Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Síða 8
8 DV. LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986. Ferðamál Ferðamál Ferðamál Ferðamál New York - þar lærirðu að vænta þess mesta og besta! Þó höldum við áfram að spá í áhuga- verða staði í New York. Síðasta laugardag veltum við fyrir okkur nokkrum versiunmn og helstu versl- unargötunum fyrir þá sem hyggjast versla í borginni. Þótt þú hafir ekki ráð eða áhuga á að kíkja í búðir þá er sko sannarlega nóg annað hægt að gera. I New York er svo mikið um að vera á hvaða sviði sem er að það er ekki á neins manns færi að ætia að „gera allt. Frægir staðir Nú langar þig að fara að skoða merkilegustu og frægustu staði borg- arinnar. Göngutúr um Broadway og Times Square er ágætis byrjun. Times Square er svæðið á milli Broadway og sjöundu götu, frá 42.-47. strætis. Þar eru bestu ieikhúsin, bíóin og margir góðir matsölustaðir. Að degi til er Times Square frekar óþrifalegur staður en að kvöldi til, þegar „neon- Ijósin eru upplýst, lifnar torgið við og fint fólk streymir að til að eiga góða kvöldstund í einhverju veitinga- húsinu eða leikhúsinu. Göngutúr um Greenwich Village er einnig góð hugmynd. Það er gamalt listamannahverfi með ýmsar skemmti- legar smáverslanir, litla veitingastaði og kaffihús. Það eru alltaf einhveijar uppákomur á götunum og ýmis vam- ingur seldur úti. Byrjaðu göngutúrinn í Washington Square sem er við enda fimmtu götu. Heimsókn í byggingu Sameinuðu þjóðanna, við 45. stræti og 1. götu, er vel hugsandi. í upplýsingabúri í and- dyrinu geturðu fengið upplýsingar um á hvaða tímum skipulagðar ferða- mannaheimsóknir um bygginguna eru. Empire state bygginguna við 34. stræti og 5. götu getur heldur sannur ferðamaður í New York ekki látið fram hjá sér fara. Að eyða degi í Kínahverfinu er skemmtileg upplifún. Þægilegt er að Síðarí hluti taka neðanjarðarlest þangað. Haltu þig á Canal stræti eða þar í kring. Þar er urmuli kínverskra verslana og veit- ingahúsa sem gaman er að gefa gaum og er andrúmsloftið ósvikið kínverskt. Kínverjamir, sem búa í hverfinu, halda margir hverjir fast í sína siði og venjur og tala einungis kínversku hver við annan og lesa margir enn bara kínversk dagblöð. „Hafir þú ekki verið í Harlem hefur þú ekki séð New York,“ fullyrða þeir sem þangað hafa komið. Þar búa svertingjar sem hafa á einhvem hátt orðið út undan í samfélaginu. Harlem er vægast sagt óhuggulegur staður og getur verið hættulegt fyrir hvítan mann að ganga þar um. En sá sem hyggst fara þangað ætti fyrir alla muni alls ekki að bera á sér nein verð- mæti, myndavélar eða nokkuð annað sem gefúr til kynna að hér sé saklaus ferðamaður á ferðinni. Gott er líka, af sömu ástæðu, að klæða sig eins lát- laust og mögulegt er. Líklega er sniðugast að fara í skipulagða ferð, í bfl, sem boðið er upp á. Upplýsingar um þess háttar ferðir fást hjá Penny Sightseeing Company í síma 247-2860. Höfuðborg lista New York er oft kölluð höfuðborg lista- og menningarviðburða og ætti sem slík að geta uppfyllt alla drauma þína á því sviði. Þar em um 500 söfn og listagallerí og 200 leikhús, svo eitt- hvað sé nefht. Af frægum söfnum má nefna Metropolitan Museum of Art við 82. stræti og 5. götu. Það er heill heimur út af fyrir sig, gríðcu-lega stórt, með sýningar á skúlptúrverkum, myndlist o.fl. o.fl. Museum of Modem Art á 53. stræti er einnig heimsóknar vert. Þar gefúr að líta listaverk frá síðari hluta 19. aldar fram til okkar daga. En umfram allt, athugið vel helstu viðburði á menningarsviðinu á þeim tíma sem þið eruð stödd þarna. Þær upplýsingar fáið þið í ýmsum bæklingum sem út em gefnir, einnig veita hótelin aðstoð við að panta miða og annað slíkt. Önnur dægradvöl Ameríkanar em stoltari af Frelsis- Á götum Harlemhverfisins hanga iðjulausir blökkumenn. Varaðu þig mjög vel farir þú þangað. í New York finna allir eitthvað við sitt hæfi, sama hvaða áhugamál þeir hafa. Það er engin tiiviljun að New York er kölluð „miðja heimsins". styttunni en nokkrn öðm í Amer- íkunni. Bátsferð að henni og jafiiframt í kringum Manhattan fúllkomnar heimsókn þina til New York. Hver sem skemmtunin er sem þú gimist ættirðu að fá