Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1986, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1986, Blaðsíða 20
\ Perla Reykjavíkur Fyrir liðlega hundrað árum fékk Siggi séni (Sigurður Guðmundsson málari) þá hugmynd, að með Reykjavík framtíðarinnar fyrir augum væri snjallt að dýpka tjörn- ina og búa til úr henni skipalægi, og þurfti þá að grafa skipaskurð milli sjávar og tjarnarinnar. Þessi stórkostlega hugmynd varð aldrei nema hugmynd og verður ekki annað héðan af og má einu gilda. En Sigurði málara blöskraði að öðru leyti smekkleysi þeirra ís- lendinga, sem bjuggu í Reykjavík, og var þó ekki á miklu von, þar sem hér var á þeirri tíð ekki annað en þorp sem þá átti sér aðeins liðlega hundrað ára sögu frá Innréttingum Skúla Magnússonar landfógeta; íbúarnir fiestir sveitamenn og óvanir að hafa áhyggjur af því þótt kúaskítur og lambaspörð sæjust i hlaðvarpanum. En Siggi séní horfði fránum augum á þá borg, sem úr því þorpi mundi verða, þar sem voru þegar helstu stofnanir landsins, og þess vegna leist honum ekki rétt vel á sóðaskapinn og ring- ulreiðina og hann hellti úr skálum reiði sinnar yfir smekkleysingjana (a.m.k. í bréfum). Þótt lítið mark væri tekið á Sig- urði málara, enda tilögur hans flestar ærið byltingarkenndar og hefðu jafnvel getað leitt til ofskipu- lags, var smám saman farið að leggja til atlögu við sóðaskapinn og ringulreiðina og hann hellti úr skálum reiði sinnar yfir smekkleys- ingjana (a.m.k. í bréfum). Þótt lítið mark væri tekið á Sig- urði málara, enda tillögur hans flestar ærið byltingarkenndar og hefðu jafnvel getað leitt til ofskipu- lags, var smám saman farið að leggja til atlögu við sóðaskapinn. Skítahaugamir hurfu af Austur- velli, umhverfi tjamarinnar var lagfært og beggja vegna við hana að austan og vestan risu fegurstu hús Reykjavíkur á þeirri tíð, þegar Reykjavík var að vaxa upp úr því að vera þorp og í það að verða snot- ,,...Nú er eins og fólk (a.m.k. fólkið, sem tekið hefur að sér að stjórna) hafi gleymt sögu Reykjavíkur og þjóðarinnar. Engu er lík- ara en sumir vilji að gamli miðbærinn geti tekið við öllum bílum Reykjavíkur og nágrennis... ur smábær, sem að vísu mátti margt að finna, en átti sér líka fegurð, ef betur var að gáð, og menn fóru að skipuleggja og byggja heilu gö- turnar eftir kúnstarinnar reglum og með húsum í fúnkísstíl nýja tí- mans, þegar breytingar nýrrar tækni á tuttugustu öld voru að ryðja sér til rúms, en öll þau hús voru að sjálfsögðu úr járnbentri steinsteypu. Þessar breytingar hró- fluðu þó ekkert við umhverfi tjarnarinnar, þar sem svipmestu húsin voru úr timbri og gæddu umhverfið þokka sígildrar fegurð- ar. Enn eru þau hús meðal fegurstu húsa Reykjavikur og gimsteinarnir í umgerð tjarnarinnar. Fyrir þá sök, að þetta fékk að vera í friði, jafnvel eftir að ný kyn- slóð, sú sem fyrirleit timburhús, var fram komin, og sökum þess að hug- myndir um að gerbreyta slíku umhverfi með stórbyggingum hlutu engan hljómgrunn, eiga Reykvíkingar perlu sem ég hygg að sé einstök í miðju höfuðborgar, þar sem er tjörnin og umhverfi hennar. Ég hef að minnsta kosti ekki séð neina slíka í þeim höfuð- borgum Evrópu, sem ég hef komið til. Það er hreinn unaður að ganga meðfram tjörninni í góðu veðri og horfa á fuglalífið, og oft virði ég fyrir mér húsin í kring og undrast þokka þeirra (að undanskildu Odd- fellowhúsinu og tveimur eða þremur öðrum, sem eru þó engin stórslys), og ég hugsa með mér; Hversu margir höfuðstaðir heims- ins geta státað af slíku yndissvæði inni í miðri borg, skammt frá ið- andi viðskiptalífi og kaffihúsum og skammt frá sjó? Hvar er sú borg, að fólk geti farið með börn sín að fallegri tjörn til að gefa fuglum allt árið um kring, þar sem sífellt er ofurlítil vök í einu horninu, þó tjörnin frjósi? Og á bakkanum í horninu, þar sem börn gefa fuglum, er gamalt leikhús Reykvíkinga, og við hinn enda tjarnarinnar er garð- ur og tré og blóm, en brú er milli stærri tjarnar og minni tjarnar, þó það sé í rauninni allt sama tjörnin, en kríur fljúga stanslaust yfir á sumrum og eiga sér egg í hólmum. Þessa perlu eiga Reykvíkingar. Og þessa perlu ber þeim skylda til að vernda. Hana má alls ekki skemma. Og þó hefur mér skilist, að núverandi yfirvöldum borgar- innar hafi dottið í