Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1986, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1986. 49 Skrítin hús í Hollandi, Auðbjörg og „spennandi" ferðafélagar. 1 aðsbraskari. 3-4 sinnum í mánuði fór hann í innkaupaferð til Þýskalands. Hann virtist ánægður með starfa sinn og tók að sýna okkur varninginn sem hann hafði meðferðis í þetta sinn. Þarna komu í ljós tugir regnhlífa (??? já, er von að þið spyrjið?), kryddstaukar, sælgæti, snyrtivörur o.fl. Ekki hægt annað en segja að töluverður munur sé á smygl- vörum hér og heima! Þar sem við virtumst áhugasamar færð- ist hann allur í aukana og fór að sýna okkur hina ýmsu felustaði sem lestar- klefinn bauð upp á. Já, neeeeiii, við lofuðum að þegja um þá!! Er við nálguðumst landamæri Júgó- slavíu og Austurríkis tók vinurinn eitthvað að ókyrrast. En austurríski toll- arinn var auðveldur viðfangs. Þegar yfir landamærin var komið tók verra við. Júgóslavnesku tollverðirnir voru að- gangsharðari og það spratt út sviti á sumum. Eftir mikið handapat, umræður og læti (við héldum í okkur andanum) náðist ánægjulegt samkomulag, með ör- litlu laumi í lófa. Það var ekki laust við að manni þætti leitt að kveðja þennan káta karl, sem leysti okkur út með dýr- indis þýsku smjörkexi! Eftir nokkurra daga dvöl í Júgóslavíu þóttumst við vera komnar með mynd af innri manni Júgóslava, svona alxnennt. Þeir eru opnir, örlítið ágengir (fyrir okk- ur sem erum vön afskiptaleysinu heima), vingjarnlegir, kátir, gestrisnir og reykja eins og strompar! Helst má finna að við þá og það var okkar stærsta vandamál, tungumálið. Júgóslavar virðast með öllu ótalandi á annað mál en þeirra eigið. A.m.k. eru þeir ekki viljugir að nota þá kunnáttu sína ef einhver er. Þeir héldu uppi við mann hrókasamræðum á zerbó- króatísku og við bara skutum inn da og ne á hugsanlegum og óhugsanlegum stöðum, án þess þó að hafa hugmynd um um hvað málið snerist! Eitt dæmi um vandræði þau sem við lentum í af völdum málleysis gerðist á veitingastað einum (Gazella, fyrir þá sem e.t.v. eiga leið þar um) í Belgrad. Við höfðum rambað þarna inn, aðframkomn- ar af hungri síðustu daga. Okkur rann kalt vatn milli skinns og hörunds er við litum matseðilinn. Hann var allur á zerbó-króatísku- einn dálkur með sýril- ísku letri, og fyrir fáfróða ferðamenn, annar á rómversku letri. Við höfðum nú ekki hugsað okkur að bera beinin í Júgó- slavíu og notuðum síðustu kraftana til þess að kalla á hjálp frá þjóninum. Eftir hálftíma handapat og fingramál töldum við okkur hafa pantað súpu. Og sei, sei já, ekki brást okkur bogalistin, súpan kom til okkar rjúkandi á borðið. Fíniríis súpa. Þjóninn kom 5 mín. síðar og tók diskana. Við báðum hann um reikning- inn og fengum yfir okkur flóð af júgó- slavnesku, svo við bara kinkuðum kolli íbyggnar á svip og sögðum „dada“. Ekki höfðum við fyrr sleppt orðinu en þjónsi birtist aftur með fullt fat af hræðilegum svínalöppum og skellti því á borðið hjá okkur með ánægjusvip! FYRIR OKK- UR??? Frekari lýsing á skelfingu okkar er óþörf. Við sáum sj álfar okkur í anda, ' með uppbrettar ermar og bleika gúmmí- hanska, vaska upp næstu vikuna fyrir himinháum matarreikningi. Eftir enn meira handapat og læti heldur en í byrj- un sluppum við við að borða svínalapp- irnar og það sem meira er, að borga reikninginn!! Við hröðuðum okkur hið fyrsta út og fannst við hafa heimt