Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1986, Blaðsíða 10
54 DV. LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1986. fl LAUSAR S1ÖÐUR HJÁ J REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. 1. Staða umsjónarfóstru við dagheimili Reykjavíkur- borgar, framhaldsmenntun áskilin. Umsóknarfrestur til 1. júní. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri dagvista, í síma 27277. 2. Stöður forstöðumanna við dagheimilið Bakka- borg, v/Blöndubakka og skóladagh. Langholt, Dyngjuvegi 18. Fóstrumenntun áskilin. Umsóknarfrestur til 1. júní. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og umsjón- arfóstrur í síma 27277. 3. Stöður þroskaþjálfa við sérdeild Múlaborgar. Upp- lýsingar veitir forstöðumaður í síma 681554. 4. Fóstrustöður við eftirtalin heimili: Dagheimili: Laugaborg, v/Leirulæk, Múlaborg, Ármúla 8a, Suðurborg, Suðurhólum 19, Völvuborg, Völvu- felli 7. Dagh./leiksk: Hraunborg, Hraunbergi 10, Rofa- borg, v/Skólabæ, Ægisborg, Ægissíðu 104, Ösp, Asparfelli 10. Leikskólar: Fellaborg, Völvufelli 9, Leikfell, Æsufelli 4, Lækjaborg, v/Leirulæk, Stað- arborg, v/Mosgerði, Njálsborg, v/Njálsgötu 9. Skóladagheimilið Skáli, v/Kaplaskjólsveg. Upplýsingar veita forstöðumenn viðkomandi heimila. 5. Við sálfræði- og sérkennsludeild. Staða talmeinaráðgjafa (talkennara). Stöður fóstra, þroskaþjálfa eða annarra með sambærilega menntun, til þess að sinna börnum með sérþarfir á dagvistarheimilum. Upplýsingar veitir Guðrún Einarsdóttir sálfræðingur í síma 27277. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5.hæð. 3/ *S/ *3/ 4j/ 43/ 43/ 43/ 43/ •»/ 43/ 43/ 43 / 43 / 43 / 43 / 43 / 43 / 43 / 43/ 43- /ÍVSVÍVS*/k/S* /S* /S* /S* /S* /f* /S* /£• /t* /S* /fi* /S* /S* /S* /I F0R0 HÚSINU VANTAR Á SÖLUSKRÁ: MMC Pajero dísil/bensín, lengri gerð, stgr. 5-700 þús. Suzuki Alto Ford Taunus Ford Escort Ford Fiesta Ford Sierra Á SÖLUSKRÁ M.A.: þús. Ford Sierra 2000 gl '84 .......................480 Ford Escort 1600 4 d. SS '84 ..................400 Ford Taunus 2000 Giha '82......................320 Ford Taunus 2000 Giha SS '82...................340 Ford Cortina 1300 '79..........................120 Ford Fiesta '78................................110 M.Benz250 '79..................................530 M. Benz230 F '83...............................790 M. Benz240 D '77...............................370 Suzuki Swift '84...............................250 SuzukiSwift '84................................180 SuzukiST90 '83.................................180 Suzuki Fox '84.................................340 Suzuki Pickup yfirbyggður '85..................530 Suzuki Alto4d. SS '83..........................210 Suzuki Alto 2 d. SS '83........................200 Ford Bronco Ranger '79 ........................450 Mercury Lynx '81...............................260 Fiat Regata '84.................................370 Fiat Ritmo 65 '82...............................190 Dodge Diplomat '78..............................280 MMCGalantGL'80.................................^160 BÍLAKJALLARINN Fordhúsinu v/hlifl Hagkaups. Símar 685366 og 84370. Framkv«mdas1)6rl: Hnnbogi Ásgairason. * Sölumenn: Jónas Ásgeirsson, Halidór Úlfarsson, Skúll Gislason, Þórarinn Finnbogason, Magnús Halldórsson. Hrekkjalómafélagið í Vestmanna- eyjum er óneitanlega með sérstæðari félögum sem til eru hér á landi - og sjálfsagt þótt víðar væri leitað. Það eru til íþróttafélög, kvenfélög, pólit- ísk félög og góðgerðarfélög ýmiss konar en það er áreiðanlega ekki mikið um að fullorðnir menn taki sig til og stofni félag sem hefur það að markmiði að hrekkja fólk. Þetta er þó tilgangur Hrekkjalómafélagsins og þegar DV frétti að fyrir dyrum stæði að halda árshátíð félagsins þótti ekki annað fært en að bregða sér á staðinn og kynna sér hvemig alræmd hrekkjusvín skemmta sér. Tótatímatai Allar virðulegar hátíðir hefjast á setningarræðum og þannig var það líka hjá hrekkjalómunum. Setning- arræðuna flutti blaðurfulltrúi félags- ins, Ásmundur Friðriksson. „Kæru vinir,“ hóf hann mál sitt. „Hverjir em það?