Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1986, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1986, Qupperneq 34
34 DV. FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1986 Dægradvöl Dægradvöl Dægradvöl Dægradvöl Þetta eru tröllsleg farartæki sem á þessum búnaði eru vart boðleg í mannabyggðum. Þennan jeppa á Birgir Brynjólfsson, öðru nafni Fjalla-Eyvindur. DV-myndir PK Við erum ekki spólkarlar - DV í klónum á Fjalla-Eyvindi og félögum hans „Aldrei hefði mér dottið í hug að jöklaferðir voru svona,“ sagði félagi minn. „Við vorum að mala þetta á fimm kílómetra hraða í áttina að Bárðarbungu, hlustuðum á Dolly Parton, átum kjúklinga og leið eins og við værum í Texas.“ Það er Fjalla-Eyvindur sem er að segja frá. Hann er mikilúðlegur að sjá, hárprúður og gengur jafnan í gæruskinni. í þjóðskrá er hann nefndur Birgir Brynjólfsson en eftir aldarfjórðungs feril í fjallaferðum hefur skírnarnafnið vikið fyrir öðru og betra. „Það er langt síðan ég hætti að leiðrétta þetta með nafnið,“ segir Birgir. „Að vísu er svo komið að margir halda að ég heiti í raun og veru Eyvindur en það er ekki svo alvarlegt." Viðurnefni DV átti fund með nokkrum jeppa- mönnum fyrir skömmu. Þar voru, auk Fjalla-Eyvindar, Óli trukkur og hjónin Þorgrímur St. Árnason og Ásdís Óskarsdóttir. Það er mjög algengt í hópi jeppamanna að félag- amir fái viðurnefni sem þeir losna ekki við það sem eftir er ævinnar. „Þetta er eins og i litlum sjávarpláss- um úti á landi. Þar þekkist ekki nokkur maður með réttu nafni,“ segir Óli tmkkur sem reyndar heitir Ólafur Ólafsson. Auknefnið fékk hann eftir að hafa gert við vörubíla árum saman. Svipaða sögu er að segja af málfari þessa hóps manna. Þeir sem ekki eru lærðir í jeppafræðum skilja oft fátt eitt í samræðum þeirra þótt hægt sé að geta sér þess til að um íslensku muni vera að ræða. „Þetta sérkenni- lega málfar stafar af því hvað þessi grein er sérhæfð," segir Birgir. Trúarbrögð Fjallamennska Birgis stafar þó ekki af flótta undan yfirvöldunum og illa fengin hross koma ekki við sögu á ferli hans. Farartækið er sérútbúinn jeppi. „Jeppamennskan er mér trúarbrögð," segir Birgir. Þannig hefur það verið allt frá því hann eignaðist fyrsta jeppann um 1960. Það var Willys árgerð 1942. Það er viðkvæði jeppamanna að hafi bakterían einu sinni heltekið mann þá losni hann aldrei við hana aftur. Þess eru mörg dæmi að þeir hafi selt gripinn, svarið þess dýra eiða að byrja aldrei aftur og verið svo farnir að spá í nýjan jeppa eftir nokkra mánuði. Þau Þorgrímur og Ásdís eiga t.d. ekki jeppa þessa stundina vegna þess að þau eru að byggja. Þau eru þó ákveðin í að eignast nýjan um leið og grynnka fer á byggingarskuldun- um. Jeppaeignin er ákafleg kostnað- arsöm og tímafrek. Raunar verður vel búinn jeppi seint metinn til rétts vérðs því að baki býr jafnan ómæld vinna sem oft er betra að meta í árum en vinnustundum. Engir landböðlar Framganga jeppaeigenda í íþrótt sinni hefur verið mörgum þyrnir í augum. Einkum eru það náttúru- verndarmenn sem hefur þótt nóg um . að sjá sundurtættar brekkur og út- spólað graslendi. „Við eigum okkar bernskubrek," segir Ólafur Ólafsson. Hann er eigandi eins frægasta jepp- ans hér á landi. Bíllinn, sem er Rússajeppi, gengur undir nafninu ívan Kassavisky. „Núorðið eru ferðalögin aðalatrið- ið í stað þess að búa til eitthvert tæki til að spóla á. Spólkarlarnir eru á allt öðru sviði en við,“ segir Ólafur. Birgir hefur líka sitt til málanna að leggja: „Við lítum á okkur sem náttúruverndarmenn en ekki land- böðla eins og oft er sagt. Við höfum gaman af að ferðast um landið og viljum njóta náttúrunnar án þess að vera alltaf á flótta undan einhverjum náttúruköllum." 4X4 Jeppaeigendur hafa með sér sam- tök sem þeir kalla 4X4. Nafnið þarf ekki að skýra fyrir áhugamönnum í greininni. Félagið er jöfnum höndum eins konar ferðaklúbbur og hags- munasamtök. Félagarnir eru vel á þriðja hundrað. Fundir eru haldnir reglulega þar sem um hundrað manns mæta að öllum jafnaði. Þar eru málin rædd. Einnig er efnt til sýninga á Ijósmyndum og mynd- böndum. Þar eru jeppamir auðvitað í aðalhlutverki. Myndataka er ein af hliðargreinum jeppadellunnar. í ferðunum gefst oft gott tækifæri til að ná góðum lands- lagsmyndum við fjölbreytilegar að- stæður. Jepparnir eru þá oftast ekki langt undan og þykja fara vel við vetrarstemmningar á hálendinu. í félagi jeppaeigenda er kynslóða- ívan Kassavisky er með frægari jeppum hér á landi. Ólafur Ólafsson, öðru nafni Óli trukkur, var tvö ár að breyta freðmýratröllinu i þetta horf. Að nafninu til er þetta árgerð 1967 en nú er fátt eitt eftir úr upphaflega bilnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.