Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1986, Blaðsíða 16
16 DV. ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS1986. • Adrian Heath. Heath til Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta- manni DV á Englandi. Allt bendir nú til þess að Adrian Heath, leikmaðurinn kunni hjá Everton, leiki með Chelsea næsta keppnistímabil. Heath, sem Everton keypti frá Stoke fyrir 750 þúsund sterlingspund fyrir nokkrum árum, hefur ekki verið fastamaður í liði Englands- meistaranna og er ekki ánægður með það. Var ekki einu sinni varamaður í leiknum í Luton á laugardag. Everton og Chelsea hafa komist að samkomulagi um kaup- verð á Heath, 350 þúsund sterlingspund. Eftir keppnistímabilið mun hann gangast undir læknisskoðun áður en hann skrifar undirhjá Chelsea. hsim • Jón Örn Sig- urðsson. bjartsson. Ásgeir og JónÖm meistarar - í tvíliðaleik í biljarði Þeir Ásgeir Guðbjartsson og Jón Örn Sigurðsson urðu um helgina íslandsmcist- arar í tviliöaleik í biljarði en keppnin fór fram á biljarðstofunni Klapparstíg. Þeir Ásgeir og Jón sigruðu þá Amar Ríkharðsson og Brynjar Valdimarsson í úrslitaviðureign. Ásgeir varð einnig ís- landsmeistari i tviliðaleik í fyrra en lék þá með Amari Ríkharðssyni. I þriðja sæti í tviliðaleiknum um helgina urðu þeir Jónas P. Erlingsson og Guðni Magnússon. Mótið fór mjög vel fram og ajdrei hafa fleiri kcppendur tekið þátt i íslandsmótinu í tvíliðaleik. -SK Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttii Saabí sex iiða úrslit - um sæti í Allsvenskan. Þorbergur skrífaði undir tveggja ára samning • Höskuldur Stefánsson og Ebba Ólafsdóttir taka hér við 26 tommu litsjc myndinni er Gunnar Gunnarsson, verslunarstjóri hjá Japis, en hann afhenti vini „Égtrúiþc - sagði Höskuldur Stefánsson er honum var ti fráJapisíHM Frá Gunnlaugi Jónssyni, fréttaritara DVíSvíþjóð: Saab, liðið sem Þorbergur Aðal- steinsson þjálfar og leikur með, tryggði sér réttinn til að leika í sex liða keppni um þrjú laus sæti í All- svensken fyrir næsta vetur. Liðið vann um helgina Skovde í hörku- spennandi leik, 15-14, á heimavelli sínum en fyrri leik liðanna á heima- velli Skovde lyktaði með sigri Skov- de, 25-24. Saab komst því í úrslitin á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Þorbergur hefur átt við meiðsli að stríða í baki að undanförnu og því ekkert getað æft með liði sínu. Hann var hins vegar í aðalhlutverki í Knattspyma í 3 sólarhringa „Þetta er mjög kærkomið tækifæri fyrir knattspyrnuunnendur. Þeir sem ferðast með Samvinnuferðum- Landsýn í sumarhúsin í Hollandi í sumar geta fylgst vel með heims- meistarakeppninni í knattspyrnu í beinum útsendingum sem samtals verða í 66 klukkustundir eða tæpa þrjá sólarhringa samfleytt,“ sagði Kjartan L. Pálsson, blaðafulltrúi Samvinnuferða, þegar við slógum á þráðinn til hans í gær. „Við erum auðvitað mjög ánægðir með að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á þessa þjónustu og lækk- að verðið stórlega um leið. Við höfum náð mjög góðum samningum við Hollendinga og getum þess vegna lækkað verðið um 7 þúsund krónur á hús ef dvalið er í tvær vikur en 11 þúsund á hús ef dvalið er í þrjár vikur,“ sagði Kjartan ennfremur. Þetta eru góðar fréttir fyrir knatt- spymuunnendur. Alls verða 44 leikir á HM í Mexíkó og ekki dónalegt að geta séð alla keppnina í beinum útsendingum í sumarleyfi í Hollandi. Þess skal getið að þeir sem þegar hafa pantað sér ferðir með Sam- vinnuferðum í sumarhúsin í Kemper- vennen og Meerdal njóta þessa af- sláttar. Þessi kynningarafsláttur gildir frá 23. maí til 31. júní. -SK leiknum um helgina, skoraði fimm marka Saab eða þriðjung iiðsins. „Við erum álitnir hafa minnstu möguleikana í þessari keppni en vonandi erum við vanmetnir. Sjálfur er ég ekki bjartsýnn á sæti i All- svensken, varnarieikur okkar og hraðaupphlaup eru okkar sterkustu vopn en ég efa að það dugi,“ sagði Þorbergur sem skrifaði um helgina undir tveggja ára samning við Saab. Þorbergur hefur náð mjög góðum árangri með lið sitt síðan hann tók við því í haust. Auk þess sem liðið vann sér þátttökuréttinn í sex liða keppnina þá er liðið komið í undan- úrslit bikarsins. Liðið mun leika gegn Drott um sæti í úrslitaleiknum. Næsti leikur Saab verður á páska- dag gegn Viking frá Helsingborg. Þess má geta að Þorbergur mun fara til Lundar á morgun til að njósna um andstæðinga í sex liða keppninni, það er lið H 43. -fros • Þorbergur Aðalsteinsson. Skrifaði undir nýjan samning við Saab. „Ég trúi þessu nú varla. Er þetta virkilega rétt hjá þér?