Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1986, Qupperneq 4
4
Fréttir
DV. ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS1986.
Fréttir Fréttir
Tveir af leikendum i Vigsluvottunum.
Blönduós:
Vígsluvottar
frumsýndir
Frá Rannveigu Sigurðardóttur,
fréttaritara DV á Blönduósi:
Þrátt fyrir háan aldur lætur Leik-
félag Blönduóss ekki deigan síga.
Síðastliðinn laugardag, 22. mars, voru
Vígsluvottamir eftir Ephraen Kishon
frumsýndir í Félagsheimili Blöndu-
óss.
Ámi Bergmann þýddi verkið en
leikstjóri er Carmen Bonitch. Leik-
ritið er gamanleikur með alvarlegu
ívafí, að sögn ieikstjóra.
Leikarar í uppsetningu Leikfélags
Blönduóss eru Sturla Þórðarson,
Guðrún Pálsdóttir, Jenny Gunn-
bjömsdóttir, Jón Pétur Líndal, Þor-
leifur H. Óskarsson og Rósa M. Sigur-
steinsdóttir.
Aðrar sýningar em 25. mars, 29.
mars og 1. apríl. Allar sýningar heíjast
klukkan 21. Vigsluvottarnir eru ann-
að verkefni Leikfélags Blönduóss í
vetur. Fyrir jól var sýndur gaman-
leikurinn Táp og íjör eftir Jónas
Árnason.
Enn brotist inn
í Burstafell
Það er greinilegt að Burstafell í
Reykjavík er orðið vinsæll innbrots-
staður. Brotist var inn í verslunina
aðfaranótt mánudagsins og stolið
skiptimynt. Þetta er níunda innbrotið
í Burstafell og söluturninn við hlið-
ina á versluninni. Einnig var brotist
inn í sölutuminn um helgina. Það
hefur alltaf verið notuð sama inn-
brotsaðferðin. Rúða brotin. Engin
önnur skemmdarverk hafa verið
unnin. -SOS
Bílalest tíu tíma
yfir Fjarðarheiði
Það gekk á ýmsu hjá skíðamönn- FjarðarheiðiogtilSeyðisíjarðar. Bílalestin lagði af stað frá Egils-
um frá Seyðisfírði þegar haldið var Mikill snjór og skafrenningur var stöðum kl. 20 á sunnudagskvöldið
heim á leið frá Skíðamóti Austur- á heiðinni. Ástæðan fyrir því hvað og komið var til Seyðisfjarðar kl.
lands sem fór fram í Oddsdal um ferðin gekk illa var að snjóblásari 6.30 í gæmiorgun.
helgina. Það tók áttatíu manna hóp frá Vegagerðinni bilaði þegar bíla- Ferðin var þreytandi og þá sérs-
frá Seyðisfirði nær fimmtán tíma lestin var komin á Fjarðarheiðina taklega fyrir ökumenn bifreiðanna.
að komast heim. Hópurinn, sem var og varð að kalla á snjóplóg til að Yngsta fólkið svaf og það fór ekki
á einum langferðabíl og níu einka- ryðja bílalestinni leið. Ferðin gekk illa um ferðalangana sem voru vel
bílum, var tíu og hálfa klukkustund hægt þar sem jafnóðum skóf í slóð- útbúnir og höföu nægan rnat og
að komast frá Egilsstöðum, yfir inasemmddvar. drykk. -SOS
Ráðning
stjórnanda
dregin
til baka?
Veikur
maður
fluttur
sjóleið-
inafrá
Þórshöfn
Læknir á Þórshöfn haföi samband
við Slysavamafélag Islands á
sunnudagskvöldið og það um hjálp
við að koma veikum manni á
sjúkrahús. Vegna veðurs var ekki
hægt að sækja manninn í flugvél.
SVFÍ hafði samband við sína menn
á Húsavík og Þórshöfn. Bað þá að
vera í viðbragðsstöðu í sambandi
við flutning á manninum í snjóbíl.
