Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1986, Blaðsíða 8
8 DV. MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1986. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd „Sá árangursríkasti“ - segir Reagan. Evrópskir leiðtogar varfæmari í yfiriýsingum Reagan Bandaríkjaforseti lýsti i morgun yfir ánægju sinni með ár- angur leiðtogafundar sjö helstu iðnríkja heims er lauk í Tókýó í gær. „Það eru engar ýkjur að halda því fram að þessi íundur var sá árang- ursríkasti af sex leiðtogafundum er ég hef sótt,“ sagði Reagan í morgun. Hrósaði forsetinn einingu þjóðar- leiðtoganna í baráttunni gegn hermdarverkum í heiminum og bjartari horfum í alþjóðaviðskiptum, samhliða samkomulagi iðnríkjanna um stóraukna samvinnu á ýmsum sviðum alþjóðlegrar heimsverslunar. Reagan var sérstaklega ánægður með yfirlýsingu fundarins þar sem hryðjuverk voru fordæmd, þar sem nafn Líbýu er sérstaklega tilgreint, en áður en leiðtogafundurinn hófst höfðu nokkur þátttökuríkin, meðal annars Ítalía, lýst yfir andstöðu sinni við það að nefna Líbýumenn beint á nafn i texta ályktunarinnar um hryðjuverk. Ástæða til ánægju Reagan og Thatcher, forsætisráð- herra Breta, hafa annars fyllstu ástæðu til að lýsa yfir ánægju sinni með árangur leiðtogafundarins þar sem svo virðist sem flest áhugamál þeirra hafí hlotið hljómgrunn og náð samþykki á fundinum. „Ekki misheppnaður“ Nakasone, forsætisráðherra Jap- ans, er margir fréttaskýrendur telja að beðið hafi nokkum pólitískan ósigur á leiðtogafundinum fyrir að hafa ekki tekist að snúa við ört hækkandi gengi japanska yensins gagnvart Bandaríkjadollar, vísaði því í morgun á bug að leiðtogafund- urinn hefði frá japönskum sjónarhóli séð verið misheppnaður. Sagði Nakasone að auðvitað mætti alltaf deila um árangur slíkra stórfunda, „en ég held að leiðtogafundurinn hafi ekki verið misheppnaður," sagði forsætisráðherrann. Boðað hefur verið til kosninga í Japan síðar á þessu ári. Stjómarand- stæðingar hafa beint mörgum spjót- um að Nakasone að undanfómu og telja hann nú ábyrgan fyrir ört hækkandi gengi yensins og auknum viðskiptahalla við útlönd. Efasemdir Stoltenbergs Stoltenberg, fjármálaráðherra Vestur-Þýskalands, taldi í morgun hættu á að þrátt fyrir samþykktir æðstu ráðamanna iðnríkjanna sjö um margs konar úrbætur í heims- verslun, myndu fyrirhugaðar úr- bætur takmarkast af efnahagsað- stæðum í hverju landi fyrir sig á hverjum tíma og vandkvæðum á sameiginlegum ákvörðunum. „Málið er að við þurfum síðar að eiga við eigin löggjafarþing. Seðla- bankastjórar og fjármálaráðherrar geta ekki tekið slíkar stórákvarðan- ir algerlega á eigin vegum,“ sagði Stoltenberg. Ummæli Stoltenbergs endurspegla varfæmi í yfirlýsingum evrópskra þjóðarleiðtoga um raunvemlegan árangur leiðtogafúndarins. Öfgasamtök ábyrg Samtök öfgasinnaðra japanskra vinstrimanna hafa lýst yfir ábyrgð sinni á reyksprengjum og flugeldum er sprengdir vom í stöðvum neðan- jarðarlesta víðsvegar um Tókýó í gær. Kakurokyo, eða samtök byltingar- sinnaðra verkamanna, sögðu í yfir- lýsingu að samtökin bæm ábyrgð á sprengingunum og vildu með þeim mótmæla viðvist leiðtogafúndarins í Tokýó