hug að skemma hana á sjálfu afmælisári borgar- innar. Það er ótrúlegt, ef satt er, að menn skuli enn láta sér detta í hug að reisa stórhýsi á horni Tjarn- argötu og Vonarstrætis og kalla þannig aukna umferð að þessu frið- sæla horni, þar sem þó nóg er af bílum fyrir, og skemma jafnframt svip þeirrar fögru umgerðar tjarn- arinnar, sem fengið hefur til þessa að vera óáreitt og ætti raunar að vernda með friðunarlögum, svo engar framkvæmdir megi þar gera nema með samþykki friðunar- nefndar, sem til þess væri sett að vernda þetta umhverfi (og þannig þyrfti að vemda allt gamalt um- hverfi) og yrði að gera almenningi fulla grein fyrir þeim aðgerðum, sem kynnu að vera nauðsynlegar vegna viðhalds eða endurbóta. Hugmynd um stórhýsi við tjörn- ina hlýtur að vera arfleifð frá hugmyndum sumra manna fyrr á þessari öld um ráðhús á því svæði. Þeir menn sáu ekki fyrir sér út- þenslu Reykjavíkur. Slíkt hús var sem betur fer aldrei reist á bakka tjarnarinnar, en nú skilst mér að uppi séu tillögur um eitthvað því- líkt, svo ótrúlegt sem það er, þegar það ætti að vera sjálfsagt að byggja slík stórhýsi í „nýja miðbænum“, sem svo er kallaður, eða á ein- hverjum þeim stað, þar sem nóg svæði er fyrir bíla og ekki væri verið að stórspilla því umhverfi, sem fyrir er. Þau félög eða samtök, sem hafa kjörið sér það hlutverk að vernda gamlan svip Reykjavíkur, hljóta að rísa til varnar og afstýra því, að hér verði hneyksli á afmælisári. Það væri mikil hneisa fyrir núlif- andi kynslóð Reykjavíkur, ef umgerð tjarnarinnar yrði spillt fyr- ir skort á viðsýni og smekkvísi. Slíkt má aldrei verða. En ef koma á í veg fyrir það, dugar ekki annað en veita viðnám. Reykvíkingar skulu minnast þess, að það hefur verið furðulega harðsótt að koma í veg fyrir spjöll á gömlum hverfum borgarinnar, spjöll, sem eru ekki unglingum að kenna, heldur full- orðnu fólki með sögu Reykjavíkur í höndum sér. Einungis með harð- fylgi tókst að bjarga þeirri skemmtilegu götumynd í hjarta borgarinnar, sem nefnist Bernhöftstorfan. En það tókst ekki (þrátt fyrir undirskriftir fjölmargra íbúa í Vesturbænum) að bjarga Landakotstúninu. Þar voru ný hús og stór byggð á bak við katólsku kirkjuna í stíl, sem er ekki í sam- ræmi við neitt í umhverfinu og fer hörmulega með afstöðu kirkju og umhverfis, en auk þess hafa fleiri spjöll verið unnin á túninu vegna bíla, sem skipuleggjendur telja sér leyfilegt að klessa hvar sem þeim sýnist. Það tókst ekki heldur að bjarga Fjalakettinum. Og nú hefur verið lögð fram tillaga um mið- bæinn (með líkani af miðbænum sem haft hefur verið til sýnis), þar sem lagt er til að klessa háum hús- um hvar sem hægt er að finna þeim stað. Hvergi má sjá á auðan blett, allra síst grænan. Og loks hefur mönnum dottið það snjallræði í hug, af umhyggju fyrir þarfasta þjóni nútímans (eða nútímahug- mynd Hitlers), að hafa bílageymslu undir Austurvelli, en einhvern veg- inn yrði að komast niður í þá geymslu, og það táknar einfaldlega ljótt op sem spilla mundi því arf- helga umhverfi, þar sem Reykvík- ingar og aðrir landsmenn hafa lifað marga hátíðarstund, þar sem þjóð- in fagnaði sjálfstæði 1918, um leið og skæð sótt herjaði á hana, ís og snær, þar sem margir féllu. Nú er eins og fólk (a.m.k. fólkið, sem tekið hefur að sér að stjórna) hafi gleymt sögu Reykjavíkur og þjóðarinnar. Engu er líkara en sumir vilji að gamli miðbærinn geti tekið við öllum bílum Reykja- víkur og nágrennis (verið einskon- ar allsherjar bílageymsla fyrir að minnsta kosti helming lands- manna), og guð varðveiti þá, sem láta sér detta í hug að minnast á almenningsfarartæki með betra skipulagi en tíðkast hefur og þá í andstöðu við einkabílastefnuna, svo sem einn maður lét sig henda á dögunum (Elías Davíðsson). Einkabílamir skulu ríkja í skjóli þeirra, sem ekki sjá fegurð í neinu því, sem er gamalt og sígilt, en ekki sígilt vegna þess að það er gamalt, heldur vegna þess að það var í upphafi vandað og vel gert og af því varð það sígilt. Mál er að linni. Reykvíkingar eiga að taka höndum saman og verja gömlu Reykjavík fyrir falsspámönnum og niðurrifsmönn- um. Skemmdarverkunum verður að linna. Og Reykvíkingar verða að sjá til þess, að perla borgarinnar verði látin í friði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.