Upp úr miðnætti á sunnudag var
ákveðið að togarinn Stakfell færi
inn til Þórshafnar til 'að sækja
manninn og lækni. Haldið var af
stað norður fyrir og í átt til Húsa-
víkur. Þar sem veður var slæmt og
lítið skyggni á Húsavík, þannig að
flugvél gat ekki lent þar á flugvell-
inum, var ákveðið að sigla til Akur-
eyrar. Stakfell kom til Akureyrar
seinnipartinnígær. -SOS
„60% starfsmanna Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar voru á móti gríska
stjórnandanum Trikolidis í skoðana-
könnun fyrir ári og því var það þá
þegar tvírætt að ráða hann. Reynsla
okkar af honum síðan hefur aukið
andstöðuna gegn honum,“ sagði Rósa
Hrund Guðmundsdóttir, formaður
starfsmannafélags Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar, í samtali við DV.
Starfsmannafélagið hefur farið þess
á leit við stjórn Sinfóníunnar að hún
endurskoði þá ákvörðun að ráða
Grikkjann Trikolidis til að stjóma
hljómsveitinni í 2 mánuði á næsta
starfsári. Samkvæmt heimildum DV
telja að minnsta kosti sumir stjómar-
menn að ekki þýði að standa gegn
vilja yfirgnæfandi meirihluta starfs-
manna og verði Grikkinn látinn fara
og honum greiddar skaðabætur.
„Stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar
hefur þungar áhyggjur af málinu en
við höfum ekki hist til að ræða það
til hlítar á fundi og því vil ég ekki
láta neitt hafa eftir mér um málið,“
sagði Hákon Sigurgrímsson, formað-
ur stjómar Sinfóníuhljómsveitarinn-
ar, í samtali við DV.
„Við erum á móti ráðningu hans.
Hann hefur komið hingað 4 sinnum
til að stjóma tónleikum og það er ljóst
að hann kann ekki þau vinnubrögð
sem stjórnendur þurfa að kunna til
að ná þeim árangri sem við ætlumst
til á æfingum," sagði Rósa Hrund
Guðmundsdóttir um Trikolidis og
bætti við: „ Það hefur komið í ljós
að hann er ekki sá sem menn vonuð-
ust til. Honum gengur ekki vel að
stjórna æfingum hljómsveitarinnar,
sérstaklega varðandi skipulagningu
og vinnubrögð. Hann hefur verið
fremur vinsæll af áheyrendum en
vinnan með okkur við æfingar er 90%
starfsins og þvi höfum við farið fram
á að ráðning hans verði endurskoð-
I dag mælir Dagfari
I dag mælir Dagfari
I dag mælir Dagfari
Týndu sauðunum fagnað
framvegis muní útlendingar borga
Enn einu sinni hafa hjálparsveitir
verið kallaðar út til að leita að týnd-
um mönnum. Þeir fundust sem
betur fer heilir á húfi. Það þurfti
reyndar ekki að leita langt því við-
komandi menn voru að þvælast um
í Mosfellssveit en ekki óbyggðum.
Samt var þetta nóg til þess að fjöl-
mennar sveitir björgunarmanna
voru kallaðar út. Nú er það orðið í
tísku að leggjast út og týnast. Hetj-
urnar, sem grófu sig í skafla, fá af
sér forsíðumynd í blöðum og þeim
er fagnað við heimkomuna sem ís-
lands hrafnistumönnum. Björgun-
armenn koma sveittir og ánægðir
til byggða eftir að hafa grafið upp
týndu sauðina og allir eiga að fagna
með. Auðvitað dettur engum heil-
vita manni í hug annað en varpa
öndinni léttara þegar svona undan-
villingar finnast. En er ekki komið
nóg af svo góðu? Helgi eftir helgi eru
tugir eða hundruð manna kölluð út
til leitar að týndum mönnum sem
ana upp á fjöll án þess að hlusta á
veðurfregnir eða taka nótis af því
að það er vetur á íslandi. Okkur
finnst þetta alveg dásamlega fyndið
og sniðugt að týnast og finnast aftur
eftir leit sem kostar vinnutap tvö
hundruð manna, það er að segja ef
íslendingar týnast.
En það kemur annað hljóð í
strokkinn ef um útlendinga er að
ræða. Hingað koma árlega um 100
þúsund erlendir túristar. Þar af má
bóka að tveir til þrír týnast uppi á
öræfum og annar eins hópur lendir
í einhvers konar veseni út af því að
þeir höfðu ekki með sér varadekk.
