Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1986, Blaðsíða 3
DV. MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1986.
Fréttir
3
Fréttir
Fréttir
Kjamorkuslysið í Kiev:
„Það er allt í lagi að baða sig og borða Sol og við höfum engar fréttir af stöðugu sambandi við ítaKu og þar af að selja fólki farseðla til Austur- vart, fólk verður að ráða sér sjálft,"
grænmeti í Búlgaríu. Það var að koma geislavirkni þar. Við erum einnig í virðist ekkert að óttast. Við erum allt- Evrópu. Við gerum því fólki ekki við- sagði Kristín. -KB
yfirlýsing frá búlgörskum yfirvöldum
í dag um að kjamorkuslysið í Kiev
hefði engin skaðleg áhrif haft i Búlgar-
íu,“ sagði Kristinn Finnbogason,
eigandi ferðaskrifstofunnar Ferðaval,
sem verður með skipulagðar ferðir til
Búlgaríu í sumar.
„ Það hafa nokkrir aðilar, sem pant-
að hafa ferðir þangað í sumar, hringt j
og spurt um ástandið í Búlgaríu en
engar afþantanir hafa borist og ég á
ekki von á því að svo verði,“ sagði
Kristinn.
„Það er íslendingur á leið til Rúss-
lands, ég ræddi um kjamorkuslysið
við hann en hann er ákveðinn í að
fara. Það em stöðugar ferðir til Rúss-
lands frá ýmsum ferðafélögum um
allan heim en ég hugsa að eitthvað
muni draga úr ferðum þangað vegna
slyssins. Eg hef þó ekki orðið var við
að fólk sé að hætta við ferðir til Rúss-
lands,“ sagði Kjartan Helgason,
eigandi ferðaskrifstofu Kjartans
Helgasonar, sem er með skipulagðar
ferðir til Rússlands.
„Ég mun ekki leiða fólk í dauðann
og ekki hvetja fólk til að fara á þá
staði sem em á yfirlýstu hættusvæði.
Ef einhver kæmi til mín og vildi fara
t.d. til Rúmeníu mundi ég vekja at-
hygli viðkomandi á ástandinu en ég
get ekki bannað fólki að fara eitt né
neitt.“
„Við höfum ekki orðið varir við að
atburðimir í Kiev hafi haft einhver
áhrif á ferðalöngun fólks og fólk hefúr
ekkert hringt vegna þessa máls. Auk
þess byrja ferðimar sem við erum með
ekki fyrr en um næstu mánaðamót
þannig að menn gera sér grein fyrir
því að um hættu af geislavirkni verður
ekki lengur að ræða,“ sagði Helgi
Jóhannsson, forstjóri hjá Samvinnu-
ferðum-Landsýn.
„Við höfum ekki orðið vör við neinn
ótta hjá fólki,“ sagði Kristín Aðal-
steinsdóttir hjá ferðaskrifstofunni
Utsýn. „ Það er fólk núna á Costa del
Geislamælingar í dag:
Geislavirkur
loftmassi
á leiðinni
til íslands?
„Breytt veðurskilyrði hafa orðið þess
valdandi að loftmassi irá Skotlandi
gæti verið á leið til íslands. Þess vegna
leggjum við allt kapp á að hefja geisla-
mælingar á Suðausturlandi strax í
dag,“ sagði Sigurður Magnússon, for-
stöðumaður Geislavama ríkisins. „Ég
er að ræða við veðurathugunarmenn
núna.“
Geislamælingar á regnvatni fara
fram á Kambanesi, Höfn í Homafirði,
Kirkjubæjarklaustri, Teigarhomi,
Dalatanga, Fagurhólsmýri og á Kví-
skeijum. Þá er ráðgert að hefja geisla-
mælingar á andrúmsloftinu í
Reykjavík í dag. Það er gert með dælu
er sýgur loft í gegnum síu.
„Éf geislavirkur loftmassi berst til
landsins höfum við mestan áhuga á
að mæla hann á svæðinu frá Dala-
tanga til Hafiiar í Homafirði. Miðað
við þær tölur sem við höfum fengið frá
Bretlandi og írlandi þá verður geisla-
virknin langt fyrir neðan hættumörk
ef og þegar hún berst hingað," sagði
Sigurður Magnússon. -EIR
Ágætu
viðskiptavinir...
Fjölmiðlar hafa að undanfömu staðhæft að flutningsgjöld okkar á stykkjavöru hafi hækkað á
síðustu mánuðum.
Við teljum þetta ekki eiga við rök að styðjast. Með margvíslegri hagræðingu hefur Eimskip
lækkað flutningsgjöld sín kerfisbundið á undanfömum árum
- og ennþá er haldið áfram á sömu braut. Núgildandi flutningstaxtar hafa verið óbreyttir
í erlendri mynt frá 26. júní 1985.
Meðalflutningsgjald hefur lækkað á þessum tíma. Okkur er annt um að viðskiptavinir okkar og
almenningur í landinu sé upplýstur um þá staðreynd.
Okkur er ekki kunnugt um að einstök flutningsgjöld hafi
hækkað á síðustu mánuðum. Sé þín reynsla önnur,
biðjum við þig um að hafa beint samband við einhvem okkar. V
••• ... - ___ _
Með bestu kveðju,
Vinnusími Heimasími Vinnusími Heimasími
Hörður Siqurqestsson 27100(200) 14664 DaqurÁsgeirsson 27100(316) 44336
Valtvr Hákonarson 27100(222) 681959 Kiartan Jónsson 27100(273) 29535
Þórður Maqnússon 27100(283) 14307 Guðni Siqþórsson 27100(227) 611373
ÞóröurSverrisson 27100(292) 52282 Valur Pálsson 27100(287) 33242
Þorkell Siqurlauqsson 27100(262) 18377 Garðar Þorsteinsson 27100(228) 32762
Hiörleifur Jakobsson 27100(288) 42843 Ami Steinsson 27100(280) 77807
ThorThors 27100(351) 23027 ErlendurHialtason 27100(219) 621303
SiqurðurÞétursson 27100(294) 29626 Thomas Möller 27100(332) 18155
Gunnar Raqnarsson 27100(282) 25838
Flutningur er okkar f ag
EIMSKIP
Sími 27100