Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1986, Síða 8
8
DV. ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS1986.
Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd
Hlera
samtal
hjóna
Afhending óskarsverðlauna
ígærkvöldi:
••
JORÐI
AFRÍKU
FÉKK SJÖ
Yelena Bonner, eiginkona sovéska
andófsmannsins Andrei Sakharov,
sem varð að heita þvi að tjá sig ekki
opinberlega um neitt er varðaði þau
hjónin eða líf þeirra í Sovétríkjunum
til að fá að fara til Vesturlanda að
leita sér lækninga, hefur brotið gegn
þeirri þagnarskyldu.
Myndband, sem sýndi Sakharov við
góða heilsu og sagt var að KGB hefði
látið gera, varð til þess að Bonner gat
ekki orða bundist. Sagði hún að
myndin, sem sýndi meðal annars
Sakharov að tala við hana sjálfa í
síma, sýndi að Sovétmenn legðust
jafnvel svo lágt að hlera samtal hjóna.
Sagðist Bonner óttast um heilsu
bónda síns því sú staðreynd að Sovét-
menn hefðu komið myndbandinu á
framfæri benti einmitt til þess að
hann hefði það ekki nógu gott.
Halldór Valdimarsson, fréttaritari
DV í Bandaríkjunum:
Eins og búist hafði verið við bar
kvikmynd Sidney Pollacks „Out of
Africa“,eða Jörð í Afríku, höfuð og
herðar yfir aðrar myndir, hlaut sjö
óskarsverðlaun, þar á meðal sem
besta kvikmynd ársins 1985 og
Pollack sjálfur fékk óskarinn fyrir
besta leikstjóm.
Óskarsverðlaun fyrir bestan leik
í aðalhlutverkum fengu þau Will-
iam Hurt fyrir leik sinn í „The kiss
of the spider Woman“, Koss kóngu-
lóarkonunnar, og Geraldine Page
fyrir „A trip to bountiful". Gerald-
ine Page hefur átta sinnum áður
verið tilnefnd til óskarsverðlauna
en aldrei hlotið hnossið fyrr en nú.
Óskarsverðlaun fyrir bestan leik
í aukahlutverki hlutu Angelique
Huston fyrir leik sinn í „Prizzies
Honor“ (Heiður Prizzies) og Don
Amendze fyrir hlutverk sitt í „Co-
coon“.
Besta erlenda myndin var valin
argentínska myndin „The official
story“.
APREL heftið er komið
Á blaðsölustöðum NXJNA
Tímarit f yrir alla
sindalegstaðreynd: munur tynianm.. ^
ninerurnisnumaxi*
orrituð" fráfæðmgu ..!L.-....%
BlS.3 lðkaðu jóga heima hja . ^
Hugsun i orðum..
[.oksmsaðgengLteg .........
Eræðsla fynr alla þa ð að hryðjuvcrkam<mnum.■■■ * ^
sem ekkert vita um t'rvaisijóö.■•;-F;;t'h";ða'riCgt.
tölvur Otrukgt en satt. - .... 51
n-pvk á ......... o
BlS. 20 rald allir hnuslausir ..
Saga Guðlaugs pTg^JMAÐURINN
SmUFKÖIDíMÖBINN
•oig 30 Hcistu trúarbrcigð heims: _ 6o
DiS* Búddisminn...........
Madame Tussaud s: 7,
MADMETUSSAUD'S:
VAKAÐYFIRHVER]U Borgar-Mánn........ 88
SMÁATRIÐI Ney tendaleiðsögn:
Bls 73 Tannkrcm úr náttúrucfnum.
93
Bandaríska leikkonan Geraldine Page hlaut loks óskarsverðlaun í gær-
kvöldi eftir að hafa verið tilnefnd átta sinnum áður.
Page var kjörin besta leikkonan í kvikmyndinni „A trip to bountiful“.
„Ég held að ég hefði átt að fá einn óskar fyrir allar hinar tilnefningarnar
líka,“ sagði Page í gærkvöldi. „Ég er minn mesti aðdáandi.“
Sandinistar
ráðast inn
í Honduras
Halldór Valdimarsson, fréttaritari DV
í Bandaríkjunum:
í gærkvöld bárust óstaðfestar fréttir
af því að sandinistar í Nicaragua
hefðu sent um fimmtán hundruð
manna herlið inn í Honduras og
ráðist þar á stöðvar Contra-skæru-
liða.
Bárust fregnir af hörðum bardögum
í landamærahéruðum. Honduras-
stjóm fór þess óopinberlega á leit við
Bandaríkjamenn í gær að fá aðstoð
til að flytja herlið á svæðið þar sem
átökin standa yfir, til að hrekja herlið
sandinista þaðan í burt.
Fregnir frá átakasvæðinu herma að
hluti sandinistanna sé afkróaður í
Honduras og var óttast að aukið
herlið yrði sent frá Nicaragua.
Þessar fregnir eru óstaðfestar enn
sem komið er, að því er talið er að
einhveiju leyti vegna þess að Hond-
urasstjóm hefur ekki viljað viður-
kenna að herlið frá Nicaragua væri
komið inn í landið og Bandaríkja-
menn geta ekki orðið við beiðni þeirra
um aðstoð fyrr en þeir gera það opin-
bert.
Birtu nýja mynd
í rannsókninni
á morðinu á Palme
Gunnlaugur Jónsson, fréttaritari DV
í Svíþjóð:
Holmer, lögreglustjóri í Stokk-
hólmi, sem stjómar rannsókninni á
morðinu á Olof Palme, birti frétta-
mönnum nýja mynd í gær.
Myndin er af mani.i sem sagður er
hafa sést veita Palme eftirför dagana
fyrir morðið. Holmer lagði áherslu á
að þessi maður væri ekki morðinginn
en væri hins vegar grunaður um að
geta tengst morðinu á einhvem hátt.
Þegar hafa komið fram viðbrögð frá
einu hóteli í miðborg Stokkhólms.
Að sögn starfsmanna í gestamóttöku
hótelsins líkist myndin mjög útlend-
um manni er dvaldi á hótelinu dagana
fyrir morðið á Palme. Talaði maður-
inn bæði þýsku og ensku en hvarf
skyndilega af hótelinu án þess að
borga um líkt leyti og morðið var
framið, að því er starfsmennimir
segja.