Um leið og vandræði útlendinganna
verða ljós fer fjölmiðlamafían af
stað. Sjónvarpið hefur viðtal við
framkvæmdastjóra Ferðamálaráðs
þar sem hann lýsir þungum áhyggj-
um yfir hættuspili því sem útlend-
ingar eru að leika með því að ferðast
upp um fjöll og firnindi. Auðvitað
er það vítavert athæfi af hálfu út-
lendinga að yfirgefa malbikið í
Reykjavík en þó tekur fyrst steininn
úr þegar þetta pakk fer að ferðast
upp á öræfi líka. Slikt flan gæti haft
það í för með sér að einhver týndist
og það þyrfti að kalla út leitar-
fiokka. Og ef svo fer þá spyr áfjáður
spyrill fjölmiðils alltaf: Hver kostar
þessa leit? Og framkvæmdastjóri
ferðamála svarar, ábúðarfullur á
svip: Það verður einhver að borga.
Við getum ekki látið þessa útlend-
inga vandra upp um fjöll og heiðar
án þess að einhver borgi. Þar með
er viðtalinu lokið og allir snúa sér á
hitt eyrað með þeirri fullvissu að
fyrir að láta sig týnast, enda er þeim
það ekki of gott, þessum skröttum,
fyrir að hafa verið að þvælast hingað
yfirleitt.
En það kemur annað hljóð í
strokkinn þegar um íslendinga er
að ræða. Það þykir alveg sjálfsagt
að ijúpnaskyttur byiji að týnast í
fjölluin með fyrstu hausthretum.
Fjölmennt lið björgunarmanna
heldur sér í æfingu með því að leita
að skyttunum týndu og síðan er
sungið lof og pris yfir því hvað hinir
týndu stóðu sig vel að drepast ekki
á fjöllum og svo hvað björgunar-
menn voru afspyrnuduglegir að
ramba á hina týndu og koma þeim
til byggða. Stundum hafa svona
leikir einhveija eftirmála og menn
fara að skrifast á í blöðum. Nægir
þar að minna á ábúðarfull greinar-
skrif i Morgunblaðinu á dögunum
þar sem björgunarmenn voru fullir
heiftar út í mann sem hafði týnst á
fjöllum en var hinn fúlasti yfir því
að gerð var að honum leit. Sá hinn
týndi hafði látið svo ummælt að
hann hefði aldrei verið týndur og
það hefði verið hreinn óþarfi að
kalla út fjölmennt lið björgunar-
manna. Eins og gefur að skilja
brugðust björgunarmenn við hinir
reiðustu og rituðu langhunda þar
sem þeir sýndu fram á að alltaf
þegar maður týndist bæri að leita
að honum og gáfu jafnframt í skyn
að viðkomandi maður hefði týnst
gang ofan í gang og því væri honum
nær að þegja og þiggja leit með
þökkum hvenær sem væri. Þetta
var allt hið skemmtilegasta sjónar-
spil og það léttir veturinn að hafa
svcma bráðalvarleg deilumál.
Á sama tíma berast fréttir ofan
af öræfum þess efnis að þar komi
menn á vélsleðum af og til og fari
mikinn. Til þess að létta af sér
öræfaþögninni taka vélsleðamenn
gjarnan með sér rótsterk vín og
skjögra síðan dauðadrukknir inn í
híbýli veðurathugunarhjóna hingað
og þangað um óbyggðir. Eftir að
hafa sofið úr sér vímuna birgja þeir
sig siðan upp af Svala frá Dabba
Scheving og drekka úr sér þynnk-
una á leið til byggða, skiljandi eftir
sig slóð af umbúðum. Sjaldnast þarf
þó að gera út leit að þessum mönn-
um, hvort sem fyrir er að þakka
vodka eða Svala, en af fréttum að
dæma þá drekka vélsleðamenn
þetta yfirleitt hvort í sínu lagi en
blanda vökvunum ekki saman eins
ogtiðkastíbyggð.
Hvað útlendingar, sem týnast hér,
hafa látið ofan í sig kemur engum
við, cnda er það einkaréttur íslend-
inga að týnast ókeypis í eigin landi
ogfinnastaftur.
Dagfari.