og því samsafni alþjóðlegra kapítalista er þar hefðu safnast sam- an. Chukaku-ha, önnur samtök jap- anskra vinstrimanna hafa lýst sig ábyrg fyrir eldflaugaárás í fyrradag á fundarstað þjóðarleiðtoganna sjö í miðborg Tókýó. Tjón af völdum aðgerða japönsku öfgamannanna er teljandi. Chukaku-ha, samtök japanskra öfgamanna á vinstri vængnum hafa lýst sig ábyrg fyrir eldflaugaárás á fundarstað þjóðarleiðtoganna sjö í miðborg Tókýó í fyrradag. Á myndinni sjást eldflaugavörpumar eftir uppgötvun lögreglimnar. Glundri skvett á Sonju krónprinsessu Svíum vísað úr landi Gunnlaugur A. Jónsson, fréttaritari DV í Lundi: Tékknesk yfírvöld hafa nú bmgð- ist við þeirra ákvörðun sænsku ríkisstjómarinnar að vísa fimm tékkneskum stjómarerindrekum úr landi í síðustu viku. Tveimur háttsettum starfsmönn- um sænska sendiráðsins í Prag var vísað úr landi í gær. Samkvæmt því sem talsmaður tékkneska utanríkis- ráðuneytisins segir höfðu Svíamir iðkað „starfsemi er ekki samræmist hlutverki þeirra sem stjómarerind- rekar“. Orðalagið er það sama og sænsk stjómvöld notuðu í síðastliðinni viku. „Ég hafði vonast til að tékk- nesk stjómvöld væri skynsamari en þau hafa nú reynst vera. Þau vita vel að við höfðum á réttu að standa er við vísuðum tékkunum fimm úr landi,“ sagði Sten Anderson, utan- ríkisráðherra Svia, um ákvörðun tékkneskra yfirvalda. Geislavirkt joðí skjaidkirtlum látinna Gunnlaugur A. Jónsson, fréttaritari DV í Lundi: Óvenjumikið af geislavirku joði hefúr fúndist í skjaldkirtli fólks er látist hefur í Svíþjóð eftir kjamorku- slysið í Chemobyl. í sumum tilfellum er um að ræða meira en tífalt venjulegt magn. Mælingamar vom gerðar í sam- vinnu við geislavirknistofnunina hér í Lundi og krufhingadeild sjúkra- hússins. Svend Erik Strand prófessor, er stjómaði þessum rannsóknum, segir að þær sýni nauðsyn þess að skjótar og réttar upplýsingar um kjamorku- slys berist. „Við mældum til dæmis áhrif aukinnar geislavirkni í skjald- kirtli manns er lést meira en sólar- hring áður en nokkuð hafði frést um kjamorkuslysið til Svíþjóðar," segir Strand. Chemobyl geislun í Bandaríkjunum Halldór Valdimarsson, fréttaritari DV í Bandaríkjunum: Nú hefur verið skýrt frá því hér í Bandaríkjunum að geislavirkt ský frá Chemobyl kjamorkuverinu í Sovétríkjunum væri nú komið til vesturstrandar Bandaríkjanna. Vísindamenn skýrðu frá því að aukin geislavirkni mældist aðeins hátt yfir landi og að alls engin hætta stafaði af henni. Andstæðingar dauðadóms útilokaðir Halldór Valdimarsson, fréttaritari DV í Bandaríkjunum: Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað nýverið upp þann úrskurð að dóm- stólum væri heimilt að útiloka þá er mótfallnir em dauðadómi frá því að þjóna sem kviðdómendur í málum er hugsanlega geta leitt til dauðar- efsingar. Miklar deilur hafa staðið um úti- lokunarreglu þessa í Bandaríkjun- um undanfarið og ef hæstiréttur hefði úrskurðað á móti henni hefðu mál hundraða manna, er nú bíða fúllnægingar dauðadóms í fangels- um, verið tekin upp að nýju. Björg Eva Erlendsdóttir, fréttaritari DV í Osló: Evrópusöngvakeppnin í Bergen fór að flestu leyti vel fram en eitt atvik varð þó