Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1986, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1986, Page 40
FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1986 Ungfrú heimur, Hólmf ríður Karlsdóttir: f rá reynslu sinni í síma Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, fréttaritara DV í London: íbúum Bretlandseyja gefst þessa dagana kostur á að heyra fegurðar- drottningu heims, Hólmfríði Karls- dóttur, segja frá reynslu sinni í „Miss-World“-keppninni. Allt sem Bretar þurfa að gera er að taka upp símtólið og hringja í ákveðið númer, sem auglýst er í blöðunum. Á hinum endanum fer í gang símsvari og af honum spilast rödd karlmanns, sem fyrir hönd Communications and Media LTD. kynnir ungfrú heim. Tekur síðan við rödd Hólmfríðar, sem staðfestir að þetta sé hún og segir jafnframt að hún sé að hvíla sig á sundlaug- arbarminum eftir góðan sund- sprett. Hún segir síðan frá aðdrag- anda þess að hún tók þátt i keppn- inni um Ungfrú ísland og rekur söguna i tæpar þrjár mínútur. Þá segir hún að ef viðkomandi hringi á morgun þá muni hún segja frá „Miss World-“ keppninni sjálfri. Símaþjónusta af þessu tagi er nokkuð algeng hér í Bretlandi. Til að mynda er hægt að hringja í tvær vinsælustu fyrirsætur Bretlands. Kostnaðurinn við símtalið til Hólmfríðar er rúmlega ellefu sinn- um meiri en kostnaður á venjulegu innanbæjarsímtali. RAUSTIR f MENN 25050 | senDiBiiasTöom LOKI Síminn er greinilega orðinn þarfasti þjónninn. Engsn niðurstaða eftir 17 tíma fund —f ramlag líf eyrissjóða og niðurfærsluleiðir meðal ágreiningsef na Ekkert samkomulag náðist á samn- ingafundi ASÍ og vinnuveitenda í nótt. Fundinum var slitið laust fyrir klukka 7 í morgun. Þá hafði hann staðið í 17 klukkutíma. Við- ræður hafa þó ekki enn runnið út í sandinn því boðaður hefur verið nýr samningafundur klukkan 17 í dag. Undirnefndir koma saman klukkan 14 í dag. „Það miðaði ekkert í nótt en samt er ekki hægt að segja að það hafi dregið í sundur milli aðila,“ sagði Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, í morgun. í nótt var aðallega rætt um hús- næðismál, endursköðun launt,- flokka, veikinda- og slysagreiðslui og síðan svokallaða niðurfærslu- leið. Aðilar eru sammála um að til aukinna niðurfærslna þurfí að koma af hálfu ríkisvaldsins. Hins vegar er ekki samkomulag um hvaða leiðir á að velja í þeim efn- um. Þá eru húsnæðismálin erfiður ljár í þúfu. Óánægja er með hversu lítið sumir lífeyrissjóðir greiða til húsnæðiskerfisins. Lífey rissj óður verlsunarmanna greiðir aðeins 10% af ráðstöfunarfé sínu og lífeyr- issjóður Sambandsins aðeins 5%. Sumir sjóðir greiða ekki krónu eins og t.d. lífeyrissjóður KEA og lækna. Meðal þessara sjóða er lítill vilji fyrir því að auka framlag sitt til húsnæðiskerfisins. Sumir sjóðir greiða mjög mikið eins og t.d. líf- eyrissjóður sjómanna, sem greiðir allt að 80% af sínu ráðstöfunarfé til húsnæðiskerfisins. Þá hefur enn ekkert samkomulag náðst um kauptryggingu. Ekki heldur um beinar kauphækkanir sem eru háðar því hvaða leiðir og hversu langt verður gengið í aukn- um niðurfærslum af hálfu ríkis- valdsins. -APH Ekið var á dreng á reiðhjóli á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar síðdegis í gær. Drengurinn var fluttur á slysadeild. Hann brákaðist á fæti en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. DV-mynd S. Siðanefnd vítir fréttastjóra sjónvarps Siðanefnd Blaðamannafélags Is- lands hefur, að beiðni útvarps- stjóra, veitt umsögn sina í ágrein- ingsmáli fréttastjóra sjónvarps og meirihluta útvarpsráðs um frétta- flutning sjónvarpsins af málefnum Amarflugs í kvöldfréttatíma sjón- varpsins 22. nóvembersíðastliðinn. í ályktun siðanefndar Blaða- mannafélagsins segir orðrétt: „Siðanefnd Blaðamannafélagsins telur að fréttastjóri sjónvarps sé sekur um ámælisverð brot á siða- reglum félagsins, bæði þeirri að blaðamaður skuli gæta virðingar blaðs síns eða fréttastofu og hinni að hann skuli vanda upplýsingaöfl- un sina eftir mætti og sýna fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Það er á hinn bóginn ekki á verksviði nefndarinnar að kveða á um'hvenær blaðamenn skuli biðj- ast afsökunar og hvenær ekki. Edda Andrésdóttir fréttamaður og Ingvi Hrafn Jónsson fréttastjóri komu á fund nefndarinnar 4. jan- úar og svöruðu spurningum nefnd- armanna." Allt óráðið hjá Framsókn Ekkert liggur fyrir í framboðsmál- um Framsóknarflokksins í Reykja- vík vegna borgarstjórnarkosning- anna í vor. Svör í skoðanakönnun eru að berast. Þar tilnefnir flokks- fólk líklega frambjóðendur. Ótal nöfn hafa borist, að sögn Alfreðs Þorsteinssonar, formanns Fram- sóknarfélagsins. Unnið verður úr svörunum um næstu helgi. Núverandi borgarfulltrúi, Kristj- án Benediktsson, gefur ekki kost á sér í framboð. Ýmsir hafa verið nefndir í sæti hans en eftir athugun DV er sá orðrómur almennt spjall sem ekkert er á byggjandi. Alfreð Þorsteinsson hefur iðulega verið nefndur til sögunnar. Hann er fyrr- verandi borgarfulltnii. „Nei, ég hef margsagt að ég kem ekki nálægt þessu aftur. Eg gegni auk þess trúnaðarstörfum fyrir flokkinn á öðrum vígstöðvum og læt það nægja,“ segir Alfreð. HERB Allirbit áSverri „Það eru allir bit á Sverri. Hann er algjörlega búinn að eyðileggja fyrir kapalkerfunum," sagði Skúli Pálsson á Ólafsfirðí en þar rekur hann kapalsjónvarpsstöð. Skúli á við nýsettar reglur Sverr- is Hermannssonar menntamála- ráðherra um að efni á erlendu máli, sem sýnt er í sjónvarpi, skuli jafnan fylgja íslenskt tal eða neðanmáls- texti á íslensku. Skúli Pálsson hefur sett upp disk til að taka við sjónvarpssendingum gervihnattarins Eutelsat. Skúli varð að setja diskinn upp að Kleif- um fyrir norðan ólafsfjarðarkaup- stað þar sem fjallið sunnan við fjörðinn er í sjónlínu milli bæjarins og Eutelsat. Skúli nær skýrri mynd frá um tug sjónvarpsstöðva. Til að koma henni i kaupstaðinn þarf hann að leggja dýran kapal. Krafa menntamálaráðherra um íslenskan texta kemur í veg fyrir að Skúli geti tengt erlendu sjón- varpsstöðvarnar við kapalkerfi bæjarbúa. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.