Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1986, Qupperneq 35
DV. FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1986
35
Dægradvöl Dægradvöl Dægradvöl Dægradvöl
bil að sögn óþekkt. Þangað sækja
ungir menn sem eru að klöngrast
ýfir fyrstu og erfiðustu hjallana í
íþróttinni. Þar eru gamlir jaxlar sem
hafa verið að brölta þetta árum og
áratugum saman. Og þar er enginn
stéttarmunur. I félaginu eru bæði
verkamenn og skurðlæknar þótt íjöl-
mennastir séu þar menn sem hafa
atvinnu af að halda bílafiota lands-
manna gangandi.
Löglegt
Meðal þjóðþrifaverka, sem félagið
hefur staðið að, er samning reglu-
gerðar um útbúnað sérbúinna bif-
reiða. Verkið var unnið í samvinnu
við Bifreiðaeftirlitið og gjörbreytir
stöðu þeirra sem ekki geta án trylli-
tækjanna verið. „Áður vorum við
alltaf að stelast þetta á bílum sem
við vissum að voru ólöglegir,“ segir
Birgir. „Núna vitum við hvar við
stöndum."
Á síðari árum hefur stórum farið í
vöxt að jeppaeigendur leggi fyrir sig
vetrarferðir um hálendið. Að sögn
Birgis er það tvennt sem veldur þess-
ari breytingu. Útbúnaður bílanna
hefur batnað mikið. Munar þar mest
um svokölluð blöðrudekk. Á þeim
dekkjum fljóta jepparnir betur á snjó
en gangandi maður. Síðan hafa menn
lært að ferðast um fjöll og firnindi
að vetri til án vandræða, jafnvel á
staði þar sem engum kom til hugar
að vélknúin tæki ættu eftir að kom-
ast.
Endalaus mokstur
„Áður mokuðu menn sér leið inn á
hálendið," segir Birgir, „og enn eru
til þeir menn sem ekki leggja í há-
lendisferðir að vetri af ótta við þenn-
an óskaplega mokstur. Við höfum
auðvitað skóflur með okkur en það
þarf sjaldan að nota þær. Þá fylgdu
bílarnir jörðinni í gegnum þunnt og
þykkt en nú fljóta þeir ofan á.“
Síðan kemur það til að um vetur
er jafnan vandræðalaust að fá inni í
skálunum á hálendinu. „Að sumri til
eru útlendingarnir úti um allt,“ segir
Birgir. „Það er hver einasti skáli
þéttsetinn fram á haust. Þess er sjálf-
sagt skammt að bíða að það sama
verði uppi á teningnum að vetri til
líka.“
Öryggiðfyrir öllu
-Það hvetur líka til vetrarferða að
jepparnir eru öruggari en þeir voru.
Vinnubrögðin við endurbæturnar
Hér eru gripirnir í réttu umhverfi. Eigendurnir eru þó svo hallir undir náttúruvernd að þeir þverneituðu að
láta fósturjörðina finna fyrir aflinu í vélarhúsunum.
.......
Þannig er útlitið í hesthúsinu í Rússanum hjá Ólafi Ólafssyni. Þarhefuröllu verið breytt á vestræna vísu.
reyndu einfaldlega að allt sem er illa
gert bilar og það getur verið óþægi-
legt að sitja í vonskuveðri á fjöllum
í biluðum bíl. Núna er slysatíðni hjá
okkur í algeru lágmarki. Aftur á
móti eimir enn eftir af því í almenn-
ingsálitinu að annaðhvort séu bíl-
arnir fastir eða brotnir."
Töluverður keppnisandi
Þeir félagar sögðu að nú væru
einkum tvö afbrigði af ferðum í
mestri tísku. Annars vegar eru það
rólegar fjölskylduferðir. Hins vegar
eru það ævintýralegri ferðir þar sem
képpni milli manna er meiri. „Eins
og í öllum öðrum íþróttum, því íþrótt
er þetta, er keppnisandi töluverður,"
segir Birgir. „Menn keppa um besta
búnaðinn og láta reyna á hæfnina.
Samt er samvinna góð milli manna
og hjálpsemi mikil. Þess eru jafnvel
dæmi að safnað sé fyrir kostnaði við
viðgerðir ef illa fer.“
Ómissandi þáttur í fjallaferðunum
er matreiðslan. Bæði er það sport út
af fyrir sig að matreiða á fjöllum og
eins hitt að menn eru oft matarþurfi
eftir átök langra daga. Þá þarf á öllu
þrekinu að halda og dugar ekki alltaf
til.
ir á taugarnar. Þetta er eins konar
jeppasálfræði."
Það er líka til að menn kjósi helst
að ferðast einir. Það er auðvitað mun
hættulegra en að vera í samfloti með
öðrum. Birgir segist hafa gert mikið
að því áður fyrr að vera einn á ferð.
Nú eru bílarnir búnir öflugum fjar-
skiptatækjum og oft einnig miðunar-
tækjum á borð við,,Loran C“ þannig
að áhættan er minni. Það ræðst
nokkuð af manngerðum hvernig
menn kjósa að ferðast. Sumir njóta
sín ekki nema einir en aðrir telja
félagsskapinn ómissandi og sjá enga
ástæðu til að fara á fjöll nema í hópi
góðra manna.
Hættir að týnast
Saman eru menn líka öruggir þótt
eitthvað komi upp á. „Það fara engar
björgunarsveitir það sem við förum,“
segir Birgir hróðugur. „Þess vegna
er það viðburður ef það þarf að kalla
út björgunarsveit til að leita að
okkur. Hins vegar hjálpum við til
við leitir eftir þörfum."
- En af hverju leggja menn þessa
kostnaðarsömu íþrótt fyrir sig?
„Það blundar í öllum mönnum að
takast á við eitthvað.“ Það er Birgir
Þegar búið er að hækka jeppann eins og þarf er orðið vandamál að komast
inn.
Það er mörgu að sinna ef halda á jeppanum í sæmilegu horfi. Hér er Fjalla-Eyvindur við tiltekt í hesthúsinu.
hafa, að sögn sérfræðinganna, batn-
að til muna. „í ferðalögunum eiga
menn líf sitt undir því að allt sé í
góðu lagi,“ segir Ólafur. „Áður var
meira um fúsk en kröfurnar hafa
aukist. Þetta er eðlileg þróun. Menn
Jeppasálfræði
„í dag hef ég mest gaman af að
stúdera félagana,“ heldur Birgir
áfram. „Það er hellingsgaman að
skoða viðbrögð manna við hinar
ýmsu aðstæður þegar verulega reyn-
sem svarar. „í þessari grein blandast
saman áhugamennska um bíla og
ferðatnennska, að viðbættum áhuga
á að kanna ókunnar slóðir. Þetta er
eins og áhugi íjallgöngumanna á að
komast á toppinn." -GK