Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1986, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1986, Qupperneq 36
36 DV. FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1986 Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Rock með besta vininum og sambýlismanninum, Tom Clark. Hudson: Vinimir reyndust tryggir til síöasta dags Frægasti AIDS-sjúklingur verald- arinnar er án efa Rock Hudson og við andlát hans tóku umræðurnar um sjúkdóminn nýja stefnu. Eftir hörð viðbrögð náðu menn áttum, urðu málefnalegri og blaðaskrif vörpuðu nýju ljósi á ógnvaldinn - einkum hættuna á ómanneskjulegri einangrun sjúklinganna síðustu ævidagana. Þegar öllum var orðið ljóst hvað amaði að Hudson þyrptust að gamlir vinir til að sýna honum að hann stæði ekki einn í lífmu. Fyrrum sambýlismaðurinn, Tom Clark, átt- aði sig á því hvað olli samvistarslit- unum tveimur árum áður, flutti til baka og hélt í höndina á elskhugan- um allt til loka. Doris Day bað hann að muna að allt sem hún gæti gert til þess að létta síðustu stundimar yrði henni gleði að inna af hendi - hann væri einn besti vinur sem nokkur maður á jarðríki gæti eign- ast. Liz Taylor var annar tryggur samstarfsmaður og vinur, hann trúði henni fyrir því hvað amaði að fyrir tveimur árum og hún sagði ekki nokkrum manni frá því en hug- hreysti hann sem best hún gat. Þegar ffegnin um andlátið barst var hún stödd í Evrópu og sagan segir að hún hafi hreinlega fallið saman. Doris tók fráfall hans einnig mjög nærri sér og sama má segja um fjölmargar aðrar stjörnur frá gullnu dögunum í Hollívúdd. Rock Hudson var vinsæll maður og segja vinirnir nú að ef til vill hafi það besta sem fyrir komandi AIDS-sjúklinga gat komið verið ein- mitt sú staðreynd að Hudson lést úr sjúkdómnum. Það hafi flýtt fyrir því að opna augu manna fyrir hræðileg- um afleiðingum veirunnar og ýtt undir frekari rannsóknir á henni - dýrkeypt reynsla sem svo margt annað í lífsins táradal. Myndirnar með Doris Day færðu þeim báðum heimsfrægð og vináttan sem þá hófst hélst til endalokanna. Kona verður skólastjóri lagaháskólans í Kólumbíu Barbara Aronstein Black er fyrsta konan í sögu Bandaríkjanna sem hlýtur tilnefningu til skólastjóra- stöðu við þarlendan háskóla. Hún er fimmtíu og tveggja ára gömul, þriggja barna móðir og tiltölulega nýlega komin út á vinnumarkaðinn eftir margra ára hlé þaðan. Húsmóð- urstörf og bamauppeldið hafa tekið mestallan tíma hennar síðustu ára- tugi. Tesopi og íslenska í morgunverð Eiginmaður Barböru er Charles H. Black, prófessor í stjómskipunar- rétti við Yaleháskóla. Hann er nú að láta af störfum vegna aldurs og mun taka við hlutakennslu við Col- umbia Law School - undir stjórn eiginkonunnar. Endaskipti hafa þá verið höfð á hlutverkaskiptum þeirra hjóna. Þegar þau kynntust á fimmta áratugnum var Charles lagaprófess- or við þennan sama skóla og Barbara nemandi í deildinni. Eftir giftingu þeirra fylgdi Barbara eiginmannin- um til Yale þar sem hann fékk pró- fessorsstöðu en hún sinnti húsmóð- urstörfum og bamauppeldi. Núna li'ggur leiðin til gamla skólans aftur þar sem hann mun starfa undir hennar stjóm í framtíðinni. Charles H. Black er íslendingum ekki með öllu ókunnur. Hann hefur árum saman haft mikinn Islands- áhuga, kom hingað til lands fyrst árið 1978 og fékk þá óbilandi áhuga á landi og þjóð sem leitt hefur til árlegra heimsókna, íslenskunáms og fyrirlestra hérna á vegum Háskól- ans. Islenskuna nemur hann af íinguaphone hljómplötum sem sett- ar eru af stað á morgnana samtímis tesopanum. I viðtali við Morgun- blaðið fyrir tveimur ámm segist hann muni verða farinn að tala og skilja íslensku í kringum hundrað ára aldurinn. Eiginkonan, Barbara, hefur ekki þennan áhuga á klakan- um kalda, segir hérna ekki það loft- slag sem henni hentar og því skipta þau liði þegar ísland er á dagskránni, hann fer til Islands og hún til kunn- ingjaí Englandi. Barbara fæddist árið 1933, hóf laganám í Columbia Law School 1950, giftist prófessomum í deildinni, Charles H. Black, árið 1954, lauk laganámi ári síðar og fluttist með eiginmanninum að Yale, eins og áður sagði. Þar var hún húsmóðir og Barbara Aronstein Black er fyrsta konan í Bandaríkjunum til að fá stöðuveitingu af þessu tagi. móðir næstu árin en gaf sér þó tíma .til að lesa sögu við Yale og ljúka þaðan prófum. Eftir að börnin voru uppkomin lagði hún fyrir sig nám í réttarsögu og tekur nú fyrst kvenna við skólastjórn í lagadeild. Barbara Aronstein Black þykir einstakt dæmi um konu sem náð hefur að sameina hin mismunandi hlutverk sem nú- tímakonur þurfa að gegna - og náð langt í sinni sérgrein þrátt fyrir áralanga íjarveru við gæslu bús og barna. 'dH. ™"i£''"h Íyi»Goth íl>»^,7v '"v'ilJn •«S*» C, mts?‘-«,S»’V;»»,<"?'»' " ö' ;; ,, »0 -y .. 'ÍSXnac'wájgýWiiia jjg/jft1 statf as Dean of Law Schoo. icolumbiáto^ameWoAanu_ __ ESÍ'SSli'S'&r; Úrklippur sem sýna frásagnir af stöðuveitingur til handa Barböru í The NewYorkTimes og Newsweek.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.