“ sagði Hösk- uldur Stefánsson þegar honum var tilkynnt að hann hefði unnið forláta Panasonic sjónvarpstæki í HM-get- raun DV og Japis sem í gangi var fyrir HM í handknattleik í Sviss. Fjölmargir lesendur DV voru með réttar lausnir en þegar dregið var úr réttum lausnum kom í ljós að Höskuldur var sá heppni.„Þetta kemur sér mjög vel fyrir okkur. Við áttum lítið sjónvarpstæki fyrir og við erum alveg í sjöunda himni. Við Víkingur hættir með „Áhugaleysi sjálfra er - segir Qlafur Friðriksson, form Atli nefbrotnaði í úrsHtaglímunni - í opnum flokki í kumite á íslandsmeistaramótinu í karate ogvardæmdursigur Atli Erlendsson vann sigur í opnum flokki karla í kumite á íslandsmeist- aramótinu í karate sem fram fór á sunnudagskvöld í Laugardalshöll. Harðasta keppnin á mótinu var tví- mælalaust i þessum flokki. Atli komst áfram ásamt Ævari Þorsteins- sjni í úrslit, Ævar eftir að hafa sigrað Arna Einarsson og Atli eftir að hafa lagt Sigurjón Gunnsteinsson. I úrslitaglímunni var síðan hart barist. Atli byrjaði á að skora með höggi að andliti en síðan fengu þeir báðir refsistig fyrir ógrundaða tækni. Atli fékk stig fyrir annað högg að andliti og Ævar svaraði í sömu mynt og fékk stuttu síðar ippon fyrir högg að andliti. Staðan þá orðin 4-3 Ævari í hag. Ævari mistókst síðan spark með þeim afleiðingum að Atli nef- brotnaði. Ævar fékk refsistig og glíman var dæmd honum töpuð. Það voru 2- 300 áhorfendur sem fylgdust með mótinu sem fór að mestu leyti vel fram. Augljóst er að vaxandi breidd er í íþróttinni en leið- inlega mikið var um meiðsli á mót- inu. Þannig var mörgum keppendum dæmdur sigur á refsistigum mót- herja. Annars urðu sigurvegarar þessir í flokkunum: Kata karla Ámi Einarsson, KFR........23,9 Kumite karla -65 kg Ámi Einarsson, KFR Kumite karla -73 kg Finnbogi Karisson, K.sk. HIUIUJUIHMHI'—— Kumite karla -80 kg Konráð Stefánsson, KFR Kumite karla + 80 kg Ævar Þorsteinsson, UBK Kumite karla, opinn fl. Atli Erlendsson, KFR Kata kvenna Jónína Olesen, KFR.........22,7 st. Kumite kvenna Kristín Einarsdóttir, Gerplu Kata unglinga Halldór N. Stefánsson, Þórshamri.................21,4 st. Það voru keppendur frá Karatefé- lagi Reykjavíkur sem hirtu langílest verðlaunin á mótinu eða fimm gull, fimm silfur og tvö brons. Alls voru keppendur43frááttafélögum. -fros „Það er fyrst og fremst áhugaleysi stúlknanna sjálfra sem er orsök þess að sú leiða ákvörðun var tekin að leggja niður knattspyrnu kvenna innan knattspyrnudeildar Víkings,“ sagði Ólafur Friðriksson, formaður deildarinnar, þegar DV spurði hann um ástæðu þessarar ákvörðunar stjórnar knattspyrnudeildarinnar. Þessi mál Víkingsstúlknanna hafa verið talsvert til umræðu að undan- förnu. Þær unnu sig upp í 1. deild Islandsmótsins og ætla má að það hafi orðið þeim hvatning, eða hvað? „Hópurinn stækkaði ekkert við það. I vetur hafa þær verið með innitíma í Réttarholtsskóla sem vægast sagt hafa verið mjög illa nýttir. Við boðuðum stúlkurnar til fundar fyrir tveimur mánuðum til að ræða málefni þeirra. Það kostar um 400 þúsund krónur á ári að halda úti knattspyrnudeild kvenna og þar sem um aigjört áhugaleysi þeirra var að ræða ákváðum við að draga stúlk- urnar ekki lengur á þessu. -1979 var mikii gróska hjá kvennadeiidinni, sem því miður hefur fjarað smátt og smátt út,“ sagði Óiafur. Myndi knattspyrnudeild Víkings standa opin fyrir þessum stúlkum ef þær vildu koma aftur? - „Vissulega. Ég yrði fyrstur manna til að bjóða þær velkomnar. Við gætum alls ekki staðið á móti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.