Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1986, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1986, Blaðsíða 25
DV. ÞRIÐ JUDAGUR 25. MARS1986. 25 Sandkorn Sandkorn Húskarla- vandræði KR KR-ingar leita nú logandi ljósi að því félagi sem arg- entínski landsliðsmaðurinn þeirra, Marcelo Houseman, lék síðast með. Marcelo kvaðst síðast hafa leikið með svissnesku félagi og sett margan boltann inn. Nú er hins vegar komið á daginn að enginn kannast við að Marcelo hafi leikið í Sviss. KR-ingar bíða nú milli vonar og ótta eftir skeyti frá Finnlandi og biðja til guðs að rétt sé að Marcelo hafi leikið þar. Því miður bendir margt til þess að Argentínumaðurinn hafi leikið síðast i Suður- Afriku. Það gæti skapað mikil vandræði því FIFA, alþjóðaknattspyrnusam- bandið, bannar félagaskipti frá félögum í Suður— Afríku... Fjaðrafok Morgunblaðsmenn héldu árshátíð fyrir nokkru. Eitt af skemmtiatriðum árs- hátíðarinnar var happ- drætti. Afhenti Ómar VaMimarsson veislustjóri heppnum gestum stórglæsilega vinninga. Siðasti vinningurinn var sýnu glæsilegastur. Var það stór og myndarleg hæna. Það óhapp varð hins vegar er vinningshafinn, Karl Blöndal, tók við gjöf- inni að hún gerði heiðar- lega tilraun til að bíta af honum nefið. Karl slapp með skrekkinn en hænan var handtekin og visað á dyr. Til athugunar er að kæra málið til dýravernd- unarsamtakanna. Mundi Flower-Power Karl Blóm- kvist Sá óvenjulegi atburður gerðist á dögunum að verkalýðsforingjar, sem eiga að heita í stjórnarand- stöðu, færðu viðskiptaráð- herra, Matthíasi Bjarna- syni, blóm að gjöf fyrir vasklega frammistöðu í baráttu við bankakerfið. Einn þeirra var Karl Steinar Guðnason. Hann gengur eftir þetta undir nafninu Karl Blómkvist í þinginu. Ásmundur Stef- ánsson er hins vegar kall- aður Mundi Flower-Power, og Guðmundur J. Fjólu- Jakinn... Lýðuryfir landsbyggðina Hörðustu byggðastefnu- menn landsins með Ólaf Þórðarson þingmann í broddi fylkingar stefna nú að því að skipta landinu i fylki og dreifa þar með valdi út í hinar dreifðu byggðir landsins. Er helst á þeim að skilja að ef „sveitavarg- urinn“ fengi að ráða sínum málum heima í héraði myndi rísa upp hið mesta sæluriki á íslandi. Það kom mörgum á óvart á dögunum er dreifbýlis- sinni nokkur snerist önd- verður gegn þessari tiUögu er málið barst í tal. Ástæð- an: „Heldurðu að maður vilji fá bláfátækan Reykja- víkurlýðinn rænandi og betlandi yfir landsbyggð- ina?“ Svo mörg voru þau orð. Föst yf irvinna? Þessi er úr Félagsblaði Bandalags kennara: „Það hefur flogið fyrir að þeir skólastjórar sem taki störf sín alvarlega séu almennt að sligast undan vinnuálagi þessa dagana. Hafi þeir sést á harðahlaupum á sið- kvöldum í humátt á eftir skólariturum til að gæta þess að ritararnir uppfylli þær velsæmiskröfur sem sumir telja að gera þurfi til fólks í slíkum ábyrgðar- stöðum. Enn er ósamið um hvernig launadeildin mun greiða þessa yfirvinnu skólastjóranna en líklega verður annaðhvort um fasta yfirvinnu að ræða eða greiðslu samkvæmt reikn- ingi.“ Var þjófurinn bindindismað- ur? Það vakti athygli á dög- unum að brotist var inn í herbúðir Vöku, félags lýð- ræðissinnaðra stúdenta. Morgunblaðið greindi frá innbrotinu samviskusam- lega sama dag og kosið var Ólafur Þórðarson: æðir Reykjavíkurlýðurinn út á land? til stúdenta- og háskóla- ráðs. Engu var líkara en að í fréttinni væri ýjað að því að andstæðingar Vöku- manna hefðu verið þarna að verki því tekið var fram að aðallega hefði verið stolið plöggum og pésum tengdum kosningunum. Ymsir sem til þekkja á Vökuheimilinu ráku upp stór augu er ekki var getið um neitt áfengi meðal þess sem þjófurinn hefði haft upp úr krafsinu. Vöku- menn búa nefnilega svo vel að hafa alltaf vísi að bar í félagsheimili sínu. Vinstri menn telja Vöku- menn hafa sett innbrotið á svið en gætnari menn benda á að innbrotsþjófur- inn hafi líklega verið bind- indismaður. Vinstri menn telja þetta sönnun þess að þeir séu saklausir! Umsjón: Árni Snævarr Menning___________Menning___________Menning A la polacca! Tónleikar Sinfóniuhijómsveitar íslands í Háskólabíói 20. mars. Stjórnandi: Thomas Sanderling. Einleikari: Szymon Kuran. Efnisskrá: Richard Wagner: Forleikur að Meistarasöngvurunum; Karol Szymanov- ski: Fiöiukonsert nr. 1 op. 35; Ludwig van Beethoven: Sinfónia nr. 8 i F-dúr op. 93. Á tónleikunum næst á undan umræddum tórileikum var rússnesk tónlist á dagskrá. Enn var dvalið við tónlist frá Austur-Evrópu, að þessu sinni pólska. Og einleikarinn var pólskur, okkar ágæti annar konsertmeistari, Szymon Kuran. En fyrst fengu menn smávott af Wagner. Það æxlaðist svo til að sakir umferðartafa varð ég heldur seinn fyrir vestur í Háskólabíó og heyrði byrjunina á Meistarasöngv- araforleik Wagners í bílútvarpinu úti á bílastæði bíósins. Þótti mér sem þeir tæknikarlar útvarpsins væru heldur betur famir að fegra hlutina í græjunum hjá sér svo að meira að segja mátti heyra í bjag- andi bílútvarpi. Þarna í tækinu hljómaði Wagner svo gjörsamlega laus við allar þær ambögur í leik sem músíköntum norðursins (og reyndar ýmissa annarra menning- arsvæða líka) er svo gjamt áð klína á tónlist hans. Þama var hvorki fretað í lúðra né rifið í strengi og til allra heyrðist þótt gefið væri í. En viti menn, þeir í tæknideildinni höfðu ekkert af sér gert. Hljómsveit- in spilaði virkilega svona vel sem staðfestist þegar inn í salinn var komið. Sannfæringarkraftur blandinn fölskvalausri aðdáun Var nú komið að Fiðlukonsert Szymanovskis. Hann er undurfag- urt verk. Sumum kann eflaust að Szymon Kuran. Tónlist EYJÓLFUR MELSTED þykja að Szymanovski sé ekki umhugað um að spinna upp stóran efnivið og láti sér nægja heldur fábreytileg stef. En það er líka stór- kostlegt hvernig hann fær það sem frá sjónarhóli tónsmíðakúnstar- innar verkar einfalt og jafnvel ein- hæft til að hljóma af óskaplegri hljómauðgi. Kemur þar ekki síst til hve snjall hann er að beita hljóð- færunum og hve vel hann þekkir seið og kynngikraft þrástefsins. Szymon Kuran lék einleikinn af ástríðuþunga, lireint og örugglega og af leik hans fannst mér að greina mætti sannfæringarkraft, blandinn fölskvalausri aðdáun á verkinu. Áheyrendur kunnu vissulega að meta hans frábæra leik og eftir að hafa kallað hann margoft fram fengu þeir að launum magnaða Vorstemmningu Szymanovskis sem Szymon lék með úrvalsgóðri aðstoð Guðríðar St. Sigurðardóttur. Hér fengu menn sýnishorn af pólskri snilld og mætti gjarnan vera oftar leikið „a la polacca" af þessu tagi. Góða gesti eða púka á fjós- bitann? „Sú litla“, Áttunda Beethovens var lokaverkið. Viðurnefni sitt hlaut hún af samanburðinum við þá sjöundu en ekki af því að hún væri svo tiltakanlega lítil í sniðum. Thomas Sanderling, sem stýrt hafði hljómsveitinni til gæðaleiks frá byrjun tónleikanna, valdi dálítið yfirkeyrt tempó, einkum í byrjun. En víst var leikurinn góður og hér rak þessi ágæti hljómsveitarstjóri endahnút á góða tónleika. Hljóm- sveitin hefur nú á tveimur vikum leikið þrisvar sinnum undir stjórn jafnmargra hljómsveitarstjóra. Einn þeirra á að verða fastagestur á næstu vertíð. Ég get ekki á mér setið, þegar fastagesturinn tilvon- andi hlýtur svo ójafrian samanburð við þá tvo sem næstir á undan honum og eftir stjórnuðu, að beiria því til ráðandi manna í sinfóníubæ hvort þeir geti ekki endurskoðað ákvörðun sína og leitað frekar eftir góðum lausgangandi gestum í stað þess að setja púka á fjósbitann hjá sér. Fiskréttirfrá kr. 160,- Kjötréttirfrá kr. 200,- OPIÐ KL. 9-21 ALLA DAGA. Smurbrauðstofon BJORNINN SMURT BRAUÐ OG SNITTUR - Njálsgötu 49 - Sími 15105. M Samstarf um laxeldi Eigandi norskrar laxeldisstöðvar óskar eftir samstarfi við íslenska aðilja um byggingu og rekstur eldisstöðv- ar fyrir lax og silung. Aðgangur að heitu uppsprettu- vatni nauðsynlegur. Upplýsingar gefur dir. Garseth hjá a/s Hjörungfisk, 6063 Hjörungvaag, Norge. Sími 70-93437 eða 70-93533. SUÐUS' Bolholti 4 símar: 31050 - 31 BlACKúDECKER hagla- og heftibyssunni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.