“ glumdi strax frá áheyrend- um, sem vildu ekkert kannast við vinskap við blaðurfulltrúann. Glósur af þessu tagi eru mjög algengar með- al hrekkjalóma og ekki fyrir hvern sem er að standa upp í þeirra hópi og segja nokkur orð. Blaðurfulltrúinn lét hins vegar þessar truflanir ékkert á sig fá, sagð- ist þó verða að játa að vinum hans hefði verulega farið fækkandi síðan hann gekk í Hrekkjalómafélagið. Hann bauð síðan gestina hjartanlega velkomna og kynnti dagskrána. Fyrst á dagskránni var að hylla forseta Hrekkjalómafélagsins, Þór- arin Sigurðsson, með ferföldu húrrahrópi. Hrekkjalómar em mjög ánægðir með forseta sinn og stakk reyndar einn upp á því að ekki yrði lengur talað um fyrir og eftir gos, eins og venjan er, heldur fyrir og eftir Tóta, eins og forsetinn er kall- aður. Leist lómum almennt vel á slíkt Tótatímatal. Drullusokkur handa Bryndísi Að lokinni forsetahyllingu flutti blaðurfulltrúinn stutt ágrip af sögu félagsins. Hrekkjalómafélagið var sto&að í febrúar 1984 af nokkrum alræmdum hrekkjurum í Eyjum. Eftir að hafa hrekkt hver annan í tíma og ótíma tóku nokkrir hrekkjarar sig til og boðuðu til hádegisverðarfundar til að ræða stofhun félags um púkaskap- inn. Samþykkt var að stofna slíkt félag og því valið nafnið Hrekkja- lómafélag Vestmannaeyja. Samin var sérstök stofnskrá félags- ins, en hún hefur hins vegar aldrei verið samþykkt eða undirrituð né neitt það framkvæmt sem þar stend- ur - utan eitt atriði. Eitt af stofn- skrármarkmiðum félagsins var sem sagt að gefa öndunum á Tjörninni í Reykjavík brauð og því var hrint í framkvæmd þegar nokkrir hrekkja- lómar komu til Reykjavíkur til þess að færa Bryndísi Schram drullusokk og blóm, eins og alþjóð er kunnugt. Haldnir eru fundir í hádeginu á laugardögum á um það bil tveggja mánaða fresti. Engin regla er þó á fundahaldinu eða öðrum uppákom- um hrekkjalóma. Menn koma ein- faldlega saman þegar prakkaraskap- urinn er að gera útaf við þá og nauðsynlegt þykir að létta á spenn- unni. Gúmmítékkar á Gleðibankann Öll alvörufélög hafa gjaldkera og á ársfagnaðinum gerði gjaldkeri Hrekkjalómafélagsins, Magnús Kristinsson, grein fyrir fjárreiðum félagsins. Hann byrjaði á að skýra frá því að gleymst hefði að loka reikningsárinu síðast og af þeim sök- um hefði verið ákveðið að reiknings- ár félagsins yrði framvegis átján mánuðir. Að öðru leyti voru fjárreiður fé- lagsins í góðu lagi en engar umræður voru leyfðar um reikningana. Lauk gjaldkerinn máli sínu á að afhenda veislustjóranum, Sigurði Guðmunds- syni, sérstaklega útbúið ávísanahefti með gúmmítékkum á Gleðibankann. „Þetta eru teygjanlegar upphæðir að sjálfsögðu," sagði hann. En öllu gamni fylgir nokkur alvara og veislustjórinn bað menn að rísa úr sætum og minnast látins félaga. Látinn félagi telst hver sá sem ffyst burt og er strikaður út úr félaginu. Einn hrekkjalómurinn hafði nýverið tekið sig upp og flutt til Svíþjóðar og drukku menn minni hans. Ómar Ragnarsson hrekkjalóm- ur „Þetta er skemmtilegasti félags- skapur sem ég hef kynnst," sagði Ómar Ragnarsson. Hann og Helga kona hans voru sérstakir heiðurs- gestir hrekkjalóma þetta kvöld. „Ég sæki um inngöngu hér með. Ég ætla. að ganga úr Fram og Lions og svo- leiðis ruglfélögum. Stemmningin hér er alveg aðdáunarverð. Verst að geta ekki verið lengur,“ sagði Ómar, en hann átti að skemmta í Broadway seinna um kvöldið og varð því að yfirgefa samkvæmið snemma. En áður en Ómar fór varð honum að ósk sinni. Forsetinn lagði til að honum yrði veitt innganga í félagið og samþykktu viðstaddir hrekkja- lómar það með lófataki. Eina skyld- an sem Ómari var lögð á herðar var að koma á fundi þegar hann gæti og sleppa því þegar hann gæti það ekki - og taka Árna Johnsen með sér þeg- ar hann gæti ekki komið. Ásmundarstaðasvínarí og fýlu- pokalamb Á matseðli kvöldsins var fyrst boð- ið upp á fordrykk handa fullorðnum og mjólk handa Árna Johnsen. Þá kom gámasúpa, en hrekkjalómum þykir við hæfi að tala um gámafisk og gámasúpu í stað sjávarrétta, enda Vestmannaeyingar stórtækir í gá- maútflutningnum. Síðan gátu menn valið á milli þess að fá sér „Ásmundarstaðasvínarí a la Hrekkjó" eða „Fýlupokalamb a la Suðurey". Ábætisrétturinn var kall- aður „Icy a la only sixteen" til heiðurs Gleðibankanum okkar, en hrekkjalómum þótti að vonum súrt í broti að okkar menn í Bergen skyldu þurfa að lúta í lægra haldi fyrir smástelpu. Talningu diska stjórnaði Georg Þór Kristjánsson og fylgdist hann grannt með því hve margar ferðir hver gestur fór til að fá sér ábót. Eftir matinn tóku hrekkjalómar svo lagið og spilaði Árni Johnsen undir á gítar af sinni alkunnu snilld. Hrek Ómar Ragnarsson skemmti sér konunglega á árshátið hrekkjalóma. Með honum á myndinni eru Ámi Johnsen alþingsmaður og kona hans Halldóra Filippusdóttir, Helga JóhannsdóHir, eiginkona Ómars, og Sigurgeir Jónas- son hrekkjaiómur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.