okkur úr helju. Síðdegis þennan sama dag tókum við lestina til Titograd, höfuðborgar Mont- enegro. Leiðin yfir fjöllin er ein sú fegursta sem við höfum augum litið hing- að til. Skógivaxin, hrikaleg fjöll og þess á milli snarbrött gil og gljúfur. í Titograd dvöldum við á heimili Branko Banjevic, Banjevic er eitt af þekktari skáldum Júgóslavíu. Þar sem við dvöldum inni á heimili komumst við í nánari kynni við þjóðina, hið daglega líf, heldur en hinn almenni ferðamaður. Hið daglega líf Montenegrobúa virðist í rólegra lagi, svona fyrri part dagsins. Vinnandi fólk tekur auðvitað daginn snemma en á milli kl. 1 og 5 er flestum stöðum lokað. Göturnar tæmast. Fólkið er farið heim til snæðings ríkulegra mál- tíða og til þess að fá sér hinn ómissandi síðdegisblund! Á rölti niður í bæ á þess- um tíma vorum við spurðar í forundran hvað í ósköpunum við værum að vilja á þessum tíma. Titograd svæfi núna. Um kvöldmatarleytið vaknar Titograd af þyrnirósarsvefninum. Göturnar fyflast aflífi og fólki á nýjan leik, svo um mun- ar! Venjulegt mánudagskvöld var eins og 17. júní heima á íslandi, slíkur var mannfjöldinn. Fólk á öllum aldri streymdi upp og niður aðalgötuna í sínu fínasta pússi, að sýna sig og sjá aðra. Þarna iðaði allt af lífi fram undir mið- nætti en upp úr því týndist hver til síns heima og hálftíma síðar var ekki hræða sjáanleg á ferli. Það virtist ekki skipta neinu máli hvaða vikudagur var, alltaf sami urmull- inn af fólki á strætum borgarinnar. Eftir léttmeti síðustu vikna féllust mag- anum hendur vegna þeirrar 24 stunda vinnu sem var lögð svo skyndilega á hann. Það er ekki hægt að segja annað en Júgóslavar borði vel og mikið! Við höfðum varla við að setjast og standa upp frá borðum. Sjálfsagt á ríkulegt fæði þeirra þátt í hinni miklu hæð Júgóslava. Minnsti Banjecinn t.d. var dóttirin, 1,80 m á hæð. Okkur leið eins og Gúlliver í Risalandi, enda bera Júgóslavar titilinn hæsta þjóð Evrópu. Einhvem veginn er það svo að and- stæðurnar dragast hvor að annarri, og fannst okkur stöllum mikið koma til um dökkt yfirbragð þeirra Júgóslava. Þar á móti vöktu ljósu kollamir okkar ekki minni athygli, glitmðu eins og gimstein- ar á sorphaug. Eftir nokkra daga vissi hálfur bærinn um þessar ljóshærðu frá íslandi. Eitthvað vafðist nú þjóðemið fyrir sumum. Frænka gamla Banjevic, sem hafði tekið okkur undir sínn vernd- arvæng strax við komuna, hélt því stíft fram að þær væm „sætarþessar jap- önsku“!! Því miður var tíminn styttri í Júgó en við hefðum viljað. Enn er það svo margt sem bíður þar skoðunar og þangað eigum við ábyggilega eftir að koma aftur! Það var farið að þykkna upp og sandal- arnir og ermalausu bolirnir biðu óþolin- móðir í bakpokanum. En hvert skyldi vaða? (Quo vadis?) Við vættum fingur og athuguðum vindáttina. Það var ekki um að villast. Suðaustlægir heitir vindar báru með sér góð fyrirheit. Það var ekki eftir neinu að bíða. Grikkland beið okk- ar, enn ókannað og fullt af nýjum ævintýrum í vænd. Þangað er nú förinni heitið... hva, ekki nema sólarhringsferð í lest. Ekkert mál! Aubý og Sigrún, heimskönnuðir. I JTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæð. Simar: 688322 og 688953 Sjálfstæðisfólk, Upplýsingar um kjörskrá o.fl. vinsamlegast látið skrifstofuna vita um alla kjósendur sem verða ekki heima á kjördegi, 31. mai nk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.