hana í New York. Næturklúbbar og diskótek em á hveiju strái. Hafirðu áhuga á jassmús- ík er upplagt að hringja í svokallaða „jazzline í síma 463-0200 þar sem þér era gefiiar upplýsingar um hvar sé besta jassinn að finna þá stundina. Fyrir þá sem hafa áhuga á að fá sér snúning á diskóteki er upplagt að prófa Palladium, 126 E 14. stræti. Það er gömul kirkja sem aðlöguð hefur verið þeim aðstæðum sem nú em. Mjög nýtískulegt diskótek en jafn- framt fær gamli „sjarminn“ vel að njóta sín. Á diskótekum og öðmm næturklúbbum em miðvikudags- og fimmtudagskvöldin yfirleitt bestu kvöldin, þ.e. þá er mesta fjörið. Samgöngumöguleikar í borg- inni Leigubílamir em stórvarasamir. Bílstjóramir svífast einskis við að reyna að pretta ferðamenn. Ef þú ætl- ar að nota þér þjónustu þeirra skaltu byrja á því að spyija bílstjórann hvað ferðin á viðkomandi áætlunarstað muni kosta. Dæmi em þess að fólk greiðir mjög mismunandi upphæðir fyrir sömu þjónustu í þeim á sama tíma. Neðanjarðcu-lestimar er auðvelt að nota og ertu mun fljótari með þeim en í bíl. Ætlirðu að ferðast eitthvað út fyrir borgina getur verið sniðugt að taka bílaleigubíl, í síma 221-8222 færðu annars allar upplýsingar um það mál. Viljirðu hafa það huggulegt erheldurekkertmálaðleigja limous- ine til að aka með þig hvert sem þig langar. Fyrir klukkutíma akstur er verðið um 30-40$ + 30% tollur. Henti þér betur að leigja „limous- ine" með sjónvarpi og bar kostar klukkutíminn 60$ og er þá fjögurra tíma leiga lágmark. Upplýsingar um þessar lúxuskerrur er hægt að fá í síma 221-6930. Að lokum bendum við á að ekkert jafnast á við að sitja í rökkrinu á Brooklyns River Café, með kampa- vínsflösku við höndina, og njóta útsýnisins yfir Manhattan. Góða skemmtun. -RóG. Það besta og það versta í New Yorft Tímaritið Buisness Traveller hefur birt lista yffr það sem að þeirra mati telst til kosta og lasta New York borg- ar. Mörgum kann að finnast þessi úttekt smásmuguleg, en fyrir þá sem ferðast mikið og vilja ná sem mestu út úr ferðinni, geta þessar upplýsingar komið að gagni. Best Rakari Samkvæmt athugun tímaritsins er besta rakarann í New York að finna á Regency Hótelinu og heitir sá ágæti maður Raymond Geoffrey. Hann ku hafa rakað og snyrt menn eins og Richard Nixon og W. Michael Blum- enthal. Dyraverðir Hér skara fram úr dyraverðimir á Manhattan Passport, sem em einstak- lega uppfinningasamir og viljugir við að gera fólki lífið auðvelt. Skóburstarar Hér ber af William nokkur Neal sem starfar hjá Drago’s store. Söfn The Metropolitan Museum of Art er talið best af hinum fjöldamörgu söfnum New York borgar. Broadway sýningar Allir ættu að sjá Lily Tomlin í leik- ritinu „í leit að merkjum um vits- munaverur í alheiminum“(In Search for Signs of Intelligent Life in the Universe). Tvö önnur góð em I’m not Rappaport og Neil Simons Biloxi Blues. Sýningar utan Broadway Hér hefur vinninginn verk Penn og Teller sem þykir með afbrigðum skemmtilegt. Klúbbar Sweet Basil, Village Vanguard og Mikel’s fyrir djassgeggjara, Bottom Line fyrir þá sem aðhyllast þjóðlaga- tónlist og SOB’s skyldu þeir heim- sækja sem em meira fyrir taktinn í afrískri eða karabískri tónlist. Pylsur Pylsukóngur New York borgar er víst Papaya King’s og þykir sinnepið bera af því sem annars staðar þekkist. Verst Leigubílar Að ná í leigubíl getur oft verið ansi strembið og þá sérstaklega í rigningar- veðri um helgar. Sýning utan Broadway Versta sýning utan Broadway er talin vera „ Vampire Lesbians of So- dom“ og skyldi engan undra ef tekið er mið af nafhinu, sem við höfum ákveðið að þýða ekki. Klúbbar Shout klúbburinn er talinn frekar óaðlaðandi vegna hins mikla fjölda af svokölluðum „uppum“ sem sækja staðinn stíft. Þetta ætti þó ekki að fæla stéttasystkin þeirra frá íslandi frá, en þið hin skulið forðast staðinn. West End Café, þar sem templarar og trúaðir ráða ríkjum. Hér á það sama við og um Shout, þeir sem telja sig til þessra hópa ættu að finna sig þar. Studio 54 fær slæma einkunn fyrir þann ósið að safna upp óendanlegum biðröðum þar sem gestir em valdir úr eftir geðþótta dyravarðarins. -S.Konn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.