsvallar hafa ákveðið
að efna til sérstakra skemmtikvölda
fyrir íbúa á staðnum og nærsveita-
menn. Fyrsta skemmtikvöldið af
þessu tagi verður nk. föstudagskvöld
en þá skemmta hinn þjóðkunni
söngvari og hestamaður, Sigurður
Ólafsson og tónskáldið Skúli Hall-
dórsson. Skemmtikvöldið hefst með
borðhaldi kl. 20 en boðið verður upp
á þríréttaðan veislumat. Dúettinn úr
Reykjavík leikur rólega tónlist á
meðan á borðhaldi stendur og að
loknum skemmtiatriðum verður
dansað til kl. 02. Á Hótel Hvolsvelli
eru 34 eins og tveggja manna her-
bergi. Mjög góð íiðstaða er fyrir
gesti, m.a. gufubað, sóllampar' og
nuddpottur. Vistlegur blómaskáli er
á staðnum. Hótel Hvolsvöllur er
upplagður staður fyrir minni hópa
til að halda árshátíðir á. Valkostur
fyrir þá sem vilja breyta til og reyna
eitthvað nýtt.
Starfsmenn Sjallans
í yf irheyrslum
90 ára afmæli á í dag, 20. febrúar,
Guðlaugur Pálsson kaupmaður á
Eyrarbakka. Hann hóf verslunar-
störf árið 1915 en tveim árum síðar
stofnaði hann verslun sína á Eyrar-
bakka, sem hann rekur enn og star-
far sjáifur í daglega.
Jósef Jónasson á Sólbergi, Tálkna-
firði. Hann er fæddur á Hruna í
Hrunamannahreppi. Lengst af var
hann bóndi á Granda í Bakkadal í
Arnarfirði. Hann er nú á heimili
dóttur sinnar og tengdasonar á Sól-
bergi. Kona hans, Guðrún Magnús-
dóttir, lést fyrir nokkrum árum.
Sigurbjörn Friðbjörnsson varð 80 ára
þann 19. febrúar sl. Hann dvelur nú
á sjúkrahúsinu á Húsavík. Hann
mun taka á móti gestum á Hótel
Húsavík laugardaginn 22. febrúarfrá
kl. 15-18.
Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni
DV á Akureyri:
Fast að 10 starfsmenn veitinga-
hússins Sjallans hafa verið í miklum
yfirheyrslun hjá rannsóknarlögregl-
unni á Akureyri. Þeirra á meðal eru
nokkrir þjónar, dyraverðir og fram-
kvæmdastjórinn. Yfirheyrslurnar
eru meðal annars vegna gruns um
sölu á smygluðu kjöti og víni í hús-
inu. Enginn hefur verið hnepptur í
gæsluvarðhald.
„Við erum og höfum verið að
rannsaka ákveðna þætti í starfsemi
Sjallans, meira vil ég ekki segja,“
sagði Daníel Snorrason, rannsóknar-
lögreglumaður á Akureyri, í gær en
hann stjórnar rannsókninni.
- Út á hvað gengur rannsóknir.?
„Ég vil ekki tjá mig um það, rann-
sókn stendur yfir,“ sagði Daníel.
Það mun hafa verið undir kvöld-
mat í fyrradag sem lögreglan lét til
skarar skríða og færði nokkra af
starfsmönnunum til yfirheyrslu.
Framkvæmdastjórinn var til dæmis
yfirheyrður allt kvöldið og nóttina.
Fleiri voru yfirheyrðir i gær.
„Ég vissi ekki fyrr en bankað v^r
upp á heima hjá mér og spurt hvort
ég gæti komið upp á stöð. Það var
engin ástæða gefin upp,“ sagði einn
hinna yfirheyrðu við DV í gærkvöldi.
Astæðan fyrir því að dyraverðir
hafa verið yfirheyrðir er sú að lög-
regluna grunar að rétt tala aðgöngu-
miða hafi ekki alltaf verið gefin upp
og lög um söluskatt því brotin.
Elías Elíasson, bæjarfótgeti á
Akureyri, sagði í gærkvöldi að eng-
inn
hefði verið hnepptur í gæsluvarðhald
og engin krafa komið um slíkt.
- Kærði einhver í þessu máli?
„Nei, það hefur enginn kært,“
sagði Elías.
Samkvæmt heimildum DV hafði
lögreglan undirbúið yfirheyrslurnar
í nokkurn tíma.