Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1986, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1986, Side 28
28 DV. ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS1986. Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Ólyginn sagði... Paul McCartney sem orðinn er fjörutíu og þriggja ára réði til sin þjálfara til j>ess að halda líkamanum i formi fyrir hljómleikaferðina í sumar. Hann hefur ekki verið á slíku ferðalagi í fjögur ár og núna er stíft æft í tvo tima daglega í þeirri von að puðið hjálpi þegar horfast þarf i augu við aðdáendurna af hljóm- leikapallinum. Diana prinsessa á í erfiðleikum með að halda andlitinu eftir lestur nýútkominnar bókar i Bretlandi sem fjallar um kynlif Karls prins fyrir giftingu. Hún er ekkert hrifin af því að hafa verið aftarlega í heilum her kvenna sem eiginmaðurinn átti samskipti við í þeim efnum og nú tipla hallarbúar á tánum til þess að styggja ekki hennar há- tign á erfiðum tímum. vann tiu þúsund krónur í fjár- hættuspili á Ítalíu. Þetta gerðist í San Remo og þar eru menn ýmsu vanir - kalla ekki allt ömmu sína - en samt gekk Grace ger- samlega yfir liðið þegar hún lýsti gleðinni yfir vinningnum með því að henda aurunum yfir viðstadda. Julie Christie er að safna hári. Á meðfylgjandi mynd situr hún á hárgreiðslustofu Jean-Marc Maniatis við rue Mar- beuf í París og nýtur tilsagnar starfsfólksins við uppsetningu hársins. Hún segist hálfleið á síddinni en þorir samt ekki að stíga skrefið til fulls og láta stýfa allt heila strýið af höfðinu. MSKSLAVS SKEMMTUN! Félag makalausra hélt árshátíð sína um síðustu helgi og þar skemmtu menn sér að sjálfsögðu makalaust vel. Þegar félagið var stofnað héldu margir því fram að það gæti vart átt fyrir höndum langa lífdaga. í slíkri félagsstofiiun væri fólgin nokkurs konar sjálfseyðingar- hvöt og eðli málsins samkvæmt myndi félagið hverfa eftir fyrstu árshátíðina. En það hefur sem sagt ekki gengið eftir, árshátíðir eru árviss viðburður og hafi einhverjir félagsmanna ruglað saman reytun- um hefur það ekki haft merkjanleg áhrif á starfsemi FM. Dansgólfið var allt kvöldið krökkt af makalausu fólki. Meðal annarra má þekkja Pétur Ó. Jónsson, Auði Rögnvaldsdóttur, Guðrúnu Ólöfu Ágústsdóttur ogGestGeirsson. KÉTTA KONAN FYKŒ. HOPE Sagt var frá því í Sviðsljósi á þriðju- dag að Bob Hope og eiginkona hefðu átt samleið í um það bil fimmtíu og tvö ár og sá gamli þakkaði það eink- um löngum fjarvistum sínum frá heimilinu. Meðfylgjandi mynd var tekin af Hope og eiginkonunni Dol- ores - ekki Karin eins og sagt var í Sviðsljósinu - þegar þau komu til Svíþjóðar sama daginn og Olof Palme varskotinn. „Þetta varhræðilegt áfall," sagði Bob Hope. „Við vorum að nálgast flugvöllinn þegar flugstjórinn til- kynnti í hljóðnemann hvað gerst hafði. Það voru ekki bara Svíamir sem vom harmi slegnir heldur er- lendir farþegar vélarinnar einnig. Það er engin ástæða til að dæma ástandið í Svíþjóð eftir einum at- burði og vonandi að þetta haldi áfram að vera jafnöruggt land og áður, laust við voðaverk af þessu tagi.“ Erindi Bobs til Svíþjóðar var að skemmta Svíum, sem fæstum var hlátur í huga um þessar mundir, og einnig að gefa Dolores færi á nokk- urra daga leyfi ásamt eiginmannin- um eina og sanna síðustu fimmtíu og tvö árin - stórstjömunni Bob Hope. Þegar grannt er skoðað vantar ekkert upp á innlifun i dansinum. Gestur Geirsson og Guðrún Ólöf Ágústsdóttir. í danshléi eru málin skoðuð. Hlynur Antonsson, Jón Hafliðason og Ástríður Friðgeirsdóttir. DV-myndir GVA Tatum O'Neal og John McEnroe dönsuðu alla nóttina þegar John varð tuttugu og sjö ára nýlega. Þetta var á diskóteki i New York og á staðinn mættu lika faðir Tat- Min, Kyan. og oiginkona hans, anleg merki um sundurlyndi og ■iuyi,# dagskránni. Tatum verður stöðugt %.;> ntngameiri og bíða ntenn nú í of- I T vami eftir þvi að barnið liti dagsins 'V' * ljós. Sagt er að þá muni brúðkaups- \ dagurinn fljótlega renna upp. vin- lun °S vandamönnunt til mikils Á irriUi mála íKelduh verfí Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni DV á Akureyri: Hann kom á móti okkur á vélsleða, var einn, ók geyst eftir veginum niður í Kelduhverfið. Svona kúreka verður að stöðva og spyrja. „Ég er svona rétt að fá mér frískt loft, leika mér á milli gjafa,“ var svarið hjá Hafþóri Jóhannssyni, bónda á bæn- um Víkingavatni í Kelduhverfi. Hann segist fara oft einn á sleðan- um í smátíma eftir hádegið. „Það þarf að halda dellunni við. Annars hefur þessi vetur verið helvítis harð- indi fyrir okkur vélsleðamenn, það er búið að vera svo snjólétt." Nægur var snjórinn þó í þetta skiptið. Nú og búið var að spyrja til vegar með smáhliðarrabbi. Hafþór hélt áfram, hinn ökuþórinn líka - inn i Kelduhverfið. Hafþór Jóhannsson, bóndi á bænum Vík- ingavatni í Keldu- hverfi: „Það þarfað halda dellunni við.“ DV-mynd JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.