til að skjóta almenningi skelk í bringu og ekki síst konungsfjölskyl- dunni. Gizur Helgason, fréttaritari DV í Zurich: Svissneska flugfélagið Swissair hef- ur nú látið framkvæma geislamæling- ar á þeim vélum félagsins er verið hafa á Norðurlöndum og Sovétríkjun- um undanfama daga. Mælingamar Halldór Valdimarsson, fréttaritari DV i Bandarikjunum: Bandaríkjamenn em ákaflega án- ægðir með yfirlýsingu þá gegn hermdarverkum og þeim er veita hermdarverkum liðsinni sitt er sam- þykkt var á leiðtogafundinum í Tokýo. Segja þeir yfirlýsinguna ganga lengra en þeir höfðu borað að vona lina í Bergen varð Sonja krónprins- essa fyrir því að á hana réðst kona nokkur og skvetti yfir hana illa lykt- andi vökva úr ölflösku. Fljótlega kom í ljós að vökvinn var meinlaus, aðeins blanda af olíu og pip- ar og árásarkonan ætlaði sér ekki annað en að láta í ljós vanþóknun sína á konungsfjölskyldunni. hafa verið neikvæðar. Frá og með 1. maí síðastliðinn bauð Swissair öllum unglingum og eftir- launaþegum ódýrari fargjöld til Ameríku. Ef miðað er við venjuleg farmgjöld er hér um allt að helmings- lækkun að ræða en ef miðað er við og þakka það einkum Margréti Thatc- her og baráttu hennar á fundinum, George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á fundi með fréttamönnum að Thatcher væri stór- kostlegur leiðtogi. Shultz sagði ennfremur að þetta væri stórkostleg yfirlýsing og í henni En atvikið skapaði umræður um öruggismál og hvað hefði getað gerst ef tilgangur árásarinnar hefði verið alvarlegra eðlis. Sonja krónprinsessa þótti bregðast hetjulega við árásinni. Hún hélt ótrauð áfram göngu sinni að Grieg- höllinni. Aðeins tók nokkrar mínútur Apex afsláttarfargjöld getur lækkunin numið allt að fiórðungi. Eins og er eru vetrarfargjöld í gildi hjá Swissair, eða frá 15. október til 31. maí. Ódýrustu fargjöldin á milli New York og Sviss kosta nú 1373 sviss- fælust ákveðin skilaboð til Gaddafis þar sem Líbýa væri sérstaklega nefnd. Skilaboðin væru: þú ert búinn félagi, þú ert einangraður. Þá sagði ráðherrann að hermdar- verkamenn ættu að skilja yfirlýsing- una á þann veg að nú ættu þeir engan griðarstað lengur. Bandaríkjamönn- að þrífa mestu óhreinindin af fötum krónprinsessunnar og hún var sest á sinn stað er keppnin hófst loks eins og ekkert hefði ískorist. Konan er skvetti vökvanum var umsvifalaust handtekin eftir árásina. Hefur henni nú verið sleppt úr haldi en gert að sæta geðrannsókn. neska franka, eða rúmlega 30 þúsund krónur íslenskar. Eftir fyrrgreindar breytingar verður hægt að fá sama farmiða á 1089 svissneska franka eða um 23 þúsund krónur íslenskar. Fyrir eftirlaunaþega gildir fargjaldalækk- unin auk þess til 13 annarra ríkja. um tókst ekki að fá aðra leiðtoga á fundinum til þess að samþykkja efha- hagsaðgerðir gegn Líbýu eða bann við olíukaupum þaðan. Einnig var skýrt frá því að þau fimm bandarísku olíufélög, er nú starfa í Líbýu, hefðu frest til 30. júlí næstkom- andi til þess að stöðva starfsemi sína bar. Á leiðinni inn í Grieg tónlistarhöl- Kostatilboð fra Swissair „Þú ert búínn félagi, þú